Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 23
Textl: Stgurður I*ór Salvarsson og Sigurður Valgeirsson Myndir: Gunnar V. Andrésson og Einar Ólason Stefán Benediktsson alþinglsmadur: ..Elkki hæj^t að kenna fðlki með boði og bönnum” Tillaga sú sem fyrir Alþingi liggur um aö fram fari almenn atkvæða- greiðsla hvort framleiða eigi og selja áfengt öl á Islandi er fyrst og fremst tillaga um aö þjóöin taki afstöðu til þess hvert stefna beri í áfengismálum. Afstaða þingmanna til þessarar til- lögu er ekki vitnisburöur um afstööu þeirra til áfengis, heldur sýnir hún fyrst og fremst afstöðu þeirra til ein- staklingsfrelsis og hver réttur þjóðar- innar er til stefnumótunar í alvar- legum málum. Stefnuskrár íslenskra stjórnmála- flokka eru loöin og þvæld fyrirbæri og enginn stjómmálaflokkur hefur neina yfirlýsta stefnu í áfengismálum. Þaö er sannfæring mín að þjóðaratkvæða- greiðslu ætti að beita í miklu fleiri málum en gert er í dag. Sjálfum finnst mér bjór óttalegt glundur. En ef menn vilja sötra þetta fremur en sterka drykki þá sé ég ekki að það sé í mínum verkahring sem alþingismanns og löggjafa að ákveða fyrir fólk. Þaö er ekki hægt að kenna fólki meö boði og bönnum. Hér á landi hefur starfað svo- kölluð bindindishreyfing í áratugi og fengið Utlu áorkaö, enda leggur hún höfuðáherslu á boö og bönn. Fyrir nokkrum árum risu hins vegar upp nútímaleg fjöldasamtök sem lögðu höfuðáherslu á fræðslu- og leiðbein- ingarstarf. Arangurinn lét ekki á sér standa. Þessi samtök hafa lyft grettis- taki. Reynslan sýnir að bannstefna er ekki aðeins óréttlát heldur er árangur hennar nánast enginn í samanburði við fræöslustefnu. Vegna hlutverks míns sem löggjafa á Alþingi vU ég líka fá úr því skorið hvort sú stefna stjómvalda, að banna hið meinlausasta en leyfa hið skaðleg- asta í þessum efnum, nýtur almenns stuðnings þjóðarinnar. Stefán Benediktsson. inu var vísað til annarrar umræðu í neöri deild með 19:13 atkvæöum og til allsher jamefndar með 17:8 atkvæðum. Nefndarálit kom ekki og frumvarpið ekki tekið meir á dagskrá. riðja frumvarpið, sem miðaði að breytingum á áfengislöggjöfinni, kom fram á Alþingi árið 1960. Flutnings- maður að þessu sinni var Pétur Sigurðsson. Tilgangur frumvarpsins var að koma á samræmi í áfengislög- i gjöfinni, en auk þess er vísað til þess |að bann á áfengu öli sé móðgun við menningarþroska og frelsiskennd ! íslenskra þegna. Frumvarpið gerði ráð fyrir að mesti styrkleiki áfengs öls Imætti vera 3,5% af vinanda að rúm- jmáli. Frumvarpinu var vísað til ann- iarrar umræðu í neðri deild með 25:6 atkvæðum og til allsherjarnefndar. Nefndarálit kom ekki og frumvarpiö ekki tekið á dagskrá framar. 1965 kom enn fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum. Flutningsmenn voru þeir Pétur Sig- urðsson, Björn Pálsson og Matthías Bjarnason. Tilgangur frumvarpsins var sá sami og frumvarpsins frá 1960, en gert varð ráð fyrir að mesti stvrk- leiki ölsins mætti vera 4,5% af vínanda að rúmmáli. Frumvarpiö var fellt við þriðju umræðu í neöri deild meö 23 atkvæðum gegn 16. I viðbót við þessi bjórfrumvörp komu fram breytingatillögur við af- greiðslu áfengislaga árin 1954,1966 og 1967 og 1977. Allar þessar tillögur voru felldar eða svæfðar í nefiidum. Þá var felld þingsályktunartillaga um þjóöar- atkvæði um bjórinn sem fram kom á þingi 1969. Þá var hvað mjóst á munun- um, 18 voru á móti, 17 með. Og nú liggur semsagt fyrir Alþingi samskonar þingsályktunartillaga sem búið er að vísa til allsherjamefndar. Hvað um hana verður er því ekki ljóst sem stendur. Þess má svo geta að nýtt bjórfrum- varp var lagt fram á Alþingi í gær og er það í svipuðum dúr og fyrri frum- vörp. Flutningsmenn eru þeir Jón Magnússon og Jón Baldvin Hannibals- son og gera þeir ráð fyrir í frumvarpi sínu að verði þaö að lögum taki þau gildi 1. janúar næstkomandi. M argar tilraunir hafa menn gert til að höggva skörð í bjórbannmúrinn. I kringum árið 1971 var farið að flytja efni til léttvíns- og ölgerðar til lands- ins í kjölfar þess að sala á gleri var gefin frjáls. Menn voru áminntir á pakkningum um að ef sykurmagn í brugginu færi yfir ákveðið magn þá væra þeir aö brjóta landslög. Fæstir tóku mark á þessari athugasemd og talsvert var bruggað í heimahúsum. Þessi bylgja reis, að sögn Guttorms Einarssonar eiganda Amunnar í Reykjavik, hæst árið 1974 þegar fyrir Alþingi lá frumvarp um algjört bann á innflutningi og sölu á ölgerðarefnum. Um þetta leyti var áfengi einnig nokk- uð hátt í verði, miðaö við kaupgetu almennings. Þegar sýnt þótti að fram- varpið myndi stoppa í þinginu var sem almenningur teldi heimabruggið ekki spennandi lengur og umsetningin í sölu þessara efna hrapaöi niður i um þaö bil 15 prósent af því sem hún haföi verið áður. Salan hefur aldrei náð sér á strik eftir þetta. Þó hefur orðið einhver örvun í bjórefnissölu upp á síðkastið vegna þeirrar umræðu sem veriö hefur umbjór. önnur nýleg breyting í íslensku þjóðlífi, sem vegur að bjórbanni, var reglugerðarbreyting sem gerð var í febrúar 1980 sem heimilar almennum ferðamönnum aö taka meö sér 12 bjóra. þegar þeir koma inn í landiö. Nokkru áöur hafði Davíð Scheving Thorsteinsson látið reyna á þetta meö því að taka með sér öl í tollaf- greiðsluna á Keflavíkurflugvelli og verið sviptur ölinu. Það atvik er þekkt undir nafninu „þegar Davíö keypti ölið”. Nýjustu fregnir af þeim málum eru aö nú er leyfilegt að kaupa sterkan íslenskan bjór frá Sanitas og Agli Skallagrímssyni í Fríhöfninni og bera hann með sér inn í landiö. riðja atlagan og yngsta gegn bjórbanni er svo sala bjórlíkis á íslenskum vínveitingastöðum og í framhaldi af því íslenskar krár með . bjórlíki. Margt bendir til að upphaf sölu bjór- líkisins hafi veriö á veitingahúsinu Oðali fyrir nokkrum árum. I nóvembermánuði síðastliðnum var svo fyrsta kráin, Gaukur á Stöng, opnuð en þar er leitast viö að vekja upp krá: - stemmningu með styrktum miði. Pubbinn Hlóðir var nýlega opnaður og sá þriðji verður opnaður innan skamms. Enska ölstofan á Hótel Sögu hefur bjórlíki á boöstólum og einnig veitingastaðirnir Zorba, Hótel Borg, Hornið og Gullni haninn svo að ein- hverjir séu nefndir. Sums staðar er aö vísu bara hægt að panta styrkingu út í pilsner en þeir staðir sem metnað leggja í mjöð sinn selja hann tilbúinn afþrýstikútum. Aut frá því að skoðanakannanir komust í tísku meðal þjóöarinnar hafa verið gerðar nokkrar slíkar kannanir um afstöðu almennings til bjórsins. Fyrstu skoðanakannanirnar vora gerðar 1977 af Hagvangi fyrir dag- blaöið Vísi og hin af Dagblaöinu. Báðar sýndu svipaðar niöurstöður, milli 65 og 70 prósent aðspurðra voru andvígir sterkmn bjór hér á landi. Rúmlega sex árum síöar, eða haustið 1983, kom í ljós í skoðana- könnun Hagvangs að dæmið hafði alveg snúist við, 63,5 prósent aðspurðra voru fylgjandi sölu á sterkum bjór hér á landi. Niðurstöður skoðanakönnunar DV í mars síðastliðnum um afstöðu kjós- enda til þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn staðfesti svo enn betur þessi sinnaskipti þjóðarinnar. Fylgjandi þjóðaratkvæöi reyndust 80,8 prósent en 19,2 prósent á móti. Blaöiö bar síöan þessar niðurstöður saman við skoðana-- könnun um fylgi flokkanna og kom þá í ljós að stuðningsmenn sterks bjórs höfðu mikinn meirihluta í öllum stjórn- málaflokkum, hvergi undir 67 prósent- um. Það má því gera því skóna að sala og bruggun á sterkum bjór yrði leyfð í þ jóöaratkvæðagreiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.