Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGÁRDÁÖÍfR 7. AF^RlL 1S64.' Hvað segjaþeir um sparnaðarleððarann? í forystugrein DV á fimmtudag í fjárlögum. DV hefur boriö forystu- síðustu viku var fjallað um 3.089 greinina efnislega undir tvo þing- milljóna króna sparnað i opinberum menn í fjárveitinganefnd og fylgir útgjöldum. Nefndir voru til sögunnar álit þeirra hér. 15 „óþarfir” liðir í fjárlögum og láns- HERB 3089 milljóna spamaður Landsfeður okkar viröast vera i mestu vandræöum meö að fvlla í f'öt fjai laga og lánsfjaraætlunar þessa ais Peir telja ut'lokað að spara þær UH5 milljomr, sem þui . íifao S m»m mmm. Umt* ***** 4 > útgjöldum bendir þó til, aö spara megi 3089 nultionir Su upphæð nytist að visu ekk. til fulls Þcgar cri™ nærri [jórðunt-ur ársins, svo aó buast ma viö, að þcgar st búið aö greiöa sumt, scm bctur heföi venö sparaö. V ö þurfuin því að draga frá 772 n.illjön.r og fa ut 2317 mílliönir til að f jalla raunsætt um mal'.ð. Hins vej'ar getuin við rnætt ýmissi röskun og oðrum herkostnaði af þessum niöurskuröi mcö þv. aö gefa frjálsan i.influtning landbúnaöarafuröa. I>að mundi bæta hag neytonda um 500 milljónir að^ninnsta kosti og senni- W;i um lOOOmitljónir. K„ Hverjir oru þc-r liöir. sem óþarfir cru og samtals nema 3000 milljónum á fjárlögum og tansfjaraætluru 200 milljón króna útflutningsuppbætur landbunaðara uröa livetja til viögangs peningab'rennslu og dulbums at- vinnuleysis í kinda- og kúabúskap. , ...,11k,.,s,.n heinir. stvrkir til kinda- og kuabu- Leiðari DV um sparnad i opinberum útgjöldum. Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalags: Óraunsæjar í heild þótt sumt sé bitastætt „I heild þykja mér þessar tillögur óraunsæjar og að ýmsu leyti búinn til vandi í staö þess sem leysa á úr og hann skilinn eftir í lausu lofti. Ég hef aldrei talið þaö hyggilegt né raunar framkvæmanlegt að skella á sparnaði í stórum höggum. Það þarf að fikra sig áfram og sumt í leiðaranum er þess eölis,” segir Geir Gunnarsson þing- maöur. „Ég er ekki sammála því að leyfa eigi frjálsan innflutning á land- búnaðarvörum. En ég tel að breyta eigi viömiðunum og laga landbúnaðinn frekar að kröfum nútímans. Útflutn- ingsbætur ættu að geta lækkaö tals- vert, séu þær notaðar á réttan hátt, til dæmis miðaðar við vissan vanda um tiltekið tímabil í senn og undir ákveðnu þaki. Niðurgreiðslur hafa gegnt talsverðu hlutverki í þágu þeirra sem lökust kjör hafa og þess vegna er fráleitt að svipta þeim af í einu lagi. Þaö þarf hins vegar aö minnka þær smátt og smátt um leið og öðru er breytt til hins betra, án þess aðskerðakjörin. Byggðasjóöur hefur hlutverki að gegna ef menn ætla yfirleitt að byggja Utihuröii — Gluggar Fullkomin samsetning Ódýrara, sterkara og mun íallegra Þéttigrip Gerum verötilboö Fúavariö í gegn Sendum gegn póstkröfu. TRESMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 Auglýsing: aa ertiaöívorsem Spaúttöyrahurð frá manni einum ibK»unum.Hann , 4 timann dukkustundir. Mer g^vaúadskrapa s?s2fe 11 és heim og tot-ur & iösiu- tir túsogn w. sStæts sKSsrff* riKsvs Fæst í öllum málningarverslunum landsins, kaupfélögum, stórmörkuðum og víðar. International Sími 12879 landið. Framlög til hans hafa dregist saman, líklega helmingast á síöustu 10 árum. Og þannig er raunar um margt fleira af þessu. Verðbólgan hefur nag- að af raunvirðinu og jafnvel verið not- uö til þess af stjórnvöldum. Mér þykir talað nokkuð djarft úr flokki þegar blöð tengd stjórnmála- flokkunum eru kölluö sorprit og er raunar sannfærður að lýöræðinu er betur borgið fyrir þá upphæð sem tryggir að skoðanir þeirra fá aö kom- ast fyrir augu fólks. Það má vafalaust stíga skref út úr orkustyrkjum og hugsanlegt er að fresta vegagerð að einhverju marki, þótt þar sé um að ræða einhverjar þjóðhagslega hagkvæmustu fram- kvæmdir hér á landi. Þjóðarbókhlöðu og ýmsum skólabyggingum hefur ver- ið frestað og gengið talsvert langt í þeim efnum. Þó mætti bæta Blöndu- virkjun við, að ég tali ekki um flugstöð- ina. Ég er sammála því að Flugleiðir eigi að borga úr því félagiö er komið á réttan kjöl. Hins vegar er það nánast bókhaldsatriði hvar fé Seðlabankans liggur. Hlutabréfakaupum í iðnfyrir- tækjum má að mínum dómi fresta, minnst sumum. En ég er ekki bjart- sýnn á að 200 milljónir í viðbót fáist með hertri söluskattsheimtu á þessu ári. Það tekur lengri tíma. Sem sagt, ég get tekið undir sumt, Geir Gunnarsson alþingismaður. sem raunar er meiri og minni sam- staða um, en tillögurnar í leiðaranum eru sem ein heild óraunsæjar, eigi þær að fylla í fjárlagagatið núna. Hins vegar kemur margt annað til greina, .eins og að leggja niður embætti húsa- meistara og Sölunefnd varnarliös- eigna, sem er hreint sýndarfyrirtæki og hýsir drasl í plássi sem dygði yfir þrjár ríkisstofnanir minnst.” HERB Guðmundur Bjarnason,þingmaður Framsóknarflokks: Að mestu óraunhæfar sem skyndi- aðgerðir „I fyrsta lagi eru megindrættirnir í leiöaranum andstæöir grundvallar- skoðunum mínum. Um það hvernig eigi að byggja og nýta landið. Ég get fallist á að skoða þurfi gaumgæfilega hvernig staðið er að byggðamálum og landbúnaöi, en tel þaö alls ekki fram- kvæmanlegt sem lagt er til í leiðaran- um. Það vantar hreinlega botninn í þær hugmyndir,” segir Guðmundur Bjarnason þingmaöur. „Þarna er fyrst og fremst verið að f jalla um það, hvernig loka megi fjár- lagagatinu upp í tæpa tvo milljaröa. Nokkrir liðir sem nefndir eru í leiðaranum eru einungis lántökur, eins og til Byggðasjóös, vegna Blönduvirkj- unar, flugstöðvar í Keflavík og hluta- bréfakaupa í nýiðnaði. Þótt hætt yrði við þær kæmi ekkert upp í f járlagagat- ið. Ef fella ætti niður niðurgreiðslur og útflutningsbætur, styrki til landbún- aðarins, framlag til Byggðasjóðs og styrki til þess að jafna orkukostnað landsmanna, allt á einu bretti, eins og lagt er til, myndi það hafa í för með sér stökkbreytingu á kjörum fólks í heilum byggðarlögum og landshlutum. Og þá vantar alveg hina hliðina. Með hverju ætti að borga þá landflutn- inga í þéttbýlið, sem leiddu af þessu? Þetta myndi stefna öllum Vestfjörðum og öllum Austfjörðum í eyði. Og fleiri landsvæðum. Húsnæði og atvinna, þjónusta og annað fyrir allt það fólk í þéttbýlinu fengist varla ókeypis. I leiðaranum er ennfremur skotið yfir markið þegar talað er um út- gjaldaliði með hreinum gárungsskap. Þar er talaö um frekju landeigenda viö Blöndu og flugstöðina sem gróðurhús. Guðmundur Bjarnason alþingis- maður. Og blöð tengd stjórnmálaflokkunum eru kölluð pólitísk sorprit. Rök af þessu tagi vinna tæpast nokkrum mál- staö samúð. Ég get hins vegar verið sammála því að til dæmis eigi að endurskoða styrki til Flugleiða, þegar vel gengur hjá því fyrirtæki. Og að Seðlabankinn gefi eftir af vöxtum til ríkissjóös, sé það hægt, og að hann hægi á byggingu sinni. Eins er um herta skattheimtu, svo að hver borgi það sem honum ber. Á heildina litið er ekki mikið upp úr þessum leiðara að hafa í skyndingu. Og í stórum dráttum getur hann ekki leitt til þess sparnaðar, sem látinn er í veðri vaka. Þjóðfélaginu verður ekki breytt með svo einfölduðum sjónar- miðum, þau standast engan veginn. ” HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.