Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Page 18
DV. MIÐVKUDAGUR 31. OKTÖBER1984. 18 RASTVÖ 09.45 10.00 Viö leggjum leið okkar upp í nýja Ut- varpshús á miðvikudegi í rigningu og slagviöri í þeim tilgangi að fylgjast með á rás tvö einn dag. Tilefnið; að nýr meölimur hefur bæst við í útvarps- fjölskylduna og forvitnilegt að sjá hvernig afkvæminu vegnar. Fyrir utan er heldur hráslagalegt um að litast. Jaröýtur og vörubílar spóla fram og til baka í moldarflaginu á bílastæðinu og erfitt aö ímynda sér að fagrir tónar frá rás tvö eigi upptök sín á svona stað. Þegar við komum inn er okkur strax fylgt inn í kaffistofu þar sem þeir morgunþáttarmenn, Jón Olafsson og Kristján Sigurjónsson, eru að leggja síðustu hönd á handritin sín. „Þetta verður algjör íþróttaþáttur,” segir Jón okkur. Landsleikurinn milli Islands og Wales á að fara fram þetta kvöld og búiö aö boða sex íþróttamenn í viðtöl. „Fyrst ætlum viö að spjalla viö Guð- ríði Guðjónsdóttur knattspyrnukonu og Víði Sigurösson íþróttafréttamann. Síðan koma Marteinn Geirsson og Við- ar Halldórsson sem báðir spiluöu á móti Wales fyrir þremur árum. Og loks rúsínan í pylsuendanum þeir AtU Eð- valdsson og Janus Guölaugsson sem báðir verða með í kvöld,” bætir Krist- ján við. Þegar klukkan er farin aö nálgast tíu ískyggilega er ég farin að iða í sætinu. Hvernig geta mennirnir verið svona afslappaðir? Ertu aldrei nervös, spyr ég Jón. „Eg er ailtaf taugaspenntur fyrst, en svo líður mér betur þegar ég er búinn að vera 15—20 mínútur í þættinum. A meðan á þættinum stendur drekk ég ómælt vatn því ég verð alltaf þurr í kverkunum hvort sem það er taug- unum að kenna eða ekki.” 10.15 10.30 Morgunþáttarmenn leggja siöustu hönd á handrítin. Við komum okkur fyrir í stúdíóinu ásamt Guðlaugi tæknimanni og Krist- jáni sem ætlar aö byrja þáttinn. Við erum öll með heyrnartól og þegar Jón Múli mælir neðan af Skúlagötu: „Ut- varp Reykjavík, klukkan er tíu,” fer Kristján að dingla löppunum. Það er komið að honum aö taka við héðan af rás tvö. Síðan heyrist stefiö góðkunna. Utsendingin er hafin. Þaö er afslappaö andrúmsloft i stúdíóinu. Dauf birta og vel hljóðein- angraö. Það gerir heldur ekkert til þó rápað sé inn og út meöan á útsendingu stendur því hurðimar lokast hljóð- laust. Það var haft á orði að meðan byggingaframkvæmdir stóðu sem hæst voru boruð göt í þakið á stærð við bifreið og þó menn væru að ærast alls staöar í húsinu, heyrðist ekkert inn í stúdíóið. út. Annars er það undantekning ef það verða einhver vandræði.” I þann mund hljómar fyrsta auglýs- ing dagsins. 10.45 Gestaplötusnúðurinn, sem er fastur liður á miðvikudögum, er mættur á svæðið. Að þessu sinni er það Sverrir (Olafsson) Stormsker, ljóðskáld með meiru, sem fær að velja og kynna nokkur lög í þættinum. Hann fær ritvél til umráða og undirbýr sig af miklu kappi. A meðan setjumst við að nýju inn í stúdíóið ásamt Marteini og Viðari og spáum í úrslit kvöldsins. 11.00 Jón stormar inn í stúdíóið ásamt fyrstu gestunum, þeim Guðríði og Víði, sem ætla að vera meö bollaleggingar um leikinn. Marteinn og Viðar eru mættir frammi í kaffistofu og fara yfir spum- ingar. „Menn setjast gjarnan hér og fá sér kaffi og ég reyni að róa þá niður,” út- skýrir Jón. Hefur þú aldrei lent í vandræðum með að fólk frjósi í viðtali? „Nei, það er örsjaldan. Eg man eftir einum sem fór alveg í kerfi rétt áður en ég byrjaði viðtalið. Hann baðaöi út öllum öngum, tók um magann og vildi 11.30 Marteinn Geirsson og Viðar Halldórsson róuðu taugarnar yfir kaffíbolla fyrir viðtalið. Sverrir er tilbúinn. Honum er boðið upp á tyggjó til að liðka kjálkana, en ráölagt að taka það út úr sér þegar hann byr jar aö kynna. Hvar ætlar þú að setja tyggjóið? „En sú spurning. Eg er með stóra holu í tönninni. Kem heilli nautasteik ef því er fyrir að fara, og þar set ég tyggjóið. Hafðu engar áhyggjur.” Var ekki erfitt að velja lög í þáttinn? „Nei, það var ekkert mál, því ég á bara eina plötu — safnplötu — svo ég valdi bara fjögur lög af henni sem hafa hitt mig í hjartastað. Annars er ég mikill músíkmaður. Spila á vatnsorgel á Aski. Vatnsorgel, hvað er nú það? „Einn gestanna sagði eitt sinn aö þetta væri nú hálfgerður vatnsgrautur sem ég spilaði og síðan hefur þetta nafn fest við orgelið,” segir Sverrir og vindur sér síðan í fyrstu kynninguna. Eg heyri ekki betur en hann smjatti enn á tyggjóinu. svo þurfum við að semja spumingar í viðtölin.” „I dag verð ég héma til fimm til að undirbúa þáttinn í fyrramálið en Jón fær að fara heim núna klukkan tólf,” bætir Kristján við. 12.00 Rás eitt hefur tekið við að nýju en á rás tvö er engu að síöur haldið áfram venjulegu skrifstofustarfi. Síminn er opinn fyrir auglýsendur og þá sem vilja koma að skilaboöum eöa kvarta. Að þessu sinni er lítið um kvartanir, nema hvað einn er óánægöur með að ekki sé sagt nægilega oft hvaö klukkan 14.00 Rás tvö er aftur komin í gang, og við taka klukkustundarlangir þema-þættir það sem eftir er dagsins. Fyrst er Ut um hvippinn og hvapp- inn með Inger A. Aikmann við stjóm- völinn. „Eg spila frekar rólegri músík en reyni að vera með blandað lagaval,” segir Inger. Inger er ein af fáum konum á rás tvö. Hún starfar sem stendur sem skrifstofustúlka en langar í fjölmiðla- fræði. „Eg sló til og sótti um héma á rás- inni og hef veriö með þátt einu sinni í viku síðan í júlí. Þetta hefur síður en svo dregið úr áhuganum á fjölmiðl- um.” Inger fær sér vatnssopa, ræskir sig og kynnir næstu plötu. Eg læt fara lítið fyrir mér á meöan. Hef meira að segja svolitlar áhyggjur af því aö nærvera min trufli hana, hún er svo nýbyrjuð. „Eigum við aö spila mikið af Stevie Wonder laginu,” skýtur Pálína tækni- maður inn í. Inger A. Aikmann brosir sinu bliðasta, hún er augljóslega ánægð með starfið. Nú eru aðeins sex tímar þangað til flautað verður til leiks á Laugardals- velli. Atli og Janus eru mættir í við- talið. Þeir eru á mikilli hraðferð, mæta á æfingagallanum og láta leigubílinn bíða fyrir utan á meöan. Þegar fótboltahetjumar eru farnar fer heldur að hægjast um hjá þeim Jóni og Kristjáni. „Nú spilum við bara og kynnum fram tiltólf. Algjörrútína.” Eg nota tækifærið til að hlýða þeim yfir. „Þetta krefst allt mikils undirbún- ings. Fólk heldur aö við bullum allt upp úr okkur en við höfum allt skrifaö niður sem við segjum,” segir Jón. „Við þurfum að tímamæla og merkja lögin inn á handritið fyrir tæknimanninn og Þeir fólagar, Janus Guðlaugsson og Atli Eðvaldsson, mættu á æfingagall- anum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.