Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Jarðskjálftar hafa oft leikið ítali grátt. Ekki síst árið 1980 þegar þúsundir manna
iétu lifið. Það er því ekki að undra þótt mikil skelfing gripi um sig í gærkvöldi
þegar öflugur jarðskjálfti gerði vart við sig.
Mikil skelf ing greip um
sig í jarðskjálfta
á Ítalíu í gærkvöldi
Aö minnsta kosti þrjátíu manns
slösuðust og hundruð bygginga eyði-
lögöust í jaröskjálfta sem varö á suð-
urhluta Italíu í gærkvöldi.
Jarðskjálftinn, sem fannst í Róm og
allt norður til Perguia á miöhluta
Italíu, átti upptök sín Abruzzohéraði
sem er mjög strjálbýlt. Styrkleiki
skjálftans mældist átta á opnum Merc-
alli-mæli.
Verst úti urðu þorpin Cervaro, þar
sem fimmtán menn slösuðust, og
Insemia, þar sem fimm slösuðust.
Víða eyðilögðust bæði vatns- og raf-
magnsleiðslur. I Napolí greip mikil
skelfing um sig meðal íbúanna og voru
margir fluttir á sjúkrahús með tauga-
áfall eða eftir aö hafa meiðst í troön-
ingi þeim sem varð úti á götum borgar-
innar þegar fólk þyrptist út úr húsum
sínum í skelfingu.
Landið í kringum Napoli varð mjög
illa úti í miklum jarðskjálftum árið
1980. Þá létu þúsundir manna lífið og
gíf urlegt eignatjón varð.
Umsjón:
Gunnlaugur A. Jónsson
og
Guðmundur Pétursson
Kaldur vetur
jók olíueyðslu
Olíubrennslan meiri hjá iðnaðarríkjum en almennt hafði verið gert ráð fyrir
Olíueyðsla iðnaöarríkja utan komm-
únistalandanna er mun meiri en hing-
að til hefur verið haldið fram, sam-
kvæmt því sem fram kemur í skýrslu
alþjóðlega orkuráðsins (IEA)
Síðasta markaðskönnun ráðsins gef-
ur ástæðu til þess aö ætla að olíunotkun
muni aukast um 2,5% á þessu ári.
Meðaltalið mundi þá vera 45,5 milljón
olíuföt á dag. — Fyrir skemmstu hafði
orkuráðið spáö því að oliueyðslan
ni'jndi aukast um aðeins 2% á þessu
ári.
Bifreiðaiðnaðurinn í Bandaríkjun-
um hélt áfram aö eflast í siðastliðnum
mánuöi. General Motors, stærsti bíla-
framleiöandi heimsins, jók sölu sina í
apríl miðað við aprílmánuð fyrra árs
um 35,6 prósent. Seldi alls 161.171 bif-
reið síðustu tiu daga aprílmánaðar nú
Ráðið gefur enga skýringu á þessari
breyttu spá en segir að olíueyðslan
fy rstu þrjá mánuði þessa árs haf i verið
4% meiri en fyrir einu ári.
Byggir það þessar tölur á könnun-
um í 21 landi af alls 24 aðildarríkjum
OECD.
Þessari auknu olíueyðslu fylgir aö
þegar hefur verð á hráolíu hækkað.
Bensínverð í Evrópu hefur þó ekki
hækkað enn sem komið er (nema á Is-
landi auövitað). I Bandaríkjunum hef-
ur hráolíuverö haldist stöðugt og lækk-
aöi jafnvel i síðasta mánuöi.
miöað við 136.175 bifreiðar á sama
tíma í fyrra.
Ford Motor, annar hinna „þriggja
stóru” bifreiðaframleiðenda í Banda-
rikjunum, jók söluna enn meira á
þessu tímabili eða um 53,1 prósent og
Chrysler jók söluna um 14 prósent.
Þessi aukning olíunotkunar er rakin
til þess að efnahagur margra um-
ræddra ríkja hefur batnað en jafn-
framt var veturinn kaldur, sem segir
til sín þar sem olía er notuð til hús-
kyndingar. Jafnframt hefur verkfall
kolanámumanna í Bretlandi gert strik
í reikninginn.
Mondale og
Hartyrðu
jaf nir Bush
og Reagan
Walter Mondale og Gary Hart yrðu
jafnir Ronald Reagan og George Bush
ef forsetakosningar færu fram nú. Það
sýnir ný Gallup-skoöanakönnun.
Samkvæmt þessari könnun fengju
þeir Mondale og Hart 49 prósent
atkvæða ef þeir yrðu saman í kjöri.
Reagan og Bush fengju einnig 49
prósent.
Sama könnun sýndi aö Reagan
myndi sigra Mondale meö 52
prósentum gegn 44, en Hart stæði sig
betur. Hann hlyti 46 prósent á móti 49
prósentum Reagans og sá munur er
ekki meiri en svo að hann þykir ekki
marktækur.
Mikil söluaukning
hjá bandarískum
bílaframleiöendum
Nú er voriö komið og írsku grundirnar gróa. Vorið ku óvíða vera
fallegra en á eyjunni grænu.
í maí og júní skartar náttúran sínu fegursta og óteljandi
golfvellirnir sínu grænasta.
Úrval býður mjög ódýrar 10 daga ferðir með beinu leiguflugi
til Dublin 25. maí til 4. júní.
Hægt er að velja um fjölmarga ferðamöguleika:
Flug og bíll: Irland er lítið land og þægilegt yfirferðar. T.d.
eru aðeins 219 km frá Dublin þvert yfir til Galway og 309 km
frá Dublin niður til Killarney.
Verð fyrir flug og bíl er frá kr. 9.820.-
Flug og sumarhús: Hægt er að velja um ýmsa skemmtilega
dvalarstaði. Verð per mann miðað við 6 manns í 3ja
svefnherbergja húsi er frá kr. 9.980.-
Flug, bíll og sumarhús með endalausum möguleikum.
Kostarfrá kr. 11.000.- Innifalið er ótakmarkaður akstur í 10 daga,
ábyrgðartrygging og svo auðvitað flug og gisting í sumarhúsi.
Flug og sigling: Ein vinsælasta aðferðin við að eyða fríinu sínu á írlandi er
að sigla á glæsilegum vatnabát um hið rómaða vatnasvæði Shannon.
Innifalið er flug, akstur til og frá flugvelli, leiga á bát, tilsögn í
meðferð hans og kynningu á siglingaleiðum.
Verðið er frá kr. 12.200.-
Frjáls eins og fuglinn. Innifalið er flug,
bílaleigubíll, gisting og morgunverðurá fjölmörgum
hótelum víðsvegarum írland. Ferðaáætlunin ergerð
frá degi til dags, allt eftir skapi ferðalanganna eða
veðurguðanna. Þessi ferðamáti er tilvalinn
fyrir golfáhugafólk. Verð frá kr. 13.920.-
FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL
mmmmimmmmmmmmummmmmmmmmmKammmmmmmmmm
Ert þú ekki samferða I sumar? - Síminn er 26900.
tílMánds