Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 31
tsnorttM r(TnnAmTr.rfTHcf vr DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Stærsta skák- mót sögunnar Helgarskákmótln, sem tíökast hafa síðustu ár, hafa þótt takast með afbrigðum vel og alls staðar þar sem mótin hafa verið haldin hefur aðsókn verið góð og ánægja heimamanua mikil. Nú mun vera ákveðið að í júlí í sumar verði haldið eitt slíkt mót í Flatey. Þar er ver- ið að innrétta mikið húsnæði og rúmgott fyrir hreppsskrif- stofur og mun ætlunin að halda mótið í þeim húsakynn- um áður en skrifstofutól hreppsins verða flutt inn. Þetta verður án nokkurs efa stærsta skákmót sem nokkru sinni hefur verið haldið í Flatey. Skjóta hundinn Framsóknarmenn héldu Albert þætti eflaust ckkcrt verra að flytja til Suður-Frakklands en úvíst er hvernig Lucy tæki hug- myndum Húsvíkingsins um lausn efnahagsvandans. fund meö forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, fyrir siðustu mánaðamót og var fundurinn fjörugur og margir tóku til máls. Þar ræddu menn margt, landbúnaðarmál, byggða- stefnu og auðvitað efnahags- málin almennt, og þar með fjármálaráðherrann. Eftir- farandi frásögn af framlagi Sigurðar Húsvikings er tekin orðrétt úr Vikurblaðinu 1. maisl.: Sigurður Þórisson sagði að ef Steingrímur ætti i erfiðleik- um með Albert þá væri auð- velt að bæta úr þvi. „Faðir þinn, Steingrímur, var góö skytta. Þú ættir að hleypa einu skoti á heivitis tikina og leyfa Albert svo að fara úr landi,” sagði Siguröur. Verkalýðshreyf- ingin og smjör- líkið 1 tilefni af 1. mai helgaði Vikurblaðið á Húsavik efni sitt að mestu sögu verkalýðs- hreyfingarinnar þar um slóð- ir. Meðal annars eru þar birt- ir nokkrir kaflar úr fundar- gerðabókum Verkamannafé- lagsins á Húsavík. Þar á meðal er eftirfarandi frásaga frá þvi 1923: Skýrt er frá því á fundi að féiagið eigi um 65 kg af smjörlíki sem það þurfi að losna viö sem fyrst, þar sem það sé farið að skemmast. Var skorað á fundarmenn að kaupa smjörlíkið fullu verði, þrátt fyrir léleg gæði þess. Tókst að selja 20—30 kg á fundinum. Viltu drepa í? Þeir unnu saman, iágvax- inn námsmaður í sumarjobbi og gamalreyndur vörubíl- stjóri, heljarmenni að burð- um. Bílstjórinn stóð uppi á vörubilspalli og leit niður til námsmannsins og spurði: „Hvaða númer notarðu af skóm, væni?” Námsmaðurinn hugsaði sig lengi um en sá ekki neina augljósa niðurlægingu í því aö segja satt og rétt frá og svaraði því, grunlaus eins og bam: „Ég nota númer f jörutíu.” Vörubilstjórinn horfði um stund hugsandi á hann ofan af pallinum, meðan hann tottaði sígarettuna í síðasta sinn, tók hana síðan út úr sér, kastaði ájörðina ogsagði: „Heldurðu þá ekki að þú gætir drepið í rettunni fyrir mig?” Salt og hananú! Eftirfarandi saga er fengin að láni úr Þingmúla, mál- gagni sjálfstæðismanna á Austfjörðum: Enginn er búmaður nema hann kunni að berja sér — segir máltækið. Hvað sem um sannleiksgUdi þess má segja er eitt víst að þcir sem berja sér hvað mest eru sjaldnast á flæðiskeri staddir og ekki verst settir í þjóðfélaginu. Eitt sinn var bjargálna verk- taki og iðnaðarmaður er barði lóminn i tíð og ótima og var uppáhaldsorðtæki hans „að eiga ekki fyrir salti í grautinn”. Það glumdi sífeUt í eyrum samverkamanna hans að hann væri svo fátæk- ur að hann ætti ekki einu sinni fyrir salti í grautinn — þar tU einum þeirra var ofboðið. Keypti sá 50 kg saltsekk, ók með hann heim til verktakans kvöld eitt, slengdi sekknum í fang hans um leið og hann sagði: „Þú ættir a.m.k. að eiga salt i grautinn næstu mánuðina!” Ekki heyrðist áðurnefnt orðatUtæki af vör- um verktakans eftir þetta. Umsjónarmaður: Olafur B. Guðnason Öreindir Sjálfstæðisflokksins ( V f p-.... Vandi Sjálfstæðisflokksins og hættan á því, að flokkui inn leysist upp í „óskiljanlegar öreindir”, á.sér djúpstæð ari rætur. Orsakirnar liggja í þeim þverstæðum, sen hvað eftir annað gera vart við sig innan flokksins Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó—Gulskeggur: Neistann vantar leikara í þessari mynd vantar ein- hvern neista í hana til að gera hana eins góða og maður á von á fyrir- fram. Tveir meðlimir Monty Python- gengisins koma hér við sögu, Chapman sem sjóræninginn Gulskeggur, en sumir muna ef til viU eftir honum sem Brian í hinni óborg- anlegu mynd Lif e of Brian, og sjálfur höfuðpaurinn, John Cleese, sem ,J31ind Pew”. Með þeim koma svo fram leikarar á borð við Peter Boyle og Marty Feldman. Leikstjórinn, Damski, gerði m.a. myndina MASH og hvað getur þá brugðist við að gera þetta að mynd sem teygir svo á hlátursvöövunum aö viðkomandi getur hvorki hóstað, hnerrað, stunið eða snýtt sér í fleiri daga á eftir? Að mínu mati er húmorinn ekki nógu vUltur, eða „fríkaður”, ef nota má það orö. Notast er viö gamanleikara sem einkum hafa orð á sér fyrir þess konar húmor en þeim síðan smellt í ákaflega „venjulegar” aöstæður og orðaleiki þannig að heildarsvipurinn virkar hálfdaufur. Gulskeggur er sjóræningi á 17du öldinni. Hann hefur komist yfir heljarmikinr. f jársjóð og grafið hann en svo er honum varpað í fangelsi fyrir skattsvik eftir að hafa drepið 500 menn á nokkrum árum. Margir hafa áhuga á aö komast yfir fjársjóðinn, m.a. Moon, báts- maður Gulskeggs (Boyle), Cle- ment, skipherra í flotanum (Eric Idle úr MP genginu), og upphaflegir eigendur sjóðsins, tveir spænskir herramenn (Cheech og Chong), sem tekið hafa að sér að kristna nokkra ey jaskeggja í Karíbahafinu. Leikurinn berst frá sóðalegum hafnarkrám í Bretlandi þar sem Blind Pew hefur eyra í hverju homi og til Karíbahafsins, þar sem helmingur aukaleikara er sleginn af í lokauppgjörinu með tilheyrandi sverðaleik og framhlaöningsfretum. Eins og segir í upphafi er myndin fremur dauf, miðað við liöiö sem stendur að henni og verður það einkum að skrifast á reikning hand- ritsins sem samið er af þeim Chapman, Cook og Bernard McKenna. Þrátt fyrir góða spretti í því er húmorinn á köflum varla brossins virði ogverður því að telja myndina rétt í meöallagi góða sem eru fremur klén meðmæli miöað við þá kappa sem standa að henni. -Friðrik Indriðason. Háskólabfó: Yollowboard/Gulskeggur. Aðalhlutverk: Graham Chapman, Peter Boyle, Cheech og Chong, Peter Cook og Marty Feld- man. Leikstjóri: Mel Damski. Þrátt fyrir einvalalið gaman- Marty Feldman í hlutverki sínu í Gulskeggi. Atvinnaíboði Vantar ungan, hressan og ábyggilegan mann sem getur starfað sjálfstætt. Unnið er á vöktum. Ekki er um sumarstarf að ræða. Tilboð sendist auglýsingad. DV fyrir 20. maí merkt „ábyggilegur 2011”. Lausar stöður Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar staöa tónmenntakennara. Einnig er fyrirhugaö að ráða fáeina almenna kennara til eins árs í forföllum fast- ráðinna kennara við skólann. Þá er einnig laus til umsóknar staða félagsráðgjafa við skólann. Æskilegt er að viökomandi hafi unnið við félagsráð- gjöf í skólum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 1. júnín.k. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 3. maí 1984. UMBOÐSMENN VANTAR STRAX HAFNIR Upplýsingar hjá afgreiðslunni í síma 27022 ÓLAFSVÍK Upplýsingar gefur Anna I/aidimarsdóttir í síma 93- 6443. Einnig eru aiiar upplýsingar á af- greiðslu DV , Þverholti 11, sími27022. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.