Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Anatolí |:|!y Karpov London' Karpov heimsmeistari heldur enn forystu á skókmótinu sterka í London. I 10. umferö tefldi hann viö Mestel frá Englandi og fór skák þeirra í bið en heiinsmeistarinn þykir eiga góöa sigurmöguleika. Polugaevski, hættulegasti keppinautur hans um efsta sætiö, tapaði fyrir Speelman og þó Chandler ynni sigur í skák sinni viö Vaganian frá Sovétríkjunum þá minnkuðu sigurh'kur hans er hann tapaði biöskákinni viö Miles. Onnur úrslit í 10. umferö uröu þau aö Anderson og Kortsnoj geröu jafn- tefli, Ribli og Torre geröu sömuleiöis jafntefli, Nunn sigraöi Seirawan en skák Timmans og Miles fór í biö. Staðan á mótinu aö loknum 10 um- feröum er því þessi: 1. Karpov 7 vinn- inga og biðskák, 2. Chandler 7 vinn- inga, 3. Polugaevski 6,5 vinninga, 4. Seirawan 5,5 vinninga og biðskák, 5. Vaganian 5,5 vinninga, 6. Timman 5 vinninga og biðskák, 7. Ribli 5 vinn- inga, 8. Kortsnoj 4,5 vinninga, 9. Miles 4 vinninga og biöskák, 10. Speelman 4 vinninga, 11. Anderson 3,5 vinninga, 12. Mestel 3 vinninga og 2 biöskákir, 13. Nunn 3 vinninga, 14. Torre 2,5 vinninga og 2 biöskákir. Son Sann segir skæruliða vanta skotvopn Skæruliöar Kampútseu þarfnast fleiri skotvopna svo þeir geti eflt baráttu sína gegn víetnamska herliö- inu í landinu. Þaö sagði Son Sann, leið- togi andspymumanna, viö fréttamenn í London þar sem hann var á f erö. „Víetnamska innrásarliöiö getur ekki lengur gert sér vonir um að sigra andspymuöflin í Kampútseu. Spurn- ingin er ekki hvort viö frelsum landið heldurhvenær,” sagöi Son Sann. Hann sagöi einnig að ekki væri nein von um pólitíska lausn á vanda Kampútseu fyrr en Sovétríkin tækju upp eðlileg samskipti viö Kína. Sovét- menn styðja Víetnama dyggilega eins og kunnugt er en Kinjverjar styöja þriggja flokka uppreisnarbandalagiö sem Son Sann leiðir. Son Sann sagöi aö uppreisnarmenn feng ju öll sín vopn frá Kína en gætu vel þegið vopn frá fleiri þjóðum sem styddu þá stjómmálalega en vildu halda sig utan við sjálf hernaöarátök- in. „Viö tækjum fagnandi viö vopnum hvaöan sem þau bærust,” sagði hann. De Cuellar ætlar tilMið- austur- landa Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuöu þjóöanna, mun i næsta mánuöi halda 1 ferð til Miðausturlanda til aö kynna sér vandamálin þar af eigin raun. Hann mun þá heimsækja Egyptaland, Líbanon, Sýrland, Jórdaníu og Israel í sömu röð. Er talsmaöur f ramkvæmdastjórans skýrði frá þessari fyrirhuguöu heim- sókn sagöi hann: „Framkvæmdastjór- inn telur sig ekki hafa neina galdrafor- múlu til Jausnar á vandanum í Miö- austurlöndum. Hann hefur í hyggju aö kynna sér aðstæöumar.” De Cuellar mun leggja upp í ferðina þann 5. júní en þann dag em nákvæm- lega sautján ár liöin frá þvi aö sex daga stríðiö braust út. Berrí tekur sæti í þjóöstjóm Karamis Rashic Karami forsætisráöherra hefur tekist aö telja Nabih Berri, leiö- VIÐGERÐ Á FRELS- ISSTYTT- UNNI Mikil viðgerö er nú hafin á Frelsisstyttunni í New York því að hún hefur veðrast iliilega. Þarf að taka af henni hægri handlegginn sem heldur frelsiskyndlinum á lofti og gera við hvorutveggja. Jafn- framt þarf að rétta af á henni höf- uðið og dytta upp á ýmislegt þar sem málmþreytu gætir, auk svo hreinsunar. Eins og myndin hér ber með sér hafa veriö reistir utan um styttuna mikiir vinnupallar eins og spiiaborg. — Kostnaöur af viðgerðinni er áætlaður 30 milljónir dollara. toga shiite-múslima, á aö taka sæti í þjóöstjórn hans. Þykja þar hafa vænk- ast vonir til þess að friöur komist á Líbanon. Karami gekkst inn á þá aðalkröfu Berris aö hann fengi ráöherra- embættiö yfir Suöur-Líbanon og um- sjón meö viöreisn og uppbyggingu. — fögnuöu múslimar þessum tíðindum í gærkvöldi og þustu út á götur skjótandi af byssum sínum upp í loftiö. Þegar skothríöin barst til eyma mönnum sem voru á veröi viö mörk borgarhlutanna, íbúöahverfis músl- ima og kristinna (græna línan), mis- skildu menn hana og hófu aö skiptast á skotum. Því linnti þó fljótt. Fyrir rúmri viku kynnti Karami 10 manna ráðherralista þjóöstjórnar þeirrar sem hann hugðist koma á tii þess að eining næöist í Líbanon. Á hann nú aöeins eftir aö fá Abdullah Rassi, leiðtoga grísk-kaþólskra, til þess aö taka sæti í stjórninni. — Rassi hefur neitaö aö taka ráðherraembætti í henni, en hann og Suleiman Franjieh, fyrrum forseti og nú leiðtogi maróníta, eru óánægöir meö aö einu fulltrúar kristinna í stjórninni eru hægrimenn. Walid Jumblatt sótti ekki fyrsta rík- isstjórnarfund þjóöstjórnarinnar á miövikudaginn vegna stuðnings síns viö Berri en talið er víst aö drúsinn muni nú tilbúinn til samstarfs eftir aö Ulfum á Italíu hefur fjölgaö í kringum helming á síðastliönum tíu árum og eru þeir nú um 250 talsins. Uifaveiöar voru bannaðar á Italíu áriö 1976 þegar hafin var barátta undir kjöroröinu „Björgum úlfinum”. Berri hefur gengist inn á þátttöku í stjórninni. Meðal annarra sem sæti eiga í stjórninni er Pierre Gemayel, faðir Amins Gemayels forseta, og Camille Chamoun, fyrrum forseti. Berri, leiötogi Shiite-múslima, byrj- aði á því í gærkvöldi, eftir aö hafa fallist á þátttöku í þjóðstjórninni, aö lýsa því yfir, aö hann mundi ekki Unna fyrr en ísraelska hernámsliðinu væri komiö burt frá Suöur-Líbanon. Umtalsveröur fjöldi úlfa er aðeins í fjórum löndum, Sovétríkjunum, Rúmeníu, Grikklandi og Júgóslavíu. Alls staðar annars staðar og einkum í Vestur-Evrópu hefur þeim fækkaö mjög og aöeins eru nokkur hundruö úlfaríhverju landi. ÚLFUM FJÖLGAR Á ÍTALÍU María Peron sem undanfarin ár hef- ur verið í útlegö á Spáni hefur nú lofað að snúa heim til að leiða flokk peron- ista í viðræöum um leiðir út úr efna- hagsvandanum við Alfonsins forseta. María Peron lofar að taka þátt í við- ræðum við Alfonsin María Estela Martinez de Peron, fýrrverandi forseti Argentínu, mun síðar í þessum mánuði snúa heim til Argentínu til að leiða stjórnarand- stööuflokk Peronista í viöræðum við Raul Alfonsin forseta um efnahags-' vanda þjóðarinnar. Peronistar höföu ákveðið aö biðja Maríu aö koma heim til aö taka þátt í þessum viöræöum og nú hefur hún staðfest í símtali viö Alfonsin forseta aðhúnmunimæta. María Estela Martinez de Peron er nú 53 ára gömul og hefur undanfarin ár búiö í útlegð á Spáni. Þaðan mun hún koma 20. maí til aö taka þátt í viöræö- unum. Argentína á nú í mjög viðkvæmum samningaviöræðum viö Alþjóða gald- eyrissjóöinn um lánafyrirgreiðslu. Því leitar nú stjórn landsins eftir mjög víð- tæku samkomulagi heima fyrir um leiöir út úr efnahagsöngþveitinu en argentínska þjóöin skuldar nú 43,6 milijaöra dollara erlendis. Alfonsin vann mikinn kosningasigur í október síðastliönum en þarfnast stuönings Peronista í ýmsum þýðingarmiklum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.