Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. r LISTIR OG MENNDIG Ef sumir opinberir starfsmenn færu í verkfall yrði eina breytingin K^hjá þeini sú að þeir þyrftu ekki að hafa^ il fyrir því að fara í vi.nnuna \/ i ‘*i morgnana. Menningin á Islandi er sem betur fer ekki bundin við þaö eitt að gefa út ævisögur og bækur um dulræn efni fyrir jólin og friða gömlu húsin eins og endumar á Tjörninni, hún er einnig fólgin í því að búa til kvik- myndir sem eru bannaðar börnum og svo dýrar að við sem megum kvik- myndaeftirlitsins vegna fara að sjá þær veröum að gera það tvisvar svo að fyrirtækið borgi sig þar sem ríkið hleypur ekki undir bagga með öðrum fyrirtækjum en þeim sem eru atvinnuskapandi eins og guð almátt- ugur hefði orðaö það ef hann hefði verið að skapa heiminn í gær niðri í ráöuneyti. Menningunni er hins vegar guðvel- komið að fara á höfuðið þegar henni sýnist þar sem hún verður hvorki hausuð né slægö og þar að auki borin von aö Japanir vildu éta hana þótt þeir viröist eftir myndum í blöðum að dæma ekki sérlega matvandir. Mér er sagt að bókaútgefendur hafi farið frekar illa út úr vertíðinni í ár þótt myndabókagerðarmenn í Belgíu og Alistair MacLean hafi veitt upp í kvótann sinn og á síðum þessa blaðs hafa menn haft dálitlar áhyggjur af íslenskri barnabóka- gerð sem er auðvitað alger óþarfi og álíka skyhsamlegt og að hafa áhyggjur af því hvort tekinn verði upp virðisaukaskattur á tunglinu. Það væri miklu nær aö hafa áhyggjur af málaralistinni í landinu sem virðist oröin talsvert vandamál þótt hún flokkist hvorki undir land- búnað né sjávarútveg og geti þar að auki ekki farið á höfuðiö eins og önn- ur menning sem er háö jólunum og kvikmyndaeftiriitinu. Málaralistin er nefnilega sér á parti eins og ráðherrar segja þegar þeir lenda í vandræðum með byggða- stefnuna sína og hafa ekki upp á annaö að bjóða en gatið í fjárlaga- frumvarpinu til að bjarga útgerð og bændum. Stefnur og ismar Ég hef fylgst talsvert með málara-1 list í dagblööum og sjónvarpi á undanförnum árum og það sem mér finnst kannski helst einkenna hana Háaloftið Frá skákmétinu í Ne§kaupstað: Helgt mátufli séra Lombardy Skák Helga Olafssonar við banda- ríska stórmeistarann William Lombardy átti óskipta athygli áhorf- enda sem fylgdust með 3. umferð alþjóðamótsins í Neskaupstað. Helgi ætlaði sér greinilega að leggja prest- inn því að hann tefldi bæði hratt og örugglega. Knezevic smitaðist forðum af hraða Helga en Lombardy fór sér að engu óðslega, tefldi fremur of hægt, þar sem hann lenti í tíma- hraki. Eftir 28 leiki haföi hann mjög slæma stöðu og átti aðeins 3 mínútur eftir á klukkunni. Þá hafði Helgi aðeins notaö eina klukkustund af umhugsunartíma sínum og ekki vafðist úrvinnslan fyrir honum. Mest kom þó áhorfendum á óvart hversu lengi Lombardy streittist á móti, jafnvel þótt staöa hans væri gjörtöpuð. Reyndar gafst klerkur ekki upp heldur lét Helga máta sig, sem stórmeistarar, og gott ef ekki allir skákmenn, reyna að forðast. Að skákinni lokinni undirrituöu þeir pappírana og stóðu upp frá borðum en sögðu ekki eitt aukatekiö orð. Ekki svo að skilja að Lombardy hafi verið sár yfir tapinu heldur átti þessi óíþróttamannslega framkoma þeirra sér dýpri rætur. .. Að loknu mótinu í Grindavík tóku þeir nokkrar „bröndóttar” hrað- skákir, eins og skákmanna er siður og þykir raunar ekki í frásögur færandi. Slíkar skákir eru sjaldan al- varlegs eðlis enda gefur um- hugsunartiminn ekki tilefni til þess. Af einhverjum ástæðum tókst þeim þó að verða sundurorða og á end- -anum rauk Lombardy á dyr meö þeim orðum að ef hann ætti aö tefla viö Helga í Neskaupstaö myndi hann ekkimæta tilleiks! Daginn eftir var ekki að sjá að at- vik þetta væri ofarlega í huga þeirra en vafalaust hafa einhverjar minningar vaknað til lífs er þeir áttu að tefla á miðvikudag. Lombardy mætti þó til leiks eins og ekkert hefði í skorist en ef marka má skákina hefði hann betur mátt sitja heima. Hvítt: Helgi Ölafsson. Svart: William Lombardy. Hollensk vörn. 1. d4fS2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 Svonefnt Leningrad-afbrigði, sem á nafn sitt að rekja til nokkurra skákmanna frá Leningrad, m.a. Skák lón L. Áraason Kortsnoj, sem gerðu afbrigðið vin- sælt. Nú hefur stórmeistarinn Beljavsky bætt afbrigðinu í vopna- búrið, beitti því tvisvar á stórmótinu í Wijk aan Zee og vann í bæði skiptin. 4. Rf3 Bg7 5.0-0 0-0 6. b3 d6 7. Bb2 c68. c4 Helgi notar óvenjulega leikaðferð, því að oftast er riddarinn settur á c3- reitinn strax í 6. leik. Hann ætiar honum stað á d2, þar sem hann lokar ekki sjónlínu biskupsins. Traustasta leið svarts er nú 8. — Dc7, ásamt a5, Ra6, Bd7, Hae8 og síöan e7—e5, þótt moguleikar hvíts séu eitthvað betri. 8. — Ra6 9. Rbd2 Kh810. a3! Betra en 10. Dc2 Rb4 11. Dcl a5 12. a3 Ra6 13. Dc2 sem teflt hefur verið. Svartur vill gjarnan koma peði sínu til a5 en þarf nú að hörfa með ridd- arann. 10. — Rc711. Dc2 a512. Hfel a4? 1 hundruðum skáka hefur slíku peði verið leikið fram og sjaldan er gott að drepa það því að þá rifnar peðakeðjan og svartur nær peðinu aftur fyrir eða síðar. En stundum getur of mikil kunnátta slævt vitund- ina. Lombardy hefur e.t.v. ekki hug- leitt svar Helga af þessum sökum. 13. bxa4! Nú eru menn svarts nefnilega það illa staösettir að hann nær ekki peðinu aftur og að auki opnar hvítur b-línuna að peði svarts á b7. 13. — Be6 14. Bc3 Bg8 15. Habl Ha7 16. a5! Yfirburðir hvíts eru greinilegir. Helgi hafði nú notað um hálfa klukkustund en Lombardy 2 klukkustundir. 16. — Re417. Rxe4 fxe418. Dxe4 Bxc4 19. Dc2 Bg8 20. a4 Rd5 21. Bd2 Rf6 22. e4 Dd7 23. e5 Eftirlætur riddaranum d5-reitinn en í staðinn „stingur hann upp í” biskupinn á g7 og peðakeöjan fer af stað. 23. — Rd5 24. Rg5 Df5 25. Dxf5 Hxf5 26. f4 Hf8 27. Hb2 h6 28. Rf3 Hc8? Slæmur leikur í erfiðri stöðu. Lombardy átti nú aðeins 3 mínútur eftir. 29. Rh4 Kh7 30. Be4 Bf7 31. f5! g5 I I Vörnin var engaii veginn auöséö Síðasta spilið í tvímenningskeppni Bridgehátíðar 1984 var athyglisvert bæði til sóknar og varnar. Austur gefur/a-v á hættu. Norhiik A DG1064 .> K8 * AG842 Ai's.nin A 93 KG3 D9643 + K53 . SUDI'H A A2 AD87 G1075 * 976 Við eitt boröiö sátu n-s Stefán Guðjohnsen og Þórir Sigurðsson, en a- v Símon Símonarson og Jón Asbjöms- son. Þar gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 1S pass 2G pass 3L pass 3G pass pass pass Noröri, sem haföi opnaö til þess aö fá sér bút, leist ekki á blikuna, að vera kominn í game meö passaðan makker. En við skuium fylgjast meðspilinu. Vestur átti sjálfsagt útspil í hjarta, en hann valdi að spOa út hjartatíu og þar með birti aðeins hjá sagnhafa. Austur setti eðlilega kónginn og sagnhafi drap með ás. Hann spilaöi síðan litlu laufi, tían, gosi og kóngur. Þá kom hjartagosi, sem sagnhafi drap með drottningu. Hann spilaði síðan laufi, drap drottningu vesturs meö ás og svínaði síðan spaðadrottn- ingu. Vestur drap á kóng og reyndi rétti- lega ekki að spila undan tígulás, sem áreiðanlega hefði leitt til yfirslags hjá sagnhafa. Austur hefur jú passað í upphafi og þegar sýnt tvo kónga og gosa. Heppnisspil hjá n-s? Aö vísu, en vestur gat banað spilinu, þrátt fyrir óheppilegt útspil. Þegar sagnhafi spilar laufi í öðrum slag, þá verður hann að láta drottninguna, sem er engan veginn auðséð. Barðstrendingafélagið Eftir 14 umferðir er staöa 6 efstu í barómeterkeppni félagsins. 1. Ragnar —Hjálmtýr 177 2. Sigurður—Halldór 111 3. Sigurbjöra — Ragnar 104 4. Jóhann — Kristján 82 5. Ingvaldur — Þröstur 72 6. Hermann — Gunnlaugur 62 Bridgefélag Hornafjarðar Nýlokið er aðaltvimenningi félags- ins. 18 pör mættu til leiks en 10 efstu urðu: stig 1. Skeggi Ragnarss.-Örn Þ. Þorbjömss. 961 2. Karl Sigurösson-Birgir Bjömsson 935 3. Ragnar Bjömsson-Borgþór Pétursson 932 4. Áml Stefánsson-Jón Sveinsson 928 5. Ragnar Snjólfss.-Sigf. Gunnarss. 920 6. Stefán Amgrimss.-Þorvaldur Hjarðar 879 7. Ölafur Jóhanness,-Jóhann Sveinss. 858 8. Guðbrandur Jóh.-Jón G. Gunnarss. 855 9. KolbeinnÞorg.-GisliGunnarss. 846 10. Svava Gunnarsd.-Gunnh. Gunnarsd. 831 Næst verður spilaöur einmenning- ur/firmakeppni. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 20. mars var spilaður eins kvölds tvímenningur í tveimur 12 para riölum. Urslit urðu þessi: A-RIÐIU. 1. Tómas Sigurjónss.-Hjálmar Pálss. 141 2. -3. Tómas Baldvinss.-Jónas Gissurars. 131 2.-3. Jens-Bjöm 131 4. Friðrik Jónsson-Erlendur 124 B-RIÐH.I, 1. Sveinn Sigurgeirss.-Baidur Amas. 153 2. Gunni. Guðjónsson-Orwei Utley 128 3. Valdemar Elíass.-Halldór Magnúss. 122 4. Helgi Skúlas.-Guðm. Grétarsson 115 Meðalskor í báðum riðlum 110 Næsta þriðjudag hefst barómeter,- tvímenningur og er skráning hafin hjá Baldri í síma 78055. öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir og eru spilarar hvattir til að mæta vel og tímanlega til skráningar. Spila- mennskan hefst stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Gerðubergi. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgedeild Skagfirðinga Siðastliðinn þriðjudag lauk board a match keppni deildarinnar með sigri Sigrúnar Pétursdóttur. Auk Sigrúnar spiluðu Albert Þorsteinsson, Oli Andreasson og Stígur Herlufsen. Hlutu þaul46stig. 2. Sveit Guðna Kolbeinssonar 131 3. Svelt Sigmars Jónssonar 130 ,4. Sveit Bjöms Hermannssonar 124 Þriöjudaginn 27. mars og næstu þriðjudagskvöld verður spilaður tví- menningur. Félagar eru minntir á að skrá sig í tíma á sæluvikubridgemótið á Sauðár- króki 6.-8. apríl. Sími 687070 og 35271 (Sigmar). Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Hraðsveitakeppni, úrslit eftir þriðju umferð urðu þessi, með fyrirvara. Ingibjörg Halldórsdóttir 1892 HansNielsen 1835 GuðlaugurNielsen 1817 Kristján Olafsson 1814 Esther Jakobsdóttir 1800 Magnús Halldórsson 1774 Elís R. Helgason 1774 Erla Eyjólfsdóttir 1756 Davíð borgarstjóri seglr fyrstu sögn Bridgehátíðar 1984 fyrir Sontag heims- meistara. Vksti k A K875 ’ 109654 O A2 * D10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.