Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. 37 Dæmalaus 'Veröld Dæmalaus V’eröld Dæmalaus Veröld Ekki er vitað hvaða getnaðar- vörn þessi bandaríska kona notar. Aftur á móti er hún að mála sig um augun. Getnaðarvarnir —vinsældalisti: Óf rjósemi í fyrsta sæti Rúmlcga 33 milljónir banda- riskra kvenna stunda getnaðar- varnir í einni cöa annarri mynd. Athyglisvert er að 34,8% þeirra telja ófrjósemi öruggustu leiðina til að forðast þungun og gangast því undir læknisaðgerð í því skyni cða láta eiginmcnn sína gera það. Ofrjósemi er því í fyrsta sæti vinsældaiistans / getnaðarvarnir. Annars lítur listinn þannig út: 29,9% treysta á pilluna, 13,4% á smokkinn og 6,9% á lykkjuna. Afgangurinn dreifist á margs konar aðrar varnir og varúöar- ráðstafanir sem of langt mál yrði upp að telja. Þó má geta þess að 0,4% láta sér nægja að fara í sturtu eftir samfarir. Lappi igóðu yfir/æti í Suðursveitinni áður en offitan varð honum um megn. Lucy átti bróður sem hét Lappi og... HANN DÓ AF VÖLDUM OFFITU „Ég man vel eftir þegar við fórum að ná í hann Lappa út á Smyrlabjörg sem er næsti bær hér \ ið,” sagði Eyþór Ragnarsson á SkálafeUi í Suðursveit er DæVe sló á þráðinn. „Þá voru þau systkinin nýgotnir hvolpar, við tókum Lappa með okkur hcim en Lucy fór í bæinn. Ef ég man rétt var þriðja systkinið í körfunni en hvað varð um það veit ég ekki.” Að sögn Eyþórs var Lappi skemmtUegasti hundur og alls óvitlaus en því miður urðu örlög hans heldur dapurleg. A unga aldri tolldi hann vart við á bænum vegna „útstáelsis” og var þá gripið til þess ráðs að vana hann. „Það tókst ágætlega en í stað þess að vera að eltast við tíkur hér um allar sveitir hóf hann að safna á sig spiki og varð svo feitur undir lokin að hann gat vart gengið,” sagði Eyþór. „Það end- aði því með því að honum var fargað á fimmtaári.” En það er huggun harmi gegn að Lucy systir hans varð frægasti hundur íheimi. Breskur huglæknir í miðbæ Reykjavíkur Reykvíkingum og öðruni lands- mönnum gefst nú kostur á að kynuast huglækningum og beitingu þeirra. Ger- ist það á tveim helgarnámskeiðum sem breski huglæknirinn Agar Nares heldur um næstu helgi og þarnæstu. Agar Nares á aö baki hefðbundiö nám í sállækningum auk þess sem hún hefur um 6 ára skeiö unnið með að- feröir kennara síns, Robert Moore, sem á undanförnum árum hefur vakið athygli langtút fyrirstrendurEnglands fyrir kenningar sínar um orkulækn- ingar. Þær felast í því að kenna fóki að beita hugarorku við lækningar á sjálfu sér jafnt sem öðrum. Fyrir þá sem áhuga hafa á helgar- námskeiðum þessum dugir ekki að senda hugskeyti heldur leita nánari upplýsinga í síma 13877 eftir klukkan Breskur huglæknir dvelst um þessar mundir í Reykjavik. Þessi mynd er fram undir miðnætti. aftur á móti tekin i miðborg Lundúna. .jtui- HEIMSLJÓS Panda-bimir í æðiskasti Aðframkomnir af hungri hafa pandabimir í Mið-Kina sótt bændur beim, brotist inn í hús þeirra og hirt ailt ætilegt. Hefur vart staðið steinn yfir steini cftir hcimsókniraar. Kyn- skiptingur Robert Sylvester, fyrrum for- scti bæjarstjórnarinnar í St. Paul í Bandaríkjunum, hefur gengist undir aðgerð sem breytti honum úr karlmanni í kvcnmann. „Eg vissi ckki að þetta yrði svona crfitt. Maður verður að læra að fara á saleraið, ganga á þokka- fullan hátt og ótal margt annað sem mig óraði ekki fyrir,” sagði bcjarstjórnarforsetinn fyrrver- audi sem nú hcitir Susan Kimber- ley. Eldflauga- banar Atta friðarsinnar í Flórida brutust inn i vopnaverksmiðjur þær sem framleiða Pershing-2 cldflaugaraar og cyðilögðu bæði verkfæri og nokkrar cldflaugar. Helitu þeir blóði yfir flaugarnar og máluðu vígorð á veggi þar sem þess var krafist að fé yrði frekar varið til framleiðslu land- búnaðartóla cn hcrgagna. Ný mynt íNígeríu Nigeriumcnn ætla að skipta um gjaldmiðil. Vonast yfirvöld til að með þvi móti veri hægt að hafa hendur á stórfúlgum sem svartamarkaðsbraskarar liggja á. Hver borgari fær 2 vikur tii aö skipta fé sínu yfir í nýja mynt og getur hver og einn ekki skipt meiru en 210 þúsund krónum án þcss að skýra það frekar. Dauður ■ / ■ r njosnari i kvenklæðum Einn af virtustu starfsmönn- um leynilegu bresku rannsóknar- stofnunarinnar sem m.a. fæst við hernaðarleyndarmál fannst látinn fyrir nokkru — klæddur kvenmannsfötum. Hami hét doktor Paul Dean, 49 ára, kvænt- ur og tveggja barna faðir. Þrátt fyrir margvisleg öryggispróf, scm starfsmcnn stofnunarinnar cru látnir gagnast undir, hafði enginn doktor Paul grunaðan um að vera kynvillingur. * UÉmáÉUáMillÉliÉÉH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.