Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984. DV—• Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogutgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMULA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. Einokunarhneigöin játuö „Jafnframt yrði undirboðum hætt,” skrifaði ritstjóri búnaðarblaösins Freys nýlega í lofgrein um eggja- dreifingarstöð, sem reisa á fyrir fóðurbætisgjald, er neyt- endur hafa greitt í búvöruverði. I tilvitnuninni felst játn- ing á raunverulegu markmiði stöövarinnar. ,,Þá láðist eggjaframleiðendum gjörsamlega að koma skipulagi á þessa framleiðslugrein,” segir í sömu grein búnaðarblaðsins. Af hvoru tveggja má ljóst vera, að ætlunin er að koma eggjum í svipað kerfi og er í framleiðslu og dreifingu kindakjöts og mjólkurafurða. Valdakerfi landbúnaðarins hefur mátt þola, að duglegir eggjaframleiðendur, sumir meira að segja af mölinni, hafa risið upp í landinu og komið á fót stórum búum, sem hafa síðan lækkað eggjaverðið. Þetta er fleinn í holdi hins hefðbundna landbúnaöar. Neytendur hafa hins vegar fagnað því, að egg eru ekki eins dýr og þau voru áður, þegar kerfi hins hefðbundna landbúnaðar stjómaði verði þeirra að mestu leyti. Samtök neytenda hafa líka mótmælt harölega áformum einokunarsinna um eggjadreifingarstöð. Neytendur og skattgreiðendur bera byröarnar af „skipulagi” því, sem nú er á afurðum kinda og kúa. Skattgreiðendur borga með þessu kerfi um hálfan annan milljarð króna á þessu ári og neytendur minnst hálfan milljarð til viðbótar í verði umfram heimsmarkaðsverð. Bændur hafa að vísu ekki orðið mjög feitir af þessu skipulagi. Hins vegar hafa risið upp hrikalegar vinnslu- og dreifingarstöðvar, sem að öllu leyti eru reiknaðar inn í verðið, sem neytendur og skattgreiðendur eru neyddir til að greiða fyrir afurðirnar. Eitt gjaldið, sem neytendur borga í hinu útreiknaða verði, er fóðurbætisgjald, sem leggst þyngst á fram- leiðslu svína og alifugla. Gjaldið hefur síðan verið notað aö geðþótta miðstjórnarmanna kerfisins og að engu leyti runnið til þeirra, sem hafa lækkað verð á svínakjöti og eggjum. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur fyrir sitt leyti ákveðið að verja 5,3 milljónum króna af gjaldi þessu til að reisa eggjadreifingarstöð. Með henni á að refsa þeim, sem hafa lækkað og haldið niðri verði á eggjum og hygla hinum, sem ekki hafa áhuga á framleiðni. Þvinga á ódýru framleiðendurna inn í þessa stöð. Síðan hefst sama skipulagning og í hinni hefðbundnu búvöru. Komið verður upp jöfnun flutningskostnaðar og annarri jöfnun, sem tryggir að markaðslögmálunum verði endan- lega kippt úr sambandi, neytendum til stórtjóns. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur vald til að gefa leyfi fyrir slíkum stöðvum. Ljóst er, að ráðið hefur ekki áhuga á að veita fleiri leyfi en þetta eina. Það þeytir upp moldviðri með lítt markvissu tali um nauösyn á heil- brigðisaðhaldi í eggjaframleiðslu. Auðvitað er heilbrigðiseftirlit allt annað mál en eggja- dreifingarstöð. Auk þess vita neytendur, að þeir hafa stundum fengið fúla mjólk og skemmt kjöt frá hinum skipulagða landbúnaði, en að öllum jafnaði góð egg frá hinum óskipulagða hluta. Ríkisstjórnin hefur ekki fallizt á að hleypa einokunar- liðinu á fulla ferð í máli þessu, en þó heimilað, með ýmsum skilyrðum, tveggja milljón króna lán til stöðvar- innar. En mál þetta minnir á, að neytendur og skattgreið- endur þurfa að taka saman höndunum um að velta búvörukerfinu af herðum sér. Litli mmðuriun og v i nur htms Þeir sátu tveir viö boröiö næst mér og hnakkrifust. Annar var langur og digur, rauöur í andliti, meö rjóma- tertuleifamar ferskar á hökunni. Hinn stuttur og magur, fölur, meö rauða hvarma og þunnt hár. Eg þekkti þá alls ekki og hafði í rauninni ekki minnsta áhuga á aö hlusta á þvargiö milli þeirra. En bæði var aö ég var einn með kaffi- bollanum mínum og sígarettunni og svo töluöu þeir, eða hvæstu, svo hátt aö enginn gestur á kaffihúsinu komst hjáþvíaöhlusta. Þeir voru kenndir, auövitaö. Islendingar hafa ekki hátt á almannafæri nema þeir séu kenndir. Allsgáöur Islendingur á ferö utan veggja heimilisins hagar sér ævin- lega eins og hann sé i kirkju. Meira aö segja á landsleikjum í fótbolta er litiö niöur á menn sem hafa hátt; aö minnsta kosti í stúkunni. — Hvaöa helvítis vit heldur þú eiginlega að þú hafir á peninga- magnskenninguFriedmans? Þú skil- ur hana ekki frekar en smalahund- ur úr Flóanum. — Þaö eru engir smalahundar í Flóanum lengur. Þar eru allir í kúa- búskap og þurfa ekki smalahunda. — Engir smalahunda r í Flóanum! Sá digri saup hveljur af hneykslan og fálmaöi eftir einhverri handfestu, eins og hann óttaðist aö detta út úr básnum, kollkeyröur af fávísi and- stæöingsins og rökleysu. — Týpískt! Algerlega týpískt! Þarna situr þú, borgarbarnið, sem veröur sárfættur ef þú þarft aö stíga Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason nef hans, langt og mjótt, nam viö boröbrúnina. Aðeins augu hans voru lífleg, þegar hann staröi fullur haturs og fyrirlitningar upp í andlit boröfélagans. Borðfélaginn glennti upp augun, eins og hann hefði verið vakinn hranalega af værum svefni, og keyrði höfuö sitt aftur og upp, svo undirhökumar næstum því hurfu, en fellingar mynduðust aftan á hálsi hans. Hann haföi greinilega ekki verið viöbúinn þessarri gagnárás af borðplötunni. En sá stutti hækkaði nú í sæti sínu og herti sóknina. — Og mér er alveg sama um þínar ættir! Þó þú sért ættaöur úr Flóanum hefurðu aldrei þangaö komið og aldrei nær landbúnaöi en þegar þú — Þú varst að príla upp á borðið! Þúáttaöborga! — Onei, elskulegur! Eg fékk bara einn bolla, en þú ert búinn að drekka þrjá! Svo þetta var mitt kaffi sem helltist niður! Viðskiptum jafnt. — Bölvaður melurinn! Þú ert sá allra ósvífnasti dóni sem ég hef nokkru sinni hitt! Ekki.nóg meö aö þú móögir mann hér í hverju orði. Þú ætlast líka til aö ég borgi fyrir veitingamar sem þú spillir! Og þú kannt ekki einu sinni mannasiði, þú sötrarkaffiö! Og sá digri lyfti bolianum og bar að vöram sér, með litlafingur vísandi frá bollanum. Sá stutti horföi þegjandi á en sagöi siðan: — Þú ættir aö þurrka sletturn- ar úr andlitinu, áöur en rjóminn súrnar! Allir gestimir á kaffihúsinu voru fyrir löngu hættir aö þykjast halda uppi samræöum og einbeittu sér aö því aö hlusta á samræður félaganna. Þessi athugasemd litla mannsins vakti mikinn fögnuö og hlátur. Þeir félagamir urðu þess varir í fyrsta sinn, að þeir höföu ádíens. Sá stutti kættist mjög viö góöar undirtektir og smeygði sér framúr sæti sínu og hneigði sig. Félagi hans reiddist viö þetta og brölti líka úr sæti sínu. I látunum dró hann meö sér dúkinn og það sem á honum var og þegar hann lyfti vinstri hendi og sneri lófa fram, eins og hann bæði um hljóð, heyrðist sam- tímis mikið glamur og brothljóð og um leiö og hann sneri sér viö og gætti á mosató en ekki malbik, og þykist vita betur en ég um búskaparhætti í Flóanum. Eg sem er ættaöur úr Flóanum! Þaö er ekki nema von að landið sé á leiðinni til f jandans! Þaö er sama hvert maöur snýr sér hér í henni Reykjavík, alls staöar rekst maöur á menn eins og þig! Menn sem allt þykjast vita, geta og skilja, sérlega um þau mál sem þeir bera ekkert skynbragð á. Svei mér þá, ef maður ætti ekki aö hugleiða þaö í fúl- ustu alvöra að flytjast úr landi, frek- ar en treysta mönnum eins og þér fyrir framtíö manns. Eg myndi ekki treysta þér til að.... — Blessaöur, láttu ekki svona. Eg veit ekki betur en þú hafir tvisvar sinnum ætlaö að hlaupa úr landi þegar meölögin voru alveg að drepa þig! Ogguggnaöáþví! Sá stutti hafði sigið saman í stóln- um undir skammarræðunni svo aö lagðir á flótta undan geitunum í Sæ- dýrasafninu um áriö. — Eg var ekkert hræddur við þær! Eg vildi bara forðast að fá af þeim lýs! — Þá ertu fyrsti maðurinn sem ég hef séögráta af ótta viö lýs! Og hvað varöar peningamagnskenningu Friedmans, þá skal ég segja þér.... Sá stutti var nú sestur uppréttur í stólnum og komst ekki hærra, nema með því aö klifra upp á boröiö. Hann var einmitt á leiðinni til þess en sló þá um koll kaffikönnuna svo að kaff- iö flóði um borðið og út á gólf. Þaö sljákkaði í þeim félögunum meöan þjónustustúlkan var aö þurrka af borðinu. Og þegar þeir tóku til máls aö nýju, var peninga- magnskenning Friedmans gleymd og deilan snerist um þaö hvor þeirra ætti aö borga fyrir kaffið sem farið haföií súginn. að færöi hann höndina aö andlitinu og þumalfingurinn fór inn á milli varanna. En nú var þessu skemmtiatriði aö ljúka. Gengilbeinan tilkynnti mönn- unum aö ef þeir færu ekki strax fengi hún lögregluna til þess aö styöja þá út. Hinn hávaxni holdmikli leirtaus- brjótur virtist alveg bugaöur og geröi sig líklegan til þess aö fara. En sá stutti var vígreifur og minntist réttinda sinna og kvaðst engum líöa að traöka á þeim: — Þú skalt bara muna það, góöa mín, að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins á hinn litli maður sér vin í ríkisstjórninni! Svo þú skalt bara hafa þig hæga, vina!, En réttindabarátta hans stóö stutt því vinur tók honum tak og dró út meö sér. Um leið og hurðin lagöist aö mátti greina hróp fyrir utan: — Albert! Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.