Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR7. APR1L1984. Bjórfrumvarpið: Engin ástæða til að bíða — segir annar f lutningsmanna Bjónnáliö er nú komið enn eina ferðina inn á Alþingi eins og kom fram í DV í gær. Þá var lagt fram frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir aö verði þaö samþykkt veröi ríkis- stjórninni heimiit að leyfa bruggun öls sem hefur inni að halda meira en 2,25 prósent af vínanda að rúmmáli samkvæmt nánari ákvæðum. Einnig yrði hömlum á innflutningi á áfengu öli aflétt. Flutningsmenn þessa frumvarps eru þeir Jón Magnússon (D) og Jón Baldvin Hannibalsson (A). Alþingi hefur nú einnig til meöferðar þingsályktunartillögu þess efnis aö þjóðaratkvæöagreiðsla fari fram um hvort leyfa skuli áfengt öl hérlendis. Aö sögn Jóns Magnússonar, annars flutningsmanna bjór- frumvarpsins, er frumvarpinu aUs ekki stefnt á neinn hátt gegn þings- ályktunartillögunni. Hins vegar sjái hann enga ástæðu til' að bíöa með bjórinn jafnlengi og þingsályktunar- tUlagan geri ráöfyrir. Þar er lagt til að hugsanleg þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram viö næstu alþingis- eða bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar og ef rikisstjórnin situr út kjörtímabUið gefst því fyrst tækifæri við bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar eftir tvö ár. Þá á Alþingi eftir að taka málið til meöferöar, setja lög og ákveöa aöra þá skipan mála sem þaö telur þurfa. Þannig getur málið tafist í ein þrjú til fj ögur ár enn, eða tU 1987 eða 1988. I greinargerð með frumvarpinu er rakin stuttlega saga áfengs öls á Islandi og getiö þeirra frumvarpa og þingsályktunartUlagna sem komið hafa framá Alþingigegnumárin. Bent er á aö landiö sé langt því frá Bjór eða ekki bjór. Um fátt hafa menn deilt meira og lengur a ísianai. að vera öllaust þrátt fyrir bann. Farmenn, flugUðar og ferðamenn megi taka með sér ákveðiö magn af áfengu ÖU við komu til landsins. Og þá megi fullyröa að verulegu magni af öli sé smyglað inn í landið. Ennfremur sé nú selt á aUmörgum veitingastöðum í landinu öUíki þar sem sterku áfengi sé blandað saman við það öl sem leyft sé á markaðnum, þannig að styrkleiki drykkjarins verði svipaður því sem gerist um áfengt öl í nágrannalöndum okkar. Flutningsmennirnir gera ráð fyrir að ákveðinn tími verði að líða frá því að bruggun og sala áfengs öls er samþykkt af Alþingi þangað tU lögin taka gUdi. Þetta sé nauðsynlegt tU að tryggja innlendum framleiðendum svigrúm til að undirbúa framleiðslu áfengs öls. I frumvarpinu er miðaö við að þessi undirbúningstími vari tU næstu áramóta og aö lögin öölist þá gildi. Hugsanlegt sé að framlengja þennan frest eitthvað fram eftir ár- inul985. Einnig kemur fram í frumvarpinu aö kanna þurfi hvort áfengt öl, fram- leitt innanlands, verði einungis á markaðnum til að byrja meö og inn- flutningur erlends öls hefjist ekki fyrr en aö loknum eðlilegum aðlögunartíma íslensku ölgeröar- fyrirtækjanna. SþS Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas: Aðlögunartími er sanngjarn Mér líst mjög vel á þetta frumvarp og ég er hress meö að það skuli vera lagt fram ákveðiö frumvarp í þessa átt og vonandi verður það ekki saltað eins og fyrri bjórfrumvörp,” segir Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, um bjórfrumvarpið sem lagt var •framáAlþingiígær. Um þann hluta málsins sem að honum snýr, framleiðslu á öli, segir hann að Sanitas þurfi í raun og veru engan aðlögunartíma til framleiöslu á áfengu öli. „Viö erum nýbyrjaðir framleiöslu á sterkum bjór sem viö seljum í fríhöfnina, skipin og fleiri staði,” segir Ragnar. Hann telur að Sanitas geti annaö um einum þriðja af markaðnum hér- lendis, sem hann giskar á aö verði milli 12 og 15 milljónir lítra af öli á ári verði sala leyfð. „Annars finnst mér sanngjarnt að við fáum aölögunartíma til að ná fót- festu á markaðnum eins og annar innlendur iðnvamingur hefur fengið. Við erum jú aö byrja og þurfum aö þreifa okkur áfram en það þurfa þessir erleniiiu framleiöendur ekki. Með aölögunartíma gæfist okkur færi á aö berjast viö hina á markaön- um í staö þess að þeir flæddu yfir okkur ef innflutningur yrði leyfður strax,” segir Ragnar Birgisson. -SþS Halldór Kristjánsson f rá Kirkjubóli: Afengt öl veröur einungis viöbót „Mér finnst það mun lánlegra að fara þessa leiöina og iáta þingið taka afstöðu til bjórsins í stað þjóðar- innar,” segir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, einn af helstu bar- áttumönnum bindindishreyfingar- innar hér á landi um áratuga skeið, er DV spyr hann álits á nýfram- komnu bjórfrumvarpi. ,,Eg get ekki séð að það sé hægt að láta þjóðaratkvæði koma í stað áfengislöggjafar. Það þarf að spyrja um svo margt annað en bara hvort leyfa eigi áfengt öl eöa ekki,” segir Halldór. Um hugsanlega bruggun og sölu á áfengu öli hérlendis segir Halldór að þar sem hafi verið reynt aö laga áfengismál með áfengu öli hafi það sýnt sig að það hafi einungis orðið viöbót. Hann bendir á að Danir hafi beitt veröstýringu í 70 ár til aö fá fólk til aö drekka áfengt öl í staö brenni- víns. Og það hafi vissulega tekist hjá þeim, þar sé minna drukkið af brennivíni á mann en hér á Islandi. En afleiðingamar séu líka þær að lifrarsjúkdómar séu þriöja algeng- asta dánarorsökin þar í landi og áfengisvandamálið gífurlegt. ' Um framgang bjórfrumvarpsins, sem lagt var fram í gær, vildi Halldór ekki spá en giskaði á aö stuðningsmönnum bjórsins hefði eitthvað fjölgað á síðustu ámm í þinginu. „Hins vegar tel ég vafasamt aö frumvarp sem kemur svo seint fram fái þinglega afgreiðslu fyrir þing- lok,” segir Halidór Kristjánsson.-SþS AcTMsíon Fyrir ATARI 2600 fermingargjöf AÐEINS SMÁ- SÝNISHORN AF OKKAR MIKLA ÚRVALI. VIDE0SP0RT ER OPIÐ ALLA DAGA KL. 13-23. Einkaumboð á íslandi, BERGVÍK, sími86470. IDEO-LEIKIR frá V1DEO Miðbæ, Háaleitisbraut, sími 33460. Eddufelli 4, Breiðholti, sími 71366. Ægisíðu 123, sími 12760.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.