Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR12. MAl 1984. 19 RABBAÐ VIÐ ÓLAF GUNNARSSON RITHÖFUND SEM UM ÞESSAR MUNDIR SENDIR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGUNA GAGA sem ég kynntist, haföi til dæmis ekki komið í bæinn í 16 ár og þaö var svipað ástattumfleiri.” ísland — Þar hefur þá gefist gott næði til skrifta? „Já, það var mjög gott að vinna þama. Eg hafði stórt og bjart herbergi og var vel upplagður þetta tímabil. Það voru helst blessuð bömin í hverf- inu sem vildu ónáða mig. Þau gátu ekki skiliö þennan furðulega mann sem hékk einn heima af öllum pöbbum á daginn og sat og starði út í garðinn frá morgni til kvölds. Þau byrjuöu að kvelja mig af niikQli útsjónarsemi á timabili. Hringja á bjöUuna svona tutt- ugu sinnum fyrir hádegi, fylla plast- poka af vatni og fíra í gluggann hjá mér og svo framvegis og svo framveg- is. En ég fyrirgaf þetta aUt saman einn dag. Eg var að ganga úti og þá hey ri ég að einn óknyttakrakkinn segir: „Þarna er þessi skrýtni. Þarna er rit- höfundurinn,” og svo heyri ég að annar segir með þeirri miklu viröingu sem aðeins bömum er lagin: Já, og ég er viss um aö hann er miklu betri en H.C. Andersen. Eftir þetta fyrirgaf ég þeim ant.” — En nú fékkstu aUan tímann við Is- land. Viö íslenskan veruleika og hvað svo þegar þú kemur heim. Er ekki Is- land öðruvísi en þaö Island sem þú þekktir?” „Nei, það held ég ekkL Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Is- land er samt viö sig og ég held að þó við bætum við nokkrum huggulegum veit- ingastöðum klæddum furupanel þá brey ti það Utlu um þjóðarmóralinn. En þetta er mál sem ég nenni ekki að ræða, satt að segja. Island er besta land í heiminum en það er hér einn og annar draugur á ferð, þvi er ekki að neita.” — Er ekki einmanalegt að sitja við skriftir? , Jú, en það fer nú svo að einveran verður nokkurs konar virki höfundar- ins fyrir rest, einveran fer að veröa nokkurs konar griðastaður, maður nærist á henni og sækir í hana styrk.” Frumleiki Skipulegguröu bækur þínar? „Já, ég hef venjulega nokkuð góða hugmynd um hvað mig langar til að gera þegar ég byrja en það prógramm vill riðlast. Eg held að á undan þeirri stuttu skáldsögu GAGA, sem nú kemur út, megi finna einar átta aðrar bækur, sem ég hef byrjað á, sem í raun og veru voru aðeins tilraunir til þess að finna þessa.” — Er þetta Science Fiction saga? „Nei, þaö er hún ekki, en bókin notar eitt og annað úr Science Fiction, sumar aöferðir þeirrar sögu. Hún reynir ef til vill aö skopstæla Science Fiction söguna. Nei, kannski er það della ef ég fer aöhugsa málið.” — Er bókin frumleg? „Nei, ég hef lítiö álit á frumleika. Eg hef miklu meiri trú á menntun og kunnáttu. Þetta tvennt og það að geta skapað sjálfur. Eg var einu sinni i Paris og hitti þar ungan, íslenskan málara og bauð honum með mér á Louvre safnið. „Nei, ég get ómögulega farið,” sagði maðurinn. ,,Nú hvað er þetta,” sagði ég, „ertu ekki málari? Er það ekki gott fyrir þig að kikja á miklu meistarana, Caravaggíó og þá félaga? „Nei,” sagði maðurinn. „Eg: vil ekki skemma í mér frumleikann.” Þetta er vitaskuld sjónarmið út af fyrir sig. Eg heyrði það einu sinni nefnt sem dæmi um mikinn frumleika að Leonardó da Vinci teiknaði vængi til að setja ámennogþaölöngufyrirWright bræður. En fuglinn var vitaskuld fyrstur. Þessi frumleikadella er úr sögunni. I gamla daga kipptu málarar heilu pörtunum út úr annarra myndum og skelltu inn i sínar. Eg afla mér viða fanga. Þaö er ekki til frum- legri hlutur í heiminum en steinvala en samt er hún meira en fimm þúsund milljón ára gömul. Takk.” Hugrekki — Lestu þá til þess að nota? ,,Já, já. Ef því er að skipta þá gæti ég átt það til að kaupa mér stabba af bók- um og pæla í gegnum þetta mjög mark- visst og rólega, ég kasta ekki höndun- umtilneins.” — Hvemighagarðuvinnuþinni? „Eg vélrita og lagfæri svo inn á og vélrita svo áfram endalaust þar til ég get ekki iagfært meira. Þá hætti ég og sendi handritið til Jóhanns Páls, forieggjara mins, og bíð eftir hvað hann hefur aö segja en fyrir utan það eitt aö vera forleggjari minn um aldur og ævi þá er Jóhann einnig sálfræðing- ur minn, fjárhagslegur ráögjafi, skáldskaparlegur ráðunautur og ein allsherjar stoð og stytta í lífinu. Eg veit satt að segja ekki hvemig ég ætti að fara að ef ég hefði ekki þann mann einhvers staöar i nálægð. Þá yrði fyrst einmanalegt við ritvélina.” — Hvers myndirðu krefjast af einum höfundi? „Eg myndi krefjast hugrekkis. Þará ég ekki við þetta frægá Hemingway hugrekki né heldur það hugrekki sem felst i því að geta talað hátt í bönkum og sparisjóðum og verið ákaflega einurðarfullur og ákveðinn við vini og kunningja. Eg er að tala um það hug- rekki sem þarf til að sýna fullan trúnað við þann texta sem höfundur er að semja. Svikja ekki handverkið. Láta ekki einhverjar dillur stjórna sér. Reyna að setja saman bók eftir sinni bestu samvisku. En skrifa lika af kunnáttu. Gáðu að þvL ” — Þú nefndir Hemingway. Er þessi bók eins og hinn frægi isjaki Heming- ways. Það er að segja 9/10 neðan- sjávar? „Nei, en það á jú lesandinn aö dæma um, ekki satt? En samt gerðist nokkuö undarlegt með þessa stuttu sögu. Það var eins og það kæmi inn einhver auka- höfundur sem ég vissi ekki af og færi að gera hitt og þetta sem kom mér seinna meír dálítiö á óvart. En um svona hluti á maöur ekki að tala. Það er leyndarmál hvers höfimdar.” Pólitik — Hvaö um aðra höfunda? „Hvaðáttuviö?” — Ja&ialdra þina, íslenska og yngri? „Já, já, já. Eg mundi kannski einna helst vilja nefna vin minn, Olaf Hauk, sem mér finnst hafá samið langbestu skáldsögu sinnar kynslóðar. Vatn á myllu Kölska er glettilega mögnuð bók ogfellurekki. Af yngri mönnum vildi ég fremstan telja Einar Kárason sem rey ndar gerði mér þann heiður að sækja mig heim og taka viö mig viðtal um daginn, rétt eins og þú. Hann skrifar af miklum krafti, energíi sem getur næstum gert hvað sem er. Ef honum tekst aö halda sig á mjóa veginum þá gæti þaö orðiö spennandi höfundarferill, satt að segja. En það er voðalegt af þér að spyrja mig út í þessa stráka, þetta eru allt ágætir vinir mínir.” En er ekki skáldsagan takmarkað form? „Nei, hún er nefnilega ekki takmörk- uö, hún er dásamlegust allra forma. Hún er endalaus speglasalur og rang- hali, völundarhús, labyrint, eöa hvað þetta nú allt er kalíað.” — „Má ég koma meö klassíska spurningu? Hvar stendurðu í pólitík? „Eg stend satt að segja hvergi nú orðið. Ef ég ætti að kjósa einhvem þá kysi ég jörðina. Nú er kominn tími til að menn hætti að rífast og taki höndum saman um að passa hnöttinn. Annars fer það svo að þeir hafa engan hnött til aö þrasa um eftir nokkur ár. Þetta vissi Krúsjoff þegar hann sagði árið 1953 „we dont want to colonise Mars together with the Americans”.” — Eru þetta ekki dönsk áhrif ? „Nei, þetta eru ekki dönsk áhrif. Við erum á ystu nöf núna. Það hlýtur hver maður að sjá og það er viðurstyggð að fólk jarðarinnar láti bjóða sér þetta. Það ættu allir menn að fara í hnattar- verkfall og láta þessa vitfirringa taka þetta sprengidrasl sitt úr sambandi. Við höfum ekki leyfi til aö haga okkur svona. Við höfum skyldur gagnvart hinum ófæddu. Við erum aöeins gestir hér í stutta stund og höf um ekki leyfi til að eyðileggja þessa dásamlegu plánetu. Guð Maöur þarf ekki annað en að ganga út í móa hér á Islandi til þess að manni verði ljóst að við búum í paradís. En mér finnst satt að segja að ég hafi ver- ið dauður lengi. Eg hef gengiö um og mér hefur liðið eins og manni sem veit að hann á að deyja eftír stuttan tima og mér finnst eins og allir í kringum mig séu draggar. Þú situr og horSr á f jölskyldu þina við matarborðið þegar hún tekur ekki eftir þvi og það er næstum þvi óbæri- leg kvökl. Við erum að tala í alvöru, ekkisatt?” — Er þetta ekki einum of mikill heimsharmur? „Nei, það er það ekkL Hvað sýnir mannkynssagan okkur? Hafa menn nokkum tímann hagað sér gáfulega? Hefur ekki alltaf allt farið á hinn versta veg? Það yrði kraftaverk nú ef stríði yröi afetýrt en kannski tekur guð i taumana. Það gæti farið svo að hann fengi nóg og leyfði okkur ekki að eyði- leggja jörðina.” — Þútrúiráguð? , JEg á bágt með að sjá hvemig hægt er að fara að þvi að trúa ekki á guð. I þessu stórkostlega úníversi sem er allt i kringum okkur er guö ekki efamáL Hann er s jálfsagður. ” — Og hvað um son hans? „Heyröirðu hana gala?” ZtMDGESTOne ?er$Í!stns Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone radial og diagonal sumarhjólbarðar. Óbreytt verð frá í fyrrasumar! Sölustaðir: Reykjavík og nágr. Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24 sími 81093 Hjólbarðastöðin s/f, Skeifan 5 " 33804 Höfðabekk h/f, Tangarhöfða 15 " 85810 Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar, Ægissíðu 104 " 23470 Hjólbarðaviðgerð Otta Sæmundssonar, Skipholti 5 " 14464 Dekkið, Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði " 51538 Landsbyggðin: Hjólbarðaþjónustan, Brekkubraut 23, Akranesi sími Hjólbarðaþjónustan, Dalbraut 13, Akranesi " 93-1777 Hjólbarðaviðgerðin h/f, Suðurgötu 41, Akranesi " 93-1379 Vélabær, Bæ Borgarfirði v " 93-7102 Bifreiðaþjónustan, v/Borgarbraut, Borgarnesi " 93-7192 Hjólbarðaþjónustan, Borgarbraut 55, Borgarnesi ” 93-7658 Hermann Sigurðsson, Lindarholti 1, Ólafsvík " 93-6195 Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar, (Þórarinn Sigurðss.), Borgarbr. 2 " 93-8698 Nýja Bílver h/f, v/Ásklif, Stykkishólmi " 93-8113 Dalverk s/f, Búðardal " 93-4191 KF. Hvóunmsfjarðar, Búðardal " 93-4180 Bílav. Guðjóns, Þórsgötu 14, Patreksfirði " 94-1124 Vélsmiðja Tálknafjarðar, Tálknafirði " 94-2525 Vélsmiðja Bolungarvikur, Bolungarvík ” 94-7370 Hjólbarðaverkst. v/Suðurgötu, ísafirði " 94-3501 Staðarskáli, Stað Hrútafirði ” 95-1150 Vélaverkstæðið Víðir, Víðidal, V-Hún " 95-1592 Hjóhð s/f, v/Norðurlandsveg, Blönduósi " 95-4275 Vélaval s/f, VarméihUð, Skagafirði ” 95-6118 Vélsmiðjan Logi, Sauðármýri 1, Sauðarkróki " 95-5165 Verzl. Gests Fanndal, Siglufirði " 96-71162 Bifreiðav. Kambur, Dalvík " 96-61230 Bílaverkst. Dalvikur ” 96-61122 Bílav. Hjalta Sigfússonar, Árskógarströnd ” 96-63186 Hjólbarðaþjónustan, HvannarvöUum 14B, Akureyri " 96-22840 Kaupfélag SvEilbarðseyrar, Svalbarðseyri " 96-25800 SniðiU h/f, Múlavegi 1, Mývatnssveit " 96-44117 Foss h/f, Húsavík " 96-41345 KF. Þingeyingja, Húsavík " 96-41444 KF. N-Þing., Kópaskeri " 96-52124 KF. Langnesinga, Þórshöfn " 96-81200 KF. Vopnfirðinga " 97-3209 Vélsmiðjan Stál, Seyðisfirði " 97-2300 Dagsverk, v/VaUarveg, Egilstöðum ” 97-1118 Hjólbarðaverkst. Brúarland, Egilstöðum " 97-1179 KF. Héraðsbúa, Egilstöðum " 97-1200 Hjólbarðaverkstæðið FeUabæ, Egilsstöðum " 97-1179 Síldarvinnslan h/f, Neskaupsstað " 97-7500 Benni og Svenni, Eskifirði " 97-6499 Verzl. EUasar Guðnasonar, . Útkaupstaðabr. 1, Eskifirði ” 97-6161 Bifreiðaverkstæðið LykiU, Reyðarfirði " 97-4199 Bila og Búvélav. Ljósalandi, Fáskrúðsfirði ” 97-5166 Verzl. Djúpið Djúpavogi * 97-8967 Bílav. Gunnars Valdimarssonar, Kirkjubæjarklaustri " 99-7030 Víkurklettur, við/Smiðjuveg, Vik í Mýrdal " 99-7303 Erlingur Ólafsson, HvolsvelU " 99-8190 KF. Rangæinga, HvolsveUi " 99-8113 KF. Rangæinga, Rauðalæk * 99-5902 Hjólbarðaverkstæði Bjöm Jóhannssonar, Lyngási 5, HeUu ” 99-5960 Hannes Bjarnason, Flúðum, Hrunamannahr. " 99-6612 Vélav. Sig. H. Jónssonar, Túnsbergi, Hmnam.hr. " 99-6769 Gúmmivinnustofan, Austurvegi 56—58, Selfossi " 99-1626 BUaverkstæði Bjarna, Austurmörk 11, Hveragerði " 99-4535 Bifreiðaþjónusta Þorlákshafnar, Unubakka 11, Þorlákshöfn " 99-3911 Hjólabarðastofan Flötmn, Vestmannaeyjum " 98-1523 Smur og hjólbarðaþjónusta, Vatnsvegi 16, Keflavik " 92-2386 Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur " 92-8397 Þeir kröfuhörðu velja Bridgestone! BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 SGV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.