Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 36
36 Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Druumurinn um víkinga- bálför DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984. Leifarnar eftir bálför Trevors Hale. Hann fékk það sem hann hafði alltaf óskað sér: Bálför. Ruth Hale meðan á réttarhöldunum stóð. . Leslie Wright velti þvi fyrir sér eftir morðið á Hale að grafa hann i þessum gamla kirkjugarði. Trevor Hale, hinn 27 ára gamli bíla- sali, taldi sig náskyldan víkingum for- tíöarinnar þrátt fyrir að þeir heföu valdið hinu enska fööurlandi hans mikilli ógæfu. Hann taldi sig fæddan á röngum tíma og hann hegðaði sér líka oft sam- kvæmt því. Hann var mikill ofbeldis- seggur, ekki sist þegar hann di akk. Þá gat runnið á hann berserksgangur sem var fyllilega sambærilegur við berserksgang víkinganna sem voru fyrirmynd hans. Hann var skeytingar- laus, kaldlyndur og niðurlægði konur. Trevor Hale lifði lífinu eins og einn af hinum verstu og villtustu víkingum. Hinn stóri draumur hans var aö hann mætti einnig deyja eins og víkingur og ljúka ævidögum sínum meö bálför. Hvað þá ósk hans snerti þá átti hún eftir að rætast. Þessi ungi og ófyrirleitni bílasali bar sig að eins og víkingur hvað við- kom konum. Hann kom ákaflega illa fram við þær. Ruth Hale, eiginkona hans gat borið vitni um það. Hið tíu ára hjónaband hennar hafði þróast út í sannkallaöa kvöl og pinu. Hún hafði aðeins veriö sextán ára og nýbúin í skóla þegar hún hitti Trevor1 Hale. Hann lagöi hana að fótum sér í fyrsta áhlaupi. Ein af ástæðunum var sú að hann kom keyrandi á Jagúar en ekki skeUinöðru eins og hinir vinir hennar. Það hafði hin jákvæðustu áhrif á opinn stúlkuhuga Ruthar. Svarað með höggi og blótsyrðum En strax á fyrsta stefnumóti hefði Ruth átt að geta sagt að lífið með Trevor Hale gæti orðið erfitt. Hann’ keyröi ekki bara hlæjandi á ofsahraða frá lögreglubíl sem elti Jagúarinn með vælandi sírenum. Hann baröi lika niöur mann á kránni þangaö sem þau fóru á eftir. Ástæðan var sú aö mannin- um hafði orðið það á að reka sig utan í hann þegar hann var að ná sér í drykki á barnum. Hann var sleginn niður samstundis af hinum bálreiöa Hale sem hafði engan áhuga á aö hlusta á neinar útskýringar. Ruth var á þessum tíma alveg blind og heyrnarlaus fyrir ókostum verðandi manns síns. Hún sagði þegar já þegar Trevor Haie bað hana að verða konan1 sín. Hún var jafnhrifin af Jagúarnum og sterkum handlegg jum Trevors. Það átti brátt eftir að koma í ljós hvað hún var komin út í. Trevor Hale var fljótur að sýna sitt rétta andlit gegnvart ungu konunni sinni, ekki síst þegar hann var búinn að fá svo sem tveimur visk í sjússum of mikið. Ef hún gerði smávægilega athugasemd við háttalag hans var því svarað með höggi og blótsyrðum. Það leit út fyrir að Ruth væri dæmd til eilífrar tortímingar í ófriðarbáli hjónabandsins. Hún hafði engan sem hún gat leitað til til að hjálpa sér. Fjöl- skylda hennar var langt frá Aylesbury þar sem hún og Trevor áttu heimili. Hún þorði ekki að hlaupast aö heiman. ,,Ég dreg þig til baka á hárinu ef þú gerir það,” sagði víkingurinn, eigin- maöur hennar. Ruth var viss um að það voru ekki innantómar hótanir. Fleiri drykkjutúrar Ein af fáum ánægjustundum hennar í lifinu var aö fara út að yfirgefnum flugvelli í nágrenninu við heimili henn- ar. Þar tíndi hún blóm og naut kyrrðar- innar. Þarna hitti hún dag nokkura hinn 32 ára gamla Leslie Wright sem bjó í húsvagni á svæðinu. Þau urðu brátt góðir vinir og hann trúði henni fyrir leyndarmáli sínu. Hann var ref sifangi á flótta undan yfir- völdum. Ruth sagðist þekkja vel hvernig væri að lifa sem fangi. Hún sagöi honum frá manni sínum sem lemdi sig eins og fisk. Spurningin hékk í loftinu hvort henni myndi einhvem tíma takast að sleppa úr fangelsi sínu. Hönd í hönd leiddust þau inn í húsvagn Leslies. Hann var greinilega rakin andstæða Trevors Hale. Hann var blíður og skilningsríkur og fylltist réttlátri reiði þegar hann heyrði um allt það sem Ruth þurfti aö þola i hjónabandinu. Hann byrjaöi að koma heim tii ást- meyjar sinnar og eiginmanns hennar. Trevor Hale virtist ekkert hafa við það að athuga. Hann taldi sig sjálfan ef til vill í gegnum það fá aukiö frelsi til aö fara út í æfleiri og meira drykkjutúra. Um jólaleytið 1971 virtist leiknum samt sem áður vera að ljúka. Hale hafði drukkiö dögum saman til að halda upp á hátíðina og líka í tilefni þess að hann hafði verið gripinn fyrir svindl í bílasölunni. Dag einn gerðist. hið ófrávíkjanlega þegar svona stóð á. Hann réðst á Ruth og gaf henni glóöar- auga og sprengdi vör. Því næst greip hann viskíflösku og ók út í húsvagn Leslie Wrights. „Gleðileg jól,” drafaöi hann. „Eg er búinn að lemja konuna mina í tilefni dagsins. Eg gerði plokkfisk úr henni.” Morð Á sama augnabliki lagði Wright niður fyrir sér ráðabrugg sem átti aö bjarga Ruth frá þjáningum hennar. „Það er líklega best að þú sofir hér,” sagði hann. „Þú verður annars bara tekinn af lögreglunni ef þú ekur í þessu ástandi... ” Þetta fannst Hale harla skynsam- legt. Hann lét sig detta ofan í eina kojuna í húsvagninum og byrjaði þeg- araðhrjóta. Wright sat lengi og virti hann fyrir sér. Nú var tíminn kominn. Ruth hafði liðið nóg. Það yrði brátt komið nýtt ár og ágætt tækifæri að byrja upp á nýtt. Hann náði í tjakk sem var í húsvagnin- um og nálgaðist hinn sofandi mann. Svo lyfti hann tjakknum lét höggið ríöa hann baröi Hale þrisvar sinnum í höf- uðið. Hale reis forviða upp til hálfs. Svo datt hann aftur niður á fletið stein- dauður. Wright lagði teppi yfir likið og velti því fyrir sér hvað hann ætti aö geranæst. Hvað átti hann að gera við hinn dauða? 1 námunda við þennan stað var lítill kirkjugaröur. Gæti hann grafið Hale þar? Hann hvarf frá því þegar honum datt í hug að þeir sem þangað kæmu mundu samstundis taka eftir nýrri gröf. Það munaði minnstu aö hann örvænti. Samt sem áöur tókst honumaðsofna. Næsta dag ók hann heim til Ruthar Hale. Hún reyndi árangurslaust að fela bólgið andlitið, síðustu kveðjuna frá Trevor Hale. ,,Hvar er maðurinn minn?” spurði hún hrædd., ,Hann kom ekki heim í gærkvöldi... ” „Og kemur aldrei aftur heim,” bætti Leslie Wright viö. „Eg er búinn að drepa hann. Hann á aldrei eftir að angra þig aftur.” Fortíðin eltir Þau settust niður og ræddu um hvað þau gætu gert við líkið og um hádegis- bil voru þau búin að koma sér saman um ráð. Wright ók aftur út aðflugvell- inum. Tveim tímum síðar var hann kominn til baka að ná í Ruth. A flugvellinum hafði hann grafiö holu i jöröina við hliðina á einni braut- inni. I holunni lá Trevor Hale og yfir líkið hafði verið hent gömlum fjölum og nokkrum sekkjum af rusli. Wright kastaöi tveimur f jölum í viðbót á bálið, bætti við bensíni og kveikti í. Trevor Hale var búinn að fá bálför í víkingastíl, Ruth og Wright stööu þögul í tuttugu mínútur og horfðu á eld- tungumar teygja sig upp. Svo brann hrúgan og eftir lifðu bara smáglæöur í öskunni. Parið ók til baka heim til Ruthar þar sem Leslie Wright lýsti því yfir aö nú myndi hann flytja inn. „Frá þessu augnabliki lítum við svo á að maöurinn þinn hafi aldrei verið til,” sagði hann. Það leiö heilt ár án þess að nokkur saknaði Trevors Hale. Það var ekki óalgengt að bílasali væri á ferðinni en einn fagran dag var lögreglunni bland- að í eitt af gömlu bílabrasksmálum hans og menn fengu grunsemdir um málið. Menn veltu því einnig fyrir sér hver þaö væri sem byggi hjá Ruth Hale. „Ég hataði manninn minn" Menn voru fljótir að komast að því að Leslie Wright var strokufangi úr fangelsi. Hann var tekinn höndum og hann og Ruth voru bæði yfirheyrð. Það var hún sem brotnaöi niöur á undan og sagði frá því hvemig Wright hefði drepið mann sinn. Hún sýndi lög- reglunni einnig hauginn við flugvöllinn og leifamar af bálför Trevors Hale. Það var ekki mikið eftir eftir vind og veðrun heils árs. En það var nóg til að bera kennsl á Trevor Hale. Og nóg til aö standa undir moröákæm á hend- ur Leslie Wright við landréttinn í Chelmsford. Þar var ekki mikið eftir af hlýjum tilfinningum hans til Ruthar Hale. „Það var hún sem gerði þaö,” sagði hann. ,,Ég hjálpaöi henni bara við að koma líkinu fyrir. En hvorki lögreglan né kviðdómur trúði þessu. Leslie Wright var dæmdur sekur fyrir morö og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Tveimur mánuðum eftir réttar- höldin flutti Ruth Hale hins vegar mál sitt áhrifamikið fyrir rétti. Hún sagðist ekki hafa komiö nálægt morðinu. En bálförin hefði verið hennar hugmynd. „Eg hataði mann minn,” sagði hún. „Eg vildi sjá hann brenna í helvíti og það gerði hann. Já, þetta var mín hug- mynd.” Lögreglan fylgdi málinu ekki eftir þó að vitnsiburður Ruthar Hale hefði átt að nægja til að dæma hana sam- seka. Hún er frjáls kona í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.