Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 18
Lftpr TfvTcií raTnínr'irn* R7. APRIL1984 tenin9al Gæjar og píur / gærkvöldi frumsýndi Þjóðleikhúsið Gæja og píur, söngleik sem byggður er á sögu og ýmsum sögupersónum eftir bandaríska rit- höfundinn Damon Runyon. Gæjar og píur er af mörgum talinn einn besti bandaríski söngleikurinn sem komið hefur fram. Frank Loesser samdi tónlist og söngtexta en handrit er eftir Jo Swerling og Abe Burrows. Flosi Ólafsson þýddi söngleikinn. Hér á síðunni er rætt við enskan hljómsveitarstjóra sem stýrir tónlistinni í íslensku uppfærslunni. Þá eru nokkrar svipmyndir frá æfingum á stykkinu. -SGV. Sara Brown (Ragnheiður Steindórsdóttir) lengst til vinstri ásamt félögum úr Hjálpræðishernum. Sky verður hrifinn af henni. DV-mynd Bj. Bj. Piur. DV- mynd Bj. Bj. \tn Afburðagott leikhiisverk — segir Terry Davies hljómsveitarstjóri Terry Davies stjórnar hljómsveit- inni í uppfærslunni á Gæjum og píum og er reyndar ekki alls ókunnugur þeim ágæta söngleik því hann stjórnaöi tónlistarflutningi í uppfærslu breska Þjóðleikhússins á honum en sú uppfærsla vakti mikla hrifningu og fékk góöa dóma. Langri æfingu var rétt nýlokið þegar blaöamaöur mætti til aö ná viðtali viö tónlistarmanninn og þaö voru greinileg þreytumerki á Davies, eftir langa og stranga æfingu. En hann var þó ánægöur og sagði að þetta væri allt aö smella saman og liti vel út. Og síðan barst talið aö uppfærslunni í London sem hann átti hlut aö. — Það eru fleiri leikarar á sviðinu í þessari uppfærslu en voru í London. Viö höföum enga dansara þar, eins og viö höfum hér, fólk úr Islenska dansflokknum. Sviöiö er auövitað i i ......■■■■ ólikt. 1 London geröum viö þetta á opnu sviði, sem var stærra, en samt er sviðsmyndin hér að sumu leyti betri. Eitt atriði gerist til dæmis í holræsi og sviðsmyndin af því hér er mun betri en var í London. Aö vísu var sú mynd mjög sláandi og fyrir augaö, en fyrirferðarmikil og til vandræöa. Og samanburöurinn við Lundúna- uppfærsluna heldur áfram þegar tónlistin er rædd. — Viö notum ekki sömu út- setningar og ég geröi fyrir sýning- una í London. Þaö kemur til af ýmsu. Mig langaði til að breyta ýmsu sem ég geröi þá, ýmsum göllum sem ég sá eftir á. Svo er hljómsveitin hér. minni, engin strengjahljóöfæri. Svo viö ákváöum aö færa okkur nær tónlistinni sem söngleikirnir eru sprottnir úr og skerptum útsetning- arnar töluvert og færðum þær nær jassinum. Það veröur nærri því big- Terry Davies. band hljómur í sumum atriöunum í þessum útsetningum og ég held þaö komi velút. Terry hefur unniö mikiö viö leik- hús, viö útsetningar á leikhústónlist og hann hefur einnig frumsamiö mikið af tónlist, ekki aöeins fyrir leikhús, heldur einnig tónleikastykki og tónlist fyrir kvikmyndir og sjón- varp. Þetta krefst mikillar fjölhæfni og krefst þess einnig aö tónskáldið hafi nánast allar stíltegundir tónlistar á valdi sínu. Terry segir aö sér líki einmitt þessi hliö á starfinu. — Ég er menntaöur klassískur tónlistarmaður, en mér líkar vel viö flestar tónlistartegundir, . .. nema reggae, ég þoli ekki reggae. Þessi fjölbreytni er mér nauðsynleg, því annars leiöist mér. Eg byrjaði aö starfa eftir háskólanám sem hljóöupptökumaður en fór síðan aö starfa sjálfstætt sem tónskáld. Eg hef mest verið viö breska Þjóöleikhúsiö siöustu tvö ár, og þaö er reyndar lengsti tími sem ég hef unnið á einum stað. Og leikhústónlist ,er svo margvisleg, ég hef unnið að leikritum þar sem þurfti elisabet- anska tónlist, í öðru þurfti tónlist í stíl Variety-leikhúsa í Bandaríkjun- um og svo eru leikrit eins og Antígóna sem ég samdi tónlist fyrir, og það var mjög nútímaleg tónlist. Mér líkar aö vinna viö leikhús því það er svo mikill félagsskapur. Þaö getur veriö einmanalegt aö sitja til lengdar einn viö tónsmíöar. Að lokum lætur Terry í ljós þá skoöun sína aö uppfærsla Þjóöleikhússins ætti að ganga vel. — Eg sé ekkert því til fyrirstööu. Söngleikurinn sjálfur er afburöagott leikhúsverk, annars hefði ég ekki tekið aö mér aö útsetja tónlistina. Og mér finnst sýningin góö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.