Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR7. APRIL1984.
66 vatta endamagnari meö minni bjögun en 1%. FM stereo, FM mono, LW og MW. Sjálfvirkur stödvaleitari
með 13 minnum - 6 FM, 6 MW, og 1 LW. Tengill fyrir sjálfvirkt rafmagnsloftnet. SDK-umferðarupplýsinga-
móttakari (notast erlendis) auto reverse (afspilun snældu í báðar áttir). Hraðspólun í báðar áttir. Lagaleitari.
Dolby Nr suðueyðir. Stillingar fyrir metal, crom og normal snældur. Aðskildir bassa og diskant tónstillar.
Balance stillir loudness. Innbyggð digital klukka.
FT
ATH !
Takma
birgðir.
ísetning á staðn
Mikið úrval af Jensen
og Sanyo hátölurum.
246
FT-246 15 vött - loudness - metal -
auto reverse - lagleitari - FM stereo -
FM mono - MW - LW. Verð kr. 9.846,
staðgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Sími 91 35200
Lífshlaup Kjarvals i Háholti. DV-mynd: GVA.
Sfld & f iskur:
AFMÆLISSÝNING
— matvæli og listaverk
Fyrir 40 árum, eða 5. apríl 1944, var
opnuð verslun að Bergstaðastræti 37 í
Reykjavík, Síld & fiskur. Síðan þá
hefur margt breyst, verslunin er
reyndar hætt, en fyrirtækiö hefur
stækkað undir stjórn eigandans, Þor-
valds Guömundssonar.
Síld & fiskur er í dag kjötvinnslu-
fyrirtæki sem er við Dalshraun í
Hafnarfirði. Þar eru Ali-vörumar full-
unnar og pakkaðar. En einn starfsþátt-
ur Þorvalds Guðmundssonar er rækt-
un sérstaks svínastofns á Minni-Vatns-
leysu á Vatnsleysuströnd. Eftir 30 ára
starf við svínaræktun hefur hann náð
þeim árangri að Ali-svínakjötið er talið
jafngott og það besta í svínakjötsland-
inu Danmörku. Þorvaidur Guömunds-
son hefur sinnt fieiri málum en svína-
rækt, kjötframleiöslu og verslun svo aö
sögur fari af. Hann hefur lika komið
nálægt hótelrekstri og svo er hann mik-
ill listaverkasafnari.
I tilefni 40 ára afmælis fyrirtækisins
hefur hann nú sett upp listaverkasýn-
ingu í sýningarsalnum Háholti við
Dalshraun. Öll málverkin, sem þar
eru, svo og önnur listaverk, eru í eigu
Þorvalds.
Sýningin verður fyrir gesti á
morgun.
I fyrradag, afmælisdaginn, gengum
við um sýningarsalinn með Þorvaldi
Guðmundssyni. Þar ber hæst Lífs-
hlaup meistara Kjarvals sem nú hefur
verið lagað og sett upp í Háholti. Við
spurðum Þorvald hvort sýningin yrði
ekki opin fyrir aðra en afmælisgesti
þvi að sjálfsagt hafa margir áhuga á
að sjá listaverkin. „Það var nú ekki
meiningin en ef fólk hefur áhuga á að
koma hingað í næstu viku verða verkin
hér og dyrnar ekki lokaðar,” svaraði
Þorvaldur Guðmundsson.
-ÞG
Tónleikar listasendiherra
Nancy Weems, bandarískur píanó-
leikari, kom til landsins fyrir skömmu
og hélt tónleika í Norræna húsinu á veg-
um Upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna. Frá Reykjavík fer hún svo norð-
ur í land og heldur tónleika á Akurey ri,
en þar verður hún í dag, laugardaginn
7. apríl og á morgun, 8. apríl. Síðan
heldur hún tónleika á Egilsstöðum 10.
aprí).
Nancy Weems var valin ásamt
þrem öðrum píanistum til þess að
koma fram í nýju prógrammi á vegum
Upplýsingaþjónustau Bandaríkjanna.
Heitir það Artistic Ambassadors,
nokkurs konar sendiherrar lista og
fræðslu. Auk tónleikahalds mun
Nancy Weems kenna lítillega við tón-
listarskóla á þeim stöðum þar sem hún
kemurfram.
I viðtali við Nancy Weems kom
framaðhúnkomhingaðfráNoregi og
heldur héðan til Sovétríkjanna og Dan-
merkur.
— Eg er mjög hrif in af tónlistarskól-
unum hér, bæði af því hve kennslan er
góð og hvað leikur nemenda er góður.
Eg kenni sjálf píanóleik við Houston-
háskólann og samanburður á kennslu
fyrir börn hér og í Bandaríkjunum er
Islendingum mjög i hag því aö kennsla
fyrir byrjendur í Bandaríkjunum er
ókerfisbundin og það er ekki fyrr en
menn koma á framhaldsskólastig að
kennslan fer að verða skipuleg.
Verk þau, sem Nancy leikur á tón-
leikunum, spanna nokkuð langt tíma-
bil því að hún leikur verk eftir Bach,
Brahms, Liszt, Samuel Barber og Ro-
bert Muczynski en hún skiptir verkum
þeirra tveggja síöastnefndu milli tón-
leika. óbg
hlancy Weems.
FT—280
Enn er komin ný sending af hinum frábæru Sanyo
bílatækjum og verðið er við allra hæfi.
R 280, tæki hinna kröfuhörðu. Verð aðeins kr.
13.800, staðgr.
RAFHAGNS
Hentuqt tæki sem kemur að qóðum notum ef laga 220 V — 750 W
þarf létta máltíö í skyndi.
Þú grillar, ristar, gratinerar á fljótan og þægilegan
hátt. Frábært fyrir ostabrauö.
AU«SINGAS1WANHF«
verölækkuná
öli og gosdrykkjum
HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON