Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR12. MAl 1984. HAFA GENGIÐ ALLS KYNS BJARKI ELÍASSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN SVARAR SPURNINGUM UM VIKINGASVEIT Hver er viöbúnaöur lögreglunnar gegn vopnuðum mönnum eins og þeim sem gekk berserksganginn í vestur- bænum um siöustu helgi? Bjarki: ,Ja, eins og fólk hefur séö þá er sá viðbúnaður að viö höfum haft sér- staka menn til aö grípa inn í þau verk- efni sem viö teljum að gætu veriö of nættuleg fyrir almenna lögreglumenn að eiga viö og þetta er fyrst og fremst til aukins öryggis fyrir lögreglumenn- ina sjálfa og borgarana sem eiga í hlut.” Hvers vegna var hin svokallaöa víkingasveit ekki strax fengin til aö fást við manninn í staö lögregluvarð- stjóra sem vopnaöur var haglabyssu? „Lögregluvaröstjórinn sem er á vakt þegar þetta á sér staö fer á staðinn. Síöan þegar hann er kominn á vettvang þá metur hann þaö svo aö þaö sé tryggara að fá víkingasveitina til aðstoðar og þá fyrst eru þeir kallaðir út og það var mjög fljótt sem þeir komu á staðinn eftir aö þeir voru k vaddir til. Þetta gekk mjög vel. Þeir eru ekki á neinni sérstakri vakt. Bíöa ekki eftir verkefnum. ” Hvað mega lögregluþjónar ganga langt í viðskiptum sinum við vopnaöa menn? „Þaö er takmarkað í lögum hve langt megi ganga viö aö yfirbuga mót- stöðu sem sýnd er og viö höldum okkur alveg innan ramma þeirra laga.” Eftir innbrotið I Sportval Hvenær komu fyrst fram hugmyndir aö stofhun vikingasveitar? „Eg get nú ekki dagsett það en það eru nokkur ár síöan fárið var aö tala um það. Það var farið að ræða það strax eftir innbrotiö í Sportval 1976 þegar þeir gengu hér skjótandi um göt- urnar að þaö væri kannski betra að búa sig þannig að betra væri að mæta slíkum tilvikum. Síðan gafst tækifæri til að senda menn til norsku lögregl- unnar til aö fræðast um þjálfun vikingasveita. Eg fór upphaflega út og kynnti mér þetta og á sama tíma var núverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, Amór Sigurjónsson, við störf í norska hernum og hann fór á þetta námskeið. Síöan hafa veriö sendir fjórir til viðbótar.” Víkingasveitin er þá sniöin að þessari norsku fyrirmynd? „Já.” Hvemig fer val manna í sveitina fram? ■ „Það eru aðallega ungir og vel þjálf- aðir menn sem er boöiö upp á þetta. Þetta er sjálfboöastarf. Mönnum ber engin skylda til að fara í sveitina og menn mega hætta ef þeir vilja. Síðan þegar menn eldast þá ganga þeir út og aörir koma i staöinn. : En þetta er fyrst og fremst frjálst val aö því leyti aö mönnum er boðin þátt- taka ef þeir fullnægja þeim skilyröum aö vera i góðu úthaldi og góöri þjálfun. MDdö af liösmönnum eru góöir íþrótta- menn. Þeir þurfa aö vera andlega og líkamlega vel geröir. Síöan er þaö hvort þeir standast þá þjálf un sem lögö er á þá eöa hvort viö þjálfunina kemur í ljós að þeir treysta sér ekki til þess. Þá geta þeir bara hætt. Þetta er nákvæmlega eins og í Noregi. Margir sem þar byrja þeir nætta.” Hefur verið svipaö fráhvarf og í Noregi? „Ja.ekkimeira.” Hvaö voru margir í sveitinni upphaf- lega? „Þaö er hlutur sem viö segjum aldreifrá.” Tröllasögur Gætiröu lýst eitthvað þjálfun sveitarinnar? „Ekki ööruvísi en svona.” Ekkert hvaö menn eru látnir gera ? „Nei, nei. Nei, nei.” Nú hafa gengið alls kyns sögur? „Það veit ég lika. Það hafa gengið alls kyns tröllasögur um þetta. Víð ætlum ekkert aö ræða um þaö.” Þú vilt þá ekkert segja um hvort þeir hafi verið þjálfaðir í návígi við vopnaða menn? „Nei, nei, nei.” Marianiö víkingasveitarinnar? „Upphafiö er eiginlega frá Sport- valsmálinu. Síöan eru í heimahúsum ýmis fiiál sem koma upp sem gætu orðið víkingasveitarmál. Þaö koma iðulega upp mál í sambandi við skot- vopn og ýmislegt annað sem aldrei fer hátt og kemur í blöðum. Þau mál eru leyst meö samningum og fortölum og flest mál leysast þannig. Það er ekki kallað á víkingasveit fyrr en komið er út á vettvanginn og málið farið aö valda hættu fyrir almenning. I flestum tilvikum tekst lögreglunni aö leysa málin. Þetta er, eins og flest einkamál, ekki tíundaö.” Eru víkingasveitarmenn á sér- stökum launum umfram aöra Iögreglumenn eöa fá þeir bara auka- legar greiöslur fyrir æfingar og útköll? Ahættuþóknun? „Þeir ganga vaktir eins og aörir lögreglumenn með sínum fríum og fá náttúrlega greiðslur eins og aðrir lögreglumenn ef þeir eru kallaðir út. ” Mönnum hefur þótt þetta nokkuð merkilegt ef þeir ganga á móti skotum og fá svo borgað útkall? „Það má eiginlega segja aö þeir fórni sér meira fyrir borgarana en aðrir. En þeir fá engin meiri laun en almennir lögreglumenn þegar þeir eru kallaöirtilstarfa.” Helstu verkefni Stundar sveitin æfingar reglulega alltáriöumkring? „Þeir stunda æfingar, já.” Hver eru helstu verkefni víkinga- sveitarinnar sem hún hefur fengist við hingaðtil? .Jíkkert meira en þiö vitið. Þeir voru kallaðir út þama við bankarániö við Laugaveg 77 og voru þá tilbúnir að takast á við það ef þeir heföu komist í kast viö þann mann sem var með sjálf- virka haglabyssu. Sem betur fer þurfti ekki á því að halda. Síðan var það skot- maöurinn í Slippnum.” Hefur sveitin sannaö gildi sitt að mati lögreglunnar? , Já, ég held það. Viö teljum þetta til mjög mikils öryggis fyrir alla. Þessi atvik hafa sýnt það.” Hefur sveitin haft eitthvert samstarf viö varnarliðið á Keflavíkurflugvelli eins og til dæmis viö æfingar á aðgerðum gegn hugsanlegu flugráni? „Við höfum ekkert samstarf við herinn. Þetta er algerlega á okkar vegum, sjálfstætt. Algeriega lögreglu- legt” Hefur sveitin ekkert velt fyrir sér flugránum og sliku? „ Jú, jú. En það er ekkert í sambandi við herinn: Herinn hefur ekkert meö neinar æfingar aö gera og þaö er ekkertsamstarf.” En svona sveitir spruttu upp erlendis í sambandi við flugrán, ekki satt?’ „Jú, jú. Og samtök eins og Rauöu herdeildirnar, Bader Meinhof, sendi- ráöstökur. 1 þessum löndum voru hópar ofbeldisfólks sem stunduðu mannrán, sprengingar, flugrán, bankarán, sendiráðstökur og morö- árásir og gíslatökur. Sem betur fer er þetta aöeins farið aö hjaöna þó það sé nú á Spáni, Frakklandi, svo maður tali nú ekki um Norður-Irland og Líbanon. Það lenti nú einu sinni flugvél á Kefla- víkurflugvelli sem haföi veriö rænt í Bandaríkjunum og ræningjamir voru síöan yfirbugaðir í París. Þá var þetta mikið til umræðu.” Er víkingasveitin sérsveit lögregl- unnar á Reykjavíkursvæðinu eða alls landsins? „Hún er náttúrlega sérsveit innan lögreglunnar í Reykjavík en hún myndi verða send hvert sem væri ef ósk um slíkt bærist frá viðkomandi lögreglustjóra.” Hver er yfirmaður? Hefur komið upp óánægja innan sveitarinnar vegna æfinga, þær þótt of hrottalegar? „Svona spumingu svara ég ekkert. Eg veit ekki hvað á að kalla óánægju. Menn era ekki sammála en það er engin óánægja. Menn geta rætt málin. Eg svara þessu ekki.” Amór Sigurjónsson er opinber yfir- maður vikingasveitarinnar. Hvers vegna hefur þú stjómaö sveitinni í þessum tveimur verkefnum hennar, bankaráninu á Laugaveginum og skot- hriðinni í vesturbænum? „Amór Sigurjónsson hefur aldrei veriö yfirlýstur yfirmaöur sveitar- innar heidur þjálfari hennar. Þetta er alger misskilningur.” Þú ert þá yfirmaður hennar? „Lögreglustjóri er náttúrlega yfir- maður hennar eins og alls lögreglu- liðsins. I sambandi við stjórnun hennar getur oft verið bara spumingin hver er mættur og hver er fyrstur á vettvang. Eins og vesturfrá um daginn. Eg á heima þarna rétt hjá, ég var kominn þama fimm mínútum eftir aö búiö var aðkallaút.” Þú ert þá ekki sérstakur yfirmaöur hennar? „Þaö myndi hver yfirmaöur sem kæmi á staðinn taka að sér stjórn sveitarinnar. Eg fer í sumarfrí rétt bráðum og þá myndi einhver annar taka þaö. Ef Arnór væri æðsti yfir- maöur á staðnum þá myndi hann gera þaö.” Hann er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Næsturáeftirþér? „Viö erum þrir yfirlögregluþjónar og aöstoðaryfirlögregluþjónar eru fimm.” Lögreglumenn andsnúnir valdbeitingu Hver er útbúnaöur hvers víkinga- sveitarmanns? „Þaðer ekkertá dagskrá.” Þúsvararþvíekki? „Nei.” Nú hefur fólk séö ýmislegt í sjón- varpi, hnif a og byssur... „Já, já, þaö er alveg sama.” Er hugmyndin sú aö fólk sjái helst ekki hvemig þeir eru búnir, lögreglu- mennimir? „Það er náttúrlega í þágu þeirra sem síst skyldi ef það er farið aö tiunda það hvernig menn eru útbúnir. Hins vegar geta menn ímyndað sér þaö sem þeir vilja og þeir um það. ” Það eru þá einhver mistök þegar það eru að koma myndir af þeim í sjón- varpinu? „Þaö eru náttúrlega ekki nein mistök í því, við getum ekki verið að fela menn eins og í bankaráninu þegar þeir þurftu að fylgja eftir leitarhund- inum. Eða þegar menn eru að fara að byssumönnum vestur í Slipp, þaö er ekki hægt aö fela það enda ekki nein ástæöa til þess. En frekari tíundun á því er alveg óþörf. Við höfum aldrei veriö að fela neitt tilvist þessara manna en viö teljum þetta vera til öryggis fyrir okkur og okkar þegna. Ef það gæti verið til „skræk og advarsel” fyrir einhvem þá er þaö ágætt.” Kallar þetta á aukið ofbeldi? Telur lögreglan aö hætta sé á að vopnaðar sveitir sérþjálfaöra lögreglumanna kalli á aukið ofbeldi og aukna notkun vopna viö glæpi hér á landi? „Eg tel það ekki nema því væri eitt- hvaö misbeitt. Þaö veröur aö skoöa það í því ljósi að þetta er fyrst og fremst til þess að mæta ofbeldi aö fyrra bragði. Það myndi enginn af okkar hálfu hefja slíkt til vegs og viröingar og þaö era allir yfirmenn ' lögreglunnar og lögreglumenn í heildina afskaplega andsnúnir vald- beitingu hvort sem þaö er með kylfum eða skotvopnum eöa ööru og það er einmitt prinsippmál og kennt hér í1 lögregluskólanum að þetta sé neyðar- úrræði sem ekki skuli gripiö til fyrr en allt annaö hafi verið reynt. Hvað sem hver segir út i frá og hvað sem hver segir um okkar starf þá er það ekki innprentað í lögregluna og ekki vilji lögreglumanna almennt aö slíkt sé gert. Það get ég staðfest hvar sem er.” I sambandi við almenn ofbeldismál. Fá allir lögreglumenn tilsögn í meö- ferðskotvopna? „Já. Þeir gera þaö því viö þurfum ] iðulega að senda menn út með skot- vopn til að aflífa særð dýr og fugla og taka menn meö skotvopn og kunna skil áþeim. Koma á vettvang þar sem voða- atburðir hafa átt sér staö og kunna skil á þessu. Sama meö sprengiefni sem eru í notkun daglega. Viö þurfum aö kunna skil á að geta tengt þetta og aftengt og rætt um þessi mál af ein- hverri þekkingu. Þetta er eitt af verkumalmennra lögreglumanna.” Undir hvaða kringumstæðum ber islenskur lögreglumaður vopn ? „Hann gerir það aldrei nema aö honum sé það uppálagt af yfirmanni. Þá í einhverjum sérstökum tilvikum eru honum fengin vopn til aö fara út og skjóta særöan hvolp eða fugl eða ef honum er faliö að vera lífvörður ein- hvers manns sem kemur til landsins og krafist er aö sé vopnaöur vörður með, ööruvísi aldrei.” Eru Islendingar svo óvanir byssum að þeir taka ekki mark á þeim? „Það var þannig. En ég held að þetta sé að breytast. Vegna þeirra atburða sem hafa orðið. Menn hafa séð alvörunaíþessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.