Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 39
*o<>r TtClO#, r rrH^í rm* atr» t \rrr DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984. 39 gagnrýnenda, hljómplötusamningur viö stórt útgáfufyrirtæki og síöast en ekki síst: vinsælt lag sem fór hátt á breska listann. Þaö heitir Breaking Point og þið hafið örugglega heyrt þaö á annarri hvorri rásinni. Þetta er ævintýriö um hljómsveit- ina sem skyndilega sló í gegn. Ævin- týriö sem alla hljómsveitarmeölimi dreymir um. Vönduð og metnaðar- full tónlist dugar ekki alltaf, en hvaö Bourgie Bourgie áhrærir hefur hún skipt sköpum og hljómsveitin undir- býr nú sína fyrstu breiðskífu. Henn- ar er beöið meö nokkurri óþreyju. Nafn hljómsveitarinnar er fengiö úr lagi sem Gladys Knight & the Pops fluttu fyrir sex árum og féll vel í kramiö hjá Skotunum ungu. Skyndi- leg frægö þeirra og hrós gagnrýn- enda er ekki síst tilkomin vegna myndbandsins sem hljómsveitin geröi viö lagið sitt: Breaking Point. (Viö höfum ekki séö þaö í Skonrokki ennþá.) Um tíma leit út fyrir að strákamir í Bourgie Bourgie myndu klúöra þeim tækifærum sem komu upp í hendumar á þeim. Bein útsending í sjónvarpi forklúöraöist! Þaö byrjaði á því að gitarleikarinn sleit streng og heila eilífð tók aö koma nýjum fyrir. En gítarleikarinn var svo stressaður að þegar hljómsveitin byrjaöi loks aö leika kom upp úr dúrnum að hann haföi gleymt aö tengja gítarinn! En nú er Bourgie Bourgie komin á beinu brautina og viö eigum örugg- lega eftir aö heyra meira um þessa efnilegu hljómsveit. SVik Kershaw er nafn sem viö höf- um heyrt nokkrum sinnum því ungi maöurinn átti fjóröa vinsælasta lagiö um þriggja vikna skeið í Bretlandi á dögunum: Wouldn’t It Be Good. Þar áöur hafði hann vakið athygli á sjálf- um sér meö ööru ágætu lagi: I Won’t Let the Sun Go Down On Me. Og lögin hafa bjargaö honum út úr kreppuhjónabandsins: Sjáiötil: frú- in var orðin leiö á aögerðaleysi bóndans, ungur maöurinn og fíl- SADE R-l-R Við sjáum æ fleiri dæmi þess aö rokkið er að breytast — eina ferðina enn! Fjölbreytnin virðist að sönnu áfram ætla að vera til staðar en þeim tónlistarmönnum fjölgar sem bæta djassáhrifum í rokksjóðinn. Style Counsil er ef til vill gleggsta dæmið; Paul WeUer, fyrrum foringi Jam, býður upp á næstum því ósvikinn djass á fyrstu plötu Style CounsU og þaö er ekkert smástökk frá tónUst Jam! Carmel, Matt Bianco, Taco og margir fleiri eru á sömu nótum, — og augljós djassáhrif er að finna í tón- list tveggja nýliða sem Helgarpoppiö kynnir í dag: Prefab Sprout og Sade. Prefab Sprout er aö dómi skrifara þessara lína eitthvað það kærkomn- asta sem rokkiö hefur alið af sér í háa herrans tíö. Hljómsveitin hefur aöeins gefiö út eina breiöskifu, Swoon, og þrátt fyrir ákaflega mis- jafnar undirtektir gagnrýnenda bresku pressunnar er deginum ljós- ara aö Prefab Sprout hefur vakið gífurlegt umtal. Einn blaöamanna Record Mirror sagöi þaö sína skoðun aö síöan Elvis Costello gaf út Imperial Bedroom hafi ekki komið út betri plata. Raunar er tónlist Prefab Sprout stundum líkt viö verk CosteU- os og eins hefur hljómsveitin iðulega veriö borin saman viö Steely Dan og AztecCamera. Þar meö hafa lesendur einhverja hugmynd um tónhst þessarar ungu hljómsveitar en því er við aö bæta aö tónUstin er ekki meðtekin viö fyrstu hlustun. Menn þurfa aö kynnast lögunum, hlusta á þau nokkrum sinn- um og eftir það veröur ekki aftur snúiö! Vonandi veröur platan á boö- stólum hér fljótlega. Prefab Sprout er í raun hljómsveit eins manns: Paddy McAloon. Hann ætlaði að veröa prestur eöa bóka- safnsfræðingur en varö tónUstar- maöur. Lærifeöur hans kenndu hon- um á gítar og þrettán ára var hann ákveðinn í því aö verða lagasmiður. Uppáhaldstónskáldin eru Strav- insky, Ravel og Debussy, en af yngri tónskáldum (ætti maöur frekar að segja núlifandi) er Roddy Frame í Aztec Camera í mestu uppáhaldi. Eins og sést á þessu er McAloon frek- ar gáfulegt ungmenni, dálítið bók- menntalega sinnaö eins og sést á textum hans og til dæmis er lagið „Don’t Sing” vísun í skáldsögu Graham Greene, Mátturinn og dýrö- in, þar sem segir af vandræðum drykkfellds klerks. Meö Paddy McAloon í hljómsveitinni eru bróöir hans, Martin, og bakraddarsöng- kona, Wendy Smith. Trymbill Aztec Camera, Dave Ruffy, ber húðirnar. Orugglega meira um Prefab Sprout seinna. öade er ekki bara sæt, hún hefur líka fína rödd og lag sem er farið aö heyrast ansi mikiö: Your Love Is King. Sade (nafniö er boriö fram Sharday) er fædd í Nígeríu, faöir hennar af ætt og kynstofni þeirra manna þar suöur frá sem éta skreiðarmaurinn sér til yndis og ánægjuauka, móöir hennar bresk og þær mæðgurnar fluttust heim tU Bretlands þegar sú stutta var þrevetur. Meö Sade hefur rokkiö loks eignast sína prímadonnu segja rokk- tímaritin og keppast viö aö birta myndir af feguröinni og yndis- þokkanum. Sjálf hefur Sade Utlar áhyggjur af því þótt aölaöandi útUt veröi henni til framdráttar svo fremi tónlistin njóti góös af því. Aðeins tvö ár eru Uðin frá því Sade hóf aö sinna tónlistargyðjunni að ein- hverju gagni. Aöur haföi hún verið í tískubransanum og aðeins sungiö fyrir sjálfa sig og baðvatnið. Raunar finnst mörgum þaö makalaust aö svo fín söngkona hafi ekki sungiö opin- berlega nema í tvö ár. En sumsé fyr- ir tveimur árum gekk Sade til liðs við hljómsveit aö nafni Pride, gáfu- mannahljómsveit sem einhverra hluta vegna var einlægt í þann veg- NIK KERSHAW inn aö slá í gegn en hitti aldrei í mark. Og eftir því sem tíminn leiö og ekkert gerðist með Pride æfði Sade á laun meö nokkrum Uðsmönnum Pride og brúkaöi hljómsveitarnafn- ið: Sade. Þaö samstarf gekk ljóm- andi vel og Pride varö brátt úr sög- unni. Meö Sade hefur djassinn eign- ast fuUtrúa i rokkinu sem ugglaust á eftir að láta enn meira að sér kveöa. Hljómsveitin hefur nýlega sent frá sér fyrstu breiöskífuna, sem heitir eins og lagiö vinsæla: Your Love Is King. I hljómsveitinni eru auk Sade Stuart Matthewman, saxófónleikari og samstarfsmaöur stúlkunnar í lagasmiöum, Paul Denman bassa- leikari og Andrew Hale hljóm- borðsleikari. Uourgie Bourgie er sveitin sem viö nefnum næst til sögunnar. Þetta eru fimm ungir drengir, skoskir strákar sem á skemmri tíma en ári hafa gengiö í gegnum tímabiUö frá því aö vera gersamlega óþekktir upp í þokkalega frægö á landsvisu. Fyrir tæpu ári héldu Bourgie Bourgie hljómleika fyrir örfáa áheyrendur, þegar verst lét voru aöeins átta hræöur í húsinu. Núna: lofruUur PREFAB SPROUT BOURGIE BOURGIE K hraustur, dormandi í bælinu fram eftir degi, ellegar gónandi eitthvaö út í loftið. Þaö vUja koma brestir í slík hjónabönd og Nik og Sheri voru í þann veginn aö slíta samvistum. En Sheri eggjaöi hann lögeggjan og stappaöi í hann stálinu, Nik fékk lánaö lítið hljóöver, tók upp nokkur lög og bankaði síðan upp á hjá hljóm- plötuútgefendum einum af öörum. Og dæmiö gekk upp, hjónabandinu var borgiö.. . og þau áttu böm og buru, grófu rætur og muru. Nú er tæpt ár Uöiö og Nik búinn aö koma ár sinni vel fyrir borð. Tvö vin- sæl lög og fyrsta breiöskífan, Human Racing, komst inn á topp tíu. Þá bættist unga manninum önnur skrautfjöður í hattinn þegar Eric Clapton fór ákaflega lofsveröum orð- um um tónlist hans og sýndi áhuga sinn aö fá eitt laganna að láni á eigin plötu. Honum þykir hóUð gott eins og öðrum og frægðin hefur komiö dáUtið flatt upp á hann, æpandi stelpna- skari og starandi augu hvert sem hann fer. Og Nik Kershaw fer aðal- lega tU Ipswich, þar sem hann býr og hefur aUð manninn lengi. Ibúar Ipswich eru lukkulegir meö Nik enda UtU lukka meö knattspyrnufélag bæjarinssem stendur. Flestar hugmyndir aö lögum fær Nik á leiðinni heim, raulandi undir stýri og meöal annars af þeirri ástæöu sér hann ekki ástæðu tU aö flytja frá Ipswich til Lundúna. Næsta lag hans á smáskífu veröur senni- lega Dancing Days og miöað viö fyrri sýnishorn ætti þaö að falla í góöan jaröveg. Ekki meira um nýliöa að sinni. -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.