Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 3 Skógrækt á Skógasandi — kvikmyndin Enemy Mine í undirbúningi Byggingaframkvæmdir i fullum gangi á hinni óþekktu plánetu á Skóga- sandi. Um þessar mundir er Skógasandur að skrýðast fyrstu trjám sem þar hafa þrifist um aldaraöir. Trén eru sex að tölu og þau ekkert venjuleg. I fyrsta lagi eru þau ekki lifandi heldur steinrunnin. I öðru lagi eru þetta bara trjástubbar. Og í þriðja lagi eru þeir engin smásmíði, allt að 20 metrar á hæð. En hvaðan koma þessi tré og hvaða hlutverki gegna þau? Jú, þau eru hluti af sviðsmynd kvikmyndar- innar Enemy Mine sem kvikmynda- fyrirtækiö 20th Century Fox ætlar að hef staðið, segir Þóra Karlsdóttir hjúkrunarkona sem verður i fylgd kvikmyndagerðarmannanna fram á sumar. ■ DV-myndir Bj.Bj. gera að hluta til hér á landi. Myndin á að gerast í ókominni framtíö á óþekktri plánetu, það er að segja þetta er svonefnd sience-fiction mynd. Fyrir kvikmyndafróða má geta þess að myndin mun verða í svipuðum dúr og myndin Alien sem var sýnd hér fyrir örfáum árum. Auk þess sem Skógasandur verður vettvangur Enemy Mine verður kvikmyndað í Vestmannaeyjum, í nágrenni Víkur í Mýrdal og í ná- grenni Húsavíkur. Ráðgert er að hefja myndatökur um miðjan apríl og öllu saman á að vera lokið í lok maí. Alls munu um 150 manns koma hingað til lands vegna þessarar kvikmyndageröar og þar af eru þegar um 40 komnir. Hluti þeirra vinnur að smíði trjánna á Skóga- sandi, aðrir vinna aö smíði 1500 fer- metra sundlaugar í Prestavík í Vest- mannaeyjum og enn aðrir sjá um flutninga og skipulagningu á öllum framkvæmdum. I Prestavík á, auk sundlaugarinn- ar, að búa til foss sem á að falla milli tveggja hraundranga en víkin dregur nafn sitt af þessum dröngum. Skortur á gistirými Það liggur í augum uppi að það þarf mikið gistirými fyrir allt þetta fólk sem vinnur að undirbúningi Enemy Mine. Og ekki minnkar þörfin þegar leikarar og allt aðstoðarfólk verður komið. Nú þegar hefur 20th Century Fox pantað öll herbergi á hótelunum á Hellu og Hvolsvelli fram að mánaðamótunum maí-júní. Einnig er Gistiskálinn í Vestmannaeyjum meira og minna upppantaður. I viðbót hefur fyrirtæk- ið tekið um 40 einbýlishús á leigu á Hvolsvelli um lengri eða skemmri tíma. Þeir sem nú vinna á Skógasandi gista á Hellu og Hvolsvelli og þurfa því að keyra um 60 kílómetra leið í hvora átt til og frá vinnustaðnum kvölds og morgna. Geimskipið hrapar á Skógasandi inni austur á Skógasandi fyrir nokkr- um dögum var þar kalt og hráslaga- legt veður og gekk á með éljum. Smíðafólkið lét það lítið á sig bölvaði veðrinu að vísu í sand og ösku en hingað til hefur það lítil áhrif haft á íslenska veðráttu. Verkinu miðaði nokkuð vel áfram og var talið að smiöi trjánna sex yrði lokiö eftir um það bil tíu daga. Um það leyti verður byrjað að setja saman líkan af geimskipi sem kemur hingað til Iands f rá Ungverjalandi þar sem það var smíðað. Geimskipið mun eiga að hrapa á hinni óþekktu plánetu og rekast á einn hinna risavöxnu tré- stubba á Skógasandi. Py/sunum reddað Nokkrir Islendingar eru aökomu- mönnunum þama á sandinum til halds og trausts. Þar á meöal er hjúkrunarkona úr Reykjavík sem hefur það hlutverk að veita fyrstu hjálp ef eitthvert óhapp yrði. Hefur hún til umráða húsvagn sem í er lítil sjúkrastofa. Þá eru sjúkrabíll og maður frá Flugbjörgunarsveitinni til reiðu á sandinum ef á þarf aö halda. Tvær íslenskar konur aðstoða við eldamennskuna en eins og nærri má geta er það mikið starf að elda ofan í allan þennan hóp. Og fyrst minnst er á eldamennsk- una má geta þess aö flestir þeirra sem nú eru komnir til landsins eru Bretar, og Bretar eru með vanafast- ara fólki í heimi svo vægt sé tekið til orða. Til að mynda verða þeir að fá sitt beikon og sín egg á hverjum morgni og með þeim verða þeir að fá alveg sérstakar litlar pylsur eins og lög gera ráö fyrir. Ekkert vandamál reyndist að útvega eggin og beikonið hérlendis en verra var það með pylsurnar. Ekki bætti úr skák að bannað var og er að flytja þær inn. En Bretamir dóu ekki ráðalausir. Þeir létu efnagreina pylsurnar sínar og fengu svo Síld og fisk í. Reykjavík til aö framleiða nákvæmlega eins pylsur. Þarmeðvarþvíreddað. -SþS Þegar blaðamenn DV voru á ferð- Þetta er i fyrsta sinn sem við komum hingað til lands, , Þeir eru engin smásmiði, trjá „stubbarnir" sem verið sögðu flestir Bretanna sem vinna að skógsmiðinni á er að smíða á Skógasandi. Skógasandi. Og það siðasta, bættu margir við. Sýndir verða eftirtaldir bílar í Reykjavík NISSAN SUNNY station 1500 GL, 4 dyra. NISSAN SUNNY 1500 GL, 2ja dyra, coupé. NISSAN SUNNY Sedan, 4 dyra. NISSAN MICRA. NISSAN SUNNY COUPÉ 1500 GL, 5-GÍRA, 2JA DYRA. SUBARU 1800 GLF, four wheel drive, sjálfskiptur með rafdrifnum rúðum, rafdrifnum, stillanlegum spegli, aflstýri. NISSAN MICRA. TRABANT. WARTBURG PICKUP 2BÍLASÝNINGAR ÞESSA HELGI BÆÐI í KAFRAHÚSINU Á SKEIÐI ÍSAFIRÐI OG MELAVÖLLUM RAUDAGERÐI REYKJAVÍK Sýndir verða eftirtaldir bílar á ísafirði INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. AUÐUNN KARLSSON, UMBOÐSMAÐUR SÚÐAVÍK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.