Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984.
Sigríður Guðjónsdóttir lést 25.
nóvember sl. Hún var fædd 25.
nóvember 1903. Foreldrar hennar voru
hjónin Engilbertína Hafiiðadóttir og
Guðjón Guömundsson. Eftirlifandi
eiginmaöur Sigríðar er Sigurkarl Stef-
ánsson. Þau hjónin eignuðust sex börn.
Utför Sigríöar verður gerð frá Hali-
grímskirkju í dag kl. 13.30.
Krlstján Kristjánsson lést 22. október
sl. Hann fæddist i Meðaldal 18. mars
1897. Foreldrar hans voru hjónin
Kristján Andrésson og Helga Ingibjörg
Bergsdóttir. Kristján kvæntist Hlíf
Magnúsdóttur en hún lést árið 1967.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Ut-
för Kristjáns verður gerð frá Dóm-
kirkjunni i dag kl. 13.30.
Einar Ágústsson andaðist á heimili
sínu, Hólagötu 26 Vestmannaeyjum,
18. september sl. Hann var fæddur í
Vestmannaeyjum 13. apríl 1927, sonur
hjónanna Guðnýjar Pálsdóttur og
Ágústs Þ. Guðmundssonar. Eftirlif-
andi eiginkona Einars er Erla Har-
aidsdóttir. Otför hans var gerð frá
Landakirkju, Vestmannaeyjum, 29.
september sl.
Guðmundur Brynjólfsson, elliheimil-
inu Garðvangi Garði, áður Klapparstíg
16 Njarðvík, andaðist í sjúkrahúsi
Keflavíkur 28. október. Jarðarförin fer
fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
laugardaginn 3. nóvember kl. 14.
Charles W. J. Magnússon, Lambeyrar-
braut 10 Eskifiröi, andaðist
föstudaginn 26. október. Jaröarförin
fer fram frá Eskif jaröarkirkju laugar-
daginn 3. nóvember kl. 14.
Haraldur Sveinbjörnsson kaupmaður,
Snorrabraut 22, lést á Borgarspítal-
anum 24. október sl. Otför hans verður
gerö frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Garöakirkjugarði.
Steinunn Þorgllsdóttlr, Breiðabóls-
stað, Fellsströnd Dalasýslu, andaðist
4. október sl. Hún var fædd í Knarrar-
höfn í Hvammssveit 12. júní 1892, dótt-
ir hjónanna Halldóru Sigmundsdóttur
og Þorgils Friðrikssonar, bónda og
kennara. Steinunn lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík árið
1914. Hún stundaði barnakennslu í f jöl-
mörg ár auk ýmissa annarra félags-
starfa. Hinn 23. júní 1918 giftist hún
Þórði Kristjánssyni, bónda og hrepp-
stjóra á Breiöabólsstað, hann andaðist
árið 1967.
Þórunn Ámadóttlr, Drápuhlíð 18,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.30.
Þóra Sigfúsdóttir kaupmaður, Gils-
bakkavegi 9 Ákureyri, andaöist á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28.
október. Minningarathöfn verður í
Akureyrarkirkju föstudaginn 2.
nóvember kl. 13.30. Jaröað verður frá
Stærri-Arskógskirkju laugardaginn 3.
nóvember kl. 14.
Svanhvít Sveinsdóttir, Vík í Mýrdal,
lést á Vifilsstaðaspítala sunnudaginn
28. október.
Ari Jónsson, fyrrverandi yfirfiskmats-
maöur, Lindargötu 3 Sauðárkróki, lést
á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 23.
október. Jarðarförin fer fram frá
Sauöárkrókskirkju laugardaginn 3.
nóvemberkl. 14.
Jónas Karlsson, sem andaðist 10.
september sl., var jarðsunginn frá
Dómkirkjunni 18. sama mánaðar.
Ragnar Jóhannesson, fyrrverandi for-
stjóri, Laugateigi 23 Reykjavík, and-
aðist á Borgarspítalanum 29. október
sl. Otförin fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 5. nóvember kl. 13.30.
Sýningar
Jakob Jónsson
í listasafni ASÍ
Sýningin framlengd til 4. nóv.
Jakob Jónsson er fæddur á Bíldudal 1936.
Hann hóf myndlistamám 1965 á Ny Carlsberg
Glyptotek og að því loknu stundaöi hann nám í
Listaháskólanum hjá prófessor S. Hjort
Nielsen, en þar lauk hann námi árið 1971.
Jakob hefur áður haldið tvær einkasýning-
ar, í Bogasal Þjóðminjasafnsins áriö 1976 og í
Listasafni ASl árið 1981.
A sýningunni eru 48 olíumálverk og 5 teikn-
ingar.
Sýningin er nú framlengd til sunnudagsins
4. nóv. og er opin daglega kl. 14.—22.
Aðalfundir
Samband veitinga-
og gistihúsa
Aðalfundur verður haldinn í Skíöaskáianum
Hveradölum, 1. nóvember nk. Rútuferð
verður frá Hótel Esju kl. 11. Þátttaka óskast
tilkynnt í símum 27410 eða 621410
Aðalfundur UBK
Aðalfundur knattspyrnudeildar UBK verður
haldinn i félagsheimilinu laugardaginn 3.
nóvemberkl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Aðalfundur pöntunarfélags Náttúru-
lækningafélags Reykjavikur verður
haidinn miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20.30
, að Laugavegi 25. Venjuleg fundarstörf.
Stjórnin.
Fundir
Landsfundur Samtaka
um Kvennalista
verður haldinn dagana 3. og 4. nóv. 1984 að
Hótel Loftleiðum, Kristalssal.
Dagskrá fundarins hefst kl. 9 árdegis.
Konur, vinsamlega tilkynnið þátttöku á
skrifstofu Kvennalistans í Kvennahúsinu,
sími 13725. Landsfundarnefnd.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fund á Hallveigarstöðum fimmtudag-
inn 1. nóvember kl. 20.30.
Kvenfélag Hallgrfmskirkju
Fundurinn sem átti að vera 1. nóvember nk.
fellur niður vegna kirkjuþings. Næsti fundur
félagsins, sem er jólafundurinn, verður 6.
desember. Basarinn verður 17.nóvember.
Basar í safnaðarheimili
Langholtskirkju
Basar verður í Safnaðarheimili Langholts-
kirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 14.
Orval handunnina muna, heimabakaðar kök-
ur, happdrætti.
Allur ágóði rennur í byggingarsjóð Langholts-
kirkjuíReykjavík.
Móttaka á munum kl. 17—22 föstudag og kl.
10—12 laugardag.
Kvenfélag Langholtssóknar.
Verkakvennafólagið
Framsókn
minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar-
stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er að safna
basarmunum og væntir stjórn féiagsins að
félagsmenn og velunnarar komi munum á
basarinn í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu
8—10 (Alþýðuhúsið), á venjulegum skrifstofu-
tíma.
Kvenfélag
Kópavogs
Félagskonur, tekið verður á móti basarmun-
um i félagsheimiiinu föstudagskvöldið 2. nóv.
frá kl. 20—22, laugardaginn 3. nóv. frá kl. 14—
18 og sunnudagsmorgun tii hádegis.
Golfskóli Þorvaldar
Golfskóli Þorvaldar tekur aftur til starfa nú í
byrjun nóvember. Kennsla er bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna í íþróttinni og öllum
opin. Kennslan fer fram innanhúss og verðurí
íþróttahúsinu Asgarði í Garðabæ. Allar
nánari upplýsingar eru gefnar i síma 34390.
Fundur hjá Vísindafélagi ís-
lendinga
Fyrsti fundur Vísindafélags Islendinga á
þessum vetri verður haldinn í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 31. október 1964 og hefst
kl. 20.30. A fundinum mun Alfrún Gunnlaugs-
dóttir dósent flytja fyrirlestur um franskt
miðaldakvæði sem var ort um Jórsalaferð
Karlamagnúsar keisara, iíklega á 12. öld, og
þýðingu á því kvæði sem talið er að hafi verið
gerð í Noregi á 13. öld. Þýðingin er í óbundnu
máli.
Leiklist
Frumsýning hjá íslensku
óperunni
Föstudaginn 2. nóvember frumsýnir Islenska
óperan Carmen eftir Bizet. Hljómsveitar-1
stjóri er Marc Tardue. Leikstjóri Þórhildur I
Þorleifsdóttir. Leikmynd og búninga gerði
Una Collins og lýsingu annast David Walters.
I aðalhlutverkum eru Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Garðar Cortes, Olöf Kolbrún Harðar-I
dóttir og Simon Vaughan. Miðasala er opin
frá kl. 15—19, nema sýningardaga til kl. 20.
Happdrætti
Dregið hefur verið í happdrætti knatt-
spymudeildar Víkings.
Vinningsnúmer eru sem hér segir: 2039,
502,7193,7186, 1659.
Knattspyrnudeild Víkings þakkar veittan
stuðning.
Tilkynningar
Nóvemberfagnaður MÍR
Félagið MIR, Menningartengsl Islands og
Ráðstjórnarríkjanna, minnist 67 ára a&nælis
Októberbyltingarinnar í Rússlandi á síðdegis-
samkomu að Hótel Hofi við Rauðarárstíg
sunnudaginn 4. nóv. kl. 15. Ávörp flytja:
Evgeníj A. Kosarév, sendiherra Sovétríkj-
anna á Isiandi og Jón Múli Arnason útvarps-
maöur. Reynir Jónasson leikur á harmóníku
og efnt verður til happdrættis. Kaffiveitingar
milli dagskráratriða. Allir velkomnir.
Ljósmyndasýning
verður opnuð í húsnæði MlR að Vatnsstig 10
laugardaginn 3. nóvember kl. 16. Á sýning-
unni eru myndir frá Sovétríkjunum, úr ýms-
um áttum, m.a. frá Voigu, íþróttum, viðburð-
um á liðnu sumri o.fl. Aðgangur ókeypis og
öllum heimill.
Eiðfaxi, 9. tbl., er kominn
út
Þar er að finna ýmsar greinar um hesta og
hestamennsku. Fjallað er um færeyska hesta-
menn i heimsókn á fslandi, spjallað við
Ingvar Hallgrímsson úr Keflavík og Möðru-
dalshjónin. Vemharð VUhjálmsson og önnu
Birnu Snæþórsdóttur. Leifur Sveinsson skrif-
ar um ferð yfir Skeiðarársand sumarið 1935
og skrifað er um Islandsmót í hestaíþróttum
áriö 1984. Knúið er dyra hjá Sigfúsi Þorsteins-
syni á Skálateigi og fjallað um stórmótið á
Hellu, hestaþing á Melgerðismelum og hesta-
mót Skagfirðinga. Auk þess eru ýmsar smá-
fréttir i biaðinu.
Tvœr íslenskar listakonur
sýna í Svíþjóð
Tveim íslenskum listakonum, þeim Ástríði
Andersen og Sigrúnu Jónsdóttur, hefur verið
boðið að halda sýningu á verkum sínum í
Gavle Slott þar sem eru sýningarsalir en um
leið er þar bústaður landshöfðingjans i Gavle.
Gavle Slott er byggt á 16. öld og kemur mikið
við sögu Svíþjóðar. Uppsala er hálfa vegu
milli Stokkhólms og Gavle og íbúar í Gávie
eru ea. 300.000 manns. Sýningin mun standa í
tvær vikur og hyggjast listakonumar sýna
þar töluvert af verkum sínum. Ástríður sýnir
þar um 35 málverk og Sigrún 40—50 verk,
kirkjulega listmuni, ofnar veggmyndir, batik
og fleira. Landshöfðinginn opnaði sýninguna
ásamt sendiherra Islands í Svíþjóð, Benedikt
Gröndal, þann 27. október að viðstaddri lands-
höfðingjafrú og sendiherrafrú. Minntust þeir
Islands og samskipta landanna gegnum
aldirnar.
Tapað -fundið
Lœða í óskilum
Þessi læða er í óskilum í Einholti 11. Hún er
svört, hvít og brún, með brúnt trýni og fannst
hún fyrir mánuði. Upplýsingar í síma 15893.
Norðmennirnir sigruðu
okkur á élympíumótinu
Basarar
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Basarinn og flóamarkaðurinn veröur að Hall-
veigarstöðum sunnudaginn 4. nóvember kl.
14. Mikið úrval verður af handavinnu, ullar-
vörum, s.s. peysum, vettlingum og hosum,
fallegar svuntur, lukkupokar og margt fleira.
Þeir sem ætla að gef a okkur eru beðnir að iáta
vita í símum 81759 og 14617.
Islenska bridgesveitin á ólympíu-
mótinu í Seattle vann Antilópueyjar,
20—10, í sjöundu umferð í gær en mætti
í áttundu umferö norsku sveitinni og
tapaöi fyrir henni, 5—25.
Er hún þá komin með 143 stig og er í
6. sæti í riölinum. — Leiörétt höföu ver-
iö úrslitin við Spán úr 23—7 i 24—6 Is-
landi í vil.
I kvöld munu Islendingamir spila
viö Kína, Filippseyjar og Pakistan.
-GP.