Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR12. MAl 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUM5ULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaö25kr. Lamaöur stjómmálaflokkur Af fjölmennri þingmannahjörö Sjálfstæðisflokksins greiddu aðeins Eyjólfur Konráð Jónsson og Albert Guðmundsson atkvæði með tillögu Bandalags jafnaðar- manna um sölu ríkisbankanna. Er sú sala þó á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og nefndar, sem formaður flokksins átti sæti í. Afdrif tillögunnar um sölu ríkisbankanna er aðeins eitt af mörgum dæmum um niöurlægingu þingflokks sjálf- stæðismanna. í þeim hópi eru sárafáir menn, sem hafa einhvern áhuga á stefnumálum flokksins og nenna að taka til hendi, þegar um þau er að tefla. Hinn dæmigerði þingmaður Sjálfstæðisflokksins er Egill Jónsson. Hann hefur sem formaður landbúnaöar- nefndar efri deildar komið í veg fyrir, að frumvarp Alþýðuflokksins um afnám einokunar Grænmetisverzl- unar ríkisins sé tekið til umræðu og afgreiðslu í nefndinni. Þegar Eyjólfur Konráð kvartaði í fyrradag yfir þessari meöferð málsins, hafði Egill um hann hin hæðilegustu orð sem hlaupasmala Alþýðuflokksins. Var Eyjólfur Konráð þó aðeins að hreyfa við máli, sem allur þorri sjálfstæðis- manna styður af hjartans sannfæringu. Sérstaklega er áberandi undirlægjuháttur þingflokks sjálfstæðismanna gagnvart Framsóknarflokknum. Hann endurspeglar hliðstæðan undirlægjuhátt ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Um þetta lið í heild má segja, að það sé eins konar Framsóknarflokkur í Sjálfstæðisflokknum. Matthías Bjarnason, framsóknarráðherra í Sjálfstæðis- flokknum, leggur kapp á að fá Alþingi til að' samþykkja ný fjarskiptalög, sem fela í sér aukna hörku í einokun Pósts og síma á fjarskiptum. Þetta frumvarp gengur þvert á anda og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma nenna ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins ekki að keyra í gegn útvarpslagafrumvarpið, sem gengur í hina áttina, aukið frjálsræði í anda stefnu- skrár Sjálfstæðisflokksins. Þeir hyggjast samþykkja f jarskiptafrumvarpið og salta útvarpslagafrumvarpið. Frumvörp, sem eru í anda stefnuskrár Sjálfstæðis- flokkí ins, 2á að velkjast um á Alþingi mánuðum saman og sofna í nefndum, sem stjórnað er af framsóknarmönn- um, sem sumir hverjir eru þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, en eru samt verri framsóknarmenn en hinir, er játa lit. Frumvörp, sem hins vegar eru í anda einokunar, borin fram af sérstökum afturhaldsmönnum á borð við Pál Pétursson, formann þingflokks framsóknarmanna, á hins vegar að keyra í gegn á örfáum vikum. Eitt dæmið um það er frumvarpið um fríðindi Mjólkursamsölunnar í kakómjólk og fleiru. Frekjan í þessum afturhaldsmönnum er svo gegndar- laus, að nú neita þeir að afgreiða kosningalagafrumvarp, sem formenn allra stjórnmálaflokkanna á síðasta þingi standa að á þessu þingi. Ætti afgreiðslan þó nánast að vera formsatriði, því að frumvarpið var samþykkt á síðasta þingi. Afturhalds- og einokunarsinnar mundu ekki láta svona, ef þeir væru ekki búnir að átta sig á, að hrygginn vantar í þingflokk og ráðherralið sjálfstæðismanna. Þeir ganga á lagið, þegar þeir finna, að þessi dapurlega hjörð hefur næstum engan áhuga á eigin flokksmálum. Einkennilegt er, að Sjálfstæðisflokkurinn sem stofnun skuli orðalaust láta viðgangast, að fulltrúar hans á þingi hagi sér eins og sannfærðir framsóknarmenn. Það er eins og eymdin og niðurlægingin hafi líka lamað apparatið í Valhöll, meira að segja nýja formanninn. Jónas Kristjánsson. ’Jr wnrmmmwuí-arz cckbi ■ tL’tí.tkm.a».». w.■■■ ■ n Peningaseðla í kiörkassann Þessi köst koma ööru hvoru yfir mig. Ég verð eiröarlaus og annars hugar, uppstökkur og þrætugjarn, missi matarlystina og stend gjarna viö stofugluggann og horfi út, eins og þaö sé von á gestum. Þegar á líður verö ég skjálfhentur og stend mig að því að munda vinstri höndina eins og þaö sé eitthvað í henni. Fjölskyldan þekkir einkennin og veit hvernig óhjákvæmilega fer. Skyndilega er heimilisfaöirinn horfinn og eftir sitja börnin, hnípin og kvíöafull, vitandi aö fjárlög fjöl- skyldunnar hljóta að fara úr böndum og ekkert á matseðlinum nema hafragrautur og ýsa næstu vikumar. Mér þykir þetta leitt og ég reyni að halda aftur af mér eins lengi og ég mögulega get. En þaö er vonlaus barátta til lengdar. Eg verð aö kaupabækur! (Hvaðannað?) Þaö fór reyndar betur en á horföist nú í vikunni þegar ég hélt þetta ekki út lengur og fór á bóka- búöaráp. Eg var rétt nýkominn inn í fyrstu verslunina og hafði stillt mér upp framan viö sagnfræðihillurnar (ég byrja alltaf á sagnfræðinni á þess- um túrum) þegar þaö var skyndilega rifiö harkalega í öxl mér og einhver hvæsti í eyra mér, með annarlegum hreim: „Varaöuþig”. Eg leit við og þegar ég sá tekið andlitiö, meö leppnum yfir öðru aug- anu, leið mér eins og Jim Hawkins hlýtur aö hafa liöiö þegar Long John Silver dúkkaöi upp. — Eg sé þaö á þér, þú ert langt leiddur! Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason — Hvaöa bók er þetta? Eg held aö ég haf i aldrei lesiö hana! Hannstaröi á mig meö þessu eina auga um stund, eins og hann skildi mig ekki, en kipptist síöan viö og sagði fljótmæltur: — 0, þetta er um almannavalsfræði, svokallaöa. Eg lýsti kurteislegum áhuga minum á viöfangsefninu og hann var fljótur til að ganga á lagið og bjóöa á kaffihús. Eg sló til og viö fórum. Það tók nokkurn tíma aö finna borö og panta en þó kom aö því aö lokum aö viö gátum farið aö ræöa alvarlegri hluti og ég beindi sam- talinu þegar í staö aö bókinni góöu. — Almannavalsfræði? Þaö er angi af frjálshyggjunni, blessaöri. Þetta dæmis! Þaö er fjöldi frambjóðenda, sem gefa kost á sér, og allir sækjast þeir eftir fylgi. Þaö mætti ímynda sér kerfi þar sem atkvæðagreiðslan færi fram í krónum! Þá væru margir kjörkassar, hver merktur með nafni eins frambjóöanda, og menn veldu sér segjum sex frambjóöendur! Þér list best á frambjóöanda A, og stingur þúsund kalli í hans kassa, og síöan kannski níuhundruö í kassa frambjóöanda B. Og síöan yrði bara taliö upp úr kössunum og þeir sex frambjóöendur sem hæsta krónutölu fá eru þar meö orðnir þingmenn. Hann þagnaöi andartak, til aö ná andanum, enda var hann oröinn æstur og hrifinn af hugmyndinni. Hann leit ekki við kaffinu en hélt á- fram og var nú orðinn rjóöur. — Allir peningar í kjörkössunum rynnu auðvitaö beint til ríkisins. Þaö yröi góður tekjustofn. Og nýtt þing kæmi saman meö ríkisf járhirslurnar fullar. Framhaldið yröi svo þannig, aö nýtt þing myndi verja ríkisfjár- munum þannig aö þeir kæmu til góöa þeim hópum sem kusu þingmennina. Og fjármagn það sem fór í kassa frambjóöendanna sem töpuöu væri hagnaöur þeirra semunnu! Hann var nú hálfrisinn úr sætinu og brýndi raust sína svo að allir gestirnir heyröu til hans. — Þegar svo hagnaðurinn af kosningunum væri upp urinn, myndu þeir rjúfa þing og efna til nýrra kosninga! Þannig yröi aldrei halli á ríkissjóöi! — Hvaö meö veröbólguna! Sá gamli hristi höfuðið rauna- mæddur: — Þaö fer fyrir þér eins og mér, góði, ef þú passar þig ekki. Kon- an fer frá þér, tekur bömin meö og skilur þig einan eftir innan um rykuga bókastaflana. Og þar hím- iröu þaö sem eftir er ævinnar, les- andi, og leitandi aö gömlum brauð- sneiöum innan um skræðurnar, þá sjaldan þú manst eftir því að borða. Snúðu af þessari braut, ungi maöur. Stevptu þér út í skuldir, farðu út í bílabrask! Stofnaöu heildsölu og gakktu í feröaklúbb, liföu lífinu eins og normal fólk! Mér fannst þetta óþarflega per- sónulegt og íhugaöi að svara honum kuldalega og snúa mér undan. En svo gamall bókaormur hlaut aö hafa lesiö sitthvað merkilegt um ævina og ég gat ekki staðist freistinguna, benti á bók sem hann hélt á og spuröi: er fyrir menn, sem rugla saman peningaseðlum og atkvæðaseðlum. Osköp ófrumlegt! Eg varö fyrir dálitlum vonbrigöum því ég hafði búist viö einhverju meira sláandi en þessu. En vonbrigöin gleymdust fljótlega því eins og bókaorma er siður hýrnaði yfir honum viö það að ræöa um bækur. — Þetta er þó ekki alvitlaus hug- mynd. Aö minnsta kosti ekki í sum- um atriðum. Það mætti halda því fram aö þaö sé ólýðræðislegt aö út- hluta atkvæðisrétti eftir peningaeign en þaö er í sjálfu sér ekkert vitlaus- ara en að úthluta atkvæöisrétti mis- ríkulega eftir búsetu! Það haföi hýmaö mjög yfir honum meðan hann var aö útlista og þróa hugmyndina svona af fingrum fram. — Tökum þingkosningar til Hann leit á mig eins og hann heföi aldrei séö mig áöur. Eg hélt áfram, staöráðinn í því aö hleypa honum ekki aö fyrr en móöurinn væri runninn af honum. — Og hverjum heldur þú að dytti I hug aö borga fyrir þingmann? Fram- boðið er meira en eftirspurnin, auk þess sem þingmenn kosta okkur nóg samt! Svo þyrfti ekki margar kosningar til þess aö gera minnihlut- ann aö öreigahóp því þeir ríkustu vinna fyrst og hirða hagnaöinn sem þeir nota síðan til aö vinna enn stærra næst og svo framvegis. Þeir myndu þurrka út hagnaðarvonina! — Viö prentum þá meiri peninga! — Og auka þannig veröbólguna? Viö skildum skömmu síðar, óvinir. Þegar menn veröa ástfangnir af kenningum, taka þeir gagnrökum illa. aJKsmjsamcibc• MCCClSaiI ■ M ■ a *M j laMCiiikiit ál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.