Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Page 16
16 ■■■■■■ DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. ■■■■■■■■■■■■■■ Kafli úr bókhni ff Rmmtán ára á föstu ff 25. júní. Lísu snarbrá þegar hún leit á daga- talið. Blæðingar áttu að vera byrjaðar fyrir fimm dögum. Oftast voru þær reglulegar. Það skyldi þó ekki hafa gerst...? Henni varð hugsað til nætur- innar eftirminnilegu í Húsafelli. Það skyldi þó ekki vera...? spurði hún sjálfa sig og fékk fiðring í magann. Um stund þyrmdi yfir hana. Hvað mundi hún gera ef hún væri orðin ólétt? Hún sá mömmu i anda brjálast við þessi SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKÍFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaðstorginu, en um hvaö er samið er auðvitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir. Viö birtum... Þaö ber árangur! tíðindi. — Á þetta svo að bætast ofan á allt annaö á þessu heimili? mundi hún segja. Lisa reyndi að hughreysta sjálfa sig. Kannski var þetta bara della i henni. Blæðingarnar gætu hafist þá og þegar. Stundum þurftu konur að leita til læknis út af óreglulegum blæöingum og þeir kipptu þeim i liðinn. Hún var ákveðin i að segja Arna frá grun sínum þegar hún hitti hann um kvöldið. Þetta var líka atriði sem snerti hann jafnmikiö og hana. Lísu fannst tíminn til kvölds lengl aö líöa. Hún var taugaóstyrk þegar hún kom inn í stigaganginn heima hjá Áma. Hann óx við hverja tröppu. Hún samdi i huganum þaö sem hún ætlaöi að segja honum. Það mætti ekki vera of hátíðlegt eða of alvarlegt. Hún mættí ekki hræða hann um of eöa láta hann fá sektarkennd. Arni skynjaði undireins að Lisu lá eitthvað á hjarta þegar hann tók á móti henni. Hún var óvenju þungbúin og stökk ekkl einu sinni bros. — Ereitthvaðað, Lísa? spurði hann þegar hún var komin inn i herbergi til hans og sest á rúmið. Þú ert eitthvað svo döpur og einkennileg, bætti hann viö. Honum stóð ekki á sama. — Það er svo sem ekkert alvarlegt, muldraði hún og horfði niður á teppiö. Þetta er kannski tóm vitleysa í mér. Hvað var svo sem ekkert alvarlegt? Ami reyndi aö láta sér detta eitthvað í hug. Haföi hún verið rekin að heiman eða úr vinnunni? Haföi mamma hennar fengiö hjartaáfall eða systkini hennar orðið fyrir slysi? Kannski litla bamiö systur hennar? Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. — Æi, við getum talað um þetta seinna, andvarpaöi Lisa. Andrúms- loftíð var alltof alvörugefið. Svo staröi Arai á hana eins og hann byggist við stórtíðindum. Hún haföi ekki farið rétt aö. Hún var búin að gera hann það forvitinn að hann var ákveðinn í aö reyna aö toga upp úr henni leyndar- dóminn. — Svona, láttu það koma, sagði hann og settist viö hliðina á henni. Skyndilega laust þeirri hugsun i kollinn á honum aö nú ætlaði hún aö segja honum upp. Segði að það væri engin framtíð i þessu hjá þeim, þau væru alltof ung til aö taka þetta alvar- lega. Ef til vill haföi andlát Sigtryggs gamla komið einhverju rótí á huga hennar og fengið hana tíl að endur- skoða tilveruna. Lisa ákvaö aö láta það vaöa. — Arni, það eru fimm dagar síðan ég átti aö byr ja á blæðingum. Hann hrökk við, — hafði átt von á allt öðm en þessu. Hvað var hún elginlega aö reyna að segja honum? Hann hafði óljósan grun um þaö. — Nú, var þaö eina sem hann gat stunlð upp. — Já ... skilurðu ekki? KannskL .. Hún leit á hann. Hann horföi niður; þetta haföi greinilega komiö honum úr jafnvægi. — Það þarf ekki aö vera... ég meina... fimm dagar eru ekki margir, sagöi hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.