Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstiórnar: 686611. Setning, umbrot/mynda-og plötugerö: HILMIR HF./SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf./Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helaarblaö 28 kr.. Síðasta vfgið Ráðherrar Framsóknar mæla með lækkun vaxta. Þeir taka undir með kór stjórnarandstæðinga. Framsóknar- forystunni var frá upphafi illa við það tiltölulega mikla frelsi í vaxtamálum, sem var innleitt síðastliðið sumar, þótt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sam- þykkti þessa tillögu sjálfstæðismanna. Nú vill Stein- grímur fara aftur í gamla farið. Víst þykja mörgum vextir háir. En hvað er til ráða? Allir viðurkenna, að verðbólga muni mikið aukast á næstu mánuðum í kjölfar kjarasamninganna. Ætti þá að lækka vexti? Varast verður þau víti, sem við þekkjum frá fyrri árum. Þegar verðbólgan óx en vextir minna, byggði margt ungt fólk þeirra tíma á svo lágum vöxtum, að íbúðirnar voru nánast gefnar. Auðvitað var þetta fé ekki tekið án þess aðrir gyldu fyrir — þeir sem eftir sátu í verðbólgukapphlaupinu, svo sem sparifjáreigendur sem urðu að þola neikvæða raunvexti. Reiknað hefur verið, að á árunum 1972—80 hafi tvö þúsund milljónum króna verið stolið úr vösum sparifjár- eigenda. Nú hefst nýtt verðbólgukapphlaup. Þeir sem telja sig munu standa vel á þeim spretti magna þann áróður, að lækka beri vexti. Þeir hugsa með öfund til þess fólks, sem fékk stóran hluta eigna sinna gefins. Ovandaðir stjórnmálamenn skírskota til þessa volduga hóps. Þeir horfa framhjá því grundvallaratriði, að fjár- magni verður ráðstafað á hagkvæmasta hátt fyrir þjóðar- búið, ef framboð þess og eftirspurn ráða vöxtunum. Verði vextir svo lágir, að þeir séu ekki verulega um- fram verðbólgu, eykur það spillingu í þjóðfélaginu. Bankastjórinn, sem útbýtir fjármagninu, eða sjóðs- stjórinn getur þá látið gæðinga sína hafa forgang. Mikil eftirspurn yrði eftir fjármagni á hinum lágu vöxtum. Eins og aðstæður eru getum við ekki reiknað með nægu fjármagni til að veita fjölda ungs fólks eignir á silfurfati nema með því rétt einu sinni að stela nógu miklu af spari- fjáreigendum. Vextir hækkuðu við vaxtafrelsið. Þá gerðust þau ánægjulegu tíðindi, að bankar og sparisjóðir fóru að keppa um sparifé meö hækkun vaxta á innlánum. Spari- fjáreigendur hafa síðustu mánuði fengið nokkra uppbót fyrir þaö, sem áður hafði verið af þeim rænt. Þrátt fyrir hækkun vaxta sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, í vantraustsumræðunum, að fjármagnið sogaðist út úr bankakerfinu yfir á markað okurlánara. Þetta segir okkur nokkuð um, hversu lítið fjármagnið er, sem um er keppt. Stjórnvöld hafa illu heilli takmarkað þetta fjármagn með því að ráðstafa drjúgum hluta þess á ófrjálsum markaði, svo sem til oft óhagkvæmra skuldbreytinga í landbúnaði og sjávarútvegi. Vextir verða því hærri en ella á því fé, sem eftir stendur. Stjórnvöld eiga að beita hagkvæmum aðferðum, vilji þau bæta kjör húsbyggjenda. Lánstími er nú fáránlega stuttur á bankalánum, sem varið er til aö byggja íbúðir, sem munu standa í mannsaldra. Stjórnvöld gætu beitt sér fyrir lengingu slíkra lána bankakerf isins. Vaxtafrelsið, takmarkað sem það er, stendur nú eftir sem eitt af því fáa, sem stjómarstefnan hefur byggt á. Það er eitt síðasta vígið. Haukur Helgason. > v~S Bullandi meirihluti! Eg var aö blaöa í Þjóöviljanum um daginn og rakst þar á frásögn af fundi nokkrum, hvers tilgangi ég hef nú gleymt. Það vakti athygli mína að í fréttinni var sagt að á fundinum heföi veriö, ,bullandi meirihluti”. — Er þetta ekki nokkuð harkalegur dómur? spuröi ég sjálfan mig. — Er ekki fulllangt gengiö að segja svo stóran hóp kjörgengra Islendinga röflara? Lýsir þetta ekki nokkurri mannfyrirlitningu? Eg velti þessum spurningum fyrir mér dágóða stund og reyndi að ímynda mér þennan merkilega fund. Eg teiknaöi upp í huga mér langan, hálfrökkvaðan sal, þar sem lágt var til lofts, en nokkuð vítt til veggja. I salnum sá ég fyrir mér svo sem 500 manns, og í salnum var mikill kliður, því meirihluti fundarmanna, 251, röflaði í síbylju. Fundarmenn blööruðu upp í opið geðið hver á öðrum, og það sem ég heyrði af orða- skiptum hafði ekkert með fundar- efnið að gera, heldur skiptust menn á klámvísum, Hafnarfjarðarbrönd- urum, veðurlýsingum og síma- númerum og aðskiljanlegum slíkum óþörfum upplýsingum. Það rann upp fyrir mér, aö ég hafði setið ótal slíka fundi. Eg gat reyndar ekki rifjað upp nokkurn fund, sem ég hef setið, sem ekki líkt- ist þessari ímyndun minni. Eg komst því, nauðugur, að þeirri niöurstöðu, að það er í hæsta máta sanngjörn lýsing á meirihluta á svona fundi, aö hann sé bullandi. Eg geri mér grein fýrir því að þessi niöurstaða mín kann að hafa mótast af því, að nokkru leyti, að ég sjálfur er minnihlutamaður. Ævinlega, þegar deilur rísa og menn skipast í flokka eftir afstöðu sinni, lendi ég í minnihlutahóp. Eg man ekki til þess aö hafa greitt atkvæði með meirihlutanum nema einu sinni á ævinni. Og þá var reyndar vitlaust talið. Auðvitað eru ekki allir á einu máli um það, hvaö er bull, og hvað ekki. Það sem í eyrum eins manns hljómar sem samhengislaust þvaður og óráðs þrugl, kann aö hljóma í eyrum annars manns sem opinber- aður sannleikur, ljúfur sem fegursti kveðskapur. Það sem einum manni finnst „málefnalegt”, finnst öðrum marklaus skætingur”. Það sem gerir pólitískar deilur svo athyglis- verðar er einmitt þaö, að deiluaðilar gæta þess svo vandlega að vera aldrei sammála um staðreyndir málsins, að þeir gætu eins veriö að tala um sitt málið hvor. Ólafur B. Guðnason Gott dæmi um þetta gaf að líta í þrætuþætti í sjónvarpinu um daginn, þar sem fjórir þingmenn deildu um blessaða ríkisstjómina (viðstaddir rísi úr sætum og taki ofan með fer- földu húrrahrópi, eða ekki, eftir at- vikum). I þeim ágæta þætti sagði forsætis- ráðherra (Steingrímur Hermanns- son, en sumir vilja skíra ríkis- stjórnina eftir honum og kalla hana Steingrímu, en mér finnst Steingrímur hafa of hreyfanlega andlitsdrætti til þess að slík nafngift geti talist viðeigandi) . . . hvert var ég kominn? . .. já!, forsætis- ráðherra sagði að kaupmáttur launa- fólks hefði rýmað um 8% á stjómar- tímanum (og ég bendi á þaö einu sinni enn, að það eru launin, sem hafa kaupmátt, en ekki launafólkið, eða hefur Steingrímur einhvem tímann keypt eitthvað og greitt fyrir þaö með la unamönnum?). Þar kom Svavar Gestsson á móti með þá yfirlýsingu, að þessi sami kaupmáttur hefði rýmað um 25% á sama tímabili. Brá einhverjum? Ekki vitund. Þeir héldu áfram eins og ekkert hefði ískorist. Vönum fundarmönnum kemur það ekkert á óvart þó andmælendur þeirra séu bullandi. Allir þekkja þau sannindi, að til eru þrjár tegundir lygi: lygi, bölvuð lygi ogstatistikk. Ef gengið er á slíka stjórnmála- menn og þeir spuröir, hvaðan þeir hafa tölurnar, sem þeir vitna svo glaðlega til, svara þeir þvi, að þeir hafi þessar tölur frá sérfræðingum. Þessir sérfræöingar viti allt, sem vitað verði um öll þessi mál, og eng- inn, síst af öllu stjómmálamenn, geti með góöu móti efað orö þeirra. Greindur maður sagöi einu sinni, aö slíkir sérfræðingar heföu alltaf á reiöum höndum þr jár tegundir talna. Fyrsta tegundin er til þess að blekkja almenning. önnur tegundin til þess að blekkja stjórnmálamenn. Og þriðja tegundin til þess að blekk ja þá sjálfa. — En til hvers eru þá þessar pólitísku umræður allar? spyrja reiðir lesendur. — Hvernig á al- menningur að móta afstöðu til mála, þegar tölurnar eru ekki áreiöanleg- ar? Hvernig eiga stjómmálamenn að velja milli kosta, ef þeir hafa ekki áreiöanlegar upplýsingar? Eg get auövitað ekki svarað þessu. Mín kenning er sú, að mann- kyniö skiptist í tvo hópa: meirihluta- fólk og minnihlutafólk. Sumir styöja alltaf sigurvegarana, en aörir lenda alltaf með minnihlutanum (ég er viss um að það eru fáir sammála þessari kenningu minni, reyndar, en það verður að haf a það). Eg man ekki lengur, hvert fund- arefnið var á fundinum, sem Þjóðviljinn sagði frá í þessari merkilegu grein um daginn. Eg er hins vegar sannfærður um það, að það er rétt, sem sagði í fréttinni, að meirihlutinn var bullandi. Eg hef lært það af reynslunni, að það eru meirihlutar alltaf. Ég hlustaði einu sinni á umræður á Alþingi einn eftir- miðdag og verð aö segja, að ekkert, sem þar var sagt, kom mér á óvart. En eftir því, sem á daginn leiö, varð mér órórra, uns svo var komið að ég átti erfitt með að sitja kyrr. Eg skildi lengi vel ekki, hvers vegna ég var svo spenntur, en þó fór svo aö lokum, að upp rann fyrir mér ljós. Það var enginn minnihluti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.