Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984.
’ 23
Myndir:
Gunnar V.
Andrésson
Vidtal:
Sigurdur G.
Valgeirsson
svona. Þetta er mjög algengt. Alfreð
Andrésson var manna stressaðastur
áður en hann fór á senuna. Hann lá
veinandi áður en hann kom fram. En
hann var svo skemmtilegur aö fólk var
farið aö hlæja áöur en hann kom inn á
sviðið.
Menn bera sviðsskrekkinn misjafn-
lega. Eg gekk um eins og ljón í búri
áður en ég átti að koma fram en þegar
ég var kominn á sviðið var ég alveg
öruggur.”
Tvo vetur í
leiklistarskóla
— Laa-ðirðu eitthvaö til þess í skóla að
verða skemmtikraftur?
„Já, ég var í tvo vetur í leiklistar-
skóla Lárusar Pálssonar. Eg fór
þangað til aö læra aö verða sólóisti.
Vildi læra sviðstækni og taltækni.
Lárus bar virðingu fyrir að ég vildi
vera einn. Hann lét mig læra eintöl og
fara með. Hann var óskaplega
skemmtilegur persónuleiki.”
— En nú eru Baldur og Konni hættir að
koma fram: og komin kynslóð sem
ekki þekkir Baldur og Konna.
„Blessaður vertu, ég gat aldrei
gengiö um götur svo að ekki væri öskr-
að: „Hvar er Konni?” En það er ekki
gaman að fara upp á svið sem skugg-
inn af sjálfum sér. Þá er betra að hafa
verið eitthvað.
Núna skemmti ég svolítið í gegnum
aðra. Eg skrifaði Galdraland sem var
sýnt og er til á videospólu. Svo er ég
með leikrit sem ég er að reyna að selja.
Eg geri mikið að því að skrifa og mér
finnst ég vera frjórri en áður. En það
væri of erfitt fyrir mig í dag að ferðast
um og skemmta. Einu sinni kom ég til
dæmis til Vestmannaeyja grænn í
framan af sjóveiki. Eg fór beint af
skipsfjöl upp á svið og fór upp á sen-
una. Það er of hasarderað fyrir mig í
dag.
Stærsta kompliment sem ég hef
fengið um dagana er þegar ég var að
skemmta einu sinni og það var komið
með aukamíkrófón fyrir Konna.”
$aman aftur”
* liann lítnr yfir f arinn veg
strákur. Hann á það til að vera dálítið
fýldur. Gallinn við Baldur er að hann
er of alvörugefinn.”
-j- Er ekki leiöindalíf að vera
lokaður i tösku?
,|Það er ekki beinlinis skemmtilegt.
En það er ekki hægt að ota Baldri
áfijam. Hann er orðinn latur eða gam-
alli Svo er hann slæmur til heilsunnar
gréyið.”
I— Þér leiöist aðgerðaleysiö?
„Það versta við að gera ekki neitt er
aö maður getur aldrei tekið sér frí. ”
4- Þú finnur ekki til neinnar sam-
kenndar með tréstrákum eins og
Gosa?
,|Eg lék nú einu sinni Gosa í útvarp-
inu. En ég er ekki kominn af timbur-
mönnum eins og hann. ’ ’
Ein gömul spuming. Hver er munur-
innádúrogmoll?
„Þegar maður syngur í moll verður.
maður svo þreyttur að maður verður
aðfásérdúr.
Hvers vegna söng Baldur aldrei með
þér á plötunum?
„Hann er alveg laglaus. ”
Þegar þú lítur yfir farinn veg hvað
myndirðu þá vilja hafa verið?
„Eg hefði orðiö búktalari aftur. Eg
myndi vilja gera þetta allt saman
aftur. En helst með annarri brúðu.”
Með það er Konni kominn aftur í
töskunasína.
SGV