Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. Færeyjar: Jafnaðarmenn bættu við sig fylgi i kosningunum Frá Eðvarð T. Jónssynl, Þórshöfn í Færeyjum. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í kosningum til færeyska lög-' þingsins sem fram fóru í fyrradag og er hann nú stærsti flokkurinn á þingi, með 8 þingmenn. Jafnaöarmenn munu því hafa forgöngu um myndun næstu stjórnar í Færeyjum. Alls sitja 32 þingmenn á Lögþingi Færeyinga. Ekki var mikill munur á fylgi þriggja stærstu flokkanna sem fengu á bilinu 21—23% atkvæða hver flokkur. Fólkaflokkurinn, sem er ná- skyldur islenska Sjálfstæöisflokknum, bætti einnig viö fylgi sitt en hefur óbreytta þingmannatölu, 7 þingmenn. Sambandsflokkurinn tapaöi nokkru fylgi, fékk 7 þingmenn, en Pauli Ellef- sen, fráfarandi lögmaður Færeyinga, er formaður þess,flokks. Sjálfstýriflokkurinn, flokkur embættismanna og kennara, tapaði einnig fylgi í þessum kosningum en hann átti menntamálaráðherra í frá- farandi stjórnarsamstarfi við Sambandsflokkinn og Fólkaflokkinn. Þjóðveldisflokkurinn, sem hefur efst á stefnuskrá sinni sambandsslit við Dani og yfirtöku á færeyska landgrunninu, stóö nokkurn veginn í stað og hefur áfram 6 þingmenn. Sjötti flokkurinn á þingi, Kristilegi fólkaflokkurinn, tapaði talsverðu fylgi en hefur þó áfram 2 þingmenn. -EH. Hugmynda- samkeppni Iónaöarbankans Xitl nHTkí nitttákn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið, að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafntjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Fátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. a) Um nýtt merki, skrift ogeinkennislit, eða liti fyrir bankann. b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrirmerki, skrift ogeinkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrir tákn kr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankansmerktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaðarbankinn -nútíimbanM Kór Lögmannshlíðarklrkju sem nú fagnar 40 ára afmæli sínu. Myndin var tekinífyrra. Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar: Haldið upp á40ára afmæli Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar er 40 ára um þessar mundir og er af- mælishátíð um helgina. A laugar- daginn syngur kórinn í verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíö milli kl. 11 og 12 og á sunnudaginn verður messa á Möðru- völlum í Hörgárdal þar sem kórinn syngur. Rúta fer frá Glerárskóla klukkan 13.30 en messan byrjar klukkan 14.00. Eftir messuna verður hátíðarkaffi í Lóni við Hrísalund. Þar verður f jölbreytt afmælisdagskrá í tali og tónum. Meðal annars verður flutt Agnus Dei úr messu eftir Mozart. Undirleik annast strengjasveit nem- enda og kennara tónlistarskólans. Stjórnendur kórsins eru Áskell Jóns- son og Jón Hlöðver Áskelsson. Áskell hefur stjómað honum frá upphafi, að undanskildu fyrsta starfsárinu. Fyrir jólin er væntanleg á markaðinn hljómplata meö Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar. Á henni verða gamlar upptökur sem nú er safnað saman í tilefni afmælisins. -JBH/Akureyri. Kvenfélagið Seltjörn: Fjáröfl- unardagur á sunnudag Kvenfélagiö Seltjöm hefur nýlega hafið vetrarstarf sitt. A undanförnum árum hefur félagið látið mjög til sín taka á Nesinu og svo veröur enn í vetur. Á þessu ári hefur félagið m.a. lagt 200.000 kr. tii kirkjunnar, sem nú er aö rísa í bænum, og 200.000 til snyrti- stofu fyrir aldraða bæjarbúa auk annars stuönings við unga og aldna. Fjáröflunardagur félagsins verður nk. sunnudag, 11. nóvember. Þá verður m.a. kökusala, skyndihapp- drætti, lukkupokar og flóamarkaður. Húsið verður opnað kl. 14.00. Næsti fundur verður þriðjudaginn 20. nóv. kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Fiskhátíð Nú um helgina stendur fyrir dymm sérstök fiskhátiö sem Vörumarkaður- inn stendur aö. Hátíöin verður á sunnudag og mánudag í verslun Vöm- markaðarins að Eiðistorgi 11 á Seltjarnarnesi. Þar verður allt fullt af fiski og hann kynntur fyrir neytendum i bak og fyrir. Kokkur Vörumarkaðar- ins, Ari de Huynh, verður á staönum og kynnir allt að 30 tilbúna fiskrétti. Fiskhátíðin verður opin á sunnudag frá kl. 10—17 og á mánudag frá kl. 9— 19. Smurt brauð. Síldarréttir. Smáréttir. Heitar súpur. Opiötil kl. 21.00 öll kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.