Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 12
12 l DV. LAUGARDAGUR12. MAÍ1984. ATVINNA Matreiöslumaður óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur deildarstjóri matvörudeildar í síma 96-21400. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Akureyri. SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI Hjúkrunarfræöingur meö ljósmæðramenntun eöa ljósmóðir óskast til afleysinga vegna veikinda og sumarleyfa. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94- 1386. Skipstjórafélag íslands Skipstjórafélag íslands minnir félagsmenn sína á aö sækja um orlofshús sem fyrst. Nokkrar vikur ennþá lausar í sumar. Upplýsingar í síma 29933. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í Skagaveg 1984. (5,7 km, 33.000 m3). Verkinu skal lokið 30. september 1984. Utboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Sauöárkróki frá og meö 14. maí nk. Skila skal tilboöum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1984. VEGAMÁLASTJÓRI. óskast í eftirtalin tæki er veröa til sýnis þriðjudaginn 15. maí og miövikudaginn 16. maí milli kl. 8 og 16 í birgðastöð Rarik viðSúöarvog: Zetor 7045 4 x 4 dráttarvél árg. 1981 Hjá véladeild Vegagerðar ríkisins. Reykjavík: Caterpíllar D7E jaróýta árg. 1965 Ford 3000 dráttarvél, m. framskóflu árg. 1974 Bolinder Munktel VHK 115 veghef ill árg. 1962 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins, Sauðárkréki, upplýsingar véladeild Vegagerðar rikisins, Reykjavlk: Agdermaskin FM7-7M1, rafdrifinn matari fyrir efnisvinnslu. Tilboðin verða opnuö miðvikudaginn 23. maí 1984 kl. 15.00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÖLF 1441 TELEX 2006 IMÝR SÆNSKUR JABO— PANELL Getum nú boðið sænska gæðapanelinn frá Jabo fullpússaðan á sama verði og ópússaði panellinn var. Hús- og sumarbústaðabyggjendur, kynnið ykkur verð og gæði. Harðviðarval hf. Skemmuvegi 40 Kópavogi. Skapsmunir Krusjeffs hlupu oft með hann i gönur, eins og við þetta tækifæri er hann barði skó sínum i ræðupúltið á fundi Sameinuðu þjóðanna, méli sínu til áréttingar. HVER MAN Nlí EFTIR KRUSJEFF? —f innskur blaðamaður segir f rá I ár hefði Nikita Krusjeff orðið áttræður. Ef hann hefði lifað afmælisdaginn mætti ætla að hann hefði verið í vondu skapi. I hvert skipti sem mér gafst tæki- færi til þess að sjá hann úr nálægð var hann í vondu skapi. Það var í fyrsta sinn haustið 1955. Stórkostleg móttaka var í Kreml vegna heimsóknar Paasikivis for- seta Finnlands og annarra finnskra stjórnmálamanna. I einum af hinum firnastóru sölum stóð flokksforing- inn Nikita Krusjeff einn út af fyrir sig og steinþagöi. Hann glápti út í eitt homið á salnum. Þar var Malenkoff forsætisráð- herra, ásamt Bulganin, Molotoff, Kaganovitsj og nokkrum öðrum. Þeir vom greinilega í góöu skapi og spjölluðu saman. Kmsjeff bara góndi. Rétt í þessu skaut þeirri hugsun upp í kolli blaðamanns frá Helsingin Sanomat að við skyldum ganga fram og ræða við Krusjeff. Schulgin, en svo hét blaðamaðurinn, kynnti okkur á ágætri rússnesku, enda var rússneska annað móðurmál hans. — Seinna, sagði Krusjeff. Hann snerist á hæli og hvarf. Viö fengum ekki tækifæri til aö skiptast á skoðunum við þessa upp- rennandi stjörnu á stjómmálahimni Sovétríkjanna. Samsæri Aöur en ég sá Kmsjeff í næsta skipti voru þeir Malenkoff, Kaganovitsj og Molotoff horfnir úr hásætum sinum. En Bulganin fékk fyrirgefningu. Hann var forsætisráð- herra. Og hann var í för með Krusjeff þegar hann kom í opinbera heimsókn til Finnlands. Heimsókn- inni lauk með blaðamannafundi í Portanin í Helsinki. Bulganin hafði lítið að segja, en Krasjeff talaöi þeim mun meira. Bulganin sat hreyfingarlaus og horfði yfir salinn og virtist tauga- óstyrkur. Hann rjálaði við gleraugun sín. Það leyndi sér ekki að hann var órólegur. Sennilega vissi hann ekki aö Kmsjeff vissi einnig það sem hann sjálfur vissi — sem sé að æðstu menn sovéska kommúnistaflokksins ætluöu að safnast saman í Moskvu daginn eftir og setja Kmsjeff af þegar hann kæmi til höfuðborgarinn- ar. Út um þúfur Krusjeff haföi nefnilega borist njósn um hvað til stæði frá Hertu Kuusinen, sem aftur hafði fréttina frá fööur sínum, Otto Ville Kuusinen í Moskvu. Bukoff marskálkur sá svo um aö ekkert yrði úr fundinum. Flugvél hersins flutti alla mið- nefndina til höfuðborgarinnar og þar vann Krusjeff algeran sigur á and- stæðingumsínum. Er að furða þó að Kmsjeff væri í .vondu skapi þegar hann talaði við finnsku blaðamennina í Helsinki, vitandi hvað væri í bígerö í Moskvu meðan hann var fjarstaddur. Sárgramur Krusjeff ferðaðist allvíða um Norðurlönd og meöal annars sótti hann heim bændabýli á Fjóni í Dan- mörku. Bóndinn átti sjö hektara lands. Nikita reikaöi þama um og gaf glöggar gætur aö öllu. Nokkra metra á eftir honum gekk danski forsætisráðherrann, Jens Otto Kragh. Svipur Krusjeffs bar vott um gremju. Þessi danski bónda- durgur hafði með hjálp tilbúins áburöar framleitt jafnmikið á sínum sjö hekturum og samyrkjubændumir á sjötíu hekturum heima hjá Krusjeff. Hann var alveg sárgramur. Síðar um daginn var Kmsjeff haldin virðuleg matarveisla í Oðins- véum. Formaður dönsku bændasam- takanna hélt ræðu viö það tækifæri og sagöist vonast til þess aö aðal- ritarinn hefði séö eitthvað sem hann gæti fært sér í nyt- heimafy rir. Þá fáuk í Kmsjeff. Hann stakk skrifaðri ræðu í vasann og hélt stranga refsiprédikun sem snerist um það að alger óþarfi væri að fræða hann um landbúnað. Ef tilbún- um áburði væri sóað eins og bændurnir í Danmörku gerðu væri auðvelt að fá hvaða uppskeru sem væri. I Sovétríkjunum fengju akrarnir ekki annan áburö en þann sem farfuglamir skildu eftir sig vor og haust á leið norður eða suður. Og varðandi framleiðslu á lífsnauðsynj-. um ætluðu Sovétríkin að setja á stohi margar verksmiðjur þar sem komið væri á fót hænsnarækt og eggjafram- leiöslu í stórum stíl. Kmsjeff var svo sár og æstur að hinn ágæti túlkur átti erfitt meö að fylgjast með oröasveifl- um hans. Mikið af því sem hann mælti var eintal á rússnesku, sem Danirnir vitanlega skildu ekkert í. Daginn eftir var Kmsjeff boöinn til landbúnaðarsýningarinnar miklu á Bellahöj. Þar sá hann sitt af hverju sem kom honum í illt skap, svo sem úrvals kynbótanaut og kýr. Framsóknarmaður? Síöast sá ég Kmsjeff við móttöku í sendiráði Finnlands í Moskvu. Við móttökuna í Kreml var aöeins boðið upp á vín — ekki vodka — því læknar höfðu sagt að lifur Krusjeffs þyldi ekki sterka drykki. En við móttök- una í finnska sendiráðinu dreypti Nikita samt öðru hvom á viskí- blöndu. Fra Sohlberg, kona sænska sendiherrans, spuröi hvers vegna rit- höfundurinn Pasternak hefði ekki fengið aö veita nóbelsverðlaununum viðtöku. — Hann hefði mátt það fyrir mér. En flokkurinn stóð á móti því, sagöi Nikita. Þegar ráðandi öfi í Sovétríkjunum komu því loks til leiðar að Kmsjeff varð aö víkja úr valdastólum kraföist hann þess aö fá að gegna starfi landbúnaðarráðherra. En því varekkisinnt. . , Kmsjeff var maður sem trúði a blessun landbúnaöarins og þekkingu sína á honum. Hefði hann ekki frekar átt að vera f ramsóknarmaður en kommúnisti?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.