Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR12. MAl 1984. 23 BenediktAxelsson erlendar þjóðir geti ekki ræktað ætar kartöflur. Þetta er svona álíka gáfulegt og að halda því fram að þegar menn efni til slagsmála taki lögreglan ævinlega þann rotaða fast- an af því að það sé svo þægilegt en láti upphafsmann slagsmálanna vera þar sem það geti haft illindi í för með sér að vera að skipta sér af hon- um. Annars er öll umræða um vöru- vöndun af hinu góða og það er ekkert langt síðan framleiðendur voru skikkaöir til að láta þess getið á um- búðum hvert innihald þeirra væri og er þaö tvímælalaust spor í rétta átt þótt því miður sé ekki alltaf hægt að treysta öllu sem stendur á prenti í þeim efnum fremur en öðrum. Eg hef til dæmis orðið fyrir því aö kaupa ost meö rækjum án þess að í dósinni væri svo mikið sem hálf rækja og jógúrt með jarðarberjum sem innihélt ekki eitt einasta jaröar- ber og þess vegna verður maður alveg steinhissa þegar maður kaupir ís meö súkkulaðibitum sem er alveg sneisafullur af súkkulaðibitum. En nú er sem sagt ekki talað um annað meira en einokun á kartöflu- innflutningi og virðast flestir á því að Finnar færu aö rækta öllu skárri kartöflur ef þessari einokun yrði aflétt. En nú er komið vor hér uppi á Is- landi og geta því þeir sem hafa áhyggjur af kartöflum farið að stinga upp garðinn sinn og búa sig aö öðru leyti undir uppskerubrestinn í haust sem fram að þessu hefur veriö keyptur af stjórnvöldum eins og önn- ur vandamál atvinnuveganna og sé ég ekki mikinn mun á því að kaupa ónýtar einokunarkartöflur og að borga fyrir þær sem aldrei komast upp úr íslenskri mold. Sjálfsagt stendur þetta þó til bóta eins og annað því að ráöamenn þjóðarinnar eru alltaf að lýsa því yfir í beinni útsendingu að við höfum lifað um efni fram og nú sé tími til kominn að fara að gæta aðhalds á öll- um sviðum þjóölífsins. Vonandi rennur sú tíð upp fyrr en seinnaaðþeirfaraaðtrúaþessu. Kveöja Bcn. Ax. Opna skákmétid í ]\ew York: Jóhann vann fjórar síðusíu skákirnar — og hefur nil tei'Ií 80 kappskáktr á 128 dögum aukvisar. Einn þeirra var að vísu ekki með stig en meöalstig hinna átta voru 2510. Og síðustu fjórar skákirnar vann Jóhann, eins og áður er getið. Fórnarlömbin voru Shirazi, frá Iran, deFirmian (Bandaríkj- unum), Hollendingurinn Ree, sem Jóhann vann einnig á Reykjavíkur- mótinu, og bandaríski alþjóða- meistarinn Zuckermann. Helgi fór vel af staö og var næstum búinn að knésetja sjálfan Lajos Port- isch í 1. umferð. Helgi vann peö og hafði betri stöðu í endatafli en Ung- verjinn þvældist fyrir af sinni al- kunnu snilld og ekki tókst Helga aö innbyrða vinninginn. I lok mótsins var Helgi hins vegar ófarsæll. I 3. síðustu umferð tapaði hann fyrir Browne, sem geröi Islendingum lífið leitt á þessu móti, síðan jafntefli viö Zuckermann og í síðustu umferö tapaöi hann fyrir Benkö. Þá eygði Helgi ekki lengur von í verðlaun og eftir f regnum frá New York að dæma greip hann kæruleysi — notaði aðeins 10 mínútur af umhugsunar- tíma sínum til þess að leika 60 leiki. Hann varð því að láta sér lynda 50% vinningshlutfall, 4 1/2 af 9 sem er ekki svo slæmt í svo sterku móti en minna gat það vart verið. En nú væri ekki úr vegi að lita á eina stutta skák frá mótinu. Skák Jóhanns í síðustu umferð við Zucker- mann frá Bandaríkjunum, sem jafnan er nefndur „Zook the Book” þar vestra, vegna ótrúlegrar þekk- ingar sinnar á skákfræðum. I þetta sinn tekst honum ekki að rugla Jóhann í byrjuninni, fær lakara endatafl og þá leggur kóngur hans upp í ævintýralega gönguför sem ekki getur endað nema á einn veg — meðmáti! Hvítt: Zuckermann Svart: Jóhann Hjartarson Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Be7 6. Rc3 Afar sjaldséöur leikur sem gefur hvítum ekki mikiö í aðra hönd. Hann vonast til þess að koma að tómum kofunum hjá Jóhanni. 6. — b5 7. Bb3 d6 8. Rd5 Ra5 9. Rxe7 Dxe710. d4 Bg4!? Hér er alvanalegt að hróka stutt og oftast fer þessi biskup til b7. Leikur Jóhanns virðist síst lakari. 11. h3 Bh512. Bg5 0-013. dxe5 dxe514. Dd3 Svolítið undarlegur leikur. Eðli- legra er 14. De2 en skiptir varla miklu máli, því drottningin ætlar (eftir 14. — Hfd8) til e3 hvort eð er. 14. — h615. Bxf6 (?) En nú fær hvítur lakari stööu. 15. Bh4 hefði haldið jafnvæginu. 15. — Dxf616. Hfdl?! Og nú er betra að leika 16. Rh2. Tvípeðiö er hvítum til trafala í enda- taflinu. 16. — Hfd817. Dc3 Bxf3 18. Dxf3 Dxf3 19. gxf3 Kf8 20. Kg2 Ke7 21. Kg3 g5! Góður leikur, þvi hvítur hótaði að losa um sig með f3—f4. 22. c3 c6! Undirbýr ferðalag riddarans um b7-reitinn. Riddarinn verður fljót- lega betri en biskupinn og svartur á bjarta framtíö. Hvítum líkar ekki aðgerðaleysiö en nú leggur kóngur- inn af stað í ævintýralega göngu. 23. Kg4 Rb7 24. Kh5?! Rc5 25. Bc2 Re6 26. a4 Rf4+ 27. Kg4 h5+ 28. Kxg5?? Leikur sig beint í mát. Hann varð að reyna 28. Kg3 en svartur hefur greinilega tögl og hagldir. 28. — Hg8+ 29. Kf5 Til sömu niöurstöðu leiðir 29. — Kh4 Rg2+ 30. Kxh5 Hc6 oe síðan 31 — Hh8 mát. 29. — f6 30. h4Rg6 — Og nú gafst hvítur upp, því eftir 31. Hhl Rxh4! 32. Hxh4 Hg5 er hann mát. -JLÁ Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 8. maí var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku 24. para. Urslit urðu þessi: A-riftill Jakob Ragnarsson-Ami Eyvindsson 180 Stefán Garðarsson-Sævar Guftjónsson 175 Bjarki Bragason-Halla Marinósdóttir 167 Helgi Skúlason-K jartan Kristófersson 166 Meftalskor 156. B-riðill 1. Stefán Oddsson-Ragnar Ragnarsson 142 2. Anton Gunnarss.-Friftjón ÞórhaUss. 128 3. Rikharður Odss.-Þórður Þorvaldss. 126 Meðalskor 198. Næstu tvo þriðjudaga, 15. og 22. maí, verður firmakeppni félagsins í ein- menningsformi og verður spilað um veglegan farandbikar sem geymdur verður í ár hjá því firma sem vinnur, auk þess sem spilarinn fær viður- kenningu. Allir spilarar eru velkomnir, með eðaánfirma. SpilaðeríGerðubergikl. 19.30. Landsliösval ad hefíast Bridgesamband íslands Landsliðs-butlerkeppni Bridgesam- bands Islands hófst í gærkvöldi og er spilað í Drangey, Síöumúla 35. Eftirfarandi 12 pör spila um hnossið, sem er landsliössæti á ólympíumótið í Seattleíhaust: 1. Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson. 2. Asmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson. 3. SigurðurSverrisson — ValurSigurðsson. 4. Jón Baldursson — Guðmundur Sveinsson. 5. GuömundurHcrmannsson — Björn Eysteinsson. 6. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson. 7. Guðbrandur Sigurbcrgsson — Ásgeir Ásbjörnsson. 8. Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson. 9. Kristján Blöndal — Georg Sverrisson. 10. Aðalsteinn Jörgensen — Kunólfur Pálsson. ll.Sigurður Vilhjálmsson— Sturla Geirsson. 12. Jón Asbjörnsson — Simon Simonarson. Spiluð eru 14 spil milli para og stendur keppnin með matarhléum yfir allahelgina. - »•>.»' i'j'iá i3a;utyu j,j - Þýskunám í Þýskalandif Skrautfjöður i lífshattinn Þýskunámskeið á öllum stigum. Kennt er i litlum hópum, mest 10 nemendur. Skólinn stendur i skemmtilegu hallarumhverfi. Nú námskeið i hverjum mánuði. Auk þess er haldið sumarnámskeið I Konstanz-háskóla. Skrifið og biðjið um upplýsinga- bækling. Humboldt-lnstitut Schloss Ratzenried, D—7989 Argenbuhl. Simi 9049 7522-3041. Telex 732651 humbo d. Staða skólastjóra Grunnskóla Sauöárkróks (efra stig) er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 25. maí. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist formanni skólanefndar, c/o Hjálmar Jónsson, Víöihlíð 8, Sauðárkróki, sími 95-5255 og 5930. Einnig fást upplýsingar hjá Guðmundi Inga Leifssyni fræðslu- stjóra Blönduósi, sími 95-4369. SKÓLANEFNDIN. Pottablómasala og kaffiveitingar Kaupid blóm handa mömmu og bjódid henni upp á kaffi og heitar vöfflur í Duggu- vogi 1. Hundarœktarfélag fslands. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 137. tölubiaði Lögbirtingablaðs 1983 og 2. og 5. tölu- blaði Lögbirtingablaðs 1984 á húseigninni nr. 7 við Stóragarð, Húsavik, þinglesin eign Birgis Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. maí 1984 kl. 14.00. Uppboðið er annað og síðasta uppboð. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. i.................................. 4,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.