Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 13 Czra Pound var jsfnan míkið niðri fyrir. Arnór Benónýsson ihlutverki hans. ams fyrir að yrkja um vorið sem ótal skáld hafi ort um áður og sjálfsagt miklu betur; Williams svarar með því að vorið sé ætíö nýtt. Þessar rökræður þeirra eru að nokkru byggöar á merki- legum bréfaskriftum sem stóðu marga áratugi, og fara í leikritinu að hluta til fram gegnum útvarp — þar er vísað til útvarpsáróðurs Pounds í seinna stríði. Það er höfuöpaur Egg-leikhússins, Viðar Eggertsson, sem leikur William Carlos Williams, en Ezra Pound leikur Amór Benónýsson. Frumsýningin var í gærkvöldi, sem fyrr kom fram, en sýningar fara fram I Nýlistasafninu við Vatnsstíg, þar sem Gallerí SUM var áður til húsa. Leikmynd og búninga hefur Guðrún Erla Geirsdóttir búið til, ljósin sá Ámi Baldvinsson um og tónlist og leikhljóð semur Lárus Grímsson. Svanhildur Jóhannesdóttir er titluð yfirmaður tæknideildar. Höfundurinn, Árni Ibsen, er jafnframt leikstjóri og hann var spurður hvers vegna hann hefði valið sér þá Williams og Pound aöyrkisefni. „Pound var frekur" ,jEg hef alltaf lesið þá báða mikið. Pound tók ég sem prófverkefni á há- skólanum úti, en Williams var ég þá þegar farinn að lesa. Svo bar þetta allt að sama brunni; síðastliðið sumar fórum við Viðar að tala um að ég skrif- aði fyrir hann leikrit, og um sama leyti var ég að lesa Williams mjög gaum- gæfilega og reyna að þýða hann. Þetta bræddist svo smátt og smátt saman, enda er vinátta þeirra Williams og Pounds afar heillandi verkefni. I raun- inni var vinátta þeirra alveg einstök, og mér fannst að sú rökræða sem þeir áttu sífellt í, ekki síst með bréfa- skriftum, ætti erindi við okkur. Þeir rökræddu um allt milli himins og jarðar: listsköpun og eðli hennar, lífs- stefnur, pólitík og svo framvegis. Þetta er mjög kunnuglegt fyrir okkur og með því að nota þessi tvö miklu skáld gat ég þar að auki skrifað leikrit eins og mig langaði til að skrifa — lýr- ískt verk sem væri ekki mjög bundiö af raunsæi. Svo byrjaði ég á verkinuþann 17. nóvember 1983, þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Williams, og iauk viö þaðnú í september.” — Er mikill hluti verksins beint úr bréfum þeirra eða öðrum sam- skiptum? „Bláþráðurinn er náttúrlega allur sannur og kannski helmingur textans er frá þeim kominn, en ég móta hann alveg eftir mínum þörfum.” — Átti ekki Viöar Eggertsson upphaflega aö leika þetta einn? „Jú — það er aö segja, upphaflega ætlaði ég mér aöeins að skrifa stutt leikrit um Williams fyrst og fremst. En Pound er svo frekur, hann tróð sér æ lengra inn fyrir dyr, og þar kom að ekki varð lengur hjá því komist að fá annan leikara í hlutverk hans.” — Að lokum, Arni Ibsen. Ætlarðu að halda áfram að skrifa leikrit? Ætlarðu máskeaðverðanýrlbsen...? „Ja, ég hef alltaf verið Ibsen! En jú — ég ætla að halda áfram á þessari braut. Ég veit ekki hvenær gefst al- mennilegur tími til þess frá brauðstrit- inu, en þetta er nokkuð sem ég hef lengi stefnt að. Og ég hef reynt að undirbúa mig vel.” -IJ. acom S electron j-L..i.j . 11.1111111111111.1111 i-L. 1.1M i M m FULLKOMIN FRAMTÍÐARTÖLVA FYRIR HEIMILI, SKÓIA LEIKIOG LÆRDÓM Effir 3 ára sigurgöngu hafa framlelðendur BBC tölvunnar hannað nýja undratölvu, sem gœdd er flestum helstu koslum BBC tölvunnar. fSLENSK RITVINNSLA ELECTRON TÖLVA FYRIR ALLA! STERIO m sambandf TRYGGVAGÖTU • SÍIVll: 19630 TÍMABÆR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.