Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984. 11 Lœkjarbrekka <L? <L? 'l? Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Hvítt, kalt og notalegt Lækjarbrekka er kuldalega nota- leg eins og skandinavisk krá. Gamalt hús á íslenzkan mæiikvaröa hefur veriö gert upp af alúð og natni og hvítmálaö í hólf og gólf. Ljós viöur er í gólfi, hvítt reitamynztur í lofti og hvítar spónaplötur í veggjum. Skyldu spónaplötur hafa verið notaöará 19. öld? Inn í þetta hafa verið látin skandinavisk húsgögn. Stólarnir eru renndir, með pílárum í baki og snúr- um í setu. Á borðum eru lifandi blóm, tauþurrkur og fallegur borðbúnaöur. Allt væri þetta ljómandi gott, ef vín- glösin væru ekki lika skandinavisk,, útvíkkuð að ofan, sniðin fyrir vond vín. Suður í siðmenningunni vita menn hins vegar, að vínglös eiga að þreng jast að ofan til að magna ilm. I gamla bakariinu viö Bankastræti er hvítt skatthol með rúöum, svo að við sjáum postulinshundana fyrir innan. Þama er líka hvít Borgundar- hólmsklukka, svo og málverk og grafík, sem betur fer ekki hvít. Þjónustustúlkurnar eru hvitklædd- ar. Skyldum við vera komin í geril- sneydda og fitusprengda mjólkur- stöð? Nei, hér brakar sem betur fer í gólfum. Nokkur fleiri setuskot eru á neðri hæðinni og á hinni efri, sem er opin upp i mæni og öll hvítmáluð. Á hverjum staö í húsinu viröist Lækjarbrekka vera lítil, en hún leynir á sér. I rauninni er þetta stór veitingastaður fyrir hundraö manns isæti. Á öld örbylgjuofna eru langir mat- seðlar aftur komnir í tízku. A seðli Lækjarbrekku eru 39 réttir, eins konar sýnisbók íslenzkrar fánu, að viðbættum frönskum sniglum. Réttir dagsins eru hins vegar fáir, forréttur og súpa, þrir aðalréttir og eftirrétt- ur. Réttir dagsins eru lítiUega ódýrari en fastaréttirnir. Ur sýnisbókinni prófuðum við ekki smokkfisk, snigla, graflax, salat, skötusel, hreindýrabuff og sjö af átta tegundum kaffis, þótt aUt væri þetta freistandi. Við reyndum hins vegar þessa rétti af fastaseöli: Hrátt hangikjöt gott Rjómalöguö skelfisksúpa meö indverskum keim reyndist vera hressandi. Hún var fremur rækju- súpa en skelfisksúpa, bjó aöaUega yfir rækjum, en litlu af kræklingi. Karríbragðið var skemmtilega snarpt. Með súpum staðarins var borið fram gott tref jabrauð með osti. Hrátt hangikjöt á melónu kom á óvart og var einn bezti rétturinn, sem prófaöur var. Kjötið var hvorki of þurrt né of salt. Það var raunar meyrt sem hrásteikt gæðakjöt af nauti. Auk melónubáts fylgdi einstaklega ánægjulegur piparrótar- rjómi, aUs ekki of sterkur, svo og sítróna, tómatur og gúrka. Smjörsteiktur regnbogasilungur frá Laxalóni sameinaði gott hráefni og varfærna matreiðslu. Eg hef ekki fengið slíkan eins vel matreiddan á öðrum veitingahúsum. Með honum fylgdi bragösterk blanda af rækjum, kapers og smjör með sömu blöndu. Ennfremur sýröar gúrkur. Eini gaUinn við þennan rétt er, að hann heitir Cleopatra. I handbókum hefur mér ekki tekizt að finna neina matreiðsluaðferð eða meðlæti, sem kaUað er eftir hinni egypzku drottn- ingu. Hér er semsagt eitt dæmið um, aö kastað er fram fínum orðum, sem enga merkingu hafa í þessu sam- hengi. Tumbauti með ferskum sveppum, ekki úr dós, bakaðri kartöflu og bök- uðum tómati, svo og löngum baun- um, var hrásteUítur eins og vera ber, meyr og bragögóöur. Athyglisvert var, aö baunimar voru ekki mauk- soðnar, heldur hálfstinnar, sem kaUaö er „al dente” suður í löndum. Fyrir bragöiö vom þær ætar. Léttsteiktur ærvöðvi var hins vegar ofeldaður, grár og þungur undir tönn. Hann var borinn fram með sama meölæti og tumbautinn, svo og beamaise sósu, sem var með bezta móti. Þaö er vel af sér vikiö i þjóðfélagi, sem stendur á blistri af áti á beamaise sósu. Dósahnrfurínn fítíð notaður Með kjötréttum Lækjarbrekku fylgdu yfirleitt ferskir sveppir, bökuð kartafla og bakaður tómatur, hinar furöu góðu langbaunir og annaöhvort sósa eöa kryddsmjör með steinselju og hvítlauk. Þaö siöara fylgdi ærvöðvanum. Með fiskréttunum fylgdu sömu, ágætu baunimar og sveppimir, soðin kartafla og soönar gulrætur, senni- lega úr dós. Þetta síöasta er undan- tekning, því aö annars er dósahnífur- inn ekki mikið notaöur á þessum staö, kokki sé lof og dýrö. Af réttum dagsins var prófað tært nautakjötseyði með gúrkubitum. Þetta var mild og góð súpa, en átti ekkert skylt við Monte Carlo súpu, þar sem allt aðrir hlutir fljóta. Ut af fyrir sig skiptir þetta engu, þegar súpan er góð, en sýnir þó kæruleysi í meðf erð naf ngifta. Karríristaðar rækjur með hrís- grjónum og ristuðu brauði voru meyrar og góðar, ekki löörandi í neinu gúmulaði, en karríið var tölu- vert áberandi í bragði. Pönnusteikt lúða með banana og sveppum var mildilega elduð og bragögóö, borin fram meö hollandaise sósu. Sama sósan fylgdi glóöarsteiktum eldislax, sem var þurr og bragð- daufur eins og um frystan sumarlax væri aö ræða. Ef til vill hefur hann villzt inn í frysti, en alténd var hann of lengi eldaður. Léttsteiktur nautavöðvi með blóm- káli og bearnaise sósu var borinn fram miðlungi steiktur, þótt beðið hefði verið um hann hrásteiktan. Sem miölungi steiktur var hann ágæturmatur. I annað sinn prófuðum við af seðli dagsins ostgljáðan hörpuskelfisk i hvítvínssósu, borinn fram i skel, meyran og góðan, sennilega ekki þíddan í örbylgjuofni. Ennfremur ristaöar rækjur með sveppum, kryddgrjónum og nauta- kjöti, svo og höm. Sá réttur hafði einkum hamarbragö, enda er var- hugavert aö blanda höm við milda sjávarrétti, svo sem einnig gerist í númer fjórtán á matseðli Lækjar- brekku. Höm drepur milt bragð rækju og hörpudisks. Eftirréttir eru ekki spennandi í Lækjarbrekku, en kaffið er gott, borið fram meö smákökum úr möndludeigi. Vínlistinn er langur og fullur af ýmsum óþarfa. Þar má nota Chianti Antinori, Chateau de Saint-Laurent, Geisweiler Reserve og Chateauneuf- du-Pape af rauðvínum, Chablis og Gewúrztraminer af hvítvínum og Tio Pepe af sérríum. Dísætt hvítvín hússins er ekki við hæfi borðhalds. Sprotí frá Torfunni Þjónusta er góð í Lækjarbrekku, alúöleg og blátt áfram. Vatni er hellt í glös strax við komu gesta. Síðan er fylgzt meö gangi mála, svo að fljót- legt er að koma óskum á framfæri. Kolbrún Jóhannesdóttir, sem áður var með Torfuna, rekur staðinn með fjölskyldu sinni. Yfirkokkur er Guð- mundur Yngvason, en Ingi Friðgeirsson gerir lika góða hluti. Yfirþjónn er Olafur Sveinsson, sem varítólf áráSögu. Á fastaseðli er miðjuverð súpa 81 króna, forrétta 174 krónur, smárétta 175 krónur, sjávarrétta 246 krónur, kjötrétta 533 krónur og eftirrétta 95 krónur. Kaffi er á 35 krónur og vín- glas á 52 krónur. A seðli dagsins eru verö lítillega lægri og í hádeginu heldur lægri en á kvöldin. Þríréttuö veizla með hálfflösku af víni á mann og kaffi kostar aö meðal- tali 742 krónur á mann af fastaseöli, 680 krónur af kvöldseðli og 647 krónur af hádegisseðli. Tveir réttir af dagseðli gætu kostað 425 krónur á kvöldin og 392 krónur í hádeginu. Lækjarbrekka er svokallaður millistaður í verölagi. Matreiöslan og andrúmsloftið er hins vegar eins og hæfir dýrum stööum. Þess vegna er hagkvæmt og gaman að fara út aö borða í þetta gamalgróna hús. Jónas Kristjánsson. CITROEN EIGENDUR AKIÐ ÁHYGGJULAUSIR UM í SKAF- RENNINGI JAFNT SEM STÓRGRÝTI Eigum fyrirliggjandi hlífðarpönnur undir vél og gírkassa fyrir Citroen GS og GSA. Ásetning á staðnum. BIFREIÐAMVERKSTÆÐIÐ knastós SKEMMUVEGI 4 KÓPAVOGI SIMI 77840 HIT ALEIRB AKSTR ARNIR ERU KOMNIR ......i..._j REMEDIA Borgartúni 20. Sími 27511 Hvað er svona merkílegt við það að mála stofuna fyrír páska? Ekkert mál - 0 með kópal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.