Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMULA 12—14. SÍMI 86611. Auglysingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Losað um átthagafjötra Islendingar hafa að ýmsu leyti verið í átthagafjötrum. Það hefur gilt um þá, sem hér hafa átt eignir, afrakstur starfs síns. Flóttamenn frá skuldunum hafa komizt sína leið, en fólk með einhverjar eignír hefur aðeins fengið að koma þeim í gjaldeyri á löngu árabili. Þetta hefur jafnvel hæft ungt fólk með smávægilegar eignir, sem það hefur sparað saman. Margar gildar ástæður geta legið til þess, að fólk hefur viljaö flytja búferlum til annarra landa. Meðal annars hefur fólk af erlendu bergi brotið, sem búið hefur hérlend- is og misst ástvini sína hér, orðið að gjalda kerfisins. Átt- hagafjötrarnir íslenzku hafa einnig verið á það lagðir. Væntanlega þykir fólki rétt, að þeir, sem vilja, geti flutzt til annarra landa. Landsfeður hafa líka í reynd grátið búferlaflutninga margra þurrum tárum, því að með því hefur atvinnuleysi hérlendis á stundum verið flutt úr landi. En reglur um eignayfirfærslur hafa verið slíkar, að aðeins verður líkt við átthagafjötra. I eðli sínu hafa þær verið hinar sömu og gilt hafa í einræðisríkjum af versta tagi. Kremlverjar hafa til dæmis leyft nokkrum fjölda gyðinga að flytjast úr landi en haldið eftir af eign- um þeirra. Sama gerðu þýzkir nasistar á fyrstu valda- árum sínum, áður en þeir tóku af hörku til við hrein gyðingamorð. Við eigum aðild að sáttmálum, sem eiga aö hindra slíkt athæfi. I mannréttindaskrám Sameinuðu þjóöanna eru ákvæði, sem eiga að vernda fólk gegn átthagafjötrum. Hið sama gildir um Helsinkisáttmálann. Samkvæmt slíkum sáttmálum á valdhöfum ríkja ekki að þolast það, sem íslenzkum stjórnvöldum hefur liðizt um langa hríð. Merki sjást þess, að íslenzk stjórnvöld hafi verið að átta sig. Smám saman hefur verið losað um átthagafjötrana. í þessari viku náðist mikill áfangi, er Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra lét setja nýjar reglur. Hver sá, er flyst nú búferlum til útlanda, mun sam- kvæmt nýju reglunum geta við brottför fengið yfirfærð 250 þúsund fyrir einstakling, 500 þúsund fyrir hjón og 125 þúsund fyrir aðra í fjölskyldunni. Við fasta búsetu erlendis fæst yfirfærður helmingur þeirra eigna, sem eftir eru, og eftirstöðvar á næsta ári. Ef f járhæð annarrar yfirfærslu er innan við eina milljón króna fyrir einstakl- ing en tvær milljónir fyrir hjón getur yfirfærslan farið fram á einu ári. Þeir sem nú þegar hafa flutt búferlum til útlanda geta fengið yfirfærslu á helmingi eigna sinna á þessu ári og eftirstöðvunum næsta ár. Þetta mun mörgum þó finnast harðar reglur og óþjálar. En þær eru gerbreyting til batnaðar. Annað, sem stjórn- völd iðkuðu lengi, var að leggja tíu prósent skatt á ferða- mannagjaldeyri. Sú ógeöfellda skattheimta lagðist af á síðasta ári. Sá tími mun koma, að skrefið verður stigið til þess að íslenzka krónan verði jafnauðveldlega yfirfærð í aðrar myntir og gerist víðast erlendis. íslendingar, sem hafa aflað sér eigna með starfi sínu hérlendis, eiga að sjálfsögðu að njóta sömu réttinda og aörir til að hafa eignirnar „með sér” og nota þær eins og þá lystir. Þá getum við einnig kinnroðalaust skrifað undir sátt- mála um mannréttindi. Haukur Helgason. KONTRAÐ MEÐ VINSTRIHANDAR ÁHERSLU Deilurnar hófust í almenningnum miðjum þegar Gústi á Hóli sagðist eiga mórauöu gimbrina sem Kobbi ó Bakka var að leggja af stað með í dilkinn sinn. Kobbi vildi auðvitað ekki una þessu og kallaði til úrskurð- ar fjallkónginn, Berta í Skaröi, sem þuklaði eyru þeirrar mórauðu lengi- vel og var hugsi á svipinn. Markið hans Gústa á Hóli er sneitt framan vinstra og rifa oní sneitt aftan hægra. Markið Kobba er eins, nema hvað það er gat í vinstra líka. Berti i Skarði fann ekki gatið og úrskurðaði að Gústi ætti gimbrina sem var ákaflega væn. Þaö varð ekki meira úr þessu í bili, en Kobbi ó Bakka gekk burt óánægð- ur og muldraði eitthvað um að ekki væri að undra að guðsgeldingur eins og Berti í Skarði ætti erfitt með að finna göt. Og þarmeð héldu allir að þessu máli væri lokið, aö svo miklu leyti sem slíkum málum lýkur nokkru sinni, enda hafa menn þar í sveit deilt árum saman um minni mál en eignarrétt á fallþungu haust- lambi. Venjulega spara bændur deiluefni sín að sumri en reyna að gernýta þau á vetrum þegar meira er um frí- stundir og hægt að reka deilumál af viðeigandi myndarskap. En í þann mund sem réttarballið var aö hefjast kom Kobbi aö máli viö Berta í Skarði og var mikið niðri fyrir. Það mörk- uöum við af því, aö hann afþakkaði koníakið, sem Berti bauð honum, og þá þótti okkur gefið að Kobbi myndi ekki mikið dansa á þessu réttarballi. Kobbi hóf mál sitt á því að spyrja Berta hvort hann ætti ekki pantaðan tímahjáaugnlækni? Ekkivarþaðnú svo, enda sagðist Berti halda sjón- inni furöuvel enn, þó hann væri orðinn fertugur. — Og ekki sástu nú gatið, góði, og þó skein sólin í gegn um það, sagði Kobbi. — Fáöu þér nú koníak, Kobbi minn, og hættu þessu hjali um gimbrina, það var ekkert gat í eyranu, sagði Berti og otaöi fleygnum að granna sínum. En Kobbi vildi ekki koníak og sagði að þetta væri alvarlegt mál. — Þú hefur þá fyllt i gatiö, sagði hann, eöa þá aö Gústigerðiþað! — Eg fyllti ekki í neitt gat, sagði Gústi, sem kom að í þessu, og þáði koníakssopa hjá Berta. — Eg hef í of mörg horn að líta á réttardaginn til þess að standa í slíku, enda er það ekki hægt. Kobbi tókst allur á loft og hristist við svarið og sagðist vona að Gústi Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason heföi tíma til að líta á hrútshomin tvö sem hann (Kobbi) ætlaði að taia við hann (Gústa) með innan tíðar. — Eg hef ekki áhyggjur af hornunum þínum, bætti Kobbi við og sneri sér aö Berta, þau fara þér vel. Þetta var í annað sinn á réttardaginn sem Kobbi vék að samlífi Berta og hans ektakvinnu, og nú frammi fyrir fjölda manns, svo ekki varð komist hjá slagsmálum. Dansleikurinn var hafinn og nokkur fjöldi kominn á gólfið enda söng hljómsveitin af innlifun um Karma kamelljón og unga fólkið tók undir nema nokkrir sem drukku fast og skiptu litum er þeir nálguðust algleymiö. Það var samdóma álit nokkurra gildustu bænda í sveitinni að undir slíkum kringumstæðum væri ekki hægt aö útkljá þessa deilu á viðeigandi hátt og því var ákveðið að málsaðiiar hittus'c undir austur- vegg samkomuhússins eftir kortér og héldu þar áfram. Engum datt þó í hug að ná í gimbrina mórauðu, þó málið kæmi henni óneitanlega við. Berti hélt þegar fram á klósett með aðstoðarmönnum sínum og tyllti sér þar í einum klefanum, en hafði dyrnar upp á gátt meðan hann hlustaöi á ráðleggingar vina sinna, sem allir voru þaulvanir þess konar skoöanaskiptum sem fram áttu aö fara undir austurveggnum innan tíðar. Kobbi settist hinsvegar i and- dyrinu, með sínum meöhjálpurum, sem einnig voru vanir þrætumenn, og saman lögöu þeir á ráðin um rök og gagnrök, varnaraöferðir og sóknaráætlanir, meöan Kobbi mýkti raddböndin meö sótthreinsandi vökva. Og svo rann hin stóra stund upp og deiluaðilar stóðu undir austurveggnum á hinni afmörkuðu stund og hjá þeim stóðu vinir þeirra og voru báðir hópar mjög jafnstórir. Það var ekki þörf á neinum for- mála fyrir kappræðunum enda leik- reglur báðum aðilum vel kunnar og öllum viðstöddum. Þeir hófu þegar í stað deilumar að nýju þar sem frá var horfið og sóttu og vörðust á víxl, af þeirri fimi, sem þeir einir ráða yfir, sem búa aö mikilli þjálfun og .reynslu. Kobbi virtist í upphafi eiga heldur á brattann að sækja því Berti hóf þegar í stað stórsókn, með frum- legu samblandi af rökum, dylgjum og handahreyfingum til áherslu, sem Gústi þekkti ekki, aö því er virtist. En Kobbi var fljótur aö finna vöm við sóknarbrögðum Berta og kom öðm hvora við snögga bletti sem Berti lét óvarða í sóknarákafa sín- um. Þegar fyrstu lotu lauk og þrætu- menn sátu sinn hópur við hvort horn hússins og þáðu ráðleggingar og aðhlynningu aðstoöarmanna sinna, kom hlutlausum áhorfendum saman um það, að eftir fyrstu lotu væru þeir jafnir að stigum. — En aldurinn á eftir að segja til sín hjá Berta, sagði einn og nikkaöi ábúðar- fullur. — Þessu gæti lokið strax í næstu lotu, því hann Kobbi er svo assgotikvikk. Þegar önnur lota hófst var ekki að sjá að Berti væri farinn aö þreytast. Það gekk á ýmsu, eins og í fyrstu lot- unni, en þó höfðu orðið þau hlut- verkaskipti að Berti var lagstur í vöm og virtist reiða sig á snöggar gagnárásir, meðan Kobbi geröist atkvæðameiri og sótti fast að . andstæöingnum. En svo teygði Berti sig of langt í gagnsókn og um leið og Kobbi bar af sér vinstrihandar- áherslu, með fimlegri bolbeygju, kontraði hann með vinstrihandar-. áherslu uppáviö, sem kallast á fag- máli „uppercut”, og Berti hneig niður, rökþrota. Ahorfendur töldu upp að tíu, fyrst hægt, og síöan hægar, því menn vildu lengja skemmtunina, en þó Berti reyndi að standa upp þegar komið var í átta tókst það ekki, og var þessum skoöanaskiptum því lokið með sigri Kobba. Niöurstaðan skipti þá mórauðu engu máli, henni var slátrað skömmu síðar og fengust fyrir hana myndarlegar útflutningsbætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.