Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984.
13
BOTNINN VANTAR
Hannes H. Gissurarson sagnfræöing-
ur hefir látið mikið að sér kveða hér í
„kjallaranum” á undanförnum
mánuðum. Eg held ég hafi lesið flestar
greina hans, og þegar ég tók til á skrif-
borðinu mínu um páskana, komu
nokkrar þeirra upp í hendurnar á mér
aftur, og ég gluggaði í skrifin. Hannes
kemur víða við, stundar m.a. eins-
konar pólitíska sálgreiningu ýmissa
góðra sjálfstæðismanna, — plúsar og
mínusar á báðar hendur eftir verðleik-
um, jafnan laus við persónulegan
skæting en hneigist nokkuð til per-
sónudýrkunar. En grunntónninn er
ófrávíkjanlega hinn sami: boðskapur
„frjálshyggju” og „markaðshyggju”,
sprottinn úr erlendum jarðvegi, heim-
færður upp á nokkra útvalda Islend-
inga.
Hugmyndafræðingur
Sjálfstæðisflokksins?
Það má Hannes eiga, að hann er
aldrei leiðinlegur, og þaö má líka virða
honum það til lofs umfram aðra, sem
eru á sömu línunni, að hann kemur
jafnan til dyranna eins og hann er
klæddur, þorir og nennir að setja fram
skoðanir, sem hann væntanlega veit að
falla í afar misjafnan jarðveg, svo ekki
sé meira sagt, í hans eigin flokki, hvað
þá hjá pólitískum andstæðingum, sem
auðvitað sjá sér leik á borði að útnefna
hann „hugmyndafræðing” Sjálfstæðis-
flokksins. — Hreint ekki svo vitlaust
áróðursbragðl.
Eg held nefnilega, að Hannes, með
túlkun sinni á „frjálshyggju”, sé á
góðri leið með að koma óorði á Sjálf-
stæðisflokkinn. Eða eru sjálfstæðis-
menn yfirleitt hrifnir af þessum harð-
jaxla-töffarastíl, sem á víst að ganga í
augun á fólki en á, að ég tel, hreint ekki
samleið með þeim viðhorfum frjáls-
lyndis og víðsýni, manndóms og
mannúðar, sem gert hafa Sjálfstæðis-
flokkinn að breiðum fjöldaflokki,
flokki allra stétta. Það er í sjálfu sér
hart fyrir sjálfstæöismann að þurfa að
snúast gegn svo jákvæðu hugtaki og
frjálshyggju, vegna þess að hinir hörð-
ustu talsmenn hennar kunna sér ekki
hóf í einstrengingslegri boðun hennar,
sem iðulega stangast á við raunveru-
leika margbreytilegs mannlifs í mann-
legu samfélagi.
Skýrir línurnar
Vel má líta svo á, að „frjálshyggj-
an” sé eðlilegt andsvar í íslenzkri póli-
tik við uppivöðslusemi vinstrisinna á
undanfömum áratug. Mótmæli gegn
síaukinni afskiptasemi og yfirgangi
ríkisvaldsins, sem heftir heilbrigt
framtak einstaklingsins og drepur í
dróma atvinnulíf þjóðarinnar. Það var
tími til kominn að spyrna hér við fótum
og í þessu tilliti var ágætt að fá H.H.G.
og sveit hans fram á sviðið — til aö
skýra linumar í íslenzkum stjórnmál-
um. Um leið erum við alvarlega minnt
á, hvíhk hætta stafar af pólitískum
öfgastefnum sem hingað tii hafa ekki
átt upp á pallborðið hjá sjálfstæðis-
mönnum, hvað gerist, þegar stjóm-
mál era hugsuð eftir línum ákveðins
ósveigjanlegs lögmáls og framkvæmd
eftir föstum bóklærðum formúlum án
tillits til aðstæöna. Mætti í þvi sam-
bandi vitna til frægra ummæla franska
hugsuöarins Pascals: „Þaðsem er rétt
öðrum megin Pýreneafjalla er rangt
hinum megin.”
Þögnin sama og samþykki?
Þegar kemur að skilgreiningu H.H.G
á hugtakinu „frelsi”, lítur einna helzt
út fyrir, að hann ætlist alls ekki til þess
að vera tekinn alvarlega. Þess vegna
tekur því kannski varla að rökræða
hana. Hugsanlega er þaö ein skýringin
á því, hve fátt hefir orðið um andsvör
úr röðum sjálfstæðismanna við
skrifum Hannesar eða getur það verið,
að hér tákni þögnin sama og sam-
þykki?
Athafnafrelsi einstaklingsins — at-
vinnufrelsi, tjáningarfrelsi, persónu-
frelsi, — allt greinar á sama meiði,
hefir frá upphafi verið meginkjami
sjálfstæðisstefnunnar. Um það er ekki
deilt né heldur hitt meöal allra sæmi-
lega siðmenntaöra manna, að frelsi án
takmarkana og ábyrgðar leiðir fyrr en
varir til glundroða, — stjómleysis,
harðstjórnar.
Sjálfseign einstaklingsins
H.H.G. mælir með skilyrðislausu
frelsi manna til „allra þeirra viðskipta
sem eru þeim sjálfum aö nauöungar-
lausu og öðrum að kostnaöarlausu”.
Það er sem sagt gott og blessað, að
okrarinn noti sér fjárhagslega og/eöa
persónulega neyð samborgara síns til
að veita honum okurlán og að konur
selji sjálfviljugar blíðu sína. Af því að
til em glæponar, sem selja börn á
svörtum markaði, þá skal opinbert
mansal teljast gott og gilt? — Hví
skyldi ekki mega gera ást og aörar
mannlegar tilfinningar, — jafnvel
ömmu sína, að markaðsvöru eins og
hvað annað í nafni markaðsfrelsins.
Skyldi ekki „hin ósýnilega hönd
markaðarins”, sem einskonar guðleg
forsjón, stjórna þar öllu bezt?
Nei, annars, — það má ekki! segja
Hannes og John sálugi Locke. Amma
mín á sig nefnilega sjálf og enginn
annar samkvæmt formúlunni um
„sjálfseign einstaklingsins, frumhug-
mynd frjálshyggjunnar”. Þess vegna
hef ég engan rétt til að selja hana. —
Einhver kynni að svara: „Eg vil fá að
eiga ömmu mína og, aö amma eigi
mig, hvort sem það stenzt eða ekki
kenningar Lockes og 67. gr. stjómar-
skrárinnar um eignarrétt. Eg og hún
amma mín eigum annan rétt, hinn
siðferðilega og tilfinningalega rétt,
sem engin fræðikenning eða stjórnar-
skrá getur tekið frá okkur. Og okkur
hefir aldrei komið til hugar að selja
hvoraðra”!
Sjálfstæðismönnum
að skapi?
H.H.G. leggur áherzlu á það sem
meginþátt sinnar „siðaskoðunar” aö
„hann geti umboriö eitthvað án þess að
samþykkja það”. Þetta telur hann um
leið eina hinna borgaralegu dyggöa.
Það kemur heim við hugmynd hans um
„frelsi annarra” og „sjálfseign
einstaklingsins”. Þetta þýðir víst, að
þótt við mælum ekki með því að
stundað sé okur, vændi eða eiturlyfja-
sala allt í kringum okkur eigum við aö
láta það afskiptalaust. Okkur kemur
þaö ekki við. Okkur kemur það ekki
við, þótt ofdrykkjumaðurinn í næsta
húsi eyðileggi sjálfan sig í krafti
„sjálfseignar einstaklingsins” og leggi
um leið fjölskyldu og heimili (einn af
homsteinunum) í rúst. Og þetta er lík-
lega allt „öðrum að kostnaðarlausu”!
Er slíkt umburöarlyndi sjálfstæðis-
mönnum að skapi? Er það nokkuð
annað en kaldrifjaö afskiptaleysi,
ómanneskjuleg einangrun, alger
skortur á samfélagslegri ábyrgð?
Líklega finnst Hannesi „samfélags-
ábyrgð” ljótt orð og hættulegt, í ætt við
framsóknarmennsku — eða
sósíalisma.
En hvaö segir kristin kirkja, sem
H.H.G. réttilega telur einn af
hornsteinum okkar borgaralega skipu-
lags („kristilegt siðgæði” fær alltaf
inni í landsfundarsamþykktum Sjálf-
stæðisflokksins): „Notið frelsið til að
þjóna hver öðrum í kærleika,” segir í
helgri bók kristinna manna, þar sem
Kjallarinn
SIGURLAUG
BJARNADÓTTIR
MENNTASKÓLAKENNARI
varað er við „misbrúkun hins kristi-
Iega frelsis.” (Getur hugsast, Hannes,
að Páll postuli hafi líka verið fram-
sóknarmaöur?)
Botninn vantar
Þessar hugleiðingar mínar, tilkomn-
ar meðfram vegna gamallar áráttu að
taka til hjá sér fyrir stórhátíðar, eiga
ekki aö vera persónuleg árás á Hannes
H. Gissurarson, sem ég tel þrátt fyrir
allt samherja minn og kunningja, sem
ég hef gaman af að skeggræða við og
er sammála um margt, t.d. að við
gætum alveg verið án seðlabanka-
báknsins — með höllinni og öllu
saman. Peningamir myndu nægja
fyrir laglegum vegarspotta úti á lands-
byggðinni. Mér finnst einfaldlega, aö
maðurinn fari offari og ég held, að
hann sé kominn langt fram úr
lærimeisturam sínum: Adam Smith,
John Stuart Mill, Jóni Þórlákssyni og
fleiri góðum og gömlum talsmönnum
einstaklingsfrelsis og markaðsfrelsis.
Þori hins vegar ekki að fullyrða neitt í
því efni um samtíðarmenn okkar og
góðvini Hannesar, þá Hayek og Fried-
man. (Hef meö hvorugum þeirra snætt
hádegisverð.) Mér finnst botninn
vanta í frelsi Hannesar, þ.e. hinn
siðferöilega grunn, en án hans verður
frelsið ekki annað en gervifrelsi, eins
konar kjúklingafrelsi eða — enn verra
— skúrkafrelsi.
H.H.G. er feiknaviss í sinni sök og
alldrjúgur meö sig enda pilturinn þræl-
lesinn og vel menntaður í sínum
fræðum. A opinbem minnisblaði
leggur hann lífsreglumar nýkjörnum
formanni Sjálfstæðisflokksins, Þor-
steini Pálssyni, sem vafalaust hefir
kunnað að meta þá hugulsemi enda
ýmislegt af viti á blaðinu — og aldrei
saka holl ráð.
Þess er vænzt...
Og Þorsteinn veit, aö sjálfstæðis-
menn vænta sér mikils af forystu hans.
Þess er vænzt, að hann beri gæfu til að
halda saman sínu liði, auka það og
styrkja undir merkjum kraftmikillar
íslenzkrar sjálfstæðisstefnu —
nauðungarlaust, án hrindinga og
pústra, í anda lýðræðis, frelsis og rétt-
lætis.
Svo hrif in sem ég var af hinni snjöllu
framboðsræöu okkar unga formanns á
landsfundi sl. haust, þá verð ég að
viöurkenna, að mér fannst eins og eitt-
hvert tómahljóð í hástemmdri líkingu
hans um hagvöxtinn, „hina tæru lind á
toppi bergsins” (tilvitnun eftir minni)
sem hið æðsta markmið. Af hverju
tómahljóð?
Af því að maöurinn lifir ekki á brauði
einusaman.
Af því að það er della hjá J.R. í
Dallas: „Therichare alwayshappy.”
Af því að ég set manngildi ofar ær-
gildi. (Hvað sagði Hannes?)
Af því að krafan um meiri og meiri
hagsæld, meiri og meiri velferö, án til-
lits til, hvað landið okkar getur gefiö af
sér, er að leiða okkur út í ógöngur.
Af því að það, sem mest á ríður nú,
er að skapa samstööu og frið um skipt-
ingu þess, sem til skiptanna er.
Og ég vil hugsa mig tvisvar um, áður
en ég set jafnaðarmerki á milli hag-
vaxtar og lífshamingju.
LOGGJOF UM HUGARFAR
Hugmyndir um jafnrétti leiða af
rótum þess verðmætamats sem ríkir í
þjóðfélaginu og við Kvennalistakonur
teljum að það sé fyrst og fremst breyt-
ing á verðmætamati, sem heimurinn
þarfnast, í þá átt m.a. að viðurkenna
lífsgildi og framlag kvenna en ekki að
knýja konur til þess að taka upp lífs-
gildi karla sem sín eigin. Þessi síðar-
nefnda hugsun hefur verið ríkjandi í
jafnréttisbaráttu lengst af, því miður,
og nægir að vitna í alþingissamþykkt
frá 13. júní 1720 um lausamenn, vinnu-
hjú og lausgangara. Þarsegir m.a.:
„Ef kona gerir karlmannsverk meö
slætti, róðri eða á torfristu þá á að
meta verk hennar sem áður segir um
karlmann til slíkra launa.”
I fótspor karla
Þó að þessi viðleitni til að komast í
fótspor karlanna hafi verið virk allar
götur síðan og ýmsar samþykktir um
jafnrétti verið gerðar, hefur ævinlega
gengið illa að framfylgja þeim í reynd.
Það virðist hafa ríkt mikil og furðu-
leg tregða gegn því að konur feti í fót-
spor karla, hvað þá að þær standi jafn-
réttháar við hlið þeirra vegna eigin
verðleika. Allan fyrri hluta þessarar
aldar hafa konur barist fyrir bættum
kjörum sínum og náð fram ýmsum
samþykktum og lagasetningum sem
hafa verið áfangar í mannréttindabar-
áttu þeirra. Og enn erum við að setja
lög, fyrst og fremst vegna þess hve
erfiðlega gengur aö breyta hugarfari
fólks, þannig að lög og samþykktir
verði ekki bara dauður bókstafur en
leiðsaga um lifandi raunveruleika.
Frumvörpin tvö
Það fmmvarp sem gert var af'
endurskoöunamefnd um breytingar á
jafnréttislögunum og flutt er nú á Al-
þingi af Svavari Gestssyni og fimm
öðmm þingmönnum stjómarandstööu
hefur ýmislegt fram að færa til betri
vegar frá gildandi lögum um jafnrétti
karla og kvenna. Má sem dæmi nefna
ákvæði í 1. grein þar sem segir: „Sér-
staklega skal bæta stöðu kvenna.” Að
vísu segir þar ekkert um hvemig þetta
skuli gert. Einnig er kveðið á um
breytta sönnunarbyrði, þannig að
atvinnurekandi eða ákærði á að sanna
að hann hafi ekki brotið gegn lögunum
en ekki brotaþoli. Ennf remur er k veöið
á um skyldur ríkisstjórnar . til að
tryggja málinu framgang þar sem
segir í 24. grein: „Ríkisstjómin skal
gera framkvæmdaáætlun til fimm ára
i senn. Þar skal kveðið á um aðgerðir
sem fyrirhugaðar em til að ná fram
jafnrétti kynjanna í raun.”
Þær breytingar s?m stjórnarflokk-
arnir hafa gert á frumvarpi endur-
skoðunarnefndarinnar, þannig að úr
varð þaö stjómarfrumvarp sem nú
liggur fyrir Alþingi, hafa leitt til þess
að frumvarp þetta er nánast umorðun
á núgildandi lögum og breytir því litlu
til eða frá um ástand þessara mála.
Það sem bitastæðast var í frumvarpi
endurskoðunamefndarinnar og hefði
getaö fært málin til betri vegar hefur
verið fellt niður, numið á brott.
Tennumar hafa verið dregnar úr
þessu frumvarpi og er það nánast bit-
^ „Þaö virðist hafa ríkt mikil og furöuleg
tregða gegn því að konur feti í fótspor
karla, hvað þá að þær standi jafnréttháar við
hlið þeirra vegna eigin verðleika.”
uri
-ingn&tgrwmrwirwwtr nuvirawwmmwmm
mM'* VVU A KTk'*'**'*■*."B.WWJLHí ‘Jt'tíV%.%.
Kjallarinn
GUÐRÚN
AGNARSDÓTTIR,
ÞINGMAÐUR KVENNALISTA
laust. Þarna er einkum um að ræða
bein ákvæöi um að bæta skuli hag
kvenna og breytta sönnunarbyrði.
Refsiákvæði og
hugarfarsbylting
Möguleikar til að beita
refsiákvæðum og viöurlögum vegna
brota á jafnréttislögum hafa verið
rýrðir og þar með verksvið Jafnréttis-
ráðs. Æskilegast væri ef jafnrétti
mætti koma á með jákvæðu hugarfari
og án refsingar. Hér er þó verið að
setja lög til að vemda réttindi og
reynsla sýnir aö lög veröa oft
áhrifalítil ef ekki em nein viðurlög við
broti. Má sem dæmi nefna lög um
notkun bílbelta og refsiákvæði við
þeim. Þar sem refsiákvæði em ekki í
lögum um notkun bílbelta er notkun
þeirra takmörkuð við lítinn hóp
manna, allt of lítinn, undir 30%. Þegar
síðan refsiákvæði eru sett, og tek ég
þar dæmi frá nágrannalöndum okkar,
þá eykst bílbeltanotkun allvemlega
þannig að hún nær allt að 90%. Leið
refsinga er þó varla vænlegasta eða
árangursríkasta aðferðin til að knýja
fram þá hugarfarsbreytingu sem er
nauðsynlegur jarðvegur fyrir jafnrétti
kvenna og karla. Til þess er fræösla
örugglega notadrýgri og varðar miklu
að vel sé að henni staðið. Því þyrfti að
vera mun betri útskýring á fram-
kvæmd slíkrar fræðslu í báðum fmm-
vörpunum.
Þótt jafnréttislög hafi reynst mátt-
lítil hingað til er í engu verið aö gera
hér lítið úr hinni sleitulausu baráttu
sem háð hefur verið fyrir réttindum
kvenna og leitt hefur til þessara laga.
En nú era aðrir tímar og breytt viðhorf
eins og ég hef áður lýst (í grein minni í
DV i síðustu viku( og því tökum við
fulltrúar Kvennalista þá afstöðu til
þessara frumvarpa að við munum
hvergi standa gegn þeim né hindra
framgang þeirra en getum ekki staðiö
að flutningi frumvarps sem stríðir í
grundvallaratriðum gegn hugmyndum
okkar um kvenfrelsi.