Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 4
4 miaiím ,vhuoaqhatUIa.j .vo DV. LAUGARDAGUR 7. APRÍL1984. ÉG MUN HALDA AFRAM HUNGURVERKFALLINU — segir Jóhanna Tryggvadóttir, forstjóri Heilsuræktarinnar „Ég mun halda áfram hungurverk- falli mínu þar til búiö er að staðsetja hús Heilsuræktarinnar á lóðinni við Kringlumýrarbraut og borgarráð hef- ur afturkallað ákvöröun sína að segja upp samningi við Heilsuræktina um endurgreiöslu kostnaðar,” sagði Jó- hanna Tryggvadóttir, forstjóri Heilsu- ræktarinnar, í samtali viö DV í gær. Jóhanna hóf hungurverkfall sitt á miðvikudag í síöustu viku og hefur þaö því staöið í tíu sólarhringa. A þeim tíma hefur hún einskis neytt utan vatns með örlítilli mjólk. „Þaö er mitt einkamál hvernig mér líður,” sagði Jó- hanna. „Þaö er þessi hrikalega aðför að málefnum aldraðra og öryrkja og fyrirhuguöum mannvirkjum Alvar Aalto sem skiptir máli. Ég legg þetta á mig vegnaþeirra.” Tilefni þessa hungurverkfalls var bréf frá borgarráði um aö segja upp samningi við Heilsuræktina um endur- greiöslu 40% af kostnaði. Heilsuræktin er rekin sem endurhæfingarstöð fyrir aldraöa og telur borgarráö aö þar sem ekki hafi veriö starfandi sjúkraþjálfari við stöðina hafi ekki verið staöið við samninginn. Samningurinn við borg- ina gildir til 30. júní. Jóhanna segist eiga von á sjúkraþjálfara til starfa í þessum mánuöi. „Heilsuræktin leggur ekki niöur starfsemi. Ég kann ekki að gefast upp. Það síðasta sem ég myndi gera er að loka á gamla fólkiö,” segir Jóhanna. Jóhanna var spurð hvort hún heföi reynt aðrar leiðir til aö fá leiðréttingu mála sinna gagnvart borgaryfirvöld- um. ,,Eg hef reyntallaraðrarleiðir,en þaö er ekki enn búiö að staðsetja húsið sem Alvar Aalto teiknaði á lóðinni við Kringlumýrarbraut sunnan Suður- landsbrautar. Heilsuræktin skilaði teikningum til byggingamefndar 9. apríl 1982 og þá var beðið um að stöðin yröi færð ofar og austar. Byggingar- nefnd vísaði málinu til skipulagsnefnd- ar og þaöan var því vísaö til borgar- skipulags. Svo gerist þaö í maí 1982 aö Davíð Oddsson gengur í lið með Krist- jáni Benediktssyni og Sigurjóni Pét- urssyni og leyfir samkeppni á græna svæðinu fyrir neöan Hótel Esju sem er útivistarsvæði samkvæmt staðfestu skipulagi. Þar með stoppaði hann öll áform Heilsuræktarinnar að hefja framkvæmdir árið 1982, á ári aldraðra. Siðan hefur húsið ekki fengist staðsett og harma ég það,” sagði Jóhanna Tryggvadóttir. OEF Samarin Kemur jafnvægi á magasýrurnar og eyðir brjóstsviða á svipstundu. Bragðgott og frískandi. Fæst nú einnig með sítrónu- bragði. Opið iaugardag kl. 10—17 Opið sunnudag kl. 14—17. vt'*l SÍrií£or«k,-3/V,r Bókahilla kr. 3.248, Svefnsófi kr. 8.892, Hamraborg 12 ^PtrÍÓ Kópavogi. ctóy Sími 46460. Mannekla áAlþingi Fresta varð öllum atkvæða- greiðslum á fundi neðri deildar Al- þingis í gær þar sem aðeins voru mættir 19 af 40 þingmönnum deild- arinnar. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýöubandalagsins, átaldi þessi vinnubrögð og sagði aö formenn þingflokka stjórnarflokkanna ættu að hafa betri stjórn á sínu liði þann- ig aö hægt væri að afgreiða mál á þinginu. Sagði hún að þetta væri tímasóun fyrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar að mæta á fundi á föstudegi, sem er ekki fastur fund- ardagur Alþingis, þegar ekki væri hægt að afgreiða mál á fundinum. A fundi neðri deildar í gær var meðal annars til umræðu frumvarp um aflatryggingasjóö sem sjávar- útvegsráðherra lagöi áherslu á aö yrði flýtt og til stóö að afgreiöa til nefndarígær. ÓEF Skoda-bingóin: Spjaldið fræga finnst hvergi Bingóspjaldiö fræga, sem ungur maður vann nýlega á tvo Skodabíla á tveimur bingóum í röð í Sigtúni, finnSt hvergi. Tortryggni kom upp varöandi þessa vinninga og fékk áannsóknariögregla ríkisins málið til rannsoknar. Spjaldið er mikilvægt gagn í málinu og því hefur allt verið gert til að finna það, en án árangurs. Vinningshafinn kveðst hafa skilaö því til veitingahússins Sigtúns eftir að hann vann seinni Skodann. Þar finnst það hins vegar ekki. Bingó-mál þetta mun á næstunni verða sent embætti ríkissaksókn- ara til meöferðar. -JGH Albert á ný íborgar- stjórn Á næstunni mun Albert Guð- mundsson fjármálaráöherra taka á ný sæti í borgarstjórn. Hann hef- ur verið í orlofi þaðan síöan hann varð ráðherra. Albert segir að sí- fellt berist til sín borgarmálaerindi og því sé eðlilegast að hann gegni störfum sínum í borgarstjórn þrátt fyrir eril í ráðherraembætti. HERB Kökubasar Fóstbræðra- kvenna Hinn árlegi kökubasar Fóst- bræðrakvenna verður haldinn í Fóstbræðraheimilinu, I^ngholts- vegi 109 í dag, laugardaginn 7. apríl, og hefst kl. 2. e.h. Þar verða á boðstólum gómsætar kökur af öll- um stærðum og gerðum á viðráðan- legu veröi og er sælkerum ráðlagt aö láta ekki framhjá sér fara þetta einstaka tækifæri til þess að kynn- ast íslenskri kökugerð eins og hún gerist þjóðlegust og best. Musica Nova: Skilafrestur framlengdur Hljóðfæraleikunun er bent á aö skilafrestur til aö panta verk á veg- um Musica Nova hefur verið fram- lengdur til 10. aprU. Umsóknar- eyðublöð fást í Istóni, Freyjugötu 1, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.