Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 21 Svona kemur hún kvikmyndaáhorfendum fyrir sjónir í „Never Say Never Again”. — slær hún í gegn? „Eg veit að ég er falleg og vel vaxin og þess vegna hef ég ekkert á móti því að sýna mig,” segir Barbara Carrera og það gerir hún líka í nýjustu James Bond-myndinni „Never Say Never Again”. Þar leikur hún ríka, illgjarna og f allega konu á móti Sean Connery. ,,Ef þessi mynd fær góöa dóma slæ ég í gegn,” sagði hún á blaðamanna- fundi þegarmyndinvarfrumsýnd. Það er kannski fullsnemmt að segja til um hvort myndin slær í gegn. Hún hefur þó hlotið allnokkra aðsókn þar sem hún hefur verið sýnd og sæmilega dóma. En þótt myndin mali ekki gull þarf hin 32ja ára Carrera ekki að örvænta. Hún gifti sig síðastliðið vor í þriðja sinn og það til f jár, að því er hún segir sjálf. Sá útvaldi er 23ja ára gamall auðkýfingur, Nicholas Mavroleon, en hann er kominn af enskum skipa- kóngum. Carrera gifti sig fyrst aöeins 15 ára gömul. þar sem henni hafði verið sagt að öðruvisi gæti hún ekki staðið í ástar- sambandi við karlmann. Hjónabandið það stóö ekki lengi. Hún reyndi ekki aftur fyrr en tíu árum síðar. Ekki heldur stóð hjónabandið það lengi. . Barbara Carrera. I miilitíöinni hafði hún stundaö nám í Bandaríkjunum. Þar komst hún í kynni við starf fyrirsætunnar. Sem slík sló hún í gegn. Og þaðan var leiðin stuttíkvikmyndirnar. .. Nú bíöur hún eftir viðtökunum þar. era Carr Uam — m m m ■ bara HAUKUR OG ÓLAFUR raftækjaverslun Ármúla 32 — Simi 37700. — Reykjavik. MOTOROLA _ AUTOMOBILE — M0T0R0LA 30 - 160 AMP. ALTERNATORAR: 6 - 12 - 24 - 32 volt Um páskana er tilvalið að bregða sér til útlanda. Ástæðan: Þú tapar tiltölulega fáum vinnudögum, tekur forskot á langþráð sumarið og kynnist Evrópu eins og hún gerist fegurst. Sæluhús í Hollandi Grikkland 1 vika (4 vinnudagar) 20.-27. apríl Það er mikið um að vera í Hollandi um páskana á skemmtana-, lista- og íþrótta- sviðinu. Þægileg dvöl í sæluhúsunum I Eemhof skammt frá Amsterdam. Verð kr. 11.600 (miðað við 6 [ húsi). London Vikuferð (3 vinnudagar) 16.-23. apríl 2 vikur (8 vinnudagar) 10. -24. apríl Fjölskrúðug náttúra Grikklands er aldrei fegurri en á vorin. Veðrið er dásamlegt, ströndin hrein og sjórinn tær. Gisting í lúxusíbúðunum í White House. Verð kr. 17.500 (miðað við 6 í íbúð). POrtúgal 11 daga ferð (6 vinnudagar) 11. -22. apríl London er iðandi af lífi um páskana, vorstemmning á götum og krám og þá ekki síður í tónleikahöllum og leikhúsum borgarinnar. Og auðvitað minnum við á leik Arsenal og Tottenham 21. apríl sem við útvegum miða á. Gisting í London Metropol í hjarta borgarinnar. Verð kr. 15.950. Innifalið: Flug, gisting m/morg- unverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ferð fyrir þá sem vilja hressi- legt frí og glampandi sól um páskana. Við blöndum saman fullkominni afslöppun og spennandi stundum á tennisvöllum og glæsilegum golfvöllum í nágrenninu og margs konar afþreyingu allan sólarhringinn. Gisting á fjögurra stjörnu lúxushótelinu Don Pedro. Verðfrá kr. 23.700. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.