Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. ia fVKUV MISSTU EKKI VIKU ÚR LÍFI ÞÍNU ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 59. og 6E. tölublaði LÖgbirtingablaðs 1983 á fast- eigninni Sigtúni 6, Patreksfirði, þingl. eign Ásgeirs Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. maí 1984 kl. 17. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 137. tölublaði Lögbirtingablaðs 1983 og E. og 5. tölublaði Lögbirtingablaðs 1984 á húseigninni númer 7 við Stóragarð Húsavik, þinglesin eign Birgis Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og fleiri á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. maí 1984 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Heiðvangi 10, Hafnarfirði, þingi. eign Eiríks Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Trónuhrauni E, e.h., Hafnarfirði, þingl. eign Vélsmiðjunnar Kárn hf.,fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1E5., 1E7. og 1E9. tölublaði Logbirtingablaðsins 1983 á eigninni Hjallabraut 15, 1. hæð t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Jóhanns Guðna Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 16.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 125., 127. og 1E9. tölublaði Logbirtingablaðsins 1983 á eigninni Sléttahrauni E6, 3. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Emils Ara- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 64. og 65. íölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Brekkubyggð 35, II. hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Sigríðar Guðjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Menning Menning Mennin ini Norræna húsið: Sýning Ullu Rantanen Nú stendur yfir i Norræna húsinu sýning á verkum Ullu Rantanen sem er ein af þekktustu listamönnum Finna af yngri kynslóðinni. Er sýningin haldin á vegum Norræna hússins og Félags íslenskra myndlistarmanna. Ulla Rantanen er fædd áriö 1938 í Keitele í Finnlandi. Hún stundaöi nám við listaháskóla Finna 1955—1959. Hún hefur sýnt víða um heim, jafnt einka- sýningar sem tekið þátt í samsýning- um. Hún sýndi á vegum Finna á Feneyjabiennal 1976 og var fuhtrúi þeirra á Parísarbiennal 1967 og í Bratislava 1968. Hún hefur sýnt á alþjóðlegum grafíkbiennölum í Ljubljana, Kraká og Lúganó. Hún hefur unnið til margra varðlauna, fékk meöal annars Grand Prix á Cagnes- sur-Mer sýningunni í Frakklandi 1980. Verk eftir hana eru í eigu safna á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. UUa Rantanen er nú styrkþegi finnska ríkis- ins með launum í fimmtán ár. Til aö vinna að sýningunni hér fékk hún styrk frá menningarsjóði Finnlands og Islands. A sýningunni eru um 30 myndir, málverk sem flest eru frá þessu ári og nokkur frá Islandi, grafíkmyndir og teikningar. Myndirnar eru tU sölu. Sýningin verður opin til 20. maí og er opin daglega kl. 14 til 19. Vörukynning á Hótel Sögu: FRAMTAK FJÁR- MÁLARÁÐHERRA Þaö kom fram hér í DV hjá höfundi einnar kjallaragreinar að frídagar hjá þessari þjóð væru rúmur helmingur ársins. Páskahelgin og óaröbærir frídagar eru fleiri hjá okkur Islendingum en öðrum þjóðum og það þykir ekkert tU- tökumál annars staöar aö nota páska- daga eða skylda helgidaga tU að safna saman á einn stað eða fleiri þekkingu eða upplýsingum, sem koma almenn- ingi að notum, i einstökum greinum verslunar og viöskipta eöa bara efna tU afþreyingar fyrir fólk. Fyrirmyndar föstudagur Fjármálaráöherra hafði fyrir löngu látið það vitnast að von væri á nefnd manna frá Frakklandi, fuUtrúum inn- kaupa- og dreifingarkeðju í mat- vælum, sem myndi hafa hug á að kanna hvað hér væri á boðstólum í þessari framleiðslugrein, sem hentaði frönskum almenningi. Það varð þvi að ráði að föstudagur- inn langi yrði notaður tU þess að setja upp sýningu á íslenskum matvælum til að kynna nefndarmönnum frönsku verslunarkeðjunnar verö og vöruúr- val. Þrátt fyrir tilraunir ýmissa aðila hérlendis tU að ófrægja framtak fjár- málaráðherra fyrir að nota „helgan dag” tU vörukynningar létu innlendir framleiðendur ekki tækifærið hjá líða og f jölmenntu með vörur sínar á Hótel Sögu. Sýningunni var smekklega fyrir komið í einum sal hótelsins og létu hinir erlendu fuUtrúar orð falla um vandaðan frágang þeirra vörutegunda sem þarna voru til sýnis. Þama mátti sjá flestar þær tegundir sem ætla má að hæfi vel hinum al- menna neytendamarkaöi í Frakklandi. Kavíar frá Akranesi, franskt „paté” úr íslensku hráefni, framleitt í Kefla- vík, kökur úr Ragnarsbakaru, ávaxta- grautar frá Sultu- og efnagerö bakara, ávaxtadrykkir frá Sól hf., sælgæti frá Síríus og Nóa, saltfiskur og bitafiskur ásamt kjötvöram voru meðal þess sem Kjallarinn GEIR ANDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI þama var sýnt. Og ekki má gleyma gæludýramat unnum úr hrossakjöti sem uppistöðu, með vörumerki hinnar víðfrægu Lucy. Raunar hefðu mun fleiri fýrirtæki getað kynnt þarna framleiðslu og vöru- merki, einnig þjónustuaöilar, svo sem auglýsingastofur og f jölmiðlar. Aðeins einn fjölmiöill var þarna og kynnti möguleika á auglýsingum í timariti. Það var VKAN, hið45 ára gamla viku- rit sem margir hafa ekki viljað missa úr lífi sinu allan þennan tima. En meira þarf til Auðvitað era vörukynningar á sýningum nauðsynlegur þáttur í nú- tíma sölutækni. Hann hefur oft verið illa vanræktur af Islendingum. Til marks um það má nefna stóra vöra- sýningu í París fyrir tveimur árum. I bæklingi um sýninguna var sagt að þar væru Islendingar meö kynningarbás og hann merktur á viðkomandi sýningarsvæði. Þegar þangaö kom var ekkert annað að sjá en auöan pall, þar sem íslensk- um útflytjendum sjávarafurða hafði verið ætlað að kynna vörur sínar! Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna slíkt hneyksli hefur veriö látið óátalið. Það er verkefni fyrir opinbera aðila, sem styrkja þessa út- flutningsgrein, að upplýsa það. Það er líka „gott nokk” að fylgja þjóðhöfðingja okkar eftir í opinberum ferðalögum og heimsóknum til ann- arra þjóðhöfðingja, setja upp sýningu á íslenskum útflutningsvörum og kynna stærstu fyrirtæki landsins í þjónustugreinum. Oftast eru þetta þó sömu fyrirtækin, sem taka þátt í þessum þjóöhöfðingja- heimsóknum, og hefur maður á til- finningunni að mörg þessara fyrir- tækja meti meir að vera með í „slag- toginu” og taka þátt í umstanginu um- stangsins vegna fremur en ná til þeirra sem raunverulega ráða ferðinni í markaðsmálum viökomandi landa. — En það eru markaös- og innkaupa- stjórar hinna ýmsu verslanakeðja og vöruhúsa, þeir sem stjórna því í hvaða farvegi f jármagni er beint. 1 boð erlendra þjóðhöfðingja koma ekki þeir sem eru önnum kafnir við innkaup og sölustörf og eru á sínum bás í fyrirtækjunum eða á ferðalögum milli verslana sinna til að athuga hvaða vörur seljast best. Eigið frumkvæði farsælast Þaö er lofsvert framtak þegar opin- berir aðilar og einstakir ráðherrar hafa forgöngu um að koma á sambandi milli þeirra íslensku aðila sem vilja og hafa hug á að selja vörur sínar á erlendum mörkuðum og erlendra fyrirtækja. Sendiráð Islands erlendis hafa hér miklu og vaxandi hlutverki að gegna og eiga að greiða götu þeirra íslensku aðila sem hafa hug á aö komast í sam- band við innflytjendur í viðkomandi landi. Þaö era einnig aðilar hér á landi, sem þurfa að vera miklu betur vakandi en nú er, til þess að kynna starfsemi sína. Má nefna fjölmiöla, blöö og tima- rit, auglýsingastofur og aðra þjónustu- aðila sem geta selt þjónustu sína til erlendra aðila í viðskiptaheiminum. Það er þó fyrst og fremst 'á valdi hinna islensku fyrirtækja sjálfra og stjómenda þeirra hvemig þeirnotfæra sér og leita til íslenskra sendiráða erlendis meö milligöngu um viðræður við þarlenda söluaðila. Forsetaheimsóknir með fríðu föru- neyti, hversu fjölmennt sem það er, geta aldreið orðið uppistaöa í sölu ís- lenskra framleiðsluvara á erlendum mörkuöum. Einstaka ráðherrar, svo og sendiráð okkar erlendis, geta með milligöngu sinni verið sterkir aðilar og stutt dyggilega við bakið á þeim fyrir- tækjum sem hafa vörur eða þjónustu að bjóða hér á landi. Vörukynningin á Hótel Sögu á föstudaginn langa er dæmi um það. ™ „Það er lofsvert framtak þegar opinberir aðilar og einstakir ráðherrar hafa for- göngu um að koma á sambandi milli þeirra íslensku aðila sem vilja og hafa hug á að selja vörur sínar á erlendum mörkuðum og erlendra fyrirtækja.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.