Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. Samningar um kaupin aÖ hefjast 6 skrifstofu Björgvins Bjarnasonar fó- geta. Á móti honum sitja þair Ólafur Stefánsson hdi. og GuOmundur Markússon hrl. D V-myndir Kristjén Ari. Fjölmenni var af frammámönnum i fiskvinnslu og útgerð á Togarinn Óskar Magnússon áfram á Akranesi: „Ánægðir með að halda skipinu áfram á staðnum” — segirGuðjón Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar „Við erum ánægðir með að halda skipinu áfram hér á staðnum. Þaö var mikilvægt að svo yrði því sjósókn héöan byggist aö miklu leyti á togurum,” sagði Guðjón Guðmundsson, forseti bæjar- stjómar, í samtali viö DV er við spurðum hann um viðbrögðin að loknu uppboðinu á togaranum Oskari Magnússyni. Er uppboðið fór fram var dóm- salurinn á Akranesi fullur af frammámönnum fiskvinnslu og út- gerðar á Akranesi enda greinilega mikiö í húfi fyrir bæjarbúa aö togarinn héldist áfram á staðnum. Það að hann verður áfram á Akra- nesi þýðir að hraðfrystihúsiö Haförninn heldur áfram stárfsemi sinni en þar vinna um 100 manns. Hins vegar mun rekstur frystihúss Þórðar Oskarssonar leggjast niöur eins og greint var frá í DV fyrir nokkrumdögum. „Okkur er mikil eftirsjá aö Þórði Oskarssyni enda hefur það starfað hér um 25 ára skeið en við erum jafn- framt ánægðir með að Haföminn skuli halda áfram starfsemi sinni,” sagði Guðjón. „Og því má svo bæta hér við í lokin að við teljum okkur vanta enn einn togara á staðinn.” -FRI „TRYGGIR MEIRA ATVINNUÖRYGGI” — segir Björn Pétursson, stjórnar f ormaður Krossvíkur „Við vildum berjast fyrir því að rekstur þessa skips héðan af Akra- nesi tryggði meira atvinnuöryggi þeirra sem vinna aö veiðum og vinnslu,” sagði Bjöm Pétursson, stjómarformaður Krossvíkur hf., í samtali við DV er við inntum hann eftir ástæðum þess að Krossvík hf. keypti togarann Oskar Magnússon á uppboðinu á Akranesi í gærdag. , JEigendur Krossvíkur hf„ sem eru jafoframt eigendur þriggja frysti- húsa hér ásamt bæjarfélaginu, hafa meö boði sinu i togarann Oskar Magnússon sameinað krafta sina til að reyna að koma í veg fyrir frekari áföll í atvinnulífi Akranesbæjar. Það er ómældur skaöi af því að Þórður Oskarsson hefur hætt rekstri frystihússins og hvað þá ef loka hefði þurft hraðfrystihúsi Hafamarins líka,”sagðihann. Aðspurður um hvort Krossvík hefði fjárhagslegt boimagn til kaupa á togaranum sagði Bjöm aö nú ætti eftir að ganga frá samningunum. -FRI/óm BJÖm Pótursson, stjómar- formaöur Krossvíkur hf. D V-mynd Kristján Ari. Útvarpslögin: „Afgreidd fyrirjól” — segirÓlafurG. Einarsson „Markmiöiö er að frumvarpið verði afgreitt fyrir jól,” sagði Olafur G. Einarsson þingmaöur sem sæti á í menntamálanefnd neðri deildar Al- þingis en sú nefnd fjallar nú um út- varpslagafrumvarpið. Nefiidin hefur komið saman tvisvar til þrisvar í viku að undanförnu að sögn Olafs. Um tuttugu aðilar hafa komið á fund nefndarinnar og frumvarpið hefur verið lesið yfir í heild sinni „og staldrað viö ýmsar greinar”. Eftir er að ræða um 1. kafla frumvarpsins sem er um rétt til útvarps. „Eftir næstu viku má búast við að við í nefndinni afgreiðum máliö og það fari til annarrar umræðu í neðri deild,” sagði Olafur G. Einarsson. -ÞG Lendir álver- ið á Húsavík? Iðnaðarráðherra hefur í hyggju að láta fara fram botnrannsóknir á hafn- arsvæðinu á Húsavík með hugsanlega stóriðjuþaríhuga. Ráðherrann sagði í samtali við DV að hann hefði farið fram á hálfrar milljónar króna framlag til þessa verks. „Ég ætla aö fá aö vita meira um möguleikana þar,” sagði hann. Varðandi byggingu álvers við Eyja- fjörð sagði Sverrir Hermannsson að viðræður við kanadíska álhringinn ALCAN væru á frumstigi. Hann nefndi undirskriftir gegn álveri sem borist heföu og sagðist telja þaö meiri háttar slys ef stóriðju yrði bægt frá Eyjafirði væri kostur á henni. Þetta svæði væri það eina á landinu utan suðvestur- hornsins sem gæti tekið við slíkri stór- iðju. Þó ætlaði hann að láta kanna aö- stæðumará Húsavík. JBH/AKUREYRI Akureyri: Nýtt bíó Bæjarráð Akureyrar hefur tekið mjög vel hugmyndum kvikmynda- félagsins Nýtt líf um að byggja á Akur- eyri kvikmyndahús með þremur sölum. Þegar samningar um kaup á Nýja bíói tókust ekki fóru eigendur Nýs lífs að huga að lóð til að byggja á. 1 gær var í bæjarráði rædd umsókn kvik- myndafélagsins um lóðina fyrir neðan veitingahúsið Smiðjuna. Bæjarráðs- menn voru einhuga um að mæla með því við bygginganefnd að sú lóð yrði veitt. JBH/ AKUREYRI Nissan Stanza, 5 gíra, 5 dyra, 1800, árg. 1984, á aðeins kr. 399.00, aðeins 3 bflar eftir. Nissan Cherry, 3ja dyra, 5 gíra, 1500, árg. 1984, á aðeins kr. 295.000, aðeins 2 bflar eftir. Wartburg fólksbO, 4ra dyra, 4ra gíra, á aðeins kr. 139.000, aðeins 1 bfll eftir. Sýnum einnig: Nissan Cherry árg. 1985, 3ja dyra og 5 dyra. Nissan Patrol, high roof, 6 strokka dísiljeppann, 7 manna, með aflstýri og 24ra volta rafkerfi. Subaru árg. 1985. Nýi Subaruinn sem beðið hefur verið eftir. Einnig verða úrvals notaðir bílar til sýnis og sölu á staðnum. MUNIÐ 2JA ÁRA ÁBYRGÐ Á VÉL, GÍRKASSA OG DRIFI - AÐEINS HJÁ OKKUR INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. NÚ ER HVER SÍÐASTUR AÐ GERA FRÁBÆR BÍLAKAUP. Eigum örfáa bíla árgerð 1984 á sérstaklega hagstæðu verði. SÝNUM UM HELGINA, LAUGARDAG OG SUNNUDAG, KL. 14-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.