Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Page 35
bRpf.Tiyq/i æqxTnAnnTT/Mtq vn DV. FIMMTUDAGUR 26. APRIL1984. 35 Unnið við lagningu bundins siitiags. Við hönnun vega eru tölvur orðnar ómissandi. Tölvudeild Vegagerðarínnar með nýjung: Ætlar ab taka upp tölvunet — við það færast allir útreikningar nær verkunum sjálf um Miklar nýjungar eru í tölvumálum Vegageröar ríkisins. Aöalnýjungin er sú aö allar umdæmisskrifstofurnar úti á landi veröa tölvuvæddar og tengdar Reykjavík meö tölvuneti. Við þetta færast verkefni, svo sem ýmsir út- reikningar, nær verkunum sjálf um. A allar umdæmisskrifstofumar hafa veriðkeyptar PDP 11 (Digital) tölvur. Vegagerðin ætlar aö tengja þessar tölvur móöurtölvunni (Wax 11 750) í Reykjavík með því að taka á leigu fast- arsímalínur. Aö sögn Guöna Kristjánssonar hjá Vegagerðinni hefur þaö sýnt sig aö tölvur eru orönar ómissandi þáttur í hönnun og byggingu vega. „Þaö væri til dæmis nánast útilokaö aö leggja bundið slitlag upp á 150 kíló- metra á ári nema meö þvi aö hafa tölvur viö útreikningana,” sagði Guðni. „Reynslan á hinum Noröur- löndunum sýnir okkur líka að byggingarkostnaöur vega lækkar um 15 prósent við það að nota tölvur viö hönnunþeirra.” Guöni sagöi ennfremur aö alllengi heföu upplýsingar um alla vegi hér á land verið skráöar. Þetta væri meðal annars um ástand veganna, slysstaöi og umferð og hægt væri aö láta tölvuna leita uppi verstu slysstaöina. Þess má geta að þaö var áriö 1977 sem Vegagerð ríkisins keypti sína fyrstu tölvu. Og sú fyrsta var frá Digi- tal, tegundin PDP11. -JGH. MÆTA MEÐ SÍNAR EIGIN HEIMILIS- TÖLVUR í SKÓLANN — slíkt eru nokkrir nemendur Háskóla íslands farnir að gera Nokkrir nemenda Háskóla Islands eru farnir að mæta með sínar eigin heimilistölvur í skólann og nota þær þar við úrvinnslu verkefna. Aö sögn háskólamanna heföi þetta þótt nánast útilokað fy rir svo sem tíu árum. Ástæðan fyrir þessari notkun heimilistölvanna í háskólanum er sú aö oft er þröngt á þingi viö skjái (út- stöövar) tölvunnar í Reiknistofnun há- skólans sem nemendurnir hafa aðgang aö. Meö þvi aö tengja heimilistölvurnar viö tölvuna í Reiknistofnuninni geta þeir notað þau forrit sem hún hefur að geyma og þannig unnið verkefni sín. Enn mun þó aðeins vera hægt að tengja heimilistölvurnar i húsnæöi Reiknistofnunar. Meö almennri notkun tölvuneta í framtíöinni geta nemendur veriö heima hjá sér og tengt þar heimilistölvur sinar viö tölvuna í háskólanum. Hvenær þetta verður er ekki gott aö segja. Búist er þó viö aö þaö veröi örugglegainnannæstutíuára. -JGH. Nokkrir af nemendum Háskóla islands eru nú farnir að mæta með sinar eigin heimilistölvur i skólann. í framtiðinni verða nemendur væntanlega heima hjá sér og tengja heimilistölvurnar við tölvu haskólans með aðstoð tölvunets. Linda lækkar kostnaðinn — nýjungar í tölvudeild Eimskips . Nýtt farmskrárkerfi, Linda, var tekiö í notkun hjá Eimskipafélagi Is- lands um áramótin. Kerfiö er tölvu- vætt og tengist meöal annars sérstöku gámaeftirlitskerfi sem áöur haföi verið tekiö í notkun. Með samtengingu kerfanna lækkar kostnaöur við gáma- flutninga Eimskips til muna. Linda (Liner information network for data administration) var búiö aö vera tvö ár í hönnun er það var tekið í notkun. Gámaeftirlitskerfið var búiö aö vera í notkun allt síöasta ár. — En hvað fæst meö þessum kerfum? Gylfi Hauksson, deildarstjóri tölvudeildar Eimskips: „Meö þessum kerf um er hægt aö vita nákvæmlega hvaöa vörur eru í hverjum gámi. Viö getum til dæmis spurt tölvuna í hvaöa gámi vörur ákveðins manns eru, hvar viö finnum sendinguna hans.” Gylfi sagði ennfremur aö allar hreyfingar gámanna væru skráðar. Þegar þeir væru lestaðir, þegar þeir kæmu í erlenda höfn, þegar umboðs- menn erlendis tækju viö þeim. „Héma heima er svo skráð þegar viökomandi gámur kemur til landsins, hvar hann er á Sundahafnarsvæðinu, hvort hann er tómur eða fullur og þá er líka skráð ef hann er sendur út í bæ og þáhvert.” „Meö þessum kerfum eykst nýting gámanna til muna og við þaö lækkar kostnaöurinn,” sagöiGylfi. -JGH. / tölvudeild Eimskips hefur mikil vinna verið lögð i að koma upp gámaeftiríitskerfi og farmskrár- kerfi ILindal. Árangurinn hefur nú sóð dagsins Ijós og þess er vænst að gámaflutningarnir verði kostnaðarminni. Tölvur: Umsjón: Jón G. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.