Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Qupperneq 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Mikið er skrifað um sleppibúnaði þessa dagana. Þetta er Sigmundsgálginn. Sleppibúnaðarmálið: Hvaða búnað- ur er bestur? Bragi Sigurðsson skrifar: Eftir lestur á mörgum greinum í Morgunblaðinu og nú síöast viðtal í HP get ég ekki lengur á mér setið að upplýsa alþjóð um þá vanþekkingu sem kemur fram í þessum greinum og viðtölum. Hér er um að ræða greinar eftir Áma Johnsen, alþingismann Sjálf- stæðisflokksins, þar sem hann er aö reyna að niðurlægja Vélsmiðju 01. 01- sens í Njarðvík vegna sleppibúnaðar sem vélsmiðjan framleiðir. Eg skil ekki í þeim Olsenfeðgum að vera ekki löngu búnir að svara þeirri lýgi sem fram hefur komiö í þeim greinum sem Árni Johnsen hefur veriö aöskrifa í Morgunblaöiö síða stiiöið ár. Mörgum sjómanninum er líklega enn í fersku minni fundurinn í Grinda- vík þar sem hver greinin af annarri var rekin ofan í Ama Johnsen og sumir yfirgáfu fundinn í mótmælaskyni vegna þess aö þessir menn ætluðu að ræða öryggismál sjómanna en ekki vera viðstaddir áróðursfund fyrir ein- um búnaöi fyrir björgunarbáta, Sig- mundsbúnaðinum. Eg held að Árni Johnsen ætti að kynna sér Olsenbúnaðinn áður en hann fer aö skrifa áróðursgreinar um hann. Ámi Johnsen hefur ekki svo mikið sem stigið fæti inn í vélsmiðju 01. Olsens í N jarðvík til þess að kynna sér hvað þar fer fram í málum sem varða öryggi sjómanna. Því get ég ekki skilið hvem- ig hann veit að Sigmundsbúnaðurínn er besti búnaðurinn. Eg get t.d. upplýst Árna Johnsen um aö gormamir sem notaöir em í 01- senbúnaöinn em ekki af neinni sér- stakrí árgerð eins og hann sagöi i sjón- varpinu. Eg get líka upplýst Ama Johnsen um það að þótt tveir gormar sem soðnir eru saman og settir í hólk og spenntir í botn brotni í sundur missa þeir engan kraft. Það skiptir engu máli hvort það em þrír stuttir gormar í áróðurspennanum þínum, eða einn langur, hann virkar jafnvel. Búnaöurínn, sem Arni Johnsen er í forsvari fyrir, er með einn mjög stóran galla sem alltaf hefur gleymst að minnast á. Hann er með belg sem er ekki leyfður af Siglingamálastofnun ríkisins og þarf því að skipta um belg í öllum búnuðunum fyrir 1. október. Þetta ætti ekki að vera neitt launung- armál eins og Ámi Johnsen komst að orði í umræðuþætti í sjónvarpinu. En af einhverjum orsökum eða viljandi Bóndi skrifar: Eg átti leið um Oræfasveit í síöasta mánuði og komst ekki hjá því aö taka eftir öllum vegaskemmdunum sem vom á þjóðveginum vegna skyndilegra og óvæntra vatnavaxta. Var vegurinn í sundur á a.m.k. þremur stöðum og svo alvarlega aö annaðhvort þurfti að bíða eftir viðgerð minntist Ami Johnsen ekkert á þetta alvarlega mál. Mig langar einnig til að vita hvort sjóslysanefnd ætlar aö veita öðrum smiðjum fjárstyrk eins og Vélsmiðj- unni Þór í Vestmannaeyjum, vegna þróunar á sleppibúnuðum, og ætlar sjóslysanefnd að borga nýja belgi í Sig- mundsbúnaðinn? Hvers vegna var Ami Johnsen feng- inn í umræðuþátt um öryggismál sjó- manna í sjónvarpinu? Af hverju var ekki fenginn maöur með tæknilega þekkingu á þessum hlutum? Það er alveg óhæft að hafa mann í slíkum þætti sem einblínir á einn hlut og vill ekki vita af neinum öðrum. Það er kominn timi til að menn meö tæknilega þekkingu á öryggismálum sjómanna láti í sér heyra í stað þess að láta Árna Johnsen skrifa um það sem hann hefur ekki vit á... eða að krækja langt niður fyrir veginn. Ástæðan fyrir því að vegurinn haföi rofnaö var sú aö holræsin voru of lítil og ekki tilbúin til að taka á móti því mikla vatni sem þama streymdi. Og ekki var nú mikill myndarskapur á viðgeröunum heldur, bara mokað ofan í aftur og veit ég til þess að vegurinn fór strax aftur eftir viðgerð. VEGASKEMMDIR f ÖRÆFASVEIT HVERERAMOTI ÍSLANDSFERÐUM! Kristján Jóhannesson, Hraunbæ 192, skrifar: Eg er einn úr hópi þúsunda ánægðra farþega sem notið hafa sólar og unað- ar Suðurlanda í Utsýnarferöum. Þess vegna finn ég mig knúinn til að stinga niður penna til aö mótmæla því að blað yðar, DV, virðist vera orðinn sérstakur vettvangur fyrir aðdróttanir eða árás- ir á Ingólf Guöbrandsson, forstjóra Ut- sýnar, þann mann sem mestan þátt á, að öðmm ólöstuðum, í þvi að kynna Is- lendingum heiminn og verið hefur brautryöjandi í ódýrum utanlandsferð- um í nærri þrjá tugi ára. I vetur birti blaö yðar á áberandi hátt ómaklegar dylgjur eftir Björn Lárusson um skoðanakönnun Utsýnar á ferðaáhuga Islendinga sem var þó lofsvert framtak í þágu neytenda. I fréttaauka útvarpsins nýlega var skýrt frá síauknum straumi farþega frá allri Evrópu til sólarlandanna við Miðjarðarhaf sem bendir til þess að niðurstöður úr könnun Utsýnar séu í fullu samræmi við ferðaþróunina al- mennt. Hinn 25. þ.m. skrifar einhver Guð- mundur Gisiason mótmæli við inngang aö ferðablaði Utsýnar þar sem Ingólf- ur er ávíttur fyrir að benda á að lítil sól sé á Islandi! Nær væri aö leita til Veð- urstofunnar til aö afsanna orð Ingólfs séu þau ekki á rökum reist. Þó er hægt að spara sér það ómak, svo rækilega eru landsmenn minntir á sannleik þessara orða hans í flestum landshlut- um. Blaöiö birtir svo mynd frá Þing- völlum til aö undirstrika veðursældina á Islandi. Fólk kann engu síður að meta Island og það sem íslenskt er þótt það kynnist öðrum löndum. „Heimskt er heimaaliö barn,” segir máltækið. Eg hef einhvers staðar séð haft eftir Ingólfi á opinberum vettvangi að hann sé mikill náttúruunnandi og dvelji oft á Þingvöllum. Eg og kunnmgjar mínir höfum ekkert fundið í nefndu ferða- blaöi Utsýnar sem varpi rýrð á landið eöa feröir innanlands. Hvers vegna er alltaf verið að kasta steinum að þeim sem skara fram úr? Á öfundin sér eng- intakmörk? — IÚtboð — utanhússmálun « Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í útimálun nokkurra húsa. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. maí kl. 11. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. SKATTSKRÁ REYKJAVÍKUR FYRIR ÁRIÐ1983. Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskattsskrár fyrir árið 1983 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur 8. maí til 22. maí 1984, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—16 alla virka daga nema laugardaga. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast þótt álögð gjöld séu birt meö þessum hætti. SKATTSTJÓRINN IREYKJAVÍK Gestur Steinþórsson 19 DAGA FERÐ UM SVÍÞJÓÐ OG FINNLAND FYRIR AÐEINS 16.800 KR. Nokkur sæti eru laus i ferð á vegum norrænu deildarinnar í Grindavik 14. júli til 2. ágúst í sumar. Innifalið i verði: flugferðir, flugvallarskattur, akstur, hótel með morgunmat og fararstjórn. Upplýsingar i sima 92-8183 og 92-8496 Grindavík. NORRÆNA DEILDIN GRINDAVÍK. með polyurethane einangrun. | ÁL- OG | STÁLHURÐIR | Standard eða I I I Verðhugmynd: I Hurð, 3x3 m, " frá kr. 20.600, komplett með | öllum ■ járnum. Stuttur afgreiðslufrestur. Lausar stöður Ráðgert er að veita á árinu 1984 eftirfarandi rannsóknastöður til 1—3 ára við Raunvísindastofnun Háskólans: a) 1 stöðu sérfræðings við jarðfræðistofu. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa að aldursákvörðun á bergi. Fastráðning kemur til greina í þessa stöðu. b) 2 stöður sérfræðinga við reiknifræðistofu. Starfssvið reiknifræðistofu er einkum í aðgerðagreiningu, tölfræði, tölulegri greiningu og tölvunarfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækj- endur skulu hafa lokiö meistaraprófi eða tilsvarandi háskóla- námi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildar- ráðs verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar Raun- vísindastofnunar og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 27. maí nk. Æskilegt er, aö umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðu- neytisins. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 27. apríl 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.