Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 35
t»r,pf íaw h fmn^rnn (íthcí vrt DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. LOK SÆLUVIKU leikari á tónleikunum. Feröalagið gekk auðvitað eins og í sögu. Til að ekki gleymdist að enn væri vetur skellti Öxnadalsheiðin á koldimmum renningi á nokkur hundruð metra kafla. Því var svaraö meö því aö hækka í kassettutækinu þar sem var dúndrandi jass með herlegum sólóistarispum. Þegar rennt var í hlaðið við Bifröst var unglingaskarinn á Króknum að koma út frá bíósýningu. Salurinn var eins og allsherjar ruslahaugur bæjar- búa, þaö hafði greinilega verið mikið drukkið af gosi úr pappaglösum og etið með af kexi og ööru líku. Mönnum leist ekki á að fara að blása lúðra, berja trommur og slá strengi innan um þessi ósköp en samt var farið í að stilla upp og prófa hljómburðinn. A meöan gekk stormsveit Skagfirðinga um salinn meö hreinsunaráhöld sín og á undra- verðum hraða breyttist Bifröst úr ruslahaug í fallegan jassklúbb með dúkuð borð og daufa birtu. Klukkan var aö nálgast hálfátta og tónleikamir áttu aö byrja níu. Hópnum öllum var nú stefnt til matarveislu úti í bæ. Gestgjafar voru skólast jórahjónin, Bjöm og Birna, góðir jassgeggjarar bæði tvö. Mönnum féllust með öllu hendur yfir gestrisninni og rnaturinn fékk allar hæstu einkunnir sem til eru. Það vom tvíefldir jassistar sem fóru á tónleikana. Gestimir voru að tínast inn nokkuð fram yfir níu og á endanum var hvert sæti skipaö. Svo virtist sem fólkið hrykki við þegar stórsveitin fór af stað, Sauðárkróksbúar eru líklega ekki vanir svona hljómií Bifröst. En fljót- lega voru allir með á nótunum og hrifust með, jassinn var að verða geggjaður. Og kvöldið allt var ein óslitin jasshátíð með stórsveitina í fararbroddi og fjölbreytnin fékkst ríkulega þegar hún klofnaöi í smærri einingar. Heimamenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Jassáhugi er vaxandi á Króknum og nokkrir af jassgeggjurum þar tróðu upp og stóðu ágætlega fyrir sínu. Jassinn dunaði til rúmlega hálftólf og fagnaðarlæti áheyrenda höfðu magnast stig af stigi. Margir risu upp og hrópuðu af kæti rétt eins og þarna væru stórbítlar frá útlandinu. En ein- hvern tima varö aö hætta og stundin kom. Aftur seinna, sögðu einhverjir og undir það var tekið. 35 Ebbi er hann kallaður en Edvard J. Fredriksen heitir hann og er stjórn andi stórsveitar Tónlistarskólans á Akureyri. FRÁ SVÍÞJÓÐ í AÐ BYGGJA UPP JASS Á AKUREYRI Stjómandi Stórsveitar Tónlistar- skólans hlaut tónlistarmenntun sína í Sviþjóð og starfaði þar iengi sem hljóðfæraleikari. Edvard J. Frede- rikscn er fæddur Reykvíkingur, bjó mestan hluta bemsku sinuar í Hafn- arfirði og á taugar norður i Aðaldal- inn. Afskipti hans af tónlist hér heima vom þau helst að hann spilaði mikið með danshljómsveitum. Ariö 1965 fluttist Edvard til Svíþjóðar og byrj- aði að nema í Ingesunds Musikhög- skola sem er í Arvika i Vermalandi. Þaðan lauk hann kennaraprófi í tón- list árið 1970 og básúna var aðal- hljóðfæriö. Viö skólann var starfrækt stórsveit og spilaði Edvard á básúnu i henni. Aö ööm leyti fékk hann enga sérstaka menntun í jassinum. Þá var engin sérstök jassdeild viö þennan skóla, eins og nú er þó orðiö. „Síöan var það 1973 sem ég réðst sem básúnuleikari til Regionmusik- en,” sagði Edvard. „Þetta er ríkis- stofnun sein rekur deildir á 22 stöö- um í Svíþjóö. Þarna em mismunandi hljómsveitir, lúðrasveitir, tréblás- arakvintettar, strengjakvartettár, brasskvintettar og stórar jasshljóm- sveitir. Landinu er skipt í svæði eða "regionir” og hver deild spilar innan sinna marka og fer stundurn út fyrir. Við spilum til dæmis mikiö á skóla- konsertum, frá forskóla og upp í gegnum menntaskóla. Eg var mest á flakki um Vestur-Gautlönd og einnig fórum við til Austurrikis, Danmerk- ur og Finnlands. I þessu var ég í 9 ár, til að byrja með í lúðrasveit og þá spiluöum við mikiö fyrir herinn. Svo breyttist þetta þannig að lúðrasveit- in hvarf og í staðinn komu litlir hóp- ar og verkefnin urðu öðmvisi.” Arið 1982 sagðist Edvard hafa far- ið að hugsa til hreyfings heim á leiö. Hefði hann haft samband við Jón Hlööver, skólastjóra Tónlistarskól- ans á Akureyri, og verið ráöinn að skólanum um haustið sem málm- blásturskennari. Málin hefðu siðan þróast þannig fyrir honum að jassinn hefði tekið nánast öll völd. „Þetta hefur komið til vegna þess að þaö var þörf fyrir þaö. Eg er mjög ánægður með að vera í jassinum og finnst þrælgaman,” sagði hann. „Þaö er gaman að vinna meö fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á verkefn- inu.” Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að í sambandi við uppbyggingu á jasslifinu? „Já, að í hvert skipti sem eitthvað kemur frá manni veröi það eins vel úr garði gert og mögulegt er.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.