Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984. Sérálit f ramsóknarmanna f sprungnu sjóðanef ndinni: VIUA NÝJA MENN í NÝJA SJÓÐANEFND — en berjast fyrir líf i Framkvæmdastof nunar Framsóknarmennimir þrír í nefnd stjórnarflokkanna tu endurskoöunar á lögum Framkvæmdastofnunar ríkisins og f járfestingarsjóöakerfinu hafa nú skilaö sinu séráliti. Þar segja þeir alls ekki fullkannaö, hvort ná megi víðtækara sam- komulagi um málin og stinga upp á því að skipuð veröi ný nefnd meö nýj- ummönnum. Þeir seg ja í séráliti sínu, aö á loka- fundi nefndarinnar 26. apríl hafi s jálfstæöismennirnir þrír komiö meö í séráliti „ýmsar hugmyndir, sem hafi annaðhvort alls ekki eöa aðeins mjög lauslega veriö ne&idar áður”. I sameiginlega áliti nefndarínnar og sérálitum fulltrúa hvors stjómar- flokks, birtast nokkuö ámóta viöhorf til hlutverks og reksturs byggðasjóðs eöa byggöastofnunar, sem verði sjálfstætt apparat meö sjö manna þingkjörinni stjóm og einum for- stjóra, sem ekki sé með annan fótinn á Alþingi. Hins vegar hefur flokkana greint á um hvemig ákveða skuli ráöstöfunarfé sjóðsins. Sjálfstæöis- menn vilja að Alþingi ákveöi þaö ár- lega í samræmi við heildarmarkmið fjárlaga og lánsfjáráætlunar. Fram- sóknarmenn vilja lögbinda lágmark. Um Framkvæmdastofnun og framkvæmdasjóð eru flokkamir al- deilis ekki sammála. Sjálfstæöis- menn vilja leggja stofnunina niður og sjóöinn vilja þeir færa inn í f jár- málaráöuneytiö, þó undir stjóm þríggja þingkjörinna manna. Fram- sóknarmenn vilja halda í bæði stofri- unina og sjóöinn og segja „fráleita þá hugmynd aö flytja (umsjón fram- kvæmdasjóðs). . . undir umsjá póli- tísks ráöherra”. Framsóknarmenn eru þó til viðræöu um aö flytja áætlunardeild Framkvæindastofnunar undir Þjóðhagsstofnun, eða innanhúss við Rauðarárstíginn. Fulltrúar beggja flokka era sam- mála um aö markmið fjárfestingar- lánasjóöa veröi „fyrst og fremst aö arösemi fjárfestingar sé gætt”. Einnig um sameiningu nokkurra sjóða og að bankastjórar sitji ekki i sjóöastjórnum. Sjálfstæðismenn vilja ganga mun lengra og gera aðal- hlutverk sjóðanna aö endurkaupa lán bankakerfisins eöa annarra og taka að sér tryggingar á lánum. I séráliti framsóknarmanna segj- ast þeir nú ,,fylgjandi meiri sam- rana þessara sjóöa en samkomulag varö um”. Þar viröast sjálfstæðis- menn því hafa staöiö í veginum. Sjóðanefridin hélt 18 formlega fundi. Alit sjálfstæðismanna er „vonbrigði meö þann litla árangur sem náöst hefur”. Framsóknarmenn segjast þá fyrst hafa séð sumar hug- myndir sjálfstæöismanna, þegar lokafundurínn var haldinn. Og telja aðekkiséfullreynt. -HERB NIU SJÓDIR FJÓRA — erþað sem sjóðanef ndin varð sammála um Samkomulag varð í sjóðanefnd stjórnarflokkanna um tillögu sem felur í sér að hróflað verði við níu opinberum fjárfestingar- lánasjóðum og verði fjórir þá eft- ir. í fyrsta lagi verði sameinaðir Stofnlánadeild landbúnaðarins, framleiönisjóður landbúnaðarins og fiskiræktarsjóður. í öðru lagi fiskveiðasjóður is- lands og fiskimálasjóður. i þriðja lagi iðnlánasjóður og iðnrekstr- arsjóður. Og í fjórða lagi verði ferða- máiasjóður og landflutningasjóð- ur sameinaðir framkvæmdasjóði ríkisins sem sérstakar deildir. HERB Fyrirliggjandi í birgðastöð Suðufíttines Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615 J—*L Beygjur Té Stærðir: 1” - 10” SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440-B.S.1387 oOO°00° ° O OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Ugitu 12- 18 Datsun Chwry QL 1963, hvftur, s|átfsk., út- varp + sugydband, söUÚQa o. fl., •kkm 23.000 km. Vwð 390.000,- km,* sjálfskiptur, tvsér Varðkr. 230.000,- iMdóagangar o. fl. Wagoneer 1979, vtnrauður, ekinn 52.000 milur, sjálfsk., 8 cyl., rafstýri, quatratrac, út- varp, s&gulband. BUI I toppstandi. Vorð kr. 420.000,-Skipti. Nýbakaður Islandsmeistari f sveita- keppni, Jón Hjaltason, ásamt makker, Guðmundi Sveinssyni, að leik i tví- menningnum. DV-mynd Loftur. Undanúrslitum Íslandsmótsinsí tvímenningi lokið: Stærsta brídge- mótá íslandi Lokið er undanúrslitum í Islands- mótinu í tvímenningi í bridge 1984 en þetta var jafiiframt stærsta bridgemót sem haldiö hefur verið á Islandi, alls mættu 96 pör til leiks eða 192 manns á HótelEsju. I efsta sæti í úrslitunum urðu þeir Rúnar Magnússon og Stefán Pálsson með 787 stig en næstir urðu Guöbrandur Sigurbergsson og Asgeir Asbjömsson og í 3. sæti Aöalsteinn Jör- gensen og Oli Már Guðmundsson. AIls komust 24 pör í úrslitakeppnina sem haldin veröur dagana 26.-27. maí nk. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.