Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. 15 Það voru tónleikar á síðasta föstudag í Sigtúni. Fjórar af stærstu minnstu rokksveitum okkar léku en SATT stóð fyrir tónleikunum. Eg mætti með fyrri skipunum, gott ef ég var ekki fyrsta skipið. Klukkan var tíu og ein sveitin var í „sándtesti”. Þetta var Kikk. Eg man einu sinni eftir að hafa heyrt í þeirri sveit, í sjón- varpinu, upptökur frá 17. júní. Hljóðupptökumenn sjónvarpsins voru þá í essinu sínu og vindurinn gnauöaöi eins og um væri að ræða suðaustan 17. Kikkið kom ágætlega út þá, betur en Arni Johnsen. Eg þóttist heyra að þama væru á ferðinni talsverð efni og beið því spenntur eftir því að heyra í þeim „læf” og án milligöngu snillinganna hjá sjónvarpinu. Svo var testið búið og Queen tók við. Svo var spilaö eitthvað meira og fólk fór að smátínast inn en enginn drukknaði í mannhafinu. Það var fámennt en hvort var góðmennt ætla ég ekki aö dæma um. Klukkan hálftólf stendur Kikkið upp og vinir og vandamenn óska góðrar ferðar. Músíkin hefst. Þau eru ekki slæm. Margt er gott Hræðilegur hljómburður í Sigtúni á tðnleikum Frakkanna, Vonbrigða, Orafikur og Kikks hjá þeim fimm en æði margt sem laga þarf. Þau eru að fara í stúdíó og væntanlega kemur stór plata í apríl, en ýmislegt þarf að pússa. Eg giskaði á að Sigríður syngi á ensku, enda kom það líka á daginn er ég yfirheyrði hana eftir að Kikkið var búið. Hún var óhress með sándið en sagði að þetta hefði tekist ágætlega að öðru leyti, þau voru afslappaðri en venjulega, bara að sándið hefði ekki verið svona. Guömundur á gítamum tók í sama streng (gítarstreng hehe). — Sándið var lélegt, hræðilegt, sagði hann, en annars tókst okkur ágætlega upp. ,,Um hvað fjalla textarnir?” „Við höfum enga stefnu i því. Við erum ekkert að keppast við að bjarga heiminum með því að krítisera eitt og annað sem við eigum kannski eftir að lenda i sjálf seinna. Sumir hafa hengt sig í þessu.” Eg hálfmissti af Grafíkinni en tókst þó að grípa í þrjú lög. Þetta er sveit sem á eftir að hafa mikið að segja í framtíðinni. Þeir eru nú þegar búnir að skapa sér nafn, tvær plötur litið dagsins ljós og þykja í betri kantinum. Grafíkin tók þarna reggí-lag, flott hjá þeim. Einhver sagðist heyra í Police í þessu lagi og það var nú engin lygi. Ég vil ekki fjölyrða um frammistöðu Is- firðinganna því ég heyrði lítið í þeim og stóridómur um f rammistöðu einstakra meðlima verður að bíða betri tíma. En það var eitthvað sérstakt við þá. Næst á dagskrá voru Vonbrigði en þau voru bara ekkert næst á dagskrá. Frakkamir komu næstir, öllum fer- lega á óvart. Mér var sagt að pró- gramminu hefði verið breytt vegna þess að trommarinn í Vonbrigðum væriörvhentur. Þabara það. Frakkarnir eru með marga af bestu hljómlistarmönnum landsins innan- borðs. Þorleifur bassaleikari, Asgeir í slagverk, Björgvin á gítar og Þor- steinn fyrrum Þeysari er líka kominn í sveitina. Þeir gætu einhvem timann orðið þmmugóðir, efniviðurinn er alla- vega til staðar. Þaö besta við Frakkana þetta kvöld var samleikur Þorsteins og Björgvins Gísla. Hann var príma enda báðir með betri mönnum. Bjöggi sagði mér að þeir væm vanir að vinna saman i session svo þaö þyrfti ekkert að koma á óvart að þeir væru samstilltir. Þorleifur er þéttur bassaleikari sem á allt gott skilið. Eg skildi hins vegar ekki alveg Asgeirs þátt Oskarssonar. Hann var ekki mjög áberandi, nema kannski í einu eða tveimur lögum. Trommuleikarinn er nýr, mikil uppskipti í herbúðum Frakkanna. Eg hlustaöi ekki neitt sérstaklega eftir honum og ætla því að þegja. Mike Pollack yfirfrakki finnst mér ekki sér- stakur söngvari. Hann hefur ekki ljóta rödd en heldur ekkert fallega og þetta kvöld gerði hann ekki stóra lukku í mínum haus og heila. Hann fær vafa- laust annað tækifæri, hljómsveitin í heild sinni var góð. En væri hægt að fá að greina orðaskil næst? Plís, mér finnst þaö mikilvægt, sérstaklega ef reynt er að seg ja eitthvað af viti. Og svo komu Vonbrigði. Eg man þegar ég heyröi fyrst í þeim. Það var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti snemma árs 1981 og Rokk í Reykjavík var ekki til. Þau stóðu svo sannarlega undir nafni þá. Þau voru hin full- komnu vonbrigði. Svo kom Rokkið og 0 Reyk javík og V onbrigði komust í tísku. Og svo fór Rokkið og Vonbrigði voru „kúltíveruð” sveit með skoðun. Hljómsveitin er að verða góð — og verður það. Hún er ung og hennar er framtíöin. Svo var allt búið. 1 heildina voru þessir tónleikar ekki góðir. Hræðilegur hljómburður hússins sá um það. En ég var samt hissa á hinni lélegu mætingu. Þessi nöfn heföu átt að draga fleiri aö enraunbar vitni. En af hverju heyrist aldrei í söngvurunum? Það er gáta sem leysa verður f yrir næstu tónleika. -SigA. VÖNDUÐ VARA VIÐ VÆGU VERÐI oinoT' VESTURÞYSKU VERÐLAUNASETTIN! Hin heimsfræga framleiðsia frá KOINOR í Vestur-Þýskalandi fæst nú á j íslandi. Verksmiðjan / er fræg fyrir / vönduð / / leðursófasett. / / Lögð er sérstök áhersla^^^^^^/ / á mjög vandað leður sem endist a.m.k. i öld. Vegna sérstakra fjölskyldutengsla við ís land er verð sérstaklega hagstætt. LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 Smiöjuvegi 6, — Kópavogi, — Sími 44544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.