Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984. 15 Hvernig er rekstrargrundvöllur fyrir svona staö? „Þaö er full þörf fyrir staö af þessu tagi. En þaö er hæpiö aö aðgangseyrir og veitingasala standi eingöngu undir því. Sérstaklega ekki ef staðið er í að byggja upp safnið. Ef safnið fengi aö selja og veiða hvali býst ég við að möguleiki væriá aðlátaþaðganga.” Fær safniö einhvem styrk frá ríkinu? „Já. Þaö var gert ráð fyrir 160 þúsund króna framlagi til safnsins á fjárlögumfyrirþetta ár.” Er það eitthvað sem ykkur finnst vanta nauðsynlega í safnið eins og þaö ernúna? „Já, okkur vantar fiskasafn, en það þýöirnýtt hús. Viðvorummeðsýning- arhús hér áður fyrir fiska en því hefur verið breytt í fóðurgeymslu. Það hefur verið innréttað og klætt og er núna þokkalegasta geymsla. ” Veitingastað? Eru uppi einhver áform um að opna veitingastað á svæðinu? Magnús sagði að þeir hefðu rætt um að breyta hringlaga risabúri, sem stendur autt við hliö hrafnabúrsins, í veitingastað og klæða það með plexigleri. Hreint ekki slæm hugmynd. Eysteinn Georgsson starfsmaður stóö við búr með angórakanínum, dverghænum og venjulegum kanínum. Hann sagði að þeir félagarnir hefðu verið að slá á það hvað ullarpeysa myndi kosta úr ull af angórakanínun- um og fengið út tuttugu þúsund miðað við kílóverð. V ið kvöddum og gengum út í sn jóinn sem þá var ekki ennþá þiðnaður af jörðinni. Það var því heldur misráöiö aö vera á klossum í þessari för. Háhymingamir syntu í laug sinni og sendu öðru hverju frá sér strók sem stóð hátt upp í loftið. Næsti viö- Magnús Guðmundsson, starfs- maður safnsins. DV-mynd SGV. Eysteinn Georgsson með angóra- kaninu. Eftir að hafa greitt henni örlitið á höfðinu fann hann annað augað. DV-mynd SGV. IVei. Við erum aiveg búnir með niðursuðudósir í bili. DV-mynd SGV. Feimin kengúra. DV-mynd E.Ó. DV-mynd E.Ó. komustaður var selalaug utanhúss, því næst var lagst á gluggann í kofa kengúranna en þær vora fáskiptnar. Þegar við nálguðumst geitakofann komu geitumar óðara út og hnusuöu for- vitnilega af okkur, vafalaust til þess að komast að því hvort viö hefðum eitt- hvaö fóðurkyns meðferðis. Sama gerður kindurnar sem við heimsóttum. Vindasamt Hjá sæljónunum var eins og venjulega ekki fritt við hávaða og ljónin og aparnir, saman í húsi, horföu með letisvip á þessar ótótlegu mann- verur sem voru komnar alla þessa leið til að horfa á þau. Isbimirnir vora heldur í letistuöinu líka og röltu í burtu þegar við komum. Hvít ugla sat á kvisti í búri og virti okkur ekki viðlits. Minkarnir (held ég) lágu í kös inni hjá sæljónunum og höfðust ekkert að. Nokkrir hrafnar krunkuöu í risa- stóru hrafnabúri og einn frjáls félagi þeirra sveif í loftinu í nokkurri fjar- lægð. Einn helsti ókostur sædýrasafnsins er sá að þar er oft vindasamt. Hendumar voru orðnar nokkuö kaldar eftir hringtúrinn því engir vettlingar voru með í för á þessum frostdegi. Áhuginn var hins vegar rétt ný- vaknaöur hjá ungviðinu og þegar við fórum út sagði f jögurra ára snáði viö föður sinn. „Pabbi. Við komum hingað aftur í sumar og þá verðum viö á sund- skýlum.” Það gæti nú orðið nógu gaman að sjá það. -SGV. DV-mynd E.Ó. Þarna niðri eru isbirnirnir. Opið laugardag kl. 10—12 og 14—17 Ávallt eitthvað nýttl TM-HUSGOGN Síðumúla 30 — Sími 86822 Síðumúla 4 — Sími 31900 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.