Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 16
16 ÁVALLT I LEIÐINNI HJÓLBARÐA- VERKSTÆÐI SIGURJÓNS 'HÁTÚNI 2A—SÍM115508 ',Opið frá kl. 8-21, — opið í hádeginu — um helgar — laugardaga kl. 9— 19 — sunnudaga kl. 10—12 og 1—19. Sænskunámskeið í Framnás lýðháskóla Dagana 30. júlí til 10. ágúst nk. gefst 15 íslendingum kostur á aö sækja námskeið í sænsku í lýöháskólanum í Framnás í Norður-Svíþjóö. Þeir sem hyggja á þátttöku í námskeiðinu verða að taka þátt í fornámskeiði í Reykjavík sem ráðgert er aö verði 15.—17. júní. Námskeiðið hefst síðdegis á föstudag og lýkur um hádegi á sunnudag. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um skipulag námskeiðsins og þátttökukostnað fást í menntamálaráðuneyt- inu, verk- og tæknimenntunardeild, sími 25000. Umsóknarfrestur er til 18. apríl. Undirbúningsnefnd. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar, skiptaréttar Reykjavíkur, Eimskipa- félags Islands hf., Hafskips hf., ýmissa lögmanna, banka, stofnana o.fl., fer fram opinbert uppboö í uppboðssal tollstjóra í tollhúsinu viö Tryggvagötu (hafnarmegin) laugardaginn 14. apríl 1984 og hefst það kl. 13.30. Eftir kröfu skiptaréttar úr þrotabúi Hegraness hf., allskonar notuö handverkfæri til bifreiöaviðgerða o.fl., nýir og notaðir varahl. í bif- reiðar, örbylgjuofnar, smergiiskifa, kaffivél og fleiri hlutir til matar- gerðar, súr- og gaskútar, skrúfstykki, slökkvitæki, tjakkar, rafsuðu- vél, þrýstikútur, krafttalía, frystikistur, vatnsdæla, mælistikur, mælingatæki á þrífót, hillur, borð, stólar og margt fleira. Eftir kröfu ýmissa svo sem drifsköft, opnunarlokur 4 stk., 2 bifrvélar, ca 500 kg, 20 stk. hleraskór, ca 75 stk. galvs-stálplötur, ca 40 stk. álrör, 6m Iögn 18 mm, reiknibækur, kakó ca 240 kg, húsgögn, borð- plötur ca 220 kg, flugvélavarahlutir, nælonnet, gólflakk, flísar, 10 karton plasi reiðhjól, 5 rúllur gólfteppi, 1 pll. bakarabakkar, 30 kassar servíettur, 15 kassar plastfilma, heimilistölva, uppþvottavél, þvottavélar, bækur, útvarpstæki, sjónvarpstæki, lit og svart hvítt, hljómburðartæki, kven-, barna- og karlmannaskófatnaður, töskur, allskonar húsgögn og búnaður, allskonar skrifstofubúnaður, video- tæki, saumavélar, leirtau ca 4.720 kg, hurðir ca 850 kg, hillur ca 530 kg, varahlutir ca 1600 kg., rafmagnstæki ca 450 kg, fúavarinn viður ca 10.200 kg, 21 balli pökkunarnet ca 600 kg, 3 rl. teppi ca 700 kg og margt fieira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. OPIÐ TIL KL. 4.00 í DAG. Ný sending af efnum, m.a. net - jogg- ing - bómuli - gaberdin - kaki - prjónaefni. Úrval af prjónagarni. 30 afsláttur af barnabuxum - skyrt- um - sumarjökkum - peysum. ** Sendum í póstkröfu. Opið til kl. 21.00 á föstudögum og til kl. 16.00 á laugardögum. VERSLUNIN SPOI# E nnffi Engihjalla 8 EUROCARD (Kaupgarði), sími 46866. DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984. Ræningjarnir góðu og aumingja Ijónið. D V-myndir JBH. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Kardimommubæiim eftir Thorbjörn Egner á sunnudaginn: Þeir Kasper og Jesper og Jónatan „Ja, fussum svei, ja, fussum svei,” segir hún Soffía frænka í Kardimommubænum. En það er víst lítil ástæða til að fussa og sveia yfir því ágæta leikriti, ungir og fullorönir jafnt hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við þaö. Hver kynslóðin á fætur ann- arri sem vex úr grasi hefur fengið að kynnast þeim Kasper, Jesper og' Jónatan, Bastían bæjarfógeta, Sörensen rakara, Tobíasi í turninum, pylsugerðarmanninum, bakaranum, Syversen sporvagnstjóra og öllum hinum í Kardimommubæ. Já, og blessuninni henni Soffíu frænku líka. Sú lætur ekki vaða ofan í sig, festan og stjórnsemin á sér engin takmörk. Enda þurftu ræningjamir að líða fyrir það þegar þeir fengu sér konu í húsverkin. Kardimommubærinn er ósköp venjulegur bær og fólkið sem þar býr harla blíðlynt og gott. Eina sem plagar það eru ræningjarnir þrír sem hafast við í kofa skammt frá. I skjóli næturinnar heimsækja þeir Kardimommubæ og næla sér í nauðsynjar. Eins og ræningja er siöur borga þeir ekki fyrir það sem þeir fá sér, hvorki brauö né annað. En af hverju er þetta látið viðgang- ast, bærinn á jú Bastían, virðulegt yfirvald? Það er víst þetta með ljónið, þeir nefnilega hafa hjá sér ljón þannig að enginn þorú að koma nærri húskofanum þeirra. Dag einn, eða öllu heldur nótt, fara þeir í eina af þessum ránsferðum sínum til Kardimommubæjar. Strákgrislingur hafði heyrt á tal þeirra þannig að menn voru viðbúnir heimsókninni. Þar með snúast málin öll við og lífið í Kardimommubæ breytist. En hér verður ekki sagt orð um hvaö gerðist, nei, ekki aldeilis. Þaöer Theodór Júlíusson sem hefur leikstýrt Kardimommubænum hjá Leikfélagi Akureyrar. Þráinn Karlsson hannaöi leikmyndina, búningahönnuðir voru Freygerður Magnúsdóttir og Anna Torfadóttir. Viðar Garöarsson raöaði upp ljós- kösturunum og galdrar með nýja og fína ljósaborðinu, í hljómsveitar- gryfjunni heldur Roar Kvam á tónsprotanum. Það voru þau Kristján frá Djúpalæk og Hulda Valtýsdóttir sem þýddu leikritið. Ræningjatríóið, Kasper, Jesper og Jónatan, leika Þráinn Karlsson. Bjarni Ingvarsson og Gestur Einar Jónasson. Soffíu frænku leikur Sunna Borg, Bastían bæjarfógeta Björn Karlsson, Tobías gamla Marinó Þor- steinsson, frú Bastían er Signý Páls- dóttir eða Þórey Aðalsteinsdóttir. Enn má nefna Gunnar Rafn Guðmundsson sem Sörensen rakara, Guðlaug Maria Bjamadóttir er Syversen sporvagnstjóri, Leifur Guðmundsson pyslugerðarmaðurinn og Jónsteinn Aðalsteinsson bakar- inn. Halla Jónsdóttir er Kamilla litla og Haukur Steinbergsson Tomrsi. önnur hlutverk eru fólk, dýr og börn í Kardimommubæ. 1 sýningunni leika 28 manns, þar af eru nokkur böm og 11 hljoðfæraleikarar sem leika undir. JBH/Akureyri. Bastian bæjarfógeti bliður á manninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.