Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 10
Miftr P.RAM K HUDACIHAOUAJ ,VO DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. Auðugur maður gaf uppáhaldsþræli sínum frelsi. Hann gaf honum og skip fullt af vörum. „Þú hefur þjónað mér dyggilega,” sagði hann við leysingj- ann. „Leitaðu gæfunnar í hinum stóra heimi!” Skipið hreppti óveður og í fárviðri brotnaði það í spón á klettóttri strönd fjarlægrar eyju. Ungi maðurinn komst með naumindum lífs af. Hann reikaði um að leita sér hjálpar uns hann bar að stórri borg. Mikill mannfjöldi streymdi móti honum. Fólkið rak upp fagnaðaróp þegar það sá ókunna manninn. „Heill þér, konungur!” hrópaði það og færði manninn furöu lostinn í sigurgöngu til hallarinnar. Hirðhöfðingjamir íklæddu hann purpuraskikkju, settu kórónu á höfuö honum og buðu honum að stíga upp í hásætiö. Maðurinn, sem var alveg utan við sig, hlustaði á orð þeirra sér þvert um geð. Ráðherrar og hershöföingjar sóru trúnaðareiða og vesírinn spurðist fyrir um skipanir hins unga konungs. Manninum, sem áöur haföi verið þræll, kom þetta allt kynlega fyrir. Er mig aö dreyma? hugsaði hann og kleip sig í kinnina. Hann kenndi sársauka. Hann var þá ekki að dreyma. Þetta hlýtur aö vera undarlegt land, hugsaði hann. „Hvað á allt þetta að þýða?” spurði hann vesírinn. ,,Þið geriö mig aö kon- ungi ykkar án þess að þekkja mig. Þiö fagniö og vitið ekki hverjum þið eruð að fagna. Þú verður að skýra það út fyrir mér.” „Herra minn,” svaraði vesírinn, „eyjan okkar heitir „Land reynslunn- ar”. Fyrir langa löngu báðu áar okk- ar Allah — nafn hans sé lofað —, að senda þeim árlega einhvern framandi til þess að stjórna þeim. Allah hefur heyrt bæn þeirra. Síðan þá förum við eftir okkar eigin lögum, lögum for- gengileikans. Fólkið hlýðir nýja þjóð- höföingjanum en yfirráö hans vara ekki nema eitt ár.” „Ogþá?” „Þjóðhöfðinginn missir tign sína og völd. Menn svipta hann kórónunni og færa hann í hversdagsleg föt. Skip flytur hann til „Eyjar efndanna”. Þar er ekki neitt. Ekkert hús, enginn akur, enginn brunnur. Allir konungar okkar stíga á land á eynni án fylgdar og hjálparlaust verða að treysta á sjálfa sig. Þeir rata í vandræði og fá enga að- stoð s vo f ramarlega sem þeir hafa ekki kunnað að færa sér í nyt ríkisstjórnar- Rak Guð Adam og Evu lir paradís til að firra þau leiðindum? L EIÐINDI — hvers konar fyrir- bæri er það? Bandarískur fræðimað- ur við Columbíu-háskóla í New York, Robert Nisbet, segir að rekja megi sögulegt og félagslegt samhengi þessa fyrirbæris til þeirra tíma þegar menn fóru af stigi hirðingja yfir á stig akuryrkju og urðu háðir jarðvegi og árferði. I nýútkominni bók um for- dóma segir prófessor Nisbet að eitt af þeim öflum sem hafi mótað mannlíf öðru fremur og á víðtækan hátt séu leiðindi. Nisbet segir að þótt ekki sé hægt að skilgreina áhrif leiðinda í sögu mannkyns ó sama hátt og stríð, far- sóttir, hungursneyð, byltingar eöa efnahagskreppu séu áhrif þessa „afls” engu að síður augljós í nútíð sem fortíð. Leiðindi og áhrif þeirra má merkja í greinum, ævúninning- um, dagbókum og sögum. HVI AÐURINN er eina skepnan sem hefur getu eða hæfileika til að láta sér leiðast. En bæði maöur og dýr merkurinnar upplifa þaö einhvern tíma á lífsleiðinni að finna fyrir tíma- bundnu sinnuleysi en sinnuleysi og leiðindi er tvö ólik fjrirbæri. Sinnu- leysi er bælt hreyfingarleysi sem sér- hver lífvera getur orðið fyrir þegar taugakerfiö á crfitt með að samlagast umhverfinu. Er hér um að ræða nokkurs konar brotthvarf frá meðvit- und. Þegar lifvera er gripin sinnu- leysi er hún aögeröalaus þar til eitt- hvert ytra áreiti losar hana úr ástandinu ellegar dauði fylgir í kjölfar þess. M TILFINNINGASKALANUM eru leiðindi miklu ofar en nokkum tima sinnuleysi. Til að láta sér leiöast þarf í raun það þróað taugakerfi að óhætt mun að fullyrða aö eingöngu mann- skepnan sé fær um slfkt. Og sé ein- göngu iitið á manninn er það aðeins maður sem telst nokkurn veginn „eðlilegur” hvað varöar geðheilsu sem getur fundið fyrir þessu ástandi. Fáviti getur fundið fyrir sinnuleysi en hæpiö er að hann láti sér leiðast, að mati Robert Nisbet. Venjulegur maö- ur verður mjög fljótt leiður á síendur- tekningu í starfi sem krefst ekki ein- beitingar hugans en ööru máli gegnir um fávita við svipaðar kringumstæð- ur. Starf sem hentar skapgerð eða atgervi einstaklings er líkast til besta vörnin gegn leiðindum. Eins og John Maynard Keynes hefur bent á, ef efnahagsvandinn verður leystur — þá er búiö að firra fólk hefðbundnum til- gangi tilveru þess. Er það mannkyni til góðs að þurfa ekki lengur að stríta í sveita síns andlitis? Já, segir Nis- bet, ef maður trúir á hin sönnu gildi lífsins — ef... Hins vegar er maður- inn svo mikið afsprengi venja sem skapast hafa í aldanna rás aö óvist er hvernig eða hvort hann gæti aölagast lífi þar sem starfsorku hans væri ekki vænst. I SÖGUNNI eru þó dæmi um lög innan samfélagsins þar sem iöjuleysi var algert, til dæmis stór hluti Róm- verjar til foma eða um hálf milljón af tveimur milljónum íbúa keisaraveld- isins. Sagnfræðingurinn Amold Toyn- bee segir að þessi hluti Rómverja, sem var iöjulaus, eigi stærstan þátt í falli Rómaveldis sé litið til innri þátta aðeins. Úll þekkjum við dæmi úr samtíðinni af því hvemig annaðhvort atvinnuleysi eða iðjuleysi fer með fólk. Má nefna fólk sem komiö er á eftirlaunaaldur og hreinlega deyr úr leiðindum eöa ofbeldi sem brýst út meðal atvinnulausra unglinga. Leið- indi sökum iðjuleysis geta leitt til sinnuleysis og langvarandi þung- lyndis. Þetta skýra vísindamenn nánar á þann liátt að taugakerfi mannsins í aldanna rás sé mótað af því að þurfa að vera í viðbragsstöðu til að við- halda iífi sínu eöa komast af. Því má gera ráð fyrir því að það hafi mikil áhrif á taugakerfi fólks þegar það sætir miklu aðgerðaleysi eða iðjuleysi sem þaö vill ekki sjálft. Þannig eru leiðindi svörun taugakerf- isins við aðstæðum sem em mannin- um óvenjulegar. «Ð HAFA ALLT af öllu er án efa lykillinn að leiðindum. Einhver skrif- aði einhvers staðar að einn hlutur væri verri en só að sjá aldrei ávöxt erfiðis síns og það væri að uppskera alveg eins og maður hefði sáð. Leið- indi hljóta að vera fylgifiskur þess ef allir draumar fólks rætast. Þannig má búast við því að atferlissinninn frægi, B.F. Skinner, hafi gleymt þætti leiðinda þegar hann kom fram meö þá kenningu að með virkri skilyrð- ingu mætti uppræta alla félagslega kvilla. George Orwell gleymdi hins vegar ekki þætti leiðinda í ritun skáldsögu sinnar „1984”. I „Brave New World” lætur höfundurinn, Al- dous Huxley, sögupersónumar fá lyf- ið Soma til að ná þeim upp úr leiöind- um og þunglyndi. I stuttu máli sagt, markar útópían eða fyrirheitna landið ekki endalok leiðinda? Leiðindi eiga eitt sammerkt með yfirráðum eða valdi — því nánara eða lokaðra sem samskiptaformiö er þar sem annaö þessara fyrirbæra rík- ir því sterkari verða áhrif þess. Ekk- ert er eins leiðingjamt og það sem er smátt eða þröngt í sniðum. Ef mað- ur er leiður á kunningjahópnum verð- ur leiðinn hlutfallslega meiri því smærri sem hópurinn er. Þetta íeng- ist því þegar talað er um leiöa fólks sem býr í smábæjum eða þorpum — þar sem almenningsálitið gleypir hvert fótmál. Eða leiðinn sem fylgir einangrun — að vera lokaður inni eða búa afskekkt. rijONABANDIÐ er jafnvel frjó- samasti jarðvegur leiöinda og þá oft- ar fýrir konuna en karlinn, alla vega lengst af, þar sem tækifæri hennar til upplifunar annarra samskiptaforma voru öllu takmarkaðri en útivinnandi eiginmanns. En með þeirri þróun sem hefur átt sér stað í fjölskyldu- málum í hinum vestræna heimi á um- liðnum árum skapast nýjar víddir í þessu sambandi. Afleiðing iðnbylt- ingarinnar hefur breytt fjölskyldunni úr sérstæðri framleiðslueiningu þar sem hver fjölskyldumeðlimur hafði sitt ákveðna hlutverk og sitt ákveðna starfssviö yfir í einingu þar sem per- .sónuleg samskipti eru mynstrið en ekki efnahagsleg. Það er ekki lengur hinn efnahagslegi grundvöllur sem eingöngu bindur fjölskylduna saman eins og í samfélagi sjálfsþurftabú- skaparins. I dag gengur fólk í hjóna- band af „ást” fremur en efnahags- legri nauðsyn. En það er einmitt só nýi grundvöllur fyrir spennumyndun eða átök svo ekki sé nú minnst á leið- indin. Er ekki hugsanlegt að Guð hafi rekið Adam og Evu úr paradís til að firra þau þeim örlögum að verða leið-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.