Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR12. MAÍ 1984. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grensásvegi 46, tal. eign Grensáskjörs hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. maí 1984 ki. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 127., 129. og 132. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Krummahólum 4, þingl. eign Jóns Vals Smárasonar o.fl., fer fram eftir kröfu Veðdeiidar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á D—tröð 8, hesthús, þingl. eign Birgis Árnasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Keldulandi 19, tal. eign Þórðar Walters, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 14. maí 1984 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Laugarnesvegi 82, þingl. eign Kristjáns Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Steingrims Eiríkssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Langholtsvegi 51, þingl. eign Óla H. Sveinbjörns- sonar o.fl., fer fram cftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugateigi 29, þingl. eign Kristjáns Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis og Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 ki. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Hamrabergi 17, þingl. eign Rósu Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Guömundar Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 ki. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Njörvasundi 27, þingl. eign Loga Péturssonar, fer fram eftir kröfu Ás- geirs Thoroddsen hdl., Landsbanka íslands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl. og Steingríms Eiríks- sonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hábergi 7, þingl. eign Halldórs Baldurssonar, fer fram eftir kröfuGjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðmundar Jónssonar hdl., Jóns Magnússonar hdl., Guðmundar Þórðarsonar hdl. og Haf- steins Baldvinssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Laugalæk 18, þingl. eign Sveins Þ. Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, Sigurmars K. Albertssonar hdl. og Péturs Guðmundarsonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16. maí 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Þær leggja sitt af mörkum til styrktar efnalitlum mæðrum. Talið frá vinstri: Helga fíafnsdóttir, ritari stjórnar Mæðrastyrksnefndar, Unnur Jónasdóttir, formaður stjórnar Mæðrastyrksnefndar, Sigrún Ingólfsdóttir, nefndarmaður i Mæðrastyrksnefnd, og Guðlaug Ingólfsdóttir, starfsmaður Mæðrastyrks- nefndar. DV-mynd GVA. Mæðradagurinn á íslandi 50 ára Þetta þætti eiginkonunni og móðurinni eflaust huggulegt að fá i rúmið á morgun, en flestar sættu sig þó við eitthvað minna fint. Mæðradagurinn er á morgun. Þann dag vita allir góðir eiginmenn og böm aö mamma á að fá morgun- verðinn í rúmið ef hún svo óskar og jafnframt á hún að fá blóm og frí frá heimilisstörfum þann daginn. En hvaöan er þessi mæðradagur kominn? Hann er ekki íslenskur aö uppruna heldur er hann kominn frá henni Ameríku eins og svo margt annaö. Fyrst haldinn 1914 Það var árið 1907 að bandaríska kvenréttindakonan Anna M. Jarvis fékk þá hugmynd að koma á sérstök- um degi til heiðurs mæðrum. Hún kom hugmyndinni á framfæri og sjö árum síöar undirritaði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Woodrow Wilson, lagaákvæði þess efnis að dagur þessi skyldi hátíðlegur haldinn annan sunnudag í maí ár hvert. Þá skyldi mæðrum vera þökkuð fórnfús störf allt árið um kring með blómum ogöðrugóóuatlæti. Mæðrastyrksnefnd Eftir fyrri heimsstyrjöldina barst þessi siður til Evrópu og 1927 kom hugmyndin fyrst svo vitað sé til umræðu í Kvenréttindafélagi Islands. Enn liðu þó nokkur ár þar til dagurinn var hátíðlegur haldinn hér- lendis en 1928 beitti Kvenréttinda- félagið sér fyrir því aö Mæörastyrks- nefnd var komið á laggimar. Nefndina skipuðu fulltrúar 17 aðildarfélaga Bandalags kvenfélaga I Reykjavík og meginverkefni nefndarinnar var og er að safna fé til styrktar efnalitlum mæðrum. Fyrsti formaður stjórnar nefndarinnar var Laufey Valdimarsdóttir. Blómasala hefst Fyrsti mæðradagurinn hér á landi. var svo haldinn 19. júní 1934 á al- þjóða kvennadeginum og á því mæðradagurinn hér á landi 50 ára af- mæli á morgun. Mjög fljótlega var dagurinn færður frá 19. júní til annars sunnudags í maí og hefur hans verið minnst á þeim degi síöan. Samtímis sem fyrsti mæðradagur- inn var haldinn hérlendis hóf Mæðra- styrksnefnd sölu blóma á mæðradag- inn til að afla fjár til starfsemi sinnar. Fljótlega tóku blómaverslan- ir að keppa viö nefndina um blóma- söluna þennan dag og í dag má segja að þær hafi yfirtekið blómasöluna meðöllu. . Mæörastyrksnefnd þótti, sem eölilegt var, réttlátt að hún fengi ein- hverja prósentu af blómasölu blóma- verslana til starfsemi sinnar og fyrir nokkrum árum tókust samningar milli nefndarinnar og samtaka blómasala um ákveðinn hluta sölunnar sem rynni til nefndarinnar. Til að byrja með skiluðu allir hlutn- um samviskusamlega en í fyrra var svo komið að einungis tvær blóma- verslanir skiluðu hlutnum til nefndarinnar. Ókeypis lögfræðiaðstoð I Mæðrastyrksnefnd sitja í dag tveir fulltrúar frá 15 kvenfélögum í Reykjavík eöa 30 fulltrúar alls. Hlut- verk nefndarinnar er enn sem fyrr að styrkja efnalitlar mæður á hvaða aldri sem er til einnar viku sumar- dvalar einhvers staðar á landinu. Nefndin aflar sér fjármagns með blómasölu og almennri fjársöfnun á mæöradaginn eins og fyrr greinir og samskonar söfnun fer einnig fram í desembermánuði árhvert. Ennfrem- ur fær nefndin óverulega styrki frá borg og ríki. Fyrir nokkrum árum bryddaði nefndin upp á þeirri nýbreytni aö bjóða skjólstæðingum sínum ókeypis lögfræðiaöstoö og er lögfræðingur til viðtals einu sinni i viku, á mánudög- um, á skrifstofu nefndarinnar að Njálsgötu 3. Skrifstofan er annars opin á þriöjudögum og föstudögum milii kl. 14 og 16 fyrir þá eða þær sem þangaðviljaleita. Formenn stjómar Mæðra- styrksnefndar eftir Laufeyju Valdi- marsdóttur voru þær Guðrún Péturs- dóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Aldís Benediktsdóttir og núverandi formaður er Unnur Jónasdóttir. Mæðrafélag Reykjavíkur Lengi vel var starfandi annaö félag í Reykjavík, sem barðist fyrir réttindum til handa mæðrum, giftum sem ógiftum. Félag þetta var Mæðrafélag Reykjavíkur og var mæðradagurinn ekki siður dagur þess en Mæðrastyrksnefndar. Með árunum færðist starf félagsins yfir á aðrar hendur og í fyrra var félagið formlega lagt niður með viðhöfn. Fyrsti formaður Mæörafélags Reykjavikur var Katrín Pálsdóttir og síðasti formaðurinn var dóttir hennar, Margrét Þórðardóttir. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.