Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 26
26 Kurteisi og þítgu- fallssýki Ástandiö í þjóöfélaginu er auövit- aö hrikalegt og þaö eina góða viö þaö er aö þaö getur víst ekki versnaö mikið úr þessu aö sögn sérfræðinga í viöskiptahalla og vaxtarækt en ég las það hér í blaöinu um daginn aö nú ætti að fara að rækta vexti og var ég dálítiö ánægöur meö þessa nýju at- vinnugrein þangað til ég komst aö því aö þetta var bara prentvilla eins og ævinlega þegar maöur les eitt- hvaö gagnlegt og gott í blööunum. En þótt útlitiö sé svart er ánægju- legt til þess að vita aö fólk meö flokksskirteini upp á vasann þarf ekki að kvíöa atvinnuieysi í bráö, aö minnsta kosti ekki meðan sparnaöur í ráöuneytum felst í því aö fjölga skrifstofustjórum og aðstoðarráö- herrum. Eg skil vel þörfina fyrir aöstoöar- ráðherra því aö einhver veröur að taka aö sér að hafa áhyggjur aí bandormum og fjárlagagati meöai. þingmenn eru í óöaönn aö hafa áhyggjur af íslensku máli niöri við Austurvöll. Aö vísu er búiö aö leysa vanda ís- lensks máls í útvarpi og sjónvarpi meö ráðningu málfarsráöunautar sem veit hvað hann ætlar aö gera en er ekki alveg jafnviss um hvemig hann ætlar aö fara aö því. Eg vona bara aö hann leggi ekki til að menn fari að dæmi þeirra þing- manna sem héldu aö meðaltali enga ræöu á síðasta þingi því að það yrði til dæmis óþolandi fyrir okkur sem erum alltaf aö horfa á Kenny Dal- glish bruna upp vinstri kantinn um kvöldmatarleytiö á laugardögum ef enginn yröi til aö segja okkur að þama brunaði Kenny DalgUsh upp vinstri kantinn. En þaö er víðar pottur brotinn i þessu efni en hjá útvarpi og sjón- varpi og ætla umboösmenn þjóðar- innar aö leysa þann vanda meö lög- um og reglugerðum sem hafa dugað vel hingaö til, samanber lög um bíl- belti og hundahald. Samkvæmt lögum Eg hef víst áöur minnst á þaö hvaö við þurfum aö gera margt sam- kvæmt lögum nú tU dags. Ekki alls fyrir löngu var okkur fyrirskipað aö ala upp bömin okkar samkvæmt jafnréttislögum og nú er farið aö tala um svokaUaö friðamppeldi sem fólk er enn aö rífast um hvaö sé og sjálf- sagt endar umræðan meö aUsherjar slagsmálum ef svo heldur fram sem horfir. Eg hef dálitlar áhyggjur af þessu friöaruppeldi því aö hér á heimUinu er ungur maöur sem á riffU sem hann skýtur f jölskylduna með svona aö meðaltali fjórum sinnum á dag og segist vera á fuglaveiðum. Mér finnst afar lUdegt að lög um friðar- uppeldi myndu banna slíka skothríö og skUcka mig til aö láta riffiUnn hverfa og yröi þá blessað barniö aö skjóta okkur meö vísifingrinum sem það notar stundum í þessum tilgangi þegar byssan er ekki viö höndina. I mínu ungdæmi voru engin lög tU um uppeldi en þá þótti sjálfsagt aö ala böm upp í guösótta og góöum siö- um og kurteisi sem viröist hafa auk- ist í öfugu hlutfaUi viö blessaöa þágu- faUssýkina. Þótt þaö sé sjálfsagt kostur aö vera hæfilega kurteis getur hún gengiö út í öfgar eins og annað. Eg varö tU dæmis fyrir því um daginn að hringja í fyrirtæki þar sem svaraöi mér maður sem sagðist vera sjálfvirkur símsvari og bað mig vin- samlegast aö segja frá erindi mínu þegar hann væri búinn aö pípa. Þaö kom dáUtiö á mig í fyrstu en aö lokum gat ég stuniö upp erindinu og aö því búnu kvaddi ég segulbands- spóluna meö virktum, gott ef ég þakkaöi henni ekki fyrir ánægjulegt samtal og fannst mér svona eftir á þetta áUka mikiU óþarfi og að bjóða ísskápnum sínum góöan daginn á hverjum morgni og þakka honum fyrir síðast. Benedikt Axelsson ÁUka atvUc henti mig um daginn þegar ég fór og náöi í ritvélina mína úr viðgerö, þaö hafði dottið af henni stafur rétt einu sinni og vegna guö- rækninnar og góöu siöanna sem mér höföu verið innprentaöir í æsku var ég hér um bil búinn aö þakka viðgerðarmanninum fyrir aö féfletta mig en sá þó aö mér í tíma og sagöi ekki eitt einasta orö fyrr en ég kom heim og voru þau orð ekki aldeiUs tekin upp úr bókinni sem þingmenn vitna í þessa dagana niðri í þingi. Þótt alþingismenn hugsi aöaUega um bibliuna og sjónvarpiö vona ég aö þaö veröi engin grein í friðarupp- eldislögunum þar sem menn veröi skikkaðir til aö elska sjónvarpiö eins og sjálfa sig því aö ég efast stórlega um aö þaö sé hægt jafnvel þótt þaö hafi skánaö mikiö eftir aö Kenny Dalglish fór aö bruna upp vinstri kantinn um kvöldmatarleytiö á laug- ardögum. Kveðja Ben.Ax. DV. LAUGARDAGUR 7. APR1L1984. Kasparov> skýrir skúkir sínar — í jiigóslavneska skákritinu Informator. Varpar nýju ljési Á einvígi sitt vid Kortsnoj Flestir skákunnendur kannast viö júgóslavneska skákritið Informator sem út kemur tvisvar á ári og hefur aö geyma bestu skákir tímabilsins. Fyrsta hefti kom út áriö 1966 og markaði viss tímamót því aö þar var í fyrsta skipti gerö tilraun til þess aö flokka skákbyrjanir niður á „vísindalegan hátt”, eins og segir í formála. Informatorinn vakti strax mikla lukku og var talinn nánast ómissandi fyrir sterkari skákmenn ef þeir ætluðu aö fylgjast meö „teórí- unni”. Þá voru skákblöö og tímarit mun fátíðari en nú er og upplýsinga- streymiö minna. Þaö er nefnilega ótrúlega skammt síöan þeir sem voru aö stíga sín fyrstu spor uröu aö „tefla upp úr sjálfum sér”. Er leikmaður flettir In- formatornum í fyrsta sinn má búast viö aö honum bregði í brún því aö hver síöa er yfirfull af aUskyns óskiljanlegum táknum. Þetta skákrit er ekki á neinu tungumáli, heldur eru skákskýringarnar samsettar úr táknum sem hvert merkir jafnvel heila setningu. Fyrir utan hin hefö- bundnu upphrópunarmerki og spurningarmerki má nefna tákniö ”H—”, sem merkir: „Hvítur hefur vinningsstööu”, eöa hring meö punkti inni í sem merkir aö viðkom- andi sé í leikþröng og sé kross inni í hringnum er hann í tímahraki. Þríhyrningur merkir „meö hugmyndinni” og svo eru til tákn fyrir biskupapariö, gagnsókn, veika reiti og svo mætti áfram telja. Skák Jón L. Ámason Vafalaust á þetta sinn þátt í hinni miklu útbreiöslu Informatorsins en ekki eru þó allir á einu máli um aö þetta sé heppilegt. Heyrst hafa raddir sem vilja halda því fram að sé eingöngu lært af svona bókum veröi seint lært að tefla skák. Að baki mörgum leikjum liggja nefnilega dýpri rök en svo að þau veröi útskýrö meö táknum. Oft þarf mörg orö til þess aö lýsa stöðunni og áætlun kepp- enda en meö táknkerfinu verður aö láta af brigöin tala sínu máli. Næstum allir sterkustu skákmenn heims skýra skákir sínar í Infor- matomum og getur veriö fróðlegt aö bera skýringar þeirra saman. Þeir sem byggja taflmennsku sína á inn- sæi og almennum lögmálum, eins og Smyslov og Karpov, eiga erfitt meö aö tjá sig á táknmálinu og koma hugsunum sínum á blað. Reikni- vélamar njóta sín hins vegar, eins og Tal og Kasparov, sem oft gefa upp hin mögnuðustu afbrigöi í athuga- semdum sínum. Aörir skýra alls ekki skákir sínar, eins og t.d. Spassky, en þaöeraf leti. Hin síðari ár hefur Kasparov veriö einkar duglegur viö aö skýra skákir sínar í Informatornum og þykja skýringar hans meö þeim bestu sem sjást í ritinu. Oft varpar hann nýju ljósi á leiðir sem skákskýrendur úti um allan heim hafa metið rangt. Það er freistandi aö grípa niður í 10. einvígisskák hans viö Kortsnoj i Lundúnum sem Kasparov skýrir í 36. hefti ritsins sem út kom á dögunum. Þessi staöa kom upp eftir 37. leik svarts De4—f4: „ReHntir” fengu game á bæðí borð Spilið í dag kom fyrir í board a match keppni Bridgefélags Reykjavík- ur sem lauk sl. miðvikudagskvöld. Eins og flestum mun kunnugt er ofangreint keppnisform þaö harövítug- asta sem bridgespiliö býður upp á, en í fáum orðum byggist það á því aö hvert spil er keppni út af fyrir sig — annað- hvort vinnur þú, gerir jafnt, eöa tapar. Skiptir þá ekki máli hvort þú græöir 4000 eöa aðeins 10 svo aö mestu and- stæðurnar séu notaöar. Þeir sem reyndu meö sér voru sveit Jóns Hjaltasonar og sveit Stefáns Pálssonar. Þeir fyrrnefndu eru gamal- reyndir „refir” en þeir síöamefndu í flokki yngri en upprennandi spilara. Vestur gefur/n-s á hættu. Nohmíh * AD10752 ^ ÁD4 O _ * 10742 Al.'STUU A G93 7 ' AK1086 *G965 Summ * K864 1053 < 742 *KD8 Þar sem Simon Símonarson og Jón Ásbjömsson sátu v-a gengu sagnir á þessaleið: Vestur Noröur Austur Suður 1H 1S 2T 2S 5T dobl redobl pass pass pass Suður spilaöi út laufakóng og þaö var létt verk hjá Jóni aö vinna spilið með því aö fría hjartalitinn. Þaö geröi 750 tila-v. Þar meö virtist spilið unnið fyrir sveit Jóns, þótt veikur möguleiki leyndist fyrir a-v aö spila tígulslemmu í vestur sem vinnst nema norður hitti á lauf út. En viö skulum líta á árangurinn á hinu boröinu. Þar sátu n-s Höröur Arn- þórsson og Þórir Sigurösson: Vestur Norður Austur Suöur 1H dobl pass 1S 2H 2S pass pass 3T pass 5T 5S dobl pass pass pass Þótt undarlegt megi viröast gera n-s best í því aö spila spaðabút því aö fimm tíglar standa hjá a-v en aöeins fjórir spaöar hjá n-s. Eöa hvaö? Viö skulum fylgjast með úrspilinu hjá suöri. ÍÖ Bridge Stefán Gnðjéhnsen Vestur spilaöi út tíguldrottningu sem Þórir trompaöi í blindum. Síöan tók hann þrisvar tromp og endaöi í blindum. Sagnirnar höföu gefiö til kynna að vestur ætti mjög líklega 11 rauð spil og þar meö var hann sannaður meö laufaásinn annan. Þórir spilaöi því laufatíu í þeim til- gangi aö renna henni í gegn. Austur lét að sjálfsögöu gosann og þar meö var auðvelt fyrir Þóri aö fría laufslag fyrir. hjarta tapslaginn. Slétt unnið og 850 í viöbót. Bridgedeild Skagfirðinga Síöastliöinn þriöjudag hófst f jögurra kvölda tvímenningur. Efsturöuþessipör: A-RDDILL 1. Öli Andreass.-SigrúnPétursd. 139 2. Arnar Ingólfss.-Magnús Eyvindss. 134 3. Guðm.Ásmundss.-Guðm.Thorsteinss. 108 B-RDDILL 1. Ragnar Björnss.-Sævin Bjarnason 139 2. Sigmar Jónsson-VilhjálmurEinarss. 122 3. Ragnar Hjálmarsson-Gústaí Láruss. 121 Áfram verður haldið meö tvímenn- inginn þriöjudaginn 10. apríl kl.19.30 í Drangey, Síöumúla 35. Sveit Runólfs Pálssonar sigr- aði í board a match keppni BR Sl. miðvikudag lauk fjögurra kvölda board a match keppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur þar sem 14 sveitir spiluðu. Eins og jafnan í mótum af þessu tagi var keppnin afar jöfn en sveit Runólfs Pálssonar, sem var í hópi efstu sveita allt mótið, bar sigur úr býtum eftir baráttu viö sveitir Orvals og Jóns Hjaltasonar. I sveit Runólfs spiluðu auk hans Aöalsteinn Jörg- ensen, Guömundur Pétursson og Sig- tryggur Sigurösson. Lokastaöa á mótinuvarö þessi: Runólfur Pálsson 121 Urval 118 Jón Hjaltason 115 Gestur Jónsson 110 Guðbrandur Sigurbergsson 109 Svavar Björnsson 102 Þórarinn Sigþórsson 102 Nk. miövikudag hefst síöasta mót á þessu keppnistímabili hjá félaginu, en það er þriggja kvölda tvímennings- keppni meö forgjöf með mjög glæsilegum verölaunum og veröa fyrstu verölaun utanlandsferö. Vænt- anlegir þátttakendur eru minntir á aö skrá sig sem fyrst hjá fonnanni í síma 72876 eöa hjá öörum stjórnarmanni. Einnig veröur hægt aö skrá sig á Is- landsmótinu í sveitakeppni nú um helgina. Bridgedeild Breiðfirðinga Orslit í hraösveitakeppni: Hans Niclscn 3248 Ingibjörg Halldórsdóttir 3123 Kristján Olafsson 3035 Esther Jakobsdóttir 2987 GuðlaugurNielsen 2978 Magnús Halldórsson 2957 Sigurður Amundason 2950 Elís R. Helgason 2928 Þórarmn Alexandersson 2905 12. apríl hefst butlerkeppni. Vlm i i! A - -> KG9862 O DG953 * Á3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.