Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. 4 Neytendur Neytendur Neytendur Framleiðsluráð: ENGIN FYRIR- MÆUFYLGDU SKÝRSLUNNI FRÁ HAGVANGI Mönnum hefur orðið tíðrætt um athugun á vinnslu- og dreifingarkostn- aði mjólkurvara sem fram fór áriö 1981 að beíðni forsætisráðuneytisins. Athugun þessi var framkvæmd af Hag- vangi hf. sem skilaði skýrslu um málið í nóvember 1981. Frá helstu niður- stöðum að athugun þessari lokinni hefur verið greint hér á neytendasíð- unni. Þar var meðal anuars bent á að verulegt átak til endurskipulagningar á framleiðslu bænda, vinnslu mjólkur- búa og dreifingu mjólkurvara þyrfti að gera, jafnframt að nýju verð- myndunarkerfi, sem byggði á reynslu- tölum mjólkurvinnslunnar, þyrfti að koma á því núverandi verðmyndunar- kerfi væri gallað. Var talið þar eðlilegt að mjólkur- iönaðurinn fengi nægan tíma til þess að koma á endurskipulagningu og ekkert ætti að vera því til fyrirstööu að grund- völlur að nýju verðmyndunarkerfi lægi fyrir í ársbyrjun 1984, þegar árs- reikningar 1983 lægju fyrir. Athugasemdir ,,A grundvelli þeirra ábendinga sem fram koma í skýrslunni hefur Framieiðsluráö landbúnaðarins fengiö Hagvang hf. til að gera ýmsar athuganir og haldnir hafa verið fundir með mjólkursamlögum og framleiðendum til að koma af stað umræðu um þau atriði sem bent hefur verið á að laga þurfi,” segir í athuga- semdinni. Þar er og greint frá aö athuganir hafi verið gerðar á rekstri og fram- leiðslu mjólkursamlaganna noröan- lands vorið og sumariö 1982 og síðan aftur sumarið 1983. Fjallað hefur verið um jöfnun mjólkurframleiðslunnar eftir árstímum á fundum með fulltrú- um mjólkursamlaganna og búnaðar- sambandanna. Og Tæknifélag mjólkuriðnaöarins hefur fjallaö um skýrslu Hagvangs hf. I kjölfar þessarar umræðu var út- borgunarhlutfall mjólkur til fram- leiðenda endurskoðað, svo og endur- greiðslur kjarnfóðurgjalds, en meö þessum aðgerðum er reynt að hvetja bændur til aö jafna mjólkurfram- leiöslu frá sumarmánuöum yfir á vetrarmánuðina. IMýr, samræmdur bókhaldslykill Unnið hefur veriö að gerð nýs, ræmds bókhaldslykils sem er forsenda þess að hægt sé aö flokka og bera saman vinnslu og dreifingarkostnað mjólkurafurða. Náðst hefur samstaða milli mjólkursamlaganna um bókhaldslykilinn og eru uppgjör flestra samlaga fyrir árið 1983 samkvæmt þessu nýja uppgjörsformi. I athuga- semd Framleiösluráðs segir einnig að gerð hafi verið sérstök athugun á ýmsum uppgjörsforsendum, svo sem vegna afskrifta, áhrifum verð- breytingarfærslna og áhrifum mismunandi uppgjörsforma til fram- leiöenda. Einnig að gerð hafi veriö athugun á framleiðslukostnaði osta í fjórum samlögum á grundvelli ýmissa vinnutímamælinga og kostnaðarskrán- inga sem gerðar hafa verið. Að síöustu er þess getið að áfram verði unnið að þessum málum því rekstrarvandi mjólkursamlaganna úti á landsbyggöinni sé mikill og útlit fyrir að rekstrarafkoma ársins 1983 veröi sérstaklega erfið. -ÞG HUSEIGANDINN OG ALKALÍSKEMMDIR Húseigandinn er nýtt blað sem Hús- eigendaféiag Reykjavíkur hefur gefið út. Húseigandinn er gefinn út í 20 þúsund eintökum og verður timaritinu dreift tilallra húseigenda iReykjavík og nágrenni. I blaðinu er fjallað um ýmis hagsmunamál húseigenda, til dæmis tryggingar, skatta og lög- fræðileg vandamál. Pétur Blöndal, formaður Húseig- endafélagsins, skrifar grein um kostnaö við að eiga húsnæði. Sigurður Helgi Guðjónsson, lögfræöingur félagsins, skrifar um galla í fasteigna- kaupum og spjallaö er við Davíð Oddsson borgarstjóra og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra um ýmis málefni húseigenda. Efni blaðsins höfðar sjálfsagt til flestra húseigenda. Meöal efnis blaðsins er grein eftir Hákon Olafsson yfir- verkfræöing hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, um stöðvun alkalískemmda, en þær skemmdir þekkja víst margir því einn mesti vandi, sem nú um stundir steðjar að íslenskum húseigendum, er án efa fólginn í alkalískemmdum og öörum steypuskemmdum í steinhúsum. Hafa fjölmargir húseigendur leitað til Hús- eigendafélags Reykjavíkur að undan- förnu meö fyrirspurnir og ábendingar varðandislík mál. Borgarafundur Opinber umræða hefur veriö furðu lítil um þessi mál miðað við hversu vándinn er stór og hagsmunirnir miklir sem í húfi eru. En einmitt þess vegna hefur Húseigendafélagið á- kveðið að efna til almenns borgara- fundar um þessi mál þar sem þau verða reifuö f rá sem flestum hliðum af sérfræðingum og stjórnmálamönnum. Meðal frummælenda verða áður- nefndur Hákon Olafsson, Hrafn Braga- son borgardómari og Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaöur. A fundin- um veröa pallborðsumræður sem Ögmundur Jónasson fréttamaður mun stjóma. Borgarfundurinn verður haldinn að Hótel Borg laugardaginn 12. maí og hefst klukkan fjórtán. Fundurinn er öllum opinn. -ÞG. isíáfktrsmag ;:;v?inn cyciamat ■ -;sr éíu-fsrnag. Inniheldur ekki sýklamat eða sakkarín — nýttsætefni Það eru 18 ár síðan CANDEREL var uppgötvað. Síðan hafa farið fram á því einhverjar hinar umfangs- mestu rannsóknir sem þekkjast í heiminum í dag. Canderel var kjörið „nýjung ársins” í Bandaríkjunum árið 1981. Og hvað er þetta canderel. Það er sætefni sem inniheldur hvorki sýkla- mat né sakkarín. I því er sætefni sem heitir aspartam og er samsett af tveim þekktum amínósýrum, fenylalanin og asparginsýru, en þær eru grunnefni í öllum eggjahvítu- efnum (prótínum). Með því aö tengja þær saman á sérstakan hátt myndast sætefni sem bragðast nán- asteinsogsykur. Amínósýrurnar sem eru í cander- el finnast í mörgum af þeim fæðutegundum sem viö neytum dag- lega, til dæmis kjöti, brauði, eggjum, mjólk, ávöxtum og grænmeti. Þetta efni er notað nú þegar í sykurlausa drykki í nágrannalöndum okkar, til dæmisCocoCola. Þetta nýja sætefni fitar að sjálf- sögðu ekki og það er franjleitt bæði í töflum og lausu. Um þessar mundir er canderel væntanlegt á markaðinn hér á landi en búast má viö að það verði nokkuð dýrt. Magn sem jafngildir rúmlega 700 grömmum af strásykri kemur líklega til með að kosta á milli 90 og 100 krónur út úr búð. Eitt kíló af strásykri kostar um 15 krónur í verslunum. -ÞG. Umsjón: Þórunn Gestsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.