Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984.
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra:
Lífeyrissjóðimir
stjómlausþáttur
ípeningakerfinu
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráöherra sagöi í framsöguræðu sinni
fyrir efnahagsaðgerðum ríkisstjómar-
innar að það væri orðið umhugsunar-
efni að lífeyrissjóöirnir væru nánast
sem stjómlaus þáttur í peningakerfi
þjóöarinnar.
„Utlán þeirra eru án umtalsverðra
takmarkana og renna að vemlegu leyti
til einstaklinga til allskonar útgjalda.
A síðastliðnu ári nam útlánsaukning
lífeyrissjóða 25% af útlánsaukningu
innlánsstofnana án endurseldra lána
en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er
útlánsaukning lífeyrissjóðanna orðin
40% af útlánsaukningu innlánsstofn-
ana. Viðleitni stjómvalda til þess að
draga úr peningaþenslunni gegnum
bankakerfið bitnar því fyrst og fremst
á atvinnuvegunum eöa þar sem síst
skyldi. Ur þessu verður að ráða bót og
það fyrr en síðar. Lífeyrissjóðina verð-
ur að fella inn í peningakerfi þjóðar-
innar,” sagði forsætisráðherra.
Steingrímur Hermannsson sagði í
sarntali viö DV að það væri óeðlilegt aö
útlánsaukning lífeyrissjóðanna væri
meiri en innan hins almenna banka-
kerfis. Seðlabankinn gæti sett bindi-
skyldu á útlánastarfsemi bankanna en
það væra engin lög sem leyfðu að
skerða útstreymi fjármagns úr
lífeyrissjóðunum. Ríkisstjómin gæti
aðeins haft áhríf á það meö frjálsum
samningum við sjóðina. Þó væri vitað
að lífeyrissjóðimir fjármögnuðu aö
veralegum hluta bifreiðakaup og
utanlandsferðir landsmanna og ykju
þar með þensluna á peningamarkaði.
Sagði Steingrímur aö um þennan
vanda heföi verið talað í mörg ár án
þess að grípið hefði verið til aðgerða og
engar aðgerðir væru enn fyrirhugaðar
af hálfu ríkisstjómarinnar í þessum
efnum. -OEF.
Frá málflutningi í hæstarétti í gær. Þórður Björnsson ríkissaksóknari er að;flytja mál sitt. Verjandinn, Sveinn Snorrason, er honum á hægri hönd. Hinn
ákærði fylgdist með réttarhaldinu. DV-mynd: KMU
KLEPPSVEGARMORÐK)
FLUTT í HÆSTARÉTTI
Mál ákæruvaldsins gegn Þórði Jó-
hanni Eyþórssyni var flutt fyrir
hæstarétti í gær. I undirrétti var
Þórður Jóhann fundinn sekur um að
hafa ráöið Oskari Árna Blomster-
berg bana á nýársnótt 1983 og dæmd-
ur í 13 ára fangelsi.
Ríkissaksóknarí áfrýjaði málinu,
eins og honum er skylt þegar ákært
er fýrir svo alvarlegt brot sem
manndráp. Þórður Bjömsson ríkis-
saksóknari krafðist þess i réttar-
haldinu í gær að refsing ákærða yrði
þyngd. Verjandi ákærða er Sveinn
Snorrason hæstaréttarlögmaður.
I sakadómi Reykjavíkur komst
Birgir Þormar dómarí að þeirri
niðurstöðu að sannaö væri með játn-
ingu ákærða, framburði vitna og öðr-
um gögnum málsins að ákærði réð
Oskari Arna bana í íbúð við Klepps-
veg.
„Sannaö er með framburði vitna,
að ákærði hafði viðhaft þau orð
skömmu áður að hann ætlaði að
drepa Oskar Áma. Sjálfur kveðst
hann hafa tekið hníf í eldhúsi til þess
að geta hrætt Oskar Ama með hon-
um, ef til átaka kæmi á milli þeirra,
en hann kvaðst hafa vitað að hann
værí enginn maður til aö standa í
slagsmálum sökum ölvunar. Þrátt
fyrir ummæli ákærða veröur ekki
talið f ullsannað að hann hafi sótt hníf
í eldhúsiö í þeim tilgangi aö vega
Oskar Árna. Hins vegar er ljóst, að
ákærði hlaut að gera sér grein fyrir
hvaöa afleiðingar það kynni að hafa,
þegar hann keyrði hníf fjórum sinn-
um í bak Oskars Ama. Verður því að
reikna honum verknað þennan til
ásetnings,” segir í dómi undirréttar.
Sakadómur taldi refsilækkunar-
ástæður ekki vera fyrir hendi.
Akærði, Þórður Jóhann Eyþórs-
son, þekkti Oskar Árna Blomster-
berg ekki með nafni fyrr en eftir at-
burði nýársnætur. Hann kannaðist
við hann undir viðumefninu Skari.
Fyrstu kynni þeirra voru um tiu ár-
um áður er þeir á unglingsaldri lentu
í slagsmálum við veitingahúsið Þóns-
kaffi. Þeim varð sundurorða vegna
stúlku og ruku saman.
A næstu áram hittust þeir einstaka
sinnum af tilviljun á dansleikjum. I
desembermánuöi, nokkra fyrir hina
örlagaríku nýársnótt, hittust þeir af
tilviljun er Þórður Jóhann, sem ók
sendibíl, var fenginn til að aka kjöti
til kjötiðnaðarfyrirtækis sem Oskar
Ami starfaði hjá. Oskar Ami tók við
kjötinu. Spannst rifrildi milli þeirra,
bæði vegna hlífðarpappa sem fylgdi
kjötinu og akstursreikningsins.
Þeir hittust enn af tilviljun í íbúð-
inni við Kleppsveg. Þar fóru þeir
fljótlega að karpa út af fyrri sam-
skiptum. Rifrildiö þróaðist. Loks tók-
ust þeir fangbrögðum en þá var
ákærði kominn með hníf í hægri
hönd. -KMU
REGATA LOKSINS TIL AFGREIÐSLU
A bílasýningunni AUTO ’84 í síðasta mánuði kynntum við REGATA, nýjasta
gœðinginn í FIAT FJÖLSKYLDUNNI. REGATA vakti mikla athygli á sýningunni
og nú vomm við að fá fyrstu sendinguna til landsins.
REGATA er íramhjóladrifinn og búinn öllum
aksturseiginleikum FLAT gœðinganna léttur í
stýri, rásíastur, liggur vel og er sérlega
viðbragðsíljótur.
REGATA er rúmgóður og íarangursrými er
ótrúlega mikið.
Sparneytnin er þó líklega stœrsti
kosturinn viö þennan glœsilega bíl,
hann eyöir allt niöur í 5.4 lítra á
hundraöiö, sem er hreint ótrúlegt tyrir
bíl í þessum stœröarflokki.
KYNNINGARVERÐ - OG KJOR 1
Á þessari íyrstu sendingu bjóöum viö sérstakt kynningarverö og reynum
aö haía hátíöaryíirbragö á kjömnum. Útbomn í REGATA getur verið allt
ofan í 100.000,- krónur og verðið er hreint ótrúlegt fyrir rúmgóöan,
framhjóladrifinn glœsivagn.
Sex ára ryðvarnarábyrgð
kr. 329.000.-
(gengi 2/5 '84)
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.