Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 40
40 DV.LAUGARDAGUR7. APRÍL1984. Tilkynningar Vorvaka Kvenfélagasamband tslands gengst fyrir tveggja daga Vorvöku í Menningarmiðstöð- inni í Gerðubergi um helgina. Á dagskrá er erindaflutningur um temað „Konur í nýju landnámi”, heimsókn á Kjarvalsstaöi, menningardagskrá og leikhúsferð. Aðildarfélög Kvenfélagasambands lslands eru 250 talsins og dreifast um allt landiö. Félagsformenn eða fulltrúar þeirra eru þátttakendur á vökunni og er fullbókað á hana. Tilgangur vökunnar er að kynna starf- semi K.l. og efla innbyrðis tengsl milli félaganna, samhliða því að fjalia um dag- legan starfsvettvang kvenna og þátt þeirra í listum. Vorvaka 1984 hefst laugardaginn 7. april kl. 10.00 í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi og þann dag munu 20 konur á eftir- töldum starfssviðum segja frá störfum sín- um — stjórnsýslu, visindum og menntum, atvinnuvegunum og í listum. Ardegis sunnudaginn 8. apríl er heimsókn á Kjarvalsstaði og síðdegis þann dag veröur sérstök menningardagskrá í Gerðubergi. Vorkonur Alþýðuleikhússins efna til sér- .stakra sýninga fyrir gesti vökunnar. 1 boði forseta Islands verður farið að Bessa- stöðum. Fundarhald sem þetta er nýlunda í starf- semi Kvenfélagasambandsins. Af því tilefni er gefið út sérstakt kynningarrit um sam- bandið og veggspjald. Formaður K.I er María Pétursdóttir og munu um 25 þúsund konur eiga aðild að því. Páskabingó veröur haldið laugardaginn 7. apríl kl. 15.00 í safnaöarheimili Kársnessóknar, Kastala- geröi7,Kópavogi. T alstöðvarklúbburinn Bylgjan heldur árshátíö sína í Lindarbæ laugardaginn 7. apríl nk. Hátiðin hefst með borðhaldi kl. 19. Síðan verða skemmtiatriði af ýmsu tagi og að lokum mun dansinn duna fram eftir nóttu. Að lokinni hátiðinni verða svo rútuferðir heim. Skemmtinefnd B klúbbsins, Hamraborg 5, Kópavogi. IMámskeið fyrir hársnyrtifólk Næstkomandi sunnudag hefst námskeið fyrir hársnyrtifólk á vegum vestur-þýska hársnyrtivörufyrirtækisins KADUS og H. Helgasonarh/f. Leiöbeinandi verður hinn kunni hár- greiðslumeistari Karl Hiiber sem unniö hefur til f jölda alþjóðlegra viöurkenninga. A sunnudagskvöldið, 8. apríl, verður haldin hárgreiðslusýning í veitingahúsinu Broadway þar sem fjöldi hársnyröfóiks veröur þátttakendur ásamt Kar i Hiiber. Þá verða sýnd dansatriði á vegum Jass- ballettskóla og líkamsræktarinnar Jass- sporsins, Hverfisgötu 105, breakdans o. fl. Allur afrakstur af sýningunni verður gef- inn til fyrirtækja í þágu Bamaspítala Hringsins. Sýning á Seglbátum, brettum og ýmsum búnaði Nýstárleg sýning verður haldin dagana 7. og 8. april nk. en þar sýna fyrirtækin Kr. Oli Hjaltason og Verslun O. Ellingsen hf. segl- báta, seglbretti og ýmsan búnaö til siglinga. A sýningunni, sem verður að Iönbúð 2 Garðabæ verða til sýnis 3 seglskútur, sem eru keppnisbátar eða fljótandi sumarbústaö- ur. Einnig verða til sýnis 5 tegundir segl- bretta, allt frá byrjendabrettum að keppnis- brettum fyrir þá sem eru komnir langt í íþróttinni. Siglingafatnaður verður og kynntur, bæði hefðbundnir sigbngabúningar og ný tegund þurrbúninga sem eru vatnsheldir og með fóðringum við háls, úlnliði og ökkla, ef heilir sokkar fylgja ekki með. Vmis búnaður til siglinga verður á sýn- ingunni, kaðlar, biakkir, lásar og annar búnaöur til báta. Öryggistæki, svo sem neyðarblys, slökkvi- tæki, björgunarbúningar og ýmis siglinga- tæki verða einnig til sýnis. Sýningin verður opin frá kl. 10.00 f.h. til kl. 21.00 báða dagana. Sýning þessi er góður vettvangur fyrir þá sem hugsa sér til hreyfings á komandi sumri, hvort sem er til sportsiglinga á bátum eða brettum, enda kostar vindurinn ekkert þótt olía hækki í verði. öðruvísi ráðstefna á Borginni 7. april. Félagsmáladeild Sam- hygðar stendur fyrir ráðstefnu um vímugjafa á Hótei Borg laugardaginn 7. apríl nk. kl. 13.30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvers vegna vímugjafar — hver er leiöin út — hvað er hægt að gera strax? A ráðstefnunni verður rætt um vímugjafa- vandann frá öðru sjónarhorni en tíðkast hefur. Neytendur, aðstandendur, læknar og aðrir áhugamenn munu þar f jalla sérstaklega um þrjú meginatriði, sem eru orsakir, lausnir og hvað hægt sé að gera strax. Einnig verða umræður á borðum. Meginmarkmið ráðstefn- unnar er aö stofna starfshóp áhugamanna sem munu leita varanlegra lausna og hefja framkvæmdir strax. Allir sem finnst vimu- gjafavandinn koma sér við eru hvattir til að mæta. Bamagæsla verður á staðnum. Fjölskyldusamvera hjá KFUM og K Fjölskyldusamvera verður í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2 b sunnudaginn 8. apríl nk. Húsið verður opnað kl. 15. Þá gefst fólki tæki- færi á að hittast og rabba saman yfir kaffi- bolla. Leikir verða fyrir börnin. Það fer eftir veðri hvort leikirnir veröa innan- eða utan- húss. Samveran hefst kl. 16.15. Efni hennar verður f jölbreytt og við allra hæfi. Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni Félagsmálanefnd Sjálfsbjargar gengst fyrir opnu hUsi á morgun, laugardag, kl. 15 í Félagsheimilinu Hátúni 12. Afmæli dansklúbbsins Fimir fætur DansklUbburinn Fimir fætur heldur upp á 5 ára afmæli sitt í Hreyfilshúsinu á sunnudag- inn kl. 21. Gamlir og nýir félagar eru hvattir til að mæta. Safnaðarfélag Ásprestakalls I tilefni af þvi að tekinn er í notkun nýr salur til safnaðarstarfs í kjallara Áskirkju verður samkoma sunnudaginn 8. apríl og hefst hún kl. 14.30 með hugvekju sr. Áma Bergs Sigurbjörnssonar. Minnst 20 ára afmælis félagsins, veislukaffi. Að lokum er aðalfundur safnaöarfélagsins. Fræðslufundur um matar- rækt verður í bókasafni Mosfellssveitar, Markholti 2, mánudaginn 9. apríl kl. 20.30. Vemharður Gunnarsson garðyrkjufræðingur talar. Að- gangur ókeypis og öUum heimill meðan hús- rúm leyfir. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu. Skák Firmakeppni í skák Ákveðið hefur verið aö UlA gangist fyrir firmakeppni í skák föstudaginn 20. apríl (föstudaginn iangá.) Mótið fer fram í Vala- skjálf á Egilsstöðum og hefst kl.13 og skal keppt í formi hraðskákar. Þetta er í annaö sinn sem slíkt mót fer fram, en á siöustu páskum var fyrsta mótið af þessu tagi haldið i Neskaupstaö og þótti takast mjög vel. Því hefur verið ákveðið að reyna aftur og gera þetta aö árlegum atburði. Þátttökugjald frá hverju firma verður kr. 1000,- Fyrirtæki eiga þess kost að tilnefna keppendur, en þau sem það ekki gera fá valda keppendur eftir útdrætti, og þá helst úr viðkomandi byggðarlögum. Forystumönnum í skáklifi í hverju byggðarlagi verður falið að safna skákfólki. Sömuleiöis verður stofnunum safnað á hverjum stað í samráði við framkvæmda- stjóra UIA. Athugað verður með rútuferðir frá Nes- kaupstað og Fáskrúðsfirði til Egilsstaða til að auðvelda mönnum þátttökuna... SKAK. Ferðalög Myndakvöld Ferðafélags íslands Miðvikudaginn 11. apríl verður Fl með myndakvöld á Hótei Hofi sem hefst ki. 20.30 stundvislega. Efni: 1. Grétar Eiríksson kynnir Göngudag Fl. (verður 27. maí nk.) og sýnir myndir frá gönguleiðinni. 2. Jón Gunnarsson sýnir myndir frá Horn- ströndum, (Jökulfjörðum, Aðalvik og Horn- 'VÍk). 3. Skúli Gunnarsson sýnir myndir frá Núps- staðaskógi og Grænalóni. (Ferð nr. 28 í áætlun , FI) 4. Hermann Valsson sýnir myndir og segir frá einstakri ferð á hæsta tind í Vesturálfu, Aconcagua (Otvörðurinn) 6959 m á hæð. Allir veikomnir, félagar og aðrir. Veitingar í hléi. Þama gefst gott tækifæri til þess að kynnast ferðum á Islandi og við erfiðar aðstæður eriendis. Ferðir Ferðafélagsins um bænadaga og páska 1. 19.-23. april, kl. 08.00; Skíðaganga að Hlööuvöllum (5 dagar). Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins. 2. 19.-23. april, kl. 08.00: Skiðaganga, Fljótshlíð-Alftavatn-Þórsmörk (5 dagar). Gist í húsum. 3. 19.-23. apríl, kl. 08.00: SnæfeUsnes- SnæfeUsjökull (5 dagar). Gist í húsinu AmarfeUi á Arnarstapa. 4. 19.-23. apríl, kl. 08.00: Þórsmörk (5 dagar). Gist í sæluhúsi Fl. 5. 21.-23. apríl, kl. 08.00: Þórsmörk (3 dagar). Gist í sæluhúsi FI. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. AUar upplýsingar á skrifstofu Ferðaféiagsins, Oidugötu 3. Basarar Basar-flóamarkaður-kökur Sunnudaginn 8. aprU kl. 14 verður basar, flóamarkaður og kökubasar á vegum bama- skóla aðventista að Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Allur ágóöi rennur til barnaskól- ans. Góðir munir og kökur. Kvenstúdentafélag íslands heldur glæsilegan kökubasar í Blómavali laugardaginn 7. apríl. Komiö og geriö góö kaup til páskanna. Stjórnin. Hlutavelta og flóamarkaður Laugardaginn 7. aprU nk. kl. 14 munu sam- tökin Ungt fólk með hlutverk (UFMH) halda hlutaveltu og flóamarkað í starfsmiðstöð sinni Stakkholti 3, Reykjavík, 2. hæð. Hús þetta stendur á lóð Hampiðjunnar og var HeyrnleysingjaskóUnn í Reykjavík. Aðkoma að húsinu frá Þverholti (bak viö Búnaðar- bankann og pósthúsið við Hlemm). AUur ágóði mun renna tU starfsmiðstöðvar UFMH á Eyjólfsstöðum. Foreldra- og styrktarfélag blindra heldur kökubasar í dag, laugardaginn 7. april, og hefst hann kl. 14.00 í húsi BUndrafélagsins að Hamrahlíð 17. Fundir Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund 9. aprU kl. 20.30 í safnaöarheimU- inu. Þuríður Hermannsdóttir talar um heUsu- fæði. Rætt verður um sumarferðalagið. Mætið vel og stundvíslega. Kvenfélag Breiðholts heldur fund mánudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Breiöholtsskóla. Gestur fundarins veröur Þuríöur Pálsdóttir. Félagskonur mæti vel og takimeðsérgesti. Almennur fundur um kennsluefni í mannkynssögu Samtök kennara og annars áhugafólks um sögukennslu halda almennan félagsfund laug- ardaginn 7. apríl í stofu 422 i Ámagarði v/Suð- urgötu og hefst fundurinn kl. 14. Fundarefni verður: Kennsluefni í mannkynssögu í gnmn- skólum og framhaldsskólum. Framsöguer- indi fiytja: Haukur Viggósson, kennari við Snælandsskóla í Kópavogi, Siguröur Hjartar- son, kennari við Menntaskólann við Hamra- hlíð, og Sæmundur Rögnvaldsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Að loknum framsöguerindum veröa almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Samtök kennara og annars áhugafólks um sögukennslu voru stofnuð 28. janúar sl. Þau eru opin öllu áhugafólki um sögukennslu. Þetta er annar almenni félagsfundurinn, sem samtökin efna til. Hinn fyrsti var haldinn jJ/ mars á Hótel Borg og var hann fjölsóttur. Þá var fjallað um efni, sem að nokkru leyti er hliðstætt fundarefninu nú, tslandssögu- kennslu í grunnskólum og f ramhaldsskólum. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund 9. apríl kl. 20.30 í Safnaðarheim- ilinu. Þuríður Hermannsdóttir talar um heilsufæði, rætt verður um sumarferðalagiö. Mætið vel og stundvislega. Fundarboð Fræðafundur í Hinu íslenska sjóréttarfélagi veröur haldinn miðvikudaginn 11. apríl nk. kl. 17 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Há- skólans. Fundarefni: Einar öm Thorlacius lög- fræðingur flytur erindi er hann nefnir: „Um stöðuumboð skipstjóra”. Aö loknu framsögu- erindi verða aimennar umræður. Fundurinn er öllum opinn og eru félags- menn og aðrir áhugamenn um sjórétt og sigl- ingamálefni hvattir til að fjölmenna. Gestafyrirlestur um almenn tölvunet Mánudaginn 9. apríl heldur dr. Rolf Johans- son, verkfræðingur hjá Ericsson Information Systems AB, fyrirlestur um almenn tölvunet (public data networks). Dr. Rolf Johansson hefur um árabil unniö við rannsóknir á netkerfum og þróun þeirra. Hann er einn af hönnuðum ERIPAX-búnaðar- ins sem pantaður hefur verið fyrir almenna tölvunetið hér á landi. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.00 í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvisindadeildar (2. áfanga, jarðhæð), við Hjarðarhaga 4. öllum er heimill aðgangur. Reiknistofnun Háskólans Verkfræðistofnun Háskólans Kvenfélag Grensássóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánudaginn 9. apríl kl. 20.30. Eftir fundarstörf flytur Edda Kristjánsdóttir erindi. Kaffiveitingar. Ráðstefna um friðarmál Friðarmál, koma þau lslendingum við? er Margir muna eftir sjónvarpsþáttum meö dixielandhljómsveitinni TRAD KOMPANI fyrir um 2 árum. Þeir félagar eru nú komnir saman aftur og koma fram í Blómasal Hótel Loftleiöa í sunnudagshádegisjass á morgun. Á myndinni er TRAD KOMPANI. Frá yfirskrift ráðstefnu sem félagsmáladeild Samhygðar gengst fyrir á Hótel Borg sunnu- dagrnnS. apríl nk. Þar munu forsvarsmenn ýmissa friðar- hreyfinga og stjómmálaflokka fjalla um friðarmál, orsakir ófriöar; lausnir og hvað þau komi okkur við. Allir áhugamenn um frið sérstaklega velkomnir, bamagæsla verður á staðnum. SS3 Bridge Bridgedeild Barðstrendingafélagsins Mánudaginn 2. apríl lauk barómeterkeppni félagsins með þátt- töku 30 para. Ragnar Hermannsson og Hjálmtýr Baldursson sigruöu með miklum glæsileik og yfirburöum, hlutu 303 stig. Urslit 10 efstu para: Ragnar Hermannss.-Hjálmtýr Baidurss. 303 Gunnlaugur Úskarss.-Helgi Einarss. 158 ! Sigurbj. Ármannss.-Ragnar Þorsteinss. 143 Gunnl. Þorsteinss.-Hermann Ölafss. 124 Þórarinn Áraason-Ragnar Björnsson 112 Ingvaidur Gústafss.-Þröstur Einarss. 108 Ragnar Jónsson-Úlf ar Friðrikssson 107 Sig/Kristjánss.-Halldór Kristinsson 99 Jóhann Guðbjartss.-Kristján Hallgrimss. 82 Kristinn Óskarss.-Gísli Benjaminss. 73 Mánudaginn 9. apríl hefst tví- menningskeppni og er spilað í Síöu- múla 25. Keppni hefst stundvíslega kl. 19,30. Bridgefélag Breiðholts Þriöjudaginn 3. apríl voru spilaðar 5 umferöir í barómetertvímenningi. Röö efstu para eftir 9 umferöir er þessi: 1. Friðjón Þórhallss.-Björgvin Viglundss. 118 2. Ragnar Ragnarsson-Stefán Oddsson 96 3. Guðm. Baldurss.-Jóhann Stcfánsson 79 4. Þráinn Ársæisson-Þröstur Reynisson 77 5. -6. Magnús Oddss.-Lilja Guðnad. 76 5.-6. Þórður-Ingi Már 76 Næsta þríðjudag heldur keppnin áfram. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvislega. Bridgefélag Hafnarfjarðar Nú er nýlokiö firmakeppninni sem var meö einmenningssniöi. Fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í keppninni sem er ein af aöalfjáröflunaríeiöum félagsins. Vill stjórn félagsins koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem þannig studdu starfsemina. Eftirtalin tiu fyrirtæki urðu hlut- skörpust: 1. Verslunin Málmur Jón Sigurðsson 114 2. Magnús Guðiaugsson Þorsteinn Þorsteinsson 113 3. Dröfnhf. Friðþjófur Einarsson 109 4. Ragnar Björnsson hf. Halldór Einarsson 106 5. Forritunsf. Ásgeir Asbjörnsson 103 6. Vélsm. Péturs Auðunssonar Einar Sigurðsson 103 7. Biómabúðin Burknl Ölafur Gisiason 102 8. Féiagsbúið á Setbergi Ólafur Ingimundarson 102 9. Utvegsbanki tslands Þórarinn Andrewsson 100 10. Rafveita Hafnarfjarðar Bjarni Jóhannsson 99 Siöasta langa keppni vetrarins veröur hraösveitakeppni og veröur hún annaðhvort 3 eöa 4 kvöld. Spilað er í íþróttahúsinu viö Strandgötu. Keppn- in hefst næsta mánudag kl. 19.30. vinstri Þór Benediktsson, Friörik Theódórsson, Kristján Magnússon, Agúst Elíasson, Bragi Einarsson og Guömundur R. Einarsson. Þaö má vænta mikillar sveiflu í Blómasalnum á morgun. Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. árið 1984 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 14. apríl 1984 og hefst kl. 14. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæöi 18. gr. samþykkta bankans. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða af- hentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 11., 12. og 13. apríl nk. F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. Benedikt Davíðsson form. Þórunn Valdimarsdóttir ritari. Trad kompaní í Blómasal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.