Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 18
VAR VITASKULD FYRSTUR Olaf ur Gunnarsson situr í stofu fyrir borðsenda. Maðurinn en hnellinn, hár- ið svart og krullað og þegar nann bros- ir kemur i ljós óvenjubreitt bil milli framtannanna. „Þennan mann má ekki vanta þegar viö kvikmyndum Njálu,”hugsaég. I stað þess að íklæðast purpura- skikkju og vera gyröur góöu sveröi er Olafurí stökum jakka ogflauelsbuxum meðaxlabönd. Skáldið býður naröfisk og noijnal- brauö með smjöri og osti. Hvaðertu að hugsa? ,,Já, fyrst þú varsl aö nugsa um bil- iö, vinur, þá get ég sagt þér að það er kallaö söngskarð. En það er merkilegt að þú skulir spyr ja. Eg var að nugsa um aö það hef- ur alltaf verið einn af mínum draum- ufn aö búa til blaðamann. Þá á ég ekki við á hefðbundinn máta heldur nafði ég hugsaö mér að taka viðtal við sjálfan mig og búa til blaðamanninn Tómas Pálsson sem átti að hafa próf í bók- menntum frá Sorbonne og vera sendi- kennari við háskólann í Mexico City. Svo var ég að hugsa um að nota þennan ágæta mann sem nokkurs konar appa- rat til þess að geta komið þvi á fram- færi hvað ég er gáfaður.” — Já. Eg hef frétt að það sé merki- legbókáleiðinni? ,,Eg get sagt þér alveg eins og er að ég er orðinn dálítið þreyttur á þessari goðsögn sem virðist ganga um bæinn að ég sé að gefa út eitthvert meistara- verk á heimsmælikvarða. Það er ekki ég sem kem þessu af stað. Það eru ýmsir vinir mínir og það er ekki sann- gjamt. Það hafa ekki verið skrifaöar nema um 50 stórkostlegar bækur í heiminum og mín er ekki þar á meðal, þvímiður.” Heim — Þú varst að flytja heim frá Dan- mörku. „Já, þaö var komið nóg, ég haföi bú- ið þar í meira en sex ár svo það var kominn tími til að drífa sig til Islands, eða vera áfram úti, ég varð líka að hugsa um bömin. Eldri sonur minn er orðinn 14 ára og sá yngri tíu ára. Hvar áttu drengirnir að menntast? Nú svo var ég sjálfur farinn að sakna Islands. Mér fannst í raun og veru sú hugsun að lifa fjarri landinu miklu lengur orðin óbærileg. Eg sat stundum inni á vinnu- stofu minni og var að reyna að skrifa en kunni varla máUð lengur, gat ekki( greint á milU hvað var hvað. Mér er sagt að þetta komi stundum fyrir próf- arkalesara. Það var best að fara að drífasig.” — Varstu ánægður meö Kaup- mannahöfn? „Jú, jú, mikil ósköp. Kaupmanna- höfn er dásamleg borg og þar er gott aö vera. Lífið gengur þar á dálítið öðru tempói en hér. Eg kom inn á dekkja- verkstæði hér í bæfyrír stuttu og ég get fullyrt að ef þaö verkstæöi hefði verið í Danmörku þá hefði verið kaUað á Extrabladet og ljósmyndara tii að skrá hamaganginn og svo heföi hver maður verið tekinn fastur og settur bak við lás og slá. Annars bjó ég fyrir utan Kaup- mannahöfn og þar voru menn enn ró- legri í tíðinni. Eg leigöi hús um 20 kíló- metrum fyrir utan bæinn þar sem heit- ir á Greve Strand. Náunginn á kránni, i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.