Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI1984. STORSVEITARJASSI Jassleikarar á Akureyri sáu um að slá botninn í Sæluviku Skagfirðinga í ár. Henni lauk sunnudaginn 8. apríl með því að fríður flokkur kom úr höfuðstaö Norðlendinga með hljóðfæri sín og spilaði í Félagsheimilinu Bif- röst. Stórhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri var aðaltrompið en á stundum klofnaði hún í smærri einingar, dixielandhljómsveit, quint- ett, trió eða annað. I stórsveitinni voru 19 hljóðfæraleikarar og stjórnandi til viðbótar, Edvard J. Frekdriksen heitir hann. Það er ekki á hverjum degi sem jassistar á Akureyri fara svona ferðir út fyrir bæjarmörkin. Stórsveitin er heldur ekki gömul, allt er þetta í upp- byggingu með auknum umsvifum jass- deildarinnar við Tónlistarskólann. En reynslan átti eftir að sýna að svona heimsóknir eru vel þegnar. Áhuga- menn um jass er að finna um allt land og þá þyrstir í að fá þessa draumatón- list sína beint í æö við húsvegginn hjá sér. Stórsveitarmenn lögðu upp frá must- eri sínu, Tónlistarskólanum, á slaginu kl. 16.00 á snotru bilrúgbrauöi. Til marks um að þessum mönnum er ýmislegt til lista lagt má geta þess að bílstjórinn í ferðinni umbreyttist þegar að tónleikunum kom í trommuleikara1 bandsins. Já, þama eru menn sem vinna hjá Slippstöðinni, Pósti og síma, og á hinum og þessum stöðum öörum. Kennari einn sat þögull mestan hluta ferðarinnar vestur og fór yfir próf nemenda sinna. Ur honum varð píanó- Jassgeggjunin á Króknum reiffólk upp úr sætunum, það klappaði, blistraði og hrópaði afánægju. JASSDEILDIN ER MEÐ STÓRSVEIT SEM HORNSTEIN Stórsveit Tónlistarskólans á Akur- eyri var sett á laggirnar í febrúar 1983 og starfaði þá út vorönnina. Vegna manneklu lá starfsemin niðri á haust- önninni en aftur var farið af stað í byrjun vorannar 1984. Æft hefur verið reglulega einu sinni í viku. Hljómsveit- in er skipuð áhugafólki utan úr bæ, nemendum, lúðrasveitarmönnum og kennurum. I fyrrahaust fór af stað sérstök jass- deild við Tónlistarskólann og hefur stórhljómsveitin verið nokkurs konar homsteinn hennar. Deildin er ennþá ‘undir blásaradeildinni en áhugi er fyrir að gera hana að sérstakri deild innan skólans næsta haust. Einn kennari hefur veriö með þá kennslu sem sérstaklega tengist jassinum, Ed- vard J. Fredriksen. Hann hefúr jafn- framt stjómað stórsveitinni. Hljóðfæraleik sækja nemendur í aðrar deildirskólans. Edvard sagði í samtali við DV að áhugi fyrir jassinum væri mikill. Það sæist best á því að ekkert mál heföi verið aö koma saman stórsveit núna. „Við biðjum líka endilega fólk sem hefur áhuga fyrir jassi og er eitthvað að dútla viö hann að hafa samband viö skólann. Eg er að vona að sveitin haldi áfram af fullum krafti i haust og þá langar okkur til aö fara eitthvað um nágrenniö áður en tekur að snjóa. ” Þó stórsveitir séu nokkrar til hér á landi er ekki um auðugan garð að gresja í íslenskum útsetningum fyrir þær. Edvard sagöist halda að engin slík væri til og það kæmi sér mjög illa. Nóg væri af erlendum útsetningum sem reynt væri að velja úr eftir f jár- hagslegri getu. Þær væru mjög dýrar í innkaupi en þrátt fyrir það yrði strikinuhaldiö. Akureyringum hefur ekki oft gefist kostur á að heyra í þessari mögnuöu stórsveit enda er ferill hennar ekki mjög langur ennþá. Þeir Sauöárkróks- búar sem komu í Bifröst til aö fylla sig jasshunangi í lok sæluviku vita allt um stuðið hjá stórsveitinni og smáhljómsveitunum innan hennar. Þetta sama lið verður með hátíð fyrir jassgeggjara í Leikhúsinu 9. maí klukkan 20.30. Þar verður meira en tveggja tíma dagskrá sem félagarnir í sveitinni standa fyrir og þeir fá til sín sem gest hinn óþreytandi jassnagla Ingimar Eydal. Nú safnast jass- geggjarar bæjarins í Leikhúsið en blessaður veri sá dagur þegar litlir veitingastaöir rísa með afdrepi úti í homi fyrir jassleikara sem þyrstir í að fá útrás í list sinni. Hver vill ríða á vaðið með slikan stað á Akureyri? Finnur Eydai lætur ekki deigan síga i jassinum. í stórsveitinni blæs hann tónana úr bassasaxinum sinum. Texti og myndir: Jón Baldvin Halldórsson p? í Fuiitrúi Slippstöðvarinnar og for- maður Jassklúbbs Akureyrar, Eirikur Rósberg, tekursóló. ■ > Ebbi stjórnandi kallar kvartettinn, píanó, gitar, bassa og trommur „kompuna"istórsveitinni. Þetta er iir útlenskunni „accompaniment". Kompan hefurþað hlutverk að drifa allt áfram, er eiginlega drifið í hljómsveitinni. Hér eru þrir þeirra, Grímur Sigurðsson á bassa, Birgir Karlsson gitar og Kristján Guð- mundsson á pianó. •*----------------«C Stórsveitarmenn eru á öllum aldri næstum því. Hérna eru fjórir i ham, Eiríkur Rósberg og Sævar Vigfús- son á trompetta og Sigurður Ingólfsson og Guðlaugur Baldursson á básúnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.