Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Qupperneq 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Aó gifta sig meó pompi og praktþar sem ekki er spurt um kostnað. BruÓkaup Karis Bretaprms og Dionu
prinsessu.
að innan og er bíllinn sambærilegur við
þann bíl sem Reagan notar. I bílnum
er bar, sjónvarp, videó, sími og Sharp
og Pioneer stereo-græjur,” sagði Gylfi.
Gylfi sagði ennfremur að öllum
þessum tækjum hefði verið stolið úr
bilnum fyrir mánuði síðan er hann var
í geymslu í bílskúr einum hér í bæ og er
það tjón sem metið er á 170.000 krónur,
en verið er að rannsaka málið . Gylfi
sagði að kostnaður við leigu á bílnum
væri um 2500, þar af færu 1000 krónur í
blómaskreytingu, 1000 krónur færu í að
bóna bílinn og 500 kr. færu i bensin.
Starfsmenn veitingahússins Potts-
ins og pönnunnar hafa einnig gert
nokkuð að þvi að aka brúðhjónum um
bæinn á gömlum breskum leigubíl sem
veitingahúsið keypti fyrir nokkru. Þeir
sögðust gera þetta endurgjaldslaust á
meðan þeir hefðu tíma og ánægju af
þessu en þessi rekstur væri ekkert
„planaður”. Hins vegar þurfa
brúðhjónin að greiöa fyrir blóma-
skreytingu á bílnum ef þau vilja en hún
kostar um 1200 krónur.
Nú getur fólk í giftingarhugleiðing-
um fariö að leggja saman, og ef endar
ná ekki saman þá er bara að banka upp
á hjá borgardómara á gallabuxum og
slitnum strigaskóm og drífa þetta af í
einum grænum fyrir aðeins 265 krónur.
Pappírsvinna
Verðandi hjón þurfa að fylla út
könnunarvottorð og fá tvo svaramenn
á svokallað svaramannavottorð en
svaramenn þurfa ekki að vera við-
staddir borgardómarahjónavígslu.
Einnig þarf að afhenda læknisvottorð
og fæðingarvottorð. Hjá borgardóm-
ara pantar fólk yfirleitt tíma fyrst.
Síðan skilar það vottorðum sem til þarf
a.m.k. deginum áður en vígsla fer
fram.
Ef annar hvor aöilinn hefur verið
giftur áður þarf að sýna fram á að
skilnaður hafi farið fram. Og ef annar
aðilinn hefur verið giftur áður en maki
er látinn verður að leggja fram vottorð
skiptaréttar um að skiptum sé lokið.
Þá er ekkert eftir nema standa sam-
an í blíðu og striðu viö hlið hvors ann-
arsumókominár...
Eru leikföngin
peninganna virði?
I leikfangaverslunum eru til leik-
föng sem kosta mikinn pening. En
eru þessi leikföng peninganna virði?
Þessari spumingu er ekki auðvelt að
svara. Leikföng, sem barn á ár eftir
ár og yngri systkini geta erft, eru að
sjálfsögðu peninganna virði þó svo
að þau hafi verið dýr í upphafi. En
því miður eru ekki öll leikföng sem
skila sér, miöað við andvirði pening-
anna. örlög sumra leikfanga eru
stundum aö standa óhreyfð árum
saman og gegna því eina hlutverki
að safna á sig ryki og minna
foreldrana á að þeir hafa líklega ekki
gert góð kaup. Margir hafa sjálfsagt
velt því fyrir sér hvort betra er að
kaupa einn dýran bíl eöa marga
ódýra.
Böm em ákaflega mismunandi og
leikfang, sem passar mjög vel einum
aldurshópi, passar alls ekki öðrum.
Einn stór eða
margir litlir?
Það em margir sem veigra sér við
því að leggja út í kaup á dýmm
leikföngum. Raunin verður oftast sú
að keyptir em margir ódýrir hlutir,
sem seinna kemur í ljós að eru léleg
leikföng og hrynja sundur eftir
skamma stund öllum til mikilla von-
brigða.
Og það er fljótt að koma þegar
einn lítill bíll er keyptur í tíma og
ótíma. Þess vegna getur verið hag-
stætt að kaupa nytsama, og dýrari
hluti sem endast í langa tíma. Verð-
gildi leikfanga er hægt að hugsa í
leiktímum því lengur sem legið er
meðþau þvíódýrarieruþau.
En vert er að hafa í huga að mörg
leikföng sem eru mjög dýr vekja
áhuga barnsins bara stutta stund.
Svo er annað s jónarmið sem getur
ráðið kaupunum. Stærö þeirra ætti
kannski að vera nokkurn veginn sú
sama þannig að hægt sé að nota þau
öll i sama leik. Bíllinn verður aö
passa í bílskúrinn svo að eitthvað sé
nefnt. Þegar bamið er komabarn er
ekki eins þýðingarmikiö aö
dúkkumar passi í dúkkuhúsiö. Hins
vegar verður það mjög
þýðingarmikið atriði þegar það er
orðið sex, sjö ára.
Draumar
Þaö eru mörg dýr leikföng sem
tengjast leyndum draumum og fela í
sér ákveðið stöðutákn, Hver hefur
ekki óskað þess að eiga fótstiginn bíl
eða rafmagnslest? Þetta er mjög
notaleg tilfinning sem flestir muna
sjálfsagt að hafa haft eða hafa enn
þann dag í dag þó aö fullvaxnir séu.
Kaup á þessum leikföngum er
stundum hægt að leysa með því að
fleiri en ein fjölskylda ráöast í að
kaupa viökomandi leikfang og nota
það á víxl.
En þetta hér að framan voru smá-
hugleiðingar um leikföng sem við
kaupum í leikfangabúöinni en þvi má
ekki gleyma aö margt annað getur
verið gullsígildi í augum barnsins.
Það getur verið gömul, ónýt klukka
eða notuö saumavél. Og vert er að
hafa í huga að börn verða einnig að
eiga leikföng sem þau geta föndrað
með, eins og liti, pappír, hamar,
nagla.leirogskæri. Þýtt
VINSAMLEGAST LESTU ÞESSA AUGLÝSINGU ÞVÍ AÐ HÚN GETUR:
FÆRT ÞÉR VINNING!
| þessari auglýsingu (sjá hér til
hliðar) og tveimur næstu auglýs-
ingum frá PFAFF er að finna
upplýsingar sem spurt verður um
í lokaauglýsingu sem við nefnum
1x2 Getraunaauglýsingu. Sú
auglýsing birtist hér á sama stað
nk. laugardag og mun geyma
fjórar spurningar sem þið finnið
svar við í þessari auglýsingu,
auglýsingunni í blaðinu í gær og
auglýsingum í tveimur næstu
tölublöðum, þ.e. fimmtudag og
föstudag.
í Getraunaauglýsingunni verður svar-
seðill sem lesendur DV geta sent til
verslunarinnar PFAFF, Borgartúni 20.
Lesendur keppa um 20 verðlaun og
mun auglýsingadeild DV annast drátt-
inn. Verðlaunin verða fimm BRAUN
vekjaraklukkur sem svara kalli, fimm
BRAUN vasarakvélar, fimm Braun
gaskrullujárn og fimm BRAUN kaffi-
könnur. Verðmæti vinninga er samtals
kr. 32.000.-
GEYMIÐ ÞESSA AUGLÝSINGU ÞAR
TILÁ LAUGARDAG.
BRAUN
VASA-
RAKVÉLIN
Einkenni hinna hrööu tækni-
framfara er að öll tæki
veröa fyrirferðarminni.
Að sjálfsögðu tekur BRAUN
þátt í þessari þróun.
Við sjáum hér minnstu BRAUN rakvélina, sem kölluð er
„vasarakvélin”, og kom á markaðinn fyrir skömmu.
Hún er minni en sígarettupakki og gengur fyrir tveimur
venjulegum rafhlöðum sem endast í ca 70 mínútur miðað
við stöðuga notkun.
Þetta er tilvalin rakvél í ferðalagið, til að hafa í hanska-
hólfinu, skrifborðsskúffunni, sumarbústaðnum eða í
skyrtuvasanum!
Verðið er aðeins kr. 1.340,00.
Verslunin
PFAFF
Borgartúni 20
MARGAR ÓVÆNTAR NÝJUNGAR FRÁ BRAUN í ÁR