Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Qupperneq 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984.
„Krakarar" segja
lögreglunni
stríð á hendur:
I óeiröunum ríla „krakarar” upp götusteinana til að grýta lögregluna
Lögreglan í Amsterdam fékk það verkefni að rgma „krak”
húsnœðið Singelgracht 114 sem er í miðbœnum, í 6. sinn.
Þetta húsnœði var fyrst „krakað” 1976 og hefur gengið
kaupum og sölum síðan. Hver nýr eigandi hefur látið rýma
húsnœðið á þeirri forsendu að gera œtti það upp. Það hefur
hinsvegar ýmist staðið autt eða verið krakað að nýju. Síð-
asta rýming á húsnœðinu var dœmd ólögleg af dómstólum.
Útburðarmálið fór svo aftur fyrir dómstólana sem úrskurð-
uðu 31. ágúst síðastliðinn að húsnœðið skyldi rýmt.
Lögreglan ákvað síðan að rýma húsið síðastliðinn þriðju-
dagsmorgun og yfirmaður dómsmála sendi íbúum húsa í
nágrenni Singelgracht aðvörunarbréf á mánudaginn þar
sem bifreiðaeigendur voru beðnir um að fœra bíla sína úr
götunni og vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum á rúðum
og verslunum.
Sigrún Harðardóttir f Amsterdam
Um morguninn útvarpaöi svo ólög-
leg útvarpsstöð krakara „aö nú segöu
krakarar lögreglunni stríð á hendur.”
Snemma morguns voru eigendur
verslana í nágrenninu í óöaönn að
negla timburfleka fyrir gluggana á
verslunum sínum. Einn og einn íbúðar-
eigandi fór aö ráðum þeirra og byrgöi
glugga á fyrstu og annarri hæð.
Ráðist á sporvagna
Um kl. 9.00 haföi talsverður hópur
fólks safnast saman fyrir utan Singel
114 og á sama tíma hófust aðgerðir
krakara í nærliggjandi götu þar sem
þeir kveiktu í bifreiö. Sporvagn kom
þar aö og tókst vagnstjóranum með
snarræöi að afstýra slysi með því að
taka í neyðarhemlana. Sporvagninn
var síðan grýttur og stórskemmdur og
stöðvaöist öll umferð um þessa línu
fram eftir degi. I smáhópum fóru krak-
arar um miðbæinn með skæruaðgerð-
ir, strengdu stálkapla yfir götur og
komu upp brennandi vegartálmum úr
hjólbörðum, tjöru og ýmsu tilfallandi.
Eldar loguðu víðsvegar um miðbæinn
en voru fljótlega slökktir.
Lögreglan kom upp vegartálmum í
nærliggjandi götum við Singelgracht
114 og við vegartálma í Spuistraat og
urðu allhörð átök milli krakara og lög-
reglu. Voru 11 manns handteknir. Bíl-
ar óeirðalögreglunnar voru grýttir og
varð einn bíllinn fyrir eldbombu en það
hafði ekki alvarlegar afleiðingar í för
með sér.
Buslugangur
Um kl. 10 fór um 200 manna hópur
óeiröalögregiu að Singel 114 ásamt 12
bifreiðum útbúnum fyrir óeirðir, bryn-
bíl með háþrýstivatnsbyssu, vatns-
dælubíl, vélskófla og tvær sveitir borg-
arlögreglunnar tóku sér stöðu við hús-
ið. Lögregian lokaði fljótlega öllum
leiðum að húsinu og einangraði fremur
fámennan hóp krakara. Oeirðalögregl-
an dreifði sér um miðbæinn en borgar-
lögreglan átti í nokkrum stimpingum
við hópinn fyrir utan húsið. Nokkur
ungmenni tóku að rífa grjót úr götunni
og henda í hrúgu sem gegndi engum
sjáanlegum tilgangi. Krakarar við
húsnæðið Singel 114 tóku á móti Iög-
reglu í þéttri keðju arm í arm og lög-
reglan myndaði einnig slíka keðju og
reyndi að mjaka krökurunum úr stað
án árangurs. Það var ekki fyrr en
brynbíllinn kom á vettvang og spraut-
aði vatni á fólkið að tókst að rýma
svæðið fyrir utan húsið. Krakaramir í
húsinu helltu tjöru niður á götuna og á
tröppur hússins og gerðu síðan tilraun
til að kveikja í og til að vama lögregl-
unni inngang í húsið neðan frá. En eld-
urinn dó fljótt út og náði ekki að valda
neinum skaöa. Hinum megin síkisins
söfnuðust saman þúsundir áhorfenda
sem höfðu mikla samúð með aðgerðum
krakaranna.
Sagaði sór leið í gegnum
þakið
Stuttu fyrir kl. 11 réðst óeiröalög-
reglan að húsnæðinu ofan frá. Komst
hún upp á þak frá nærliggjandi skrif-
stofuhúsnæði og söguðu þeir gat á þak-
ið með vélsög. Krakararnir í húsinu
svöruðu með reyksprengju. Lögreglan
varð að saga sér leiö á milli hæða því
að krakarar lokuðu á eftir sér hverri
hæðinni af annarri svo þaö leið þó
nokkur tími þar til lögreglan hafði náð
að taka efstu 3. hæðirnar. Er lögreglan